Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1
,HI,«,^.|QM ¦ FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 ¦ LIST OG FATNAÐUR/4 \Æ^ " '1 ¦-.¦¦¦¦ ^ ». W W "W BLAÐ B HEROIN OGNAR Á VESTURLÖNDUM/6 1 GARÐURINN I OSHLIÐARLANPI/6 ¦ VEFRIT HANDA UNGU FOLKI/7 ¦ SKELFILEG SAGNFRÆÐI UM VÍKINGA/8 ¦ DANS ÁRSINS/8 Handlagnir heimilisfeður FAIR HAFA orðið eins illa fyrir barð- inu á spéfuglum í Hollywood og hand- lagnir heimilisfeður. í ófáum kvik- myndum ákveða þeir að sýna hvernig hægt er að gera hlutina upp á eigin spýtur. Ef til vill springur á dekki sonarins og þeir ákveða að gera við það með því að taka allt reiðhjólið í sundur. Gleyma svo öðru hjólinu þegar þeir setja það sam- an aftur með þeim afleið- ingum að smíðisgripur- inn líkist helst hjólbörum með bögglabera. í hugum flestra eru handlagnir heimilisfeður menn sem völdust til starfa á skrifstofu - ekki að ástæðulausu eins og áður hefur komið fram. Til að sanna að þróttur karlmennskunnar blund- ar í þeim undir gráu jakkafötunum og svarta slifsinu reyna þeir að laga allt sem aflaga fer á heimilinu. Ekki auðvelt verkefni þegar maður þekkir ekki mun á þjöl og skrúfjárni. Smári Smárason, arkitekt hjá Byko, var spurður hvort handlagnir heimilisfeður kæmu stundum og leit- uðu ráðlegginga. „Heldur betur," svarar hann brosandi. „Margir þeirra leita ráðlegginga hjá okkur og reynum við að liðsinna þeim af fremsta megni." I framhaldi af þessu svari var ákveðið að senda handlaginn heimilis- föður í Byko og láta honum í té þann búnað sem best væri að hafa við hönd- ina þegar hengdar væru upp gardín- Morgunblaðið/Ásdís HANDLAGNA heimilisföðurnum veittist létt verk og löðurmannlegt að festa upp gardínur á heimili sínu eftir að hann hafði fengið til þess réttan búnað. ur. „Við hlóðum á hann því sem til þurfti," segir Smári. „Hann þurfti að bora fyrir töppum, þannig að hann fékk borvél, bor og tappa. Einnig þurfti hann tröppur til eiga auðvelt með að athafna sig." Smári verður föðurlegur á svip og bætir við: „Svo gölluðum við hann upp því ekki vildi hann setja ryk og drullu á fötin sín." Hann heldur áfram: „Honum var fenginn hamar til að negla inn tapp- ana og skrúfjárn til að festa upp gard- ínurnar. Hann hefði þurft að vera með hallamál, en þetta er bara handlaginn heimilisfaðir þannig að hann reyndi að sjússa þetta til. Þetta voru helstu verkfærin sem til þurfti, en það er líka gott að hafa verkfæratösku und- ir þetta allt saman. Þá eru verkfærin öll á einum stað." Að síðustu bætir hann - við: „Ekki má gleyma málbandinu - það er alveg ómissandi." Ingólfur Sigurðsson í söludeild er spurður að því hvort hann kunni ein- hverjar hrakfallasögur af handlögnum heimilis- feðrum, sem fara meira á þrjóskunni en á kunn- áttunni. „Áttu við þá sem snúa nag- lanum öfugt og reyna að negla hann þannig," segir hann og hlær. Blaða- maður gerir sér grein fyrir því að spurningunni hefur verið svarað og ákveður að láta gott heita. Morgunblaðið/Kristinn VINNUR heilsu- fæði á sveppnum? Candida sveppur GERSVEPPURINN candida hefur valdið miklum heilabrotum. Hann er eðlilegur mönnum en getur valdið miklu heilsutjóni hlaupi ofvöxtur í hann. Sumir telja að candida nærist á sykri og geri og fúkalyf geti valdið ofvexti. Hinsvegar megi ef til vill vinna bug á sýkingunni með réttu mataræði. í Dag- legu lífi er umfjöllum um candida og reynt að varpa ljósi á hvað hann er, skýrt frá til- gátum og líka efa- semdum. ¦ ryrír þÍCf bætt og betri VOTslun við Edduf ell Allir velkomnir í grillveislu , föstudaqinn 6. sept. frá kl 15:00 til 19:00 ud snðkk - Goða qrillpylsur - Kjörís - Coca Cola h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.