Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________DAGLEGT LÍF_____________________________ • Gersveppurinn candida er í öllum mönnum • En hvað gerist þegar ofvöxtur hleypur í hann? • Er ráðið gegn sýkingunni að hætta að borða sykur og ger- mikinn mat? • Eru sætindi og vínandi candida hagstæð? • Eru áhöld um með- ferðina gegn sýkingunni? • Kemur rétt mataræði í veg fyrir sýkingu? 1. CANDIDA getur myndað hvíta skán í munni hjá fólki sem tekur inn fúkalyf. 2.Vegna candida óþols , getur stundum myndast roði við bleiunotkun, eins og í þessu tilfelli. 3. Séð ofan í vélinda hjá sjúklingi með alnæmi. Hvítu breiðurnar eru gersveppurinn. 4. í handarkrika er algengt að sjúklingar með candida óþol fái útbrot. CANDIDA SVEP MEÐ ger- og sykursnauðu fæði hefur fjölda fólks tekist að bæta heilsufar sitt til muna og margir telja sig hafa læknast af ýmiss konar alvarlegum sjúkdómum. Læknisfræðilegar tilgátur eru um að gersveppurinn candida albican, sem er í öllum mönnum, valdi heilsutjóni en hann er talinn þrífast best á sykri og ná of- vexti ef mikilla fúkalyfja neytt. Algengustu ein- kenni candida sveppaóþols eru talin vera meltingartruf- lanir, þreyta, höfuð- verkur og lið- Sumir telja sveppaóþolið vera al- gengt hérlendis þar sem fúkalyf hafa verið notuð hér í meira mæli en í flestum nágrannalöndunum, auk þess sem íslendingar eru á meðal þeirra þjóða sem neyta hvað mest af sykri miðað við íbúa- fjölda. Breiðvirk fúkalyf sem drepa eðlilegan bakteríugróður í slím- húð, eru ekki talin vinna á ger- sveppnum sem fjölgar sér þegar penisilin og önnur fúkalyf er tekið inn í miklum mæli. Venjulegur ölgers- sveppur sem notaður er í brauð og víngerð er nauðalíkur candida sveppnum en veldur þó ekki sýkingu eins og hann. Vitað er að sykur örvar vöxt gersveppa meira en annarra örvera og baktería. Til dæmis þegar vín er bruggað, er vöxtur gersveppa algerlega háður sykri til að fram- leiðslan takist vel.^ Ástand margra er því verst þegar drykkjar eða fæðu, sem inniheldur bæði sykur og ger, er neytt. Gerjaður sykur, eins og í áfengi, er því það versta sem sjúklingar með candida óþol geta látið ofan í sig. Fyrstu einkenni alnæmissjúklinga Sannað hefur verið vísindalega, að ofvöxtur getur valdið alvarleg- um sjúkdómum í fólki með bilað ónæmiskerfi. Til dæmis eru fyrstu einkenni alnæmissjúklinga oft candida óþol. Krabbameinssjúkl- ingar fá einnig óþol í sumum til- fellum vegna sterkra lyfjagjafa. Einnig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum, að ofvöxtur sveppsins geti valdið bólgu í leg- göngum ef fúkalyfja hefur verið neytt og ef sveppurinn dafnar í meltingarvegi, veldur hann niður- gangi. Hjá nýfæddum börnum getur ofvaxinn sveppur valdið Gersveppinn cnndidn nlbi- cnn er nð finna víöa í slím- húð heilbrigðra einstakl- inga, aóallega í meltingar- færum og leggöngum kvenna. Hann er meinlaus ef varnarkerfi líkamans virkar vel og þarmaflóran er heilbrigö. Undir ókveðnum kringumstæö- um er hins vegar talið að sveppurinn geti nóö of- vexti og valdið f jölmörg- um sjúkdómseinkennum, svo sem síþreytu, höfuð- verk, ristilkrampa, miklum vindgangi, einbeitingar- skorti, minnisleysi, kvíða, vöðvabólgu, liðverkjum og fleiru. V ar algjör sykurfíkill ÉG VARmjög slæmt tilfelli af candida sjúklingi þar til fyrir þremur árum,“ segir Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leik- kona. Hún var sjúkdómsgreind með slæma liðverki og psoriasis húð- sjúkdóm en líðan hennar fór sífellt versnandi. „Sjúkdóms- saga mín er nánast óendanleg. Ég þjáðist af miklum bjúg, mikl- um sjóntruflunum og frá 10 ára aldri hef ég verið með slæma ristilbólgu. Einnig var ég komin með þurrkbletti í andlitið sem ekki nokkur leið var að hylma yfir,“ segir hún. Eftir þrautagöngu milli ótal lækna var henni bent á að leita til Helga Valdimarssonar pró- fessors í ónæmisfræði og lækn- is. „Hann ráðlagði mér að borða sykur- og gerlaust fæði og gaf mér sveppaeyðandi lyf, fung- erol og microstatin." Eftir nokkrar vikur á nýja Lilja Guðrún var haldin ýmis konar sjúkdómum þartil hún breytti um mataræði. Ef hún hins vegar stelst til að fá sér súkkulaði, koma ein- kennin strax íljós. kúrnum, var Lilja Guðrún orðin nánast verkjalaus og húðsjúk- dómurinn hvarf. „Það var alveg ólýsanleg tilfinning enda var ég búin að kveljast í mörg ár af öllum þessum kvillum. Vanalega kvaldist ég við að fara á fætur á morgnana en gat allt í einu farið að stunda lík- amsrækt. Ég grenntist heilmik- ið og bjúgurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Fúkalyfin eru undirrótin? Lilja Guðrún hefur tekið inn ógrynni af fúkalyfjum í gegnum tíðina. „Líklega þess vegna þjáðist ég svona heiftarlega af candida. Læknum finnst fullyrðingar um candida sveppinn vera árás á sig, því þeir hafa mælt ótæpi- lega með penisilini fyrir sjúkl- inga sína, án þess að gefa asyto- fylus á móti, sem er mjólkur- sýrugerill og heldur bakteríu- gróðrinum í jafnvægi. verkir. Hópur fólks hefur jafnvel gengið svo langt að telja flesta nú- tímasjúkdóma vera af völd- um sveppsins svo sem drykkju- sýki, ofát, megrunar- og steitu sjúkdóma. Fjórðungur kvenna á Vesturlöndum er talinn hafa mismikil einkenni um ofvöxt candida sveppsins í líkamanum. Þar sem lítið hefur verið vísindalega sann- að um heilsuspillandi áhrif gersveppsins, líta langlestir læknar og næringarfræðingar hann hornauga. Algengt á íslandi? Almennar umræður um gersveppinn candida eru tiltölulega nýjar af nál- inni hér á landi en töluvert hefui verið ritað um skaðsemi sveppsins í Bandaríkjunum og víða í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.