Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Golli KRAKKAR úr dansskólum Reykjavíkur sýna hinn vinsæla kúrekadans. Dansleikir, skrúðganga, skemmtanir á vegum dansátaks um helgina „DANSRÁÐ íslands og Samband ís- lenskra áhugadansara hafa tekið höndum saman um að vera með dansátak í haust og ber það yfirskrift- ina „Dönsum til framtíðar." Af því tilefni munu krakkar sem stundað hafa dansnám halda danssýningar á ýmsum sjúkrastofnunum Reykjavíkur og nágrennis á næstu dögum, en einnig verða haldnir dans- leikir í Perlunni um helgina." Þetta kom meðai annars fram hjá Köru Amgrímsdóttur danskennara er hún kynnti dansátakið í Perlunni í vikunni. „Tilgangur átaksins _er að efla dansmenningu á íslandi og hvetja fólk til þess að læra að dansa og stunda dans sér til skemmtunar og heilsubótar. Það er staðreynd að ein af fmmþörfum okkar er dans. Hann hefur fylgt mannskepn- unni frá örófi alda og þarf ekki annað en að horfa á ungabam, sem heyrir tónlist, því til sönnunar. Það er byrjað að dansa um leið,“ sagði Kara ennfremur. Dans ársíns er einfaldur og auðlærður Á kynningunni í Perlunni vareinn- ig mættur hópur krakka á aldrinum átta til þrettán ára til að sýna meðal annars nýjustu dansana; Macarena og Kúrekadansinn, og skein einbeit- ingin og gleðin út úr hveiju andliti er þau tóku sporin fyrir gesti. Kara sagði að á alþjóðlegri dans- ráðstefnu sem haldin var í Bandaríkj- unum í sumai- hafi Macarena-dansinn svonefndi verið valinn dans ársins. „Þegar hann var valinn var haft til hliðsjónar hve dansinn er einfaldur, skemmtilegur og fljótlærður," sagði hún. Heiðar Ástvaldsson, danskenn- ari sagði hins vegar að Macarena- dansinn væri ekki alveg nýr af nál- ÞESSIR krakkar stunda dans sem keppnis- íþrótt og leynir einbeitingin sér ekki. inni, „því svipaður dans var kenndur hér á landi fyrir um sautján ámm. En það sem nú er kennt er bara mun einfaldari útgáfa,“ sagði hann. Að sögn Köru hafa kúrekadans- arnir einnig verið að ryðja sér til rúms um heim allan að undanförnu og séu þeir ekki síður vinsælir hér á landi. Heiðar tók fram að kosturinn við þá dansa væri sá að menn þyrftu ekki dansfélaga, því kúrekadansinn dansi maður bara einn og sér. „Og því ættu konur ekki að þurfa að draga eiginmennina nauðuga viljuga á dansnámskeiðin. Þær geta bara farið einar." Ókeypis dansnámskeið í tilefni dansátaksins hafa dansskól- arnir á Reykjavíkursvæðinu ákveðið að bjóða þeim börnum sem fædd eru árið 1989 og aldrei hafa farið í dans- skóla frítt dansnámskeið fram til jóla á meðan pláss leyfir. Kara segir að það sé meðal annars gert til að hvetja til umræðu um dansinn. „Dansinn er skemmtileg og góð hreyfing. Til eru ýmis form af honum og mætti þar nefna djassbal- lett, ballett, rokk, gömlu dansana og samkvæmis- dansana, svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði hún. Að síðustu sagði Kara að í áratugi hefði fólk á íslandi farið í dansskóla og lært sporin. „Árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá þeim sem stunda dans sem keppnisíþrótt, því íslenskir dansarar eru komnir í fremstu röð meðal dans- ara í heiminum." í lokin má geta þess að dansleik- irnir í Perlunni hefjast í dag, föstu- dag. Sá fyrsti er ætlaður unglingum á aldrinum 13-16 ára og hefst hann kl. 17 og verður til 19. Á morg- un verður barnadansleikur frá kl. 16 til 18 og annað kvöld hefst almennur dansleikur kl. 21. Á sunnudag verður svo skrúð- ganga frá Hlemmi og hefst hún kl. 15. Gengið verður niður Laugaveginn og endað á Ingólfstorgi með dansi og ýmsum uppákomum. ■ Sínk gott gegn kvefi LENGI hefur verið viðurkennt að engin lækning er til við kvefi. Þess má geta að fyrir þijátíu áruni gáf- ust Bretar upp við að finna lækn- ingu við þessum hvimleiða kvilla og lögðu niður kvefrannsóknastöð sem þeir höfðu stofnað nokkrum áratugum áður. Niðurstöður ára- langra athugana voru þær að kvef læknaðist aðeins af sjálfu sér. Nú hefur rannsóknamaður í Bandaríkjunum sýnt fram á að kvef sé líklega læknanlegt með steinefninu sínki. Sínk er eitt af nauðsynlegu steinefnunum sem viðhalda heilsu og góðu ónæmis- kerfi, en mörg ensím líkamans þurfa sínk til þess að starfa eðli- lega. Rannsóknamaðurinn komst að því að á kvefvírusnum eru e.k. sprungur sem geri honum kleift að tengjast frumum líkamans og veikja þær. Sínkið stíflar þessar sprungur og eyðileggur þennan eiginleika kvefvírussins. Með til- raunum hefur rannsóknamaðurinn sýnt fram á að hægt sé að stytta meðgöngutíma kvefs um helming og ef sínk er tekið inn Hjótlega eftir að fyrstu kvefeinkenni gera vart við sig sé hægt að koma í veg fyrir frekari lasleika. ■ Skelfileg sagnfræði um íslenska víkinga en samt ekki væmin ÞRATT FYRIR langt sé um liðið síðan víkingar fóru í ráns- ferðir til Bret- landseyja eru þeir ennþá ofar- lega í hugum Breta. Að min.nsta kosti rithöfundanna Rosemary Border og Terry Deary, sem gáfu út bækurnar Vikings og The Vicio- us Vikings. Sú síðarnefnda tilheyr- Unga fólkið sér skoplegu hliðina á sársauka og þjáningum, ef það er fullorðna fólkið sem lendir í súpunni, segir í The Vicious Vikings. ir bókaflokknum Horrible Histori- es% í bókunum leitast rithöfundarnir við að hafa frásagnirnar skemmti- legar ekki síður en fræðandi og myndskreyting- um er ætlað að vekja áhuga ungu kynslóðarinnar á efninu. The Vicious Vikings hefst t.d. á orðunum: „Sagnfræði er skelfileg. Allt of skelfileg fyrir fullorðna. Sjáðu til - fólk breytist með aldrinum. Það „þroskast“ ... sem þýðir að það verður „væm- ið“. Ungt fólk hefur hins veg- ar gaman af svolitlum hryll- ingi.“ í framhaldi af þessu eru m.a. sagðar sögur af fundi Eiríks rauða á Grænlandi, Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar, dauða Gunnars á Hlíðarenda og af hamarsheimt Ása-Þórs. I bókinni Vikings er hins vegar fjallað um lifnaðarhætti víkinga og sagan sögð af fundi Leifs heppna á Ameríku. ■ Ert þú efni í góðan víking? Svaraðu eftirfarandi spurningum til að komast að því hversu góður víkingur þú getur orðið. 1. Þú kemur heim í mat. Hvað viltu helst? a) Snakkpoka. b) Brauð með osti. c) Hrátt ísbjarnarkjöt. 2. Einhver uppnefnir systur þína „hreindýrssmetti". Hvernig bregstu við? a) Ert sammála. b) Kýiir hann. c) Drepur hann. 3. Konan þín gengur í buxum af þér. Hvað gerir þú í málunum? a) Svarar í sömu mynt og geng- ur í kjól af henni. b) Heimtar þær aftur. c) Skilur við hana. 4. Hvernig kýstu að þvo þér? a) I heitu freyðibaði. b) I köldu vatni. c) Láta óhreinindin renna af þér í svita í gufubaði og velta þér svo í snjónum á eftir. 5. Hvert er helsta áhugamál þitt? a) Bóklestur b) Að hlusta á góða sögu - sneisafulla af bardögum og líf- látum. y c) Efna til slagsmála og glíma þar til þú ert örmagna. 7. Þú ferð í veislu og kneyfar öl. Hvenær finnst þér nóg kom- ið? a) Þegar klukkan er orðin tólf. b) Þegar þú ert orðinn fullur. c) Þegar þú ert búinn að missa meðvitund af drykkju. 8. Hvað er skemmtilegast við hestamennsku? a) Að fara í útreið- artúr. b) Kappreiðar. c) Að þjálfa þá í að berjast sín á milli þar til yfir lýkur. 9.1 liveiju færirðu í orrustu? a) I brynklæðum og skotheldu vesti. b) I hringabrynju með hjálm. c) I engu nema skinnpjötlu sem blési þér í bijóst styrk dýrsins. 10. Hvað myndirðu nota í stað klósettpappírs? a) Dagblað frá því í gær. b) Mosa. c) Ekkert. Lausnir: • Ef þú valdir a-Iið áttu þér ekki viðreisnar von. Þú verður aldrei víkingur. Hrósaðu happi yfirþví að hafa fæðst á tuttug- ustu öldinni. • Ef þú valdir b-Iið gætirðu samt orðið víkingur - en ekki líklegur til afreka. • Efþú valdir c-Iið sómirðu þér vel íhópi manna á borð við Egil Skallagrímsson og Gunnar á Hlíðarenda. • Efþú valdir c-Iið oftar en sjö sinnum hrósa ég happiyfirþví að vera ekki kennarinn þinn! HHH, HflNN CÆTf HAFT emnm m hAls. 6. Þér er boðið í brúðkaup. Hversu langan tíma tekurðu í að ujóta veislufanganna? a) Klukkutíma. b) Sóiarhring. c) Mánuð. f nmi [ewmHost —— miA (K.0HW rn'rn, smft tiOHW UÚFAN Mynd við spurningu nr. 10 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.