Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 3
! MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LÍF bólgu og eymslum í munni, svo- kallaðri þrusku. Tilraunir á músum Ef músum er gefinn sykur eykst vöxtur candida hjá þeim. Því er talið líklegt að sykur örvi einnig vöxt sveppsins í mannslíkaman- um. Tilraunir á músum hafa einnig sýnt að kvenhormónið estrogen eykur viðloðun sveppsins við slím- húðina. Leitt hefur verið líkum að því að sveppurinn hijái konur meira en karla. Því til staðfestingar hef- ur meðal annars verið bent á að þeim sem eru gefnar fyrir sætindi finnst langerfiðast að standast freistinguna viku fyrir blæðingar, en þá er hormónið estrógen í lík- amanum í miklu magni. FÚKALYF eru talin stuðla að frekari vexti candida gersveppsins. Efasemdir f lestra lækna og næringarfræð- inga eru miklar og mörgum finnst gengiö of longt í fullyrö- ingum um skoð- semi candido óþols. PAÓÞOL Velklr sveppurinn ónæmlskerflð Tilgátan er sú að ofvöxtur sveppsins myndi efni sem erta slímhúðina í meltingarvegi. Þá ráðast ónæmisfrumurnar á svepp- inn, sem hefur í för með sér bólgu i slímhúðinni. Við alla ertinguna skaddast slímhúðin og hleypir því inn efnum í líkamann sem alls ekki eiga að fara þangað. Þá þarf ónæmiskerfið að taka til óspilltra málanna og hreinsa út þessi fram- andi efni. Þar með skapast of- virkni í ónæmiskerfinu sem leiða til óþæginda sem geta að vissu marki líkst óþægindum sem við fáum við venjulega flensusýkingu, svo sem þreytu, slappleika, höfuð- verk og beinverkjum. Kona með þráláta bólgu í leg- göngum af völdum candida fer oft og tíðum í sveppalyfjameðferð. Þá lagast bólgan upp að vissu marki en ef hins vegar konan fær einnig ofnæmislyf hverfur bólgan. Því hefur verið haldið fram að ónæm- iskerfið geri ekki alltaf greinar- mun á venjulegum gersvepp og candida svepp. Ónæmiskerfið ræðst því á þessi efni hvort sem það er gersveppur eða candida sveppur og veldur sýkingu. Rannsókn hefur leitt í ljós að meira en helmingur þeirra sem hafa ofnæmi fyrir candida hafa einnig ofnæmi fyrir ölgerssvepp- um. Því þola sumir ekki að drekka hálft bjórglas eða borða pitsabotn án þess að fá uppþembu og fleiri einkenni óþols. Vísindalegar sannanlr vantar Næringarfræðingar og læknar hafa fett fingur út í þessa umræðu sem þeim fínnst of einhliða. Þeir hafa bent á að ger í brauði verði óvirkt eftir að brauðið er bakað. Því sé einkennilegt að hafa óþol fyrir gerinu þegar það er komið í líkamann. Hins vegar er vitað að gerið lifir ennþá í líkamanum þegar áfengi er til staðar. Einnig er erf- itt að skilja næringarfræðilega, hvernig sveppurinn getur lifað á sykri þar sem sykur brotnar niður efst í smáþörmum og í skeifugörn- inni, en talið er að candida sveppur- inn lifi best neðst í smáþörmunum. Hellsujurtlr varna vexti sveppsins? Vísbendingar eru um að hrár hvítlaukur, cayane pipar og ýmsar heilsujurtir haldi sveppinum niðri en enn vantar vísindalegar sann- anir fyrir því. Þeir sem mæla með náttúrulækningum hafa gefið ís- lenskum sjúklingum ráð við candida óþóli og í heilsubúð hér- lendis er til tæki sem mælir stærð candida sveppsins í fólki með raf- eindatækni og nálarstunguaðferð- um. Hrönn Marinósdóttir Það er einkennilegt að ef ég stelst til að borða súkkulaði og majónes finn ég til í bakinu.“ Guðrún Lilja drekkur kaffi í hófí en mikið af AB mjólk. Eitt sinn fyrir sýningu í Þjóð- leikhúsinu útbjó kokkurinn fyr- ir Guðrúnu Lilju sykur- og ger- lausan rétt, en áttaði sig ekki á að í grillkryddinu sem hann setti á matinn var sykur. „Ég borðaði matinn með bestu lyst, svo á miðri sýningu skipti eng- um togum, ég blés út eins og fýsibelgur og buxurnar sprungu utan af mér. Fyrir nokkrum árum fór ég á fitubrennslunámskeið og fitn- aði um 8 kíló. Seinna áttaði ég inig á því að á þessu tímabili jók ég brauðát og borðaði meira af hvítu pasta en áður.“ Lilja Guðrún heldur óþolinu niðri með réttu mataræði, en tekur ekki sveppalyfin lengur. „Ég geri mér grein fyrir að ekki er hægt að drepa ger- sveppinn heldur í mesta lagi svæfa hann. Ef ég svindla í mat, fæ ég þurrkbletti og bjúg í andlitið og þá spyr förðunardaman í Þjóðleikhúsinu mig: Hvað varstu nú að borða?“ Að versla ímatínn Lilja Guðrún segir að það skipti öllu máli að borða rétt. „Mannslíkaminn er ekki búinn undir allt þetta sykurát. Alla tíð hef ég verið sjúk í sykur. Því var erfitt til að byrja með að versla í matinn, en nú er ég komin upp á lag með það. Ég borða allan hreinan og ferskan mat, svo sem kjöt, fisk og smjör. Sveppurinn vaknar til lífisins ef ég til dæmis drekk eitt bjórglas eða glas af léttvíni. Eina vínið sem ég þoli er viskí, brennivín og vodka því þar er sykurinn eimaður burt. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir LILJA Guðrún Þorvaldsdóttir heldur óþolinu niðri með réttu mataræði. , Morgunblaðið/Asdís SOLVEIG Eiríksdóttir hefur haldið námskeið fyrir fólk með candida sveppaóþol. Betra líf án sætindanna SÓLVEIG Eiríksdóttir hefur haldið námskeið fyrir fólk með candida sveppaóþol og nú rekur hún ásamt fleirum heilsubitastaðinn Grænan kost sem byggist á sykur- og ger- lausu fæði auk þess sem hvítt hveiti er ekki á boðstólum. Hún segir sjúklinga með candida óþol á háu stigi ekki þola að borða hunang eða sæta ávexti eins og epli, vínber og banana. Einnig verða þeir að fara varlega í neyslu gerilsneyddra mjólkurvara. Eftir nokkurn tíma er síðan í lagi að slaka á taumunum og prófa sig áfram. „Annars er það mjög ein- staklingsbundið hvað hentar hveij- um og einum. Mestu máli skiptir að borða gott hráefni, til dæmis: í stað þess að kaupa unnar matvörur eins og fiskibollur i dós eða kjötf- ars er betra að kaupa nýjan fisk eða kjöt og hakka sjálfur.“ Trylllst af kætl ef hann fær camembertost Sólveig ráðleggur fólki með Candida óþol að borða sem mest af rótargrænmeti, til dæmis kart- öflum og gulrótum. Einnig er hollt að borða hafragraut og gerlaust heilhveitibrauð, hýðishrísgijón og baunir. Hvítt hveiti, eins ogí hvítu pasta, breytist strax í sykur í lík- amanum og er þvi ekki hollt. „Hægt er að kaupa mjólkur- sýrugerla í töflum eða hylkjum í heilsubúðum. Það kemur að sama gagni og AB mjóik sem er mjög góð fyrir eandida sjúklinga. Sterkir ostar eru geijaðir og því er ráðlegt að borða einungis milda osta. Sveppurinn tryllist til dæmis af kæti þegar hann fær camem- bertost." Sólveig leggur áherslu á að ef ákveðnum fæðutegundum er sleppt sé mikilvægt að afla sömu næringargilda í annars konar mat. Heimsmet í sykuráti Sólveig bendir á að sykur sé að finna í mjög mörgum matvæl- um. „íslendingar eiga sjálfsagt heimsmetið í sykuráti enda eru sjoppur hérlendis ófáar og því freistingarnar margar. Hins vegar átta fáir sig á því að duiin heiti yfir sykur eru mörg. Þau má sjá á innihaldslýsingu margra mat- vara, til dæmis er kornsterkja, glúkósi, kornsýróp, maltósi og fruktósi ekkert annað en sykur.“ Hún segir sykur vera meðal annars að finna í ýmsum krydd- blöndum og súputeningum. „í tómatsósu eru um 25 prósent inni- haldsins sykur. Tilbúið morgunkorn er oft nrjög sykrað, meira að segja í Allbran morgunkorninu er 10 prósent syk- ur. Ýmsar mjólkurvörur, svo sem jógurt eru einnig bara seldar með sykri. Margir foreldrar eru gjarnir á að setja sykur í matinn til að fá krakkana til að borða og það verð- ur ávanabindandi. Kannski er það sykurátið sem leiðir unglingana út í drykkjuskap, því áfengi er yfirleitt mjög sykrað." Þegar neyslu á unnum sykri er hætt, segir Sólveig bragðlaukana breytast. „Bragðskynið verður allt svo miklu næmara. Gulrótarsafi er til dæmis mjög sætur ef vel er athugað. í stað súkkulaðis borðum við fjölskyldan stundum heila hafra í eftirrétt. Annars er vel hægt að baka gómsætar kökur án þess að nota unninn sykur og hvítt hveiti. Á sama hátt er vel hægt að matreiða góðan mat, án sykurs. Candida óþol getur byijað strax hjá börnum í vöggu, til dæmis með óhóflegri pensilíngjöf. Þegar bömin fara á leikskóla fá þau gjarnan kakósúpu, hvít hrís- gijón, gerbrauð og pylsur. Kannski gagnstætt því sem þau þekkja heiman frá sér. Það gæti verið hluti af ástæðunni fyrir því að þau fá í eyrun og verða kvefuð.“ Læknaðíst af síþreytu og ofnæmi „Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir átján árum þjáðist ég af heift- arlegu ofnæmi fyrir dýrahárum. Jurtalæknir þar ráðlagði mér að sleppa sykri, geri og hvítu hveiti úr fæðunni en borða í staðinn meðal annars sesamfræ, þang, járn og kalk. Að þremur mánuðum liðnum svaf ég heila nótt í sama herbergi og köttur án þess svo mikið sem að hnerra. Áður gat ég ekki verið fimm mínútur í návist katta. Þegar ég flutti aftur til íslands slakaði ég á mataræðinu. Fljótlega fór ég að finna fyrir stanslausri þreytu og þurfti helst að leggja mig þrisvar á dag. Auk þess var ég með slæma verki í liðunum. Eftir langa mæðu fékk ég ráðgjöf frá Helga Valdimarssyni, prófess- or í ónæmisfæði varðandi matar- æði og á örfáum mánuðum tók líf mitt stakkaskiptum." Sólveig segir hollan mat vera nauðsynlegan, sérstaklega í eril- sömu þjóðfélagi. „Sá misskilning- ur er sem betur fer á undanhaldi að þeir sem neyta heilsufæðis sitji vanalega með krosslagða fætur á gólfinu, í reykelsisangan og búist við nuddi á hvérri stundu. Auk þess er æ fleirum að verða ijóst að ekki er nauðsynlegt að trúa á fyrra líf til að borða á Græn- um kosti.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.