Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA PlUfJ0U$tilþIaMlií 1996 ¦ FÖSTUDAGUR6.SEPTEMBER BLAÐ c HANDKNATTLEIKUR Víkingar lögðu Sel- fyssinga HANDKNATTLEIKSTÍMABILIÐ er að hefjast af fullum krafti þessa dagana og í gærkvöldi hófst Opna Reykjavíkurmótið með sjö leikj- um. Talsverðar breytingar hafa orðið á fiestum liðunum síðan á síðustu leiktið enda eru margir af fremstu handknattleiksmönnum landsins farnir í viking til útlanda og leika með erlendum félagslið- um. Reykjavíurmótið er leikið í fjórum riðlum, en 17 lið taka þátt í mótinu að þessu sinni. Það bar helst til tíðinda í gærkvöldi að Víkingar unnu Selfyssinga, 25:24, í A-riðli, en Víkingur leikur í ann- arri deild í vetur. Úrslit annarra leikja í A-riðli urðu þau að Vals- menn, sem léku tvo leiki í gær- kvöldi, byrjuðu á því að leggja Fylki, 24:19, oggerðu síðan 22:22 jafntefli við Fram. f B-riðli sigraði Afturelding lið KR, 39:20, og KA vann ÍR, 31:28. FH vann lið HK, 22:19, í C-riðli og í sama riðli lagði St jarnan lið Breiðabliks, 28:22. Reykjavíkurmótinu verður fram- haldið í kvöld með átta leikjum og á laugardag lýkur riðlakeppn- inni og úrslitaleikirnir verða á sunnudaginn. A mynd Kristins Ingvarssonar má sjá einn af nýlið- um deildarinnar, Suk-hyung Lee, landsliðsmarkvörð Suður-Kóreu, en hann ver mark FH í vetur. Báðir Evrópu- leikir KA heima SAMNINGAR hafa tekist um að báðir leikir KA og s viss- neska liðsins Amitícia Ziirich frá Sviss í 1. iimferð Evrópu- keppni bikarhafa i hand- knattleik farí fram á Akur- eyri. Samkvæmt drættinum átti fyrri leikurinn að fara fram á Akureyri 12. eða 13. október og seinni leikurinn í Sviss 19. eða 20. október en samið var um að leika á Akureyri 11. og 13. október. i.-\ty ¦ - ¦ ¦¦¦-¦¦¦¦ ..,-- : ¦ ; < ¦ 'S ,...;¦:,,,¦ • ¦ „ Áhyggjuefni að kvennaliðin hætti ÓLAFUR Rafnsson, f ormaður körfuknattleiks- sambands íslands (KKÍ), segir það vissulega áhyggjuefni að liðum skuli fækka eins mikið og raun ber vitni i efstu deild, en ljóst er að a.m.k. þrjú lið eru hætt við þátttöku í 1. deild kvenna, Tindastóll, í A og Valur og Breiðablik er að íhuga að draga lið sitt út úr keppni. „Það leggst ekki vel í okkur ef svona mörg lið hætta í efstu deild. Ég mun funda með Breiðabliki í kvöid og égtrúi því ekki fyrr en ég tek á að Blikar verði ekki með lið," sagði Ólafur í gærkvöldi. Hann benti einnig á að þetta væri trúlega vandamál iþrótta- hreyfingarinnar í heild. „Það er svo margt í boði fyrir ungt fólk og k veimaíþr óttir virðast eiga undir hðgg að sækja enda er ekki beint mikil umfjöllun um þær í fjölmiðlum." Arnar stefnir á að vera með í lands- leikjum haustsins ARNAR Gunnlaugsson gerir ráð fyrir að byrja að æfa með samherjum sinum i Sochaux i næstu viku en eins og fram hefur komið hefur landsUðs- maðurinn í knattspyrnu verið frá í sumar vegna meiðsla. Uppskurður og rannsókn í Þýskalandi síðsumars leiddu í yós „að vinstri hásinin var i fínu lagi," eins og hann orðaði það við Morgun- blaðið. Sochaux er efst í 2. deUd frönsku knattspyrn- unnar með 13 stíg eftir fimm