Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF HÚN er fjarræn og töfrandi hofróðan á myndinni og leiðir hugann að klæðaburði múslímskra kvenna. ÞAÐ var mikið og vel skoðað á sýningunni, enda leynir sér ekki aðdáunin á andliti konunnar, sem bergnumin virðir fyrir sér hið íburðarmikla skart. KOKKTEILKJÓLAR úr stórgerðu svörtu silkitafti. Gullofnir sokkar, Balmain 1990. Málverk; P. P. Rubens: Kristur á krossinum, sirka 1610. GLITOFINN brúðarkjóll. Balmain, veturinn 1989. Málverk; Pedro Díaz di Oviedo; Páll og Jakob, um 1500. Lorenzo de Credi; Guðsmóðirin og hinn ungi Jóhannes tilbiðja Jesúbarnið. ÞEGAR rýnirinn var í Kaupmanna- höfn í marz sl. þótti honum fyrirsjáan- legt, að borgin kæmist í röð þeirra menningarborga, sem einna best kæm- ust frá útnefningunni frá upphafi. Til- gátan hefur svo gengið eftir, því er hann var þar um mánaðamótin júlí - ágúst, og menningarárið rúmlega hálfnað, hafði fiest farið fram úr áætl- un, sem ætti að opna augu einhverra um gildi blómlegs menningarlífs fyrir jafnt mjúku sem hörðu gildin. Ekki eru mörg ár síðan ég vakti athygli á því í grein hér í blaðinu að borginni væri að fara aftur enda að- koman þangað mun dapurlegri en áður. Menn rökræddu um þetta í fjölmiðlum og margur tók svo djúpt í árinni, að hennar biði það hlutskipti margra ann- arra stórborga að úrkynjast ef ekki væri strax tekið í taumana, í öllu falli höfðu viðkomandi þungar áhyggjur af bróuninni. Þetta var löngu áður en hún var útnefnd menn- ingar- Kaupmannahöfn hefur íklæðst sínu fegursta í tilefni menningarárs, og Ríkislistasafnið leitast við að gera almenningi málverk fyrri alda aðgengilegri. Bragi Ásgeirsson sá sýningu á 120 verkum Erik Mortensens, nafn- kenndasta fatahönnuðar Norðurlanda. hafa orðið mikil umskipti og menning- arárið lyft borginni þokkafuliu við Eyrarsund upp úr öskustó, því hvar- vetna sér maður nýjar framkvæmdir og athafnir til uppbyggingar og fegr- . Um leið hafa peningam- ir farið að rúlla, því auður- inn er þar sem mann- Iífið blómstrar og ráðamenn meðtaka mikilvægi óbeina hagnaðarins. Með framkvæmdavilja og virkjun mannlífsins streyma peningar úr öllum áttum í vasa ein- staklinga og um leið til hins opinbera, og hér er ekki um að ræða einstaka og afmarkaða við- burði sem eiga sér stað á flög- urra ára fresti, heldur upp á hvem dag árið um kring, og öll ár. Því meiri getjun þeim mun meiri velta og hér er allt aðhald og spamaður af hinu illa, en það gengur báglega að beija þetta inn í hausinn á ástmögum stund- arhagnaðarins. Nei, Kaupmannahöfn er ekki að úrkynjast, þótt sums staðar hafi arki- tektar einstrengingsháttar og óbilgirni látið til sín taka varðandi spjöll og sjón- mengun eins og átt hefur sér stað um Ráðhústorgið, sem best er að hafa sem fæst orð um. Kjörið er að hefja þennan pistil, sem ég helga list og fatnaði, á eins konar dæmisögu um óbeinan hagnað sem gerir öllum gott, og vísa til manns sem fyrir skikkan tilviljana varð klæðskeri Picassos árið 1955. Sömuleiðis fjölda framúrstefnupáfa tímanna, svo sem Míró, Giacometti, Chagall, Magnelli, Hartung, Arp, Manessier, Atlan, Campigli, Music, Pignon, Severini, Goerg auk flöllistamanna eins og Cocteau og skáldsins Jaques Prevert. Sagan segir að enginn hafi borgað með peningum og sjálfur fullyrðir skreðarinn, sem enn er á lífi 84 ára að aldri, að á engum tíma hafi skilding- ur farið á milli þeirra og þó var afkoma hans lengstum ekki upp á marga fiska. í staðinn fékk hann málverk, teikn- ingu, frumriss, steinþrykk, höggmynd eða ljóð. Listamennimir og klæðsker- inn báru djúpa virðingu fyrir hvor öðr- um því hér mættust háþróuð list og frábært handverk. Og eins og Picasso orðaði það; „Þú vinnur fyrir mig, og ég vinn fyrir þig“. Allir eru þessir nafnkenndu lista- menn horfnir til feðra sinna, en eftir situr klæðskerinn Michele Sapone með að öllum líkindum eitt stærsta og merkilegasta einkasafn Frakklands, eða rúmlega 500 verk! Þetta skeði allt í sólarborginni Nice í Suður Frakklandi, og nú omar hann og freyja hans sér í ellinni í villu sinni, sem jafnframt geymir hið mikla safn, auk þess sem tengdasonurinn, þakkað veri góðum samböndum, rekur stórt listhús í nágrenninu. Þrátt fyrir að eig- inkonan reyndi iðulega að fá mann sinn til að biðja listamennina um pen- inga fyrir vinnu sína, þegar hart var í búi, neitaði hann því alfarið enda var um að ræða eins konar samkomulag heiðursmanna. Hins vegar sendu lista- mennimir vel stæða vini sína til Sapo- nes þegar þeir vissu að hann var aura- lítill. Llfsspeki skreðarans var, að lífíð væri gott og fagurt, þegar peningar ÞRIGGJA fjórðunga jakki, ísaumur á svart siffon, nieð marglitri herð- aslá. Buxnadragt úr svörtu velúr, með ísaumi í belti. Scherrer, vetur- inn 1993. Málverk; Rembrandt Harmenz van Rijn: Konumynd 1656. KVÖLDKJÓLL með raðskornum upphlut, stálgráum og gullnum ísaumi. Schen-er, veturinn 1993-4. Málverk; Cornelis Norbertus Gysbrechts; Hluti málverks, Trompe lóeil með kyrralífsfurðum. 1670. BRÚÐARKJÓLL með gullísaumi, opinn um hálsinn og með gullísauinuðum ermum. Scherrer, veturinn 1993-94. Helgimyndir frá ítaliu; Guðsmóðurmeistarinn frá Feneyjahöll; Heilög Corona, sirka 1348-1351. Meistarinn frá Castelluborg; Guðsmóðirin með barnið, sirka 1315. væru ekki til lengur en næstu 14 daga, og þannig lifði hann mestan hluta lífs síns. Þó uppskar hann ekki einungis rúm 500 listavek eftir ýmsa af helstu listamönnum aldarinnar, heldur ánægj- una af samvistum við þá og að vera einn af nánum vinum Picassos, sem hann sagði lítinn að vexti en með út- geislan og framkomu sem lengdi hann upp I tvo metra... Það er tískuhönnun sem setur sterk- an svip á 100 ára afmæli Ríkislista- safnsins, Statens Museum for Kunst, með lífmikilli og umdeildri fram- kvæmd. Málið er, að Erik Mortensen, nafntogaðasti fatahönnuður þjóðarinn- ar og vafalítið Norðurlanda, sem lengstum starfaði sem hægri hönd Pierre Balmains í tískuhúsi hans París, en flutti sig svo yfir til tískuhúss Scherrers, varð sjötugur í ár. Forstöðu- maður safnsins Allis Helleland og lið hennar, ákvað að halda upp á aldaraf- mælið með því að vekja sérstaka at- hygli á 100 meistaraverkum í eigu þess, og heiðra um leið hönnuðinn með því að bjóða honum að sýna skartfatn- að sinn í sölum safnsins, og telst það aðalsýning ársins að lengd og um- fangi. Hafa málverkin verið einkennd sérstaklega og mikil og stór sýningar- skrá/ bók gefin út sem skýrir sögu hvers verks fyrir sig, sem er afar mik- ilsvert framtak. Auk þess hefur verið gefin út minni skrá/bók um fatahönn- uðinn með stuttum greinum um hann og mörgum fögrum litmyndum. Ætti að vera óþarfi að geta þess, að bóka- hönnunin er í báðum tilvikum framúr- skarandi handverk svo vart gerist betra í heimi hér. Að þessum tveim sýningum loknum verður safninu lokað vegna viðbótarbyggingar að baki því, í Eystri lystigarðinum, Östre Anlæg, sem er einnig afar umdeild framkvæmd, svo sem ég hef vikið að áður. Það má koma fram, að stór og mikil- vægur hluti myndverkanna kemur frá söfnum dönsku konunganna, allt aftur til Kristjáns annars og Friðriks þriðja. Þeir voru merkilega metnaðargjamir, vildu ekki vera eftirbátar annarra þjóð- höfðingja Evrópu og festu sér verk ýmissa af helstu málurum álfunnar. Málverkin voru upprunalega varðveitt I Konunglega listkammerinu; seinna Konunglega myndhúsinu I Kaup- mannahafnarhöll, seinna Kristjáns- borgarhöil. Með afnámi einveldisins og innleið- ingu lýðræðisins í Danmörku 1848, urðu myndirnar eign danska ríkisins og aðgengilegar öllum. Eftir bruna Kristjánsborgar 1884 var hafist handa við byggingu Ríkislistasafns, eftir teikningum Vilhelms Dahlerups, sem vígt var 1896, og þar hafa þær hang- ið allar götur síðan, að Silfurgötu 48-50, og í næsta nágrenni við hús Jóns Sigurðssonar. Mörgum þykir safninu misboðið með þessari sýningu meður því að yfirstéttartíska og hönn- un eigi ekki heima I sölum virðulegs ríkislistasafns og einnig hefur því ver- ið haldið fram, að hér sé á ferð ígildi kláms í guðshúsi. Það var nú einmitt af þeim sökum sem ég vísaði til franska klæðskerans I Nice, sem tók að sér að þjóna hégóma- gimi og sérvisku myndlistarmanna, rithöfunda og skálda í klæðaburði, sem er alþekkt fyrirbæri og þeim frekar til vegsemdar en hitt. Og eins og Allis Helleland bendir á í inngangsorðum sínum; „voru málverkin í bakgrunnin- um að stórum hluta til gerð fyrir um- hverfi höfðingja, hallarsali, veislur og íburð, ljós og liti, tónlist og dans, mið- degisverðarborð sem svignuðu af kræs- ingum og eðalvínum, samtöl um heim- speki, trúarbrögð, bókmenntir og vís- indi, hirðmenn og konur í íburðarmikl- um fatnaði. Það var stolt og metnaður hvers höfðingja að geta kynnt gestum sínum listaverk fremstu meistara Evr- ópu“. Mun síður til að lokast inni í söfnum, sem lengi vel voru líkust graf- hvelfingum. Þá er það snjöll samlíking hjá Helle- land, er hún vísar til þess, „að öll Kaupmannahafnarborg sé í hátíð- arskrúða vegna menningar; ins“. Og hví ekki að flikka u á umhverfi listaverkanna, samræmi við hinn þróttmikla gjörning og um leið innihald myndanna á veggjunum? Nei, listamenn og fræð- ingar eru ekki alveg á réttu róli um gagnrýni á þessa framkvæmd, því glæsileiki hins fjöl- skrúðuga tískufatn-; aðar Eriks Mortens- en er í mörgum til vikum í jafnvægi við innvols lista- verkanna í málaðir í margvíslegum mettuðum millitónum, sem fer málverkunum ekki síður vel en tískufatnaðinum og er mikill munur frá því er sami liturinn var á öllum veggjum. Og að mínu mati er þetta saklaus verknaður á móts við það sem sýningarstjórar leyfa sér er þeir staðsetja ruslhrúgur við hlið meistaraverka endurreisnar og sjá þar samræmi og hliðstæður, um leið og þeir vitna í Platon, Sókrates, Arist- óteles og fleiri spekinga fomaldar, sem vafalítið hringsnúa sér í gröfínni. Annað sem máli skiptir, er að fram- kvæmdin laðar ótölulegan grúa fólks að safninu, sem annars léti sér ekki koma til hugar að tylla þar tá og allt- af er möguleiki á því að það fái áhuga á að koma aftur, og það er mikilvægt á tímum aðhalds og spamaðar er krafan um að söfn beri sig verður stöð- ugt háværari. Víst kom framkvæmdin mér spanskt fyrir sjónir, en auðséð var að flestir höfðu mikið gaman af og meðan mér dvaldist á sýningunni var þar stöðugur straumur fólks, auk þess sem listaverk- in sköpuðu magnþrungna stemmningu í kringum skartklæddar gínurnar. Á stundum yfírgnæfðu hinar frábærlega vel hönnuðu tískuflíkur að vísu mál- verkin, en það kom einnig fyrir að sérkennilegt samræmi myndaðist, al- veg ný sjónarhom, ný og fersk opinber- un. Úm er að ræða 120 útgáfur af hátískufatnaði Mortensens frá tísku- húsunum Balmain og Scherrer, þar sem svart, grátt, hvítt og millitónar eru ríkjandi. Og þetta er vissulega stór- brotinn fatnaður, sem gæðir andvana en fagurlimaðar gínur svo miklum og sérstæðum þokka, að stundum voru þær mun meira lifandi en obbinn af kvenfókinu í kring svo maður tifaði á tánum í návist þeirra. Og jafnframt var eins og þessi fjarræni yndisþokki væri í bland við tímalausa eilífð líkt og sjálf málverkin. Hönnuðurinn Erik Mortensen hefur um Iangan aldur verið eftirsóttur af skartkonum um víða veröld, er m.a kallaður til Thailands nokkmm sinnum á ári til að klæða upp Sirikit drottn- ingu, svo hún geti haldið titlinum sem glæsilegast klædda konunglega hofróðan í heimi hér. Það skiptir miklu máli að laga föt að persónuleika hvers og eins, því fötin skapa mannin eins og sagt er. Á stundum er því þó öfugt eins og með Picasso, sem hafði yfrið gaman af sérkennilegum fötum, en sagt var að það hafi verið sama hvað honum datt í hug að troða sér í, alltaf líktist hann markgreifa, jafnvel þótt það væru einungis nærbuxur. En vel að merkja klæddist hann ekki öðru en honum líkaði en leit ekki við hinu. Erik Mortensen þarf þannig ekki lifandi hold til að skapa líf, því hann töfrar fram listgaldur með samsetn- ingu forma og efnisheilda líkt og mál- arinn með pentskúf sínum og mynd- höggvarinn með hamri og meitli. Það á vel við að blanda skúlptúr í þessa framsetningu, því kjólamir eru stund- um líkastir höggmyndum. Sjálfur hefur hann einmitt vísað til þess, sem einn mesti sagnfræðingur Frakka Michelet lét um mælt fyrir hundrað og fimmtíu árum: „Ég vildi skipta á þrem sígildum myndhöggvurum og einum klæðskera, með tilfinningu fyrir náttúrulegum formum, sem hann magnar upp og fegrar". Einnig vísar hann til þess, sem Coco Chanel sagði á fjórða áratugnum „Tíska er nokkuð, sem maður hrífst af í dag en hlær að á morgun - list er hið gagnstæða". Telur hér fljótfærnis- lega að orði komist, en segir réttilega að þetta eigi við dægurflugur og alla þá viðleitni sem markast helst af von- inni um athygli og að komast á forsíð- ur blaðanna. Fatahönnun Mortensen er eins langt frá því að skara hugtakið dægurflugur og hugsast getur, því hún er byggð á áhrifum víða að, maður les fortíðina og aldimar í vinnubrögðum hans eins og öllu því sem vísar fram á við og lifír. Inntak og lífsspeki Eriks Mortensen hefur frá unga aldri verið, að allt sé manninum gefíð, hann geti ekkert sjálfur. Sú vissa geri hann ósæranlegan fyrir gagnrýni og auðmjúkan fyrir við- urkenningu. „Mundu að sjá, mundu að þú skalt sjá, mundu það sem þú sérð, memento visu“. ■ grunninum. hafa salimir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.