Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HUNANGSFLUGURNAR Jerúsalem er episk ástarsaga sem gerist rétt fyrir aldamótin og fjallar um hóp Svía sem leggja land undir fót og flytjast búferlum til Jerúsalem. Með aðalhlutverkin fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow (Pelle sigurvegari) og Óskarsverðlaunahafinn Olympia Dukakis (Moonstruck). Leikstjóri: Óskarsverðlaunahafinn Bille August (Pelle sigurvegari). Frumsýnd kl. 8. Ath! Uppselt!! Sýnd kl. 5.10, 7, 9 og 11. B. i. 16 ára Sýnd kl. 6.50 og 9. B.l. 16 ára £Z . .. HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM AUGA FVRIR AUGA SALLY FIELD KIEFER SUTHERLAND ED HAI FRUMSÝNING: STORMUR Myaad. Joel Stlxmn Ooen ★ ★★* Ó.H.T. ★ ★★ ★ ★★t/2 FARGrO Twister sameinar hraða, spennu og magnaðar tæknibrellur og kryddar svo allt saman með hárfínum húmor. í aðalhlutverkum eru Bill Paxton (Apollo 13, True Lies, Aliens) og Helen Hunt (Kiss of Death, Mad About You). Leikstjóri er Jan De Bont leikstjóri Speed. Twister er einfaldlega stórmynd sem allir verða að sjá. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B.i. 10 ára. UPPSELT I KVOLD HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Linsubaunir, hamborgarar - og nautalundir í ríki annarra CAINE og Connery vilja vera kóngar í The Man Who Would Be King. sérflokki þessa helgina er Sýning Stöðvar 2 á Konunginum (The Man Who Would Be King, 1975), einni af bestu myndum meist- ara Johns Huston. Upprunalega ætlaði Huston á fimmta áratugnum að gera þessa túlkun sína á sögu Rudyards Kiplings (tvær myndir eftir verkum hans eru sýndar þessa helgina á Stöð 2\ hin er Skógarlíf á laugardag) um tvo kappsfulla svikahrappa sem á tímum nýlenduveld- is Breta komast til valda og seilast til auðs hjá innfæddum í Kafírist- an með því útmála annan þeirra sem guð. Huston hugðist hafa Hump- hrey Bogart og Clark Gable í aðalhlutverkunum. Af því varð hins vegar ekki - trúlega sem betur fer því myndin er verk þroskaðs höf- undar á hápunkti hæfileika sinna og þeir félagar Sean Connery og Michael Caine eru óaðfinnanlegir í hlutverkum ekta Hustonkappa sem ganga of langt í metnaði sínum. Stórfenglegar sviðsetningar og vönd- uð persónusköpun. ★ ★ ★ ★ Laugardagur ENN vænkast hagur strympu. Myndaúrvalið á sjónvarpsstöðvunum þessa helgina er hið fjölbreyttasta fóður; fyrir grænmetisætur kennir ýmissa grasa en steikur jafnt sem skyndibitar eru fyrir hina. Föstudagur Sjónvarpið ►22.20 Einkaspæjarar, rannsóknarlögreglumenn, lögfræð- ingar, sálfræðingar, afbrotafræðing- ar, réttarlæknar - þetta eru hinar ýmsu hetjur sakamálamyndanna. Jane Halifax er hins vegar réttargeð- læknir og áströlsku myndirnar um hana hafa verið vandaðar og spenn- andi. í Halifax - Kvennamorðinginn (Halifax f.p. - The Feeding, 1994) iylgjumst við með henni í þriðja sinn og nú á slóð nauðgara og morðingja. Rebecca Gibney er fín í titilhlutverk- inu. Stöð 2 ►14.00 og 0.45 Ánálum (Panic In Needle Park, 197l)er sann- ferðug og vægðarlaus lýsing á sam- bandi heróínsjúklings og kærustu hans í fátækrahverfum New York. Einn af fyrstu leiksigrum Als Pacino, handrit eftir John Gregory Dunne og Joan Didion, kraftmikil leikstjórn Jerrys Schatzberg með handvirkri myndatöku og taktfastri klippingu, en myndin verður í seinni hlutanum illbærilega niðurdrepandi. ★ ★'/2 Stöð 2 ^21 .00 Ástralski leikstjór- inn Fred Schepisi er flinkur fagmaður en dálítið þunglamalegur fyrir gam- anmyndir. í Snillingnum (I.Q., 1994) tekst honum þó alveg bærilega upp með kostulegum rómans bifvélavirkj- ans Tims Robbins og viðskiptavinar hans Meg Ryan. Inn í rómansinn bfandast frændi Ryans, enginn annar en Albert Einstein í gervi Walters Matthau sem er óborganlegur að vanda. Breski grínistinn Stephen Fry er líka góður sem vonbiðill Ryans úr menntamannastétt. ★ ★ ★ Stöð 2 ►22.40 — Sjá hér til hliðar. Stöð 3 ►21.10 og 0.15 Ágætirleik- arar - Lindsay Wagner, Robert Loggia, David Clennon - eru til stað- ar í I eldlfnunni (Nurses On The Line), dramatískri spennumynd um hremmingar heilbrigðisstarfsfólks í frumskógum Mexíkó. Umsagnir vantar um hana, svo og um Barna- mang (Baby Brokers) sem Stöð 3 sýnir upp úr miðnættinu en þar er Cybill Shephard í aðalhlutverki sál- fræðings sem lendir í svindli þegar hún hyggst ættleiða barn. Á milli þessara mynda eru áströlsku airíkis- löggurnar enn á ferð - og nú eru morð og fíkniefni - og reyndar líka ættleiðingasvindl að gera þeim lífið leitt. Sýn ►21.00 Hasarmyndin Point Break sem helsti kvenkyns hasar- myndaleikstjórinn í Hollywood, Kat- hryn Bigelow, leikstýrir er of löng (125 mínútur) og langsótt en lengst af er hún hraðskreið afþreying. Ke- anu Reeves og Gary Busey ieika FBI-löggur að kljást við bankaræn- ingja og leikur grunur á að foringi þeirra sé Patrick Swayze, bað- strandagúrú. ★ ★ 'h Sýn ►23.50 Jeff Fahey með sín ís- bláu augu leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Meistaraskyttan en það er hins vegar Martin Donovan í aukahlutverki lummulegs endurskoð- anda á snærum mafíunnar sem stelur senunni. Rick King leikstjóri sértil þess að manni leiðist ekki. ★ ★ Sjónvarpið ►21.10 Árnarfalla í norður (Where The Rivers Flow North, 1993) þykir greindarleg smá- mynd, tekin í Vermont, þar sem seg- ir frá viðureign roskins manns (Rip Torn) við yfirvöld sem vilja hrekja hann af landareign sinni vegna virkj- unarframkvæmda. Michael J. Fox leikur aldrei þessu vant vondan mann. Leikstjóri er Jay Craven sem einnig skrifar handritið. Maltin gefur ★ ★ 'h og Blockbuster Video ★ ★ ★. Sjónvarpið ►23.10 Martin Brest leikstjóri sló í gegn með gaman- spennumyndinni Beverly Hills Cop I og bætti enn um betur með Eltingar- leik (Midnight Run, 1988), einhverri allra skemmtilegustu afþreyingu seinni ára. Robert DeNiro leikur mannaveiðara að eltast við sakleysis- legan svindlara - Charles Grcdin - án þess að vita að hann á þar í sam- keppni við mafíuna. Samleikur þeirra DeNiros og Grodins er afbragð, sem og leikstjórn Brests. Betri skemmtun að varla unnt að fá á laugardags- kvöldi. ★★★‘/2. Stöð 2 ►12.55 og 0.30 Ektagamal- dags og gamansöm Hollywoodróman- tík prýðir Ógleymanlega ást (An Affair To Remember, 1957) um brokkgengt ástarsamband fyrrum næturklúbbssöngkonu og auðugs pip- arsveins sem hittast á farþegaskipi. Engum ætti að leiðast í félagsskap snillinga á borð við Cary Grant og Deborah Kerr. Sleepless In Seattle notaði eitt og annað úr þessari mynd áratugum síðar. Leikstjóri Leo McCarey. ★ ★ ★. Stöð 2 ► 15.00 Sígild saga Rudy- ards Kiplings Skógarlif (TheJungle Book, 1994) fékk ágæta meðferð í mynd Stephen Sommers, þar sem Jason Scott Lee leikur prýðilega Mowgli sem ungur týnist í frumskóg- um Indlands og vex þar úr grasi með hinum dýrunum en er svo fluttur aftur til „siðmenningarinnar" með dramatískum afleiðingum. Fín Qöl- skylduskemmtun. ★★★. Stöð 2 ^21.00 í loft upp (Blown Away, 1994) er klisjukennd og þar af leiðandi fyrirsjáanleg hasarmynd um sprengjusérfræðing í Boston (Jeff Bridges) og baráttu hans við galinn IRA-bófa (Tommy Lee Jones). Ekk- ert sérstakt sprengiefni í þessari mynd. ★ ★. Stöð 2 ►23.00 „Megabeibið" Alicia Silverstone, sem sló eftirminnilega í gegn í Clueless, er eina ástæðan til að horfa á spennumyndina Áreitni (The Crush, 1993). Þar leikur hún sálsjúka fjórtán ára gellu sem heijar á heimskan blaðamann (Cary Elwes). Leikstjóri Alan Shapiro. ★ 'h. Stöð 3 ^21.00 og 22.30 Umsagnir vantar um flölskyldumyndina Besta vininn (Heck’s WayHome) um vin- áttu drengs og hunds en þar er sá ágæti Alan Arkin í aðalhlutverki, sem og um dramatísku spennumyndina í skugga morðingja (In The Shadow OfA Killer) með Scott Bakula. STÖÐ 3 ► 0.45 Hinn pollrólegi leikari Sam Elliott leikur harðsnúinn lögreglustjóra í villta vestrinu sem er staðráðinn að láta glæfrakvendið Lindu Fiorentino og útlagann Craig Sheffer ckki komast undan sér á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.