umferðir. „ Við erum með mjög gott Uð," sagði Arnar sem losnaði við gifsið fyrir þremur vikum og sagðist vera að styrkja sig áður en æfingar með félögunum tækju við. „Vonandi get ég byrjað að æfa með liðinu í næstu viku og ég stefni að þvi að vera með í landsleikjunum á móti Lithaen, Rúmeníu og Skot- landi í haust." Hann bættí við að færi aUt í fyrra horf yrði hann að taka því rólega í vikur og jafn- vel mánuði. „Ég hugsa ekki um það en fari svo þýðir ekkert að væla og skæla." Djurgárden fékk sektogbann SÆNSKA fyrstu deildar félagið Djurgárden var í gær sektað um sem nemur einni inilljón króna vegna óláta stuðningsmanna sinna þegar liðið lék við Gautáborg 26. ágúst Liðinu var einnig gert að Ieika næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum og verður það þegar Halmstad kemur í heimsókn 16. september. Fótboltabullur úr röðum stuðn- ingsmanna Djurgárden hentu öUu lauslegu inná vöilinn í Gautaborg og rifu upp malbik á bUastæð- um eftír leikinn. Tveimur dögum siðar ákvað stíórn félagsins að rjúfa öll tengsl við stuðnings- menn og sögðust tilbúnir tíl að láta liðið leika í neðri deild bættu stuðningsmenn ekki ráð sitt. KAPPAKSTUR Damon Hill út í kuldann Breski kappakstursökumaður- inn Damon Hill ekur ekki fyrir Williams-liðið á næsta ári. Frank Williams keppnisstjóri liðsins, sem nýverið tryggði sér heimsmeistara- titilinn í Formula 1 kappakstri, hefur ákveðið að fá Þjóðverjann Heinz Harald Frentzen í sæti Hill. Kanadabúinn Jaques Villenuve verður áfram hjá Williams. Ákvörðun Williams er reiðarslag fyrir Hill sem hefur forystu í heimsmeistaramótinu þegar þrjú mót eru efHr. Hill hefur þrettán stiga forskot á Villenuve fyrir loka- sprettinn. „Ég hefði haldið að keppnislið vildi halda þeim öku- manni sem hefur unnið sjö sigra á einu keppnistímabili og fært liðinu heimseistaratitil bílahönnuða. Framhaldið er óljóst, en nokkur lið hafa verið í sambandi við mig varð- andi næsta ár," sagði Hill um málið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Williams losar sig við ökumann á heimsmælikvarða. Nelson Piquet, Nigel Mansell og Alain Prost voru allir nýkrýndir heimsmeistarar í kappakstri þegar þeir voru látnir fara. Williams hefur lengi gælt við að fá Frentzen í sínar raðir, en á árum áður keppti hann af hörku við Michael Schumacher á annars konar kappakstursbílum og hafði oft vinninginn. Schumacher gekk hinsvegar að eiga Corinu í fjöl- mennu brúðkaupi á þessu ári, en HILL var reklnn þrátt fyrir aö vera efstur í Formula 1. hún var kærasta Frentzen á árum áður. Ef lýsing Mansell á samskiptum við Williamsliðið er marktæk, þá bíður ekkert gleðilíf hans. Mansell hefur m.a. sagt ; „Ég vann með Williams í sex ár og við náðum miklum árangri saman. En það virðist skipta litlu máli þegar kemur að mannlegu hliðinni. Ég átti von á því að Hill upplifði þessa hluti á sama hátt og ég og það hefur gerst." Jordan hefur sýnt Hill áhuga, sömuleiðis McLaren liðið og nýstofnað lið fyrrum heimsmeist- ara, Skotans Jackie Stewart. í dag hefur Hill tæpar tíu milljónir doll- ara í árslaