Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 DAGLEGT LÍF BÓNDABÆR, ábúendur og bústofn. Fjær sést vindmylla og kirkja. STÝRISHJÓL eru notuð sem klæðning á verönd sumarbústaðarins. „SIGGI sjóari“ er einn á báti. „ÞAÐ ægir öllu saman hjá okkur enda um að gera að hafa þetta sem fjölbreytilegast til að hafa gaman af því,“ sagði Jörgína Þórey Jó- hannsdóttir þegar hún sýndi blaða- manni og ljósmyndara garðinn við sumarbústað sinn, Birkigerði í Ós- landshlíð í Skagafirði. Garð þennan hafa Þórey og Þórður Eyjólfsson maður hennar verið að útbúa í sjö ár. Frá því Þórður og Þórey byggðu sumarbústaðinn á árinu 1989 hafa þau verið að byggja upp garðinn, gróðursetja og safna að sér fjöl- skrúðugum munum til að koma þar fyrir. Þau hafa útbúið upplýsta gos- brunna og bæjarlæk. Safnað fjöru- gijóti og ýmsum sjávarmunum og sett upp í fjölbreytilegum samsetn- ingum. Keypt plastfugla og sett upp styttur og álfa. Mikið er um alls kyns kynjamyndir á rekatijám sem kannski hafa verið máluð á augu eða eitthvað neglt á til að auka áhrif- in. Fjöldi skúlptúra er í garðinum, meðal annars þar sem mismunandi st.einum hefur verið raðað upp. Þór- ey segir að þau hjónin vinni þetta í félagi, hann setji hlutina gjarnan saman eftir hennar óskum. „Þetta er ekkert mál, maður þarf bara að hafa hugmyndaflugið í lagi," segir hún. Byggðasafnið Meðal þess sem vekur eftirtekt gesta í garðinum er karl sem situr klofvega á rekaviðardrumbi sem á hafa verið máluð selsaugu. Þetta er Sæmundur á selnum, upplýsir Þórey, og þegar nánar er gáð er Sæmundur auðvitað með bók í hendi. Skammt frá situr sjómaður í sjófötum í litlum árabát með fjölbreytt veiðarfæri, Hugmyndaflugið í góðu lagi í garði í Óslandshlíð Morgunblaðið/Ásdis Ásgeirsdóttir KÝR- og hrútshausar skreyta staurana í girðingunni um garðinn í Birkigerði. SKÚLPTÚRAGARÐUR við Birkigerði. tæki og tól. Þetta er Siggi sjóari. í staðinn fyrir þverspýturnar í veggn- um á verönd bústaðarins hefur þar verið festur fjöldi stýrishjóla úr ýms- um tegundum bíla. A staurum í girð- ingunni umhverfis garðinn hefur verið komið fyrir kýrhausum og hrútshausum, oft með máluðum augum til að gera þá svipmeiri. Þórey sýnir okkur kofa sem byggður hefur verið á lóðinni og hún kallar „Byggðasafnið“. Þar geymir hún ýmsa gamla muni, meðal ann- ars úr búi fósturmóður sinnar og sínu eigin. Hún segist eiga miklu fleiri muni sem gaman væri að hafa í „Byggðasafninu" en því miður komist ekki meira fyrir. Eltthvað verður maður að gera Þórey og Þórður hafa útbúið garð- inn að mestu leyti sjálf. Hún segir að sonur þeirra hafi hjálpað þeim við vélavinnu, við byggingu kofans og fleira. Hún segir að þau hafi eytt gríðarlega mikilli vinnu í garð- inn. Hann sé langt kominn en enda- laust viðhald framundan. Svona stór garður sé fljótur að fara í órækt. Þau eru mikið í Birkigerði, „paradís- inni okkar" eins og Þórey orðar það, aðallega á sumrin en einnig eitthvað á veturna. Annars búa þau á Sauðár- króki og eru bæði hætt að vinna. Á Króknum eru þau einnig með stóran garð sem þarf að hirða. „Eitthvað verðum við að gera þegar við erum komin út af vinnu- markaðnum,“ segir Þórey og bætir því við að hér hafi þau næg verk- efni þótt þau verði 100 ára. „Maður koðnar bara niður ef maður hefur ekkert að gera og við erum allt of Heróín Neyslan eykst hjá tónlistarmönnum í Ameríku „ÞAÐ VAR ekkert ljós, engin fal- leg tónlist, bara alls ekki neitt,“ sagði söngvarinn Phii Anselmo í þungarokkshljómsveitinni Pantera, eftir að hafa tekið inn of mikið magn af heróíni og af læknum sagður látinn í fimm mínútur. Þetta atvik átti sér stað 13. júlí, síðastliðinn í Dallas, Texas. Hljóm- sveitin Pantera hafði nýlokið við á spila á velheppnuðum tónleikum ásamt hinni vinsælu þungarokks- hljómsveit Metallica á Starplex Arena, þegar Phii Anselmo spraut- aði í sig hinum lífshættulega he- róínskammti baksviðs. Það varð Anselmo til happs að rótari einn fann hann og innan tuttugu mín- útna tókst að koma honum aftur til meðvitundar. Samkvæmt lækn- um má segja að Phil Anselmo hafi verið látinn í fimm mínútur af þeim tíma. „Ég er ekki heróín-neytandi, en hafði áður prófað að sprauta mig með öðrum fíkniefnum. Sú lexía sem ég hef hins vegar lært er að allt það versta sem hefur verið sagt um heróín er satt...,“ sagði Phil Anselmo. Phil lifði af, rétt eins og félagi hans Dave Gahan í hljómsveitinni Depeche Mode, sem hneig niður eftir að hafa tekið inn of mikið magn af heróíni og kókaíni á hót- eli einu í Hollywood þann 28. maí síðastliðinn, en hann var einnig sagður látinn í nokkrar mínútur. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um þá, Curt Cobain í hljómsveitinni Nirvana, einn vin- sælasta rokkara tíunda áratugar- ins, Shannon Hoon söngvara Blind Melon, einnar ástsælustu hljóm- sveitar Bandaríkjamanna, og Jon- athan Melvoin, hljómborðsleikara í hljómsveitinni Smashing Pumpk- ins. Cobain, sem hafði svo árum skipti neytt heróíns, féll fyrir eigin hendi í apríl, 1994. Hoon lést vegna ofneyslu kókaíns á hljómleikaferða- lagi í október á síðastliðnu ári og Melvoin dó á sama hátt, aðeins sólarhring áður en Anselmo stakk nálinni í handlegg sinn í Dallas. MEÐLIMIR hljómsveitarinnar Aerosmith fóru í afvötnun fyr- ir sjö árum til að vinna bug á fíkniefnaneyslunni. Eftir með- ferðina sögðust þeir muna harla lítið frá þeim tíma sem þeir voru í neyslu. Morgunblaðið/Golli Aukin heróínneysla Eftir að frægir hljómsveitarmeð- limir hafa í nokkur ár lofað líkams- rækt og heilsusamlegt fæði, opin- berlega að minnsta kosti, er neysla eiturlyfja á borð við heróín og kóka- ín aftur orðin áberandi í tónlistar- heiminum í Bandaríkjunum. Listinn yfir þá tónlistarmenn sem hafa látist af völdum eða vegna fíkniefna er nánast óendanlegur og ekki er ástandið betra á meðal al- mennings í Bandaríkjunum. Þeim sem hafa verið lagðir inn á slysa- varðstofu, eftir ofneyslu fíkniefna hefur fjölgað frá 38.063 árið 1988 upp í 164.221 árið 1994. Ein ástæða þess er sennilega sú að þau eiturlyf sem seld eru á götum stórborganna í Bandaríkjunum eru mun sterkari eða hreinni nú en oft áður. Ýmis áróður hefur verið í gangi gegn neyslu fíkniefna í Bandaríkj- unum og má segja að fyrirmyndin í þeirri baráttu sé hljómsveitin Aerosmith. Meðlimir hljóm- sveitarinnar hættu allri neyslu áfengis og eiturlyfja árið 1989 og í dag hafa þeir meira að segja bannað róturum að drekka bjór á meðan á tónleikaferðalagi stendur. Hljómsveitarmeðlimið Aerosmith segjast ekki muna eftir síðustu tuttugu árunum sem þeir voru í fíkniefnaneyslu. „Þegar við lítum til baka, þá er eins og að hafa lifað í þoku,“ segja þeir. Steven Tyler, einn söngvari hljómsveitar- innar, var nærri dáinn á sviðinu vegna ofneyslu árið 1985. Hann segir að ekkert gott leiði af neyslu heróíns. Útgáfufyrlrtækl með mlklar kröfur Að sögn tónlistarmanna er það einmanaleiki og leiði sem leiðir þá út í neyslu fíkniefna, ásamt þeim endalausum kröfum plötuútgefanda um tónleikahald, ný lög og sívax- andi vinsældir. Margir telja einmitt að nú sé kominn tími til að útgáfu- fyrirtæki í Bandaríkjunum athugi sinn gang og þvingi ekki hæfileika- ríka tónlistarmenn í gröfina með því að ætlast til of mikiis af þeim. „Það verður að gera eitthvað til að stoppa þá sjálfseyðingarhvöt, sem ríkir hjá mörgum tónlistar- mönnum í rokkheiminum," segir Tim Collins, einn meðlimur hljóm- sveitarinnar Aerosmith, en hann skipulagði nýlega ráðstefnu fyrir yfirmenn í tónlistarheiminum um þessi mál. Þar var meðal annars rætt um það hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að neysla fíkniefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.