Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 33
4 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 33 MORGUNBLAÐIÐ______________________________________ MINNINGAR JÓNA AXFJÖRÐ + Jóna Axfjörð fæddist á Ak- ureyri 8. janúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðjón Axfjörð múrarameistari og Rannveig Jónatans- dóttir. Einn bróður átti hún, Friðgeir Axfjörð, sem er lát- inn. Einnig ólst upp á heimilinu dóttir hans, Rannveig, sem býr á Ólafsfirði. Jóna var gift Arna Val Vigg- óssyni. Þau eignuðust sjö börn sem eru: Friðjón, Soffia, Zop- honías, Axel, Arnhildur, Árni Valur og Jón Ómar. Árni og Jóna slitu samvistum. Útför Jónu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig og minnast þín með nokkrum orðum. Þegar pabbi hringdi að morgni 27. ágúst og sagði okkur mæðgun- um að þú hefðir látist daginn áður ruddust tárin fram á hvarma mér. Eg vissi að þér hafði hrakað mik- ið og búast mætti við þessari frétt á hverri stundu en samt var ég ekki tilbúin þegar hún kom. Ég varð mjög sorgmædd og fór að lesa bók mér til huggunar. Fyrir valinu varð uppáhalds bókin mín og þar rambaði ég beint á orðin: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn). Þar með fór ég að rifja upp minn- ingar þar sem þú varst aðalpersónan. Ég held mér sé óhætt að segja að fyrst man ég eftir þér í Ásabyggð- inni. Ég var hjá þér oft á yngri árum og þó sérstaklega á sumrin. Líklega er það vegna þess að yngri systkini pabba voru í vist með mig á sumrin. En ég sé þig greinilega fyrir mér þar sem þú situr við að mála, teikna eða spila á píanóið sem var þér svo kært. Ég man einnig að þú eyddir miklum tíma á sumrin við að yrkja garðinn og bar hann þess vel merki. Hann var ávallt vel hirtur og ósjald- an vorum við rekin með boltann úr garðinum. En árin liðu og ýmsar þrautir þurftir þú að yfirstíga. Mér finnst óhætt að seja að þú hafir eflst við mótlætið og listamaðurinn sem í þér var kom skýrar í ljós. Þess bera merki þær bækur sem eftir þig liggja. Sumar hafa verið gefnar út en aðrar eru ætlaðar okkur einum sem höfum þær undir höndum. En amma, merkilegust finnst mér þú þó vera fyrir eitt. Þú settir alltaf fjölskylduna og hag hennar í fyrsta sæti og ekki breyttist það þótt þú veiktist. Að lokum vil ég þakka þér, amma, fyrir samfylgdina. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur og ég þakka Guði fyrir að hafa síðasta stig sjúk- dómsins ekki lengra. Og amma, „Þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Spá- maðurinn Helga Sif Friðjónsdóttir. Elsku Jóna. Margs er að minnast, nú þegar þú hefur kvatt þetta líf, aðeins 62 ára. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir 18 árum þegar sonur þinn Zoponías og dóttir mín Ester tóku saman. Þó sambúð þeirra yrði ekki löng eignuð- ust þau eina dóttur, Sólveigu Helgu, sem tengdi okkur saman. Hún kveð- ur nú ömmu sína með þökk fyrir allt. Breytingar á þínu lífi seinna áttu eftir að hafa áhrif á kunnings- skapinn sem varð að einlægri vin- áttu. Þrátt fyrir erfiðleika þína á þessum árum reyndirðu að vera dug- leg og bjartsýn. Við áttum saman margar góðar stundir. Fullar af krafti og áhuga stofnuðum við lítið fyrirtæki, sem við kölluðum J.A.S.K., upphafsstafir á nöfnum okkar. Fórum að skapa ýmsa muni úr trölla- deigi og gáfum meira að segja út bók um trölladeig og meðferð þess. Oft var glatt á hjalla hjá okkur á kvöldin í Furulundinum þegar við vorum að koma hugmyndum okk- ar á blað. Síðan var mótað, bakað og málað og þessu komið í sölu sem alltaf gekk vel. Margar ferðirnar vor- um við búnar að fara í bæinn á gamla Skodanum þínum. Ósjaldan kom það fyrir að hann varð bensínlaus og þá varð að fara út og ýta að næstu bensínstöð. Síðan var farið heim og við fengum okkur kaffi og hlógum að öllu saman. En svo hófst þitt veikindastríð sem varð svo langt og erfitt. Þú þurftir að taka þig upp úr átthögun- um sem voru þér svo kærir og flytja til Reykjavíkur. Fyrst í þína íbúð en seinna varstu orðin svo veik að þú gast ekki lengur verið heima. Þá fluttir þú á Hjúkrunarheimilið Eir. Alltaf þegar ég heimsótti þig reynd- ir þú að vera glöð og bjartsýn. En Ijósið í þessu öllu var að öll börnin þín voru í Reykjavík og heimsóttu þig og gerðu það sem þau gátu fyr- ir þig. Elsku Jóna, þú hafðir svo mikla hæfileika á svo mörgum sviðum en gast aldrei notað þá til fulls fyrir balsi hversdagslífsins og barnaupp- eldi. Margir nutu samt góðs af hæfi- leikum þínum. Þú varst dugleg að halda námskeið í postulínsmálningu sem þú varst snillingur í. Þú tókst nemendur í píanóleik. Og ekki má gleyma bókunum um nafna minn, Dolla dropa. Síðasta jólagjöfin mín frá þér var blómapottur sem þú hafð- ir málað á. Hann mun ég alltaf geyma til minningar um þig. En nú er þinni löngu veikinda- og þrautagöngu lokið. Ég veit að foreldrar þínir og bróðir taka vel á móti þér. Elsku Friðjón, Soffía, Sissi, Seli, Didda, Lilli og Jónsi, við Einar send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Kæra Jóna, vertu kært kvödd með þakklæti fyrir allt. Þín vinkona, Sólveig (Dolla) Kristjánsdóttir. Þótt burtför þín hafi ekki verið alveg fyrirvaralaus kemur hún manni samt einhvern veginn í opna skjöldu. Með þér hverfur svo margt sem við hefðum viljað hafa áfram. Maður fer að hugsa um tilgang lífs- ins og þá er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvers vegna þú varst hrifin brott svona snemma. Þú með þína hæfileika hefðir getað gert svo margt fleira sem hefði auðgað líf okkar hinna. En þegar öllu er á botninn hvolft er dauðinn það sem lífið snýst um og þessum dómi er ekki hægt að áfrýja. Nú eru börnin þín vaxin úr grasi og þú farin yfir móðuna miklu. Við systkinin erum líka orðin stór og heimilið þitt sem við komum í heim- sókn á er ekki lengur til, en hlýjar minningarnar þaðan eigum við áfram. Þrátt fyrir allt annríkið tókstu vel á móti okkur. Þú hafðir alltaf tíma til að brosa, spjalla og sýna okkur notalega umhyggju. Þú hafðir svo mikinn áhuga á því hvern- ig okkur gengi og hvaða framtíðará- form við hefðum. Oft var glatt á hjalla og ef bróðir þinn, hann faðir okkar, var með okkur glettust þið stundum og strídduð hvort öðru en væntumþykjan skein alltaf í gegn hjá ykkur báðum. Já, heimilið þitt var notalegt, enda átti amma okkar gott skjól hjá þér síðustu árin sln. Þú varst alltaf að skapa. Þótt það hafi eflaust verið ærinn starfi fyrir þig að ala upp og koma á legg öllum barnahópnum gafst þú þér tíma til að sinna hugðarefnum þínum og list. Það var eins og inni í þér væri lista- maður sem alltaf braust fram í gegn- um ys og þys hversdagsins - hversu stormasamt sem lífið var að öðru leyti. Víst er það að lífið var þér ekki alltaf auðvelt þó að þú stæðir eins og klettur. Elsku Jóna frænka. Undir það síðasta, þegar sjúkdómurinn þjarm- aði að þér, sýndir þú þann styrk sem í þér bjó. Þinn sterki persónuleiki lét ekki bugast og alltaf var stutt í bros- ið þitt. Þetta bros munum við geyma í hjörtum okkar til minningar um þig og gamla heimilið þitt. í dag verður þú lögð til hinstu hvílu við hlið föður okkar og vottum við börn- um þínum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. María, Friðjón, Steinunn, Frið- geir, Arnaldur, Alnia og Ingi- leif Friðgeirsbörn. Elsku Jóna. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við mæðgurnar vorum í fríi þegar við fengum þær fréttir að þú værir dáin. Þú lést á afmælisdaginn henn- ar Helgu Sifjar, elsta barnabarnsins þíns og nánast á sömu mínútu og hún hafði fæðst 21 ári áður. Andlát þitt kom ekki á óvart því skömmu áður en við fórum í fríið hafði þér versnað en ekki var vitað hvað það stig sjúkdómsins tæki langan tíma. Við mæðgurnar komum til þín og kvöddum þig hinstu kveðju ef svona skyldi fara. Þú þekktir okkur allar og það var gott að geta tekið utan um þig og sagt bless. Minningarar sem við eigum sam- an ná yfir meira en 20 ára tímabil og ekki hægt a_ð rekja þær í svona stuttri kveðju. Ég verð þó að nefna tvennt sem einkenndi þig, en það eru listahæfileikarnir og umhyggju- semin fyrir fjölskyldunni. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú ert að mála, teikna, föndra, sauma eða spila á píanóið. Og þetta gastu verið að gera með húsið fullt af fólki því helst vildir þú hafa sem flesta í kringum þig. Þú virtist aldrei þurfa frið og ró. Það sem mig langar að lokum að segja við þig er: Það voru ófáar brekkurnar sem þú þurftir að klífa og krossgöturnar sem þú komst að og þurftir að velja þína leið. Þú stóðst þig hetjulega á lífsgöngunni. Takk fyrir samfylgdina, elsku Jóna. Gunnlaug Ottesen. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Komið er að kveðjustund. Kær vinkona okkar, Jóna Axfjörð, hefur nú horfið á brott. Þrátt fyrir trega- blandnar hugsanir streyma þó fram minningar um 40 ára gleðistundir sem við vinkonurnar áttum saman í saumaklúbbnum. Mikið var spjall- að og hlegið, saumað og prjónað, enda allar í upphafi með lítil börn. Ekki lét Jóna sitt eftir liggja og henni fylgdi alltaf hressandi gustur og margvíslegar hugmyndir. Hún var óvenju listræn og flest virtist leika í höndum hennar. Með eldingarhraða mótaði hún og meitl- aði hina ólíkustu listmuni og málaði af miklum hagleik bæði á tré og postulín og liggja víða dýrgripir eftir hana. Einnig skrifaði hún barnabækur og myndskreytti þær sjálf og mun Dolli dropi einna kunn- ust þeirra. Hún spilaði prýðisvel á píanó og stundaði píanókennslu um árabil. Hún hélt námskeið í málun á tré og postulín og um tíma sá hún um föndurkennsiu á Sólborg, vist- heimili þroskaheftra. Undanfarin ár hefur Jóna átt við mikla vanheilsu að stríða og fyrir nokkrum árum flutti hún til Reykja- víkur enda flest börnin hennar bú- sett þar. Við söknum hennar sárt og nú að leiðarlokum þökkum við innilega fyrir alla þá vinsemd og ánægju- stundir sem hún veitti okkur og biðjum góðan guð að styrkja hana og styðja á nýju tilverustigi. Börnum hennar og öllum að- standendum vottum við sýpstu sam- úð. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐUR RAFNSSON, Klapparstíg 17, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 3. þessa mánaðar. Árný K. Árnadóttir, Pálína Sigurðardóttir, Rafn Kristjánsson, Jóhanna Birgisdóttir, Árni Kristjánsson, Áslaug Líf Stanleysdóttir, Guðmar Kristjánsson, Guðrún I. Blandon og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGI JÓNSSON bóndi frá Deild i Fljótshlfð, Litlagerði 12, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Stórólfshvols- kirkju í Hvolhreppi laugardaginn 7. sept- ember kl. 14. Sofffa Gísladóttir, Þröstur Jónsson, Ragnheiður Skúladóttir, Hrefna Jónsdóttir, Björn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Otför BALDVINS JÓNSSONAR hæstaréttarlögmanns, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudag- inn 9. september kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Jón Baldvinsson, Hlín Baldvinsdóttir, Gísli Baldvinsson. t Útför eiginmanns míns, MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR bónda, Belgsholti, Melasveit, fer fram frá Hallgrímskirkju, Saurbæ, Hvalfjarðarströnd laugardaginn 7. sept- ember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast Magnúsar er bent á Sjúkrahús Akraness eða Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Anna Þorvarðardóttir. t Minningarathöfn um ástkæran sambýl- ismann minn, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, bróður og afa, HÖRÐ SÆVAR BJARNASON skipstjóra, Hnffsdalsvegi 8, fsafirði, sem fórst með Æsu (S 87 þann 25. júlí síðastliðinn, verður í ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitirnar á Vestfjörðum. Kolbrún Sverrisdóttir, Hörður Sævar Harðarson, Sverrir Guðmundur Harðarson, Sigrún Gunndfs Harðardóttir, Bjarni Harðarson, Erla Harðardóttir, Hörður Albert Harðarson, Regína Harðardóttir, Kjartan Sævar Harðarson, Sigurveig Björg Harðardóttir, Magnúsfna Laufey Harðardóttir, Gfsli Rúnar Harðarson, Hulda Björk Georgsdóttir, Kristjana Birna Marthensdóttir, Sfmon Andreas Marthensson, Martha Lilja Marthensdóttir, Vigdfs Erlingsdóttir, Jakob Jónsson, Kristfn Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Jóhann Egilsson, Gfsli Samúelsson, Veigar Guðbjörnsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Maron Pétursson, systkini og barnabörn hins látna. H- Saumaklúbburinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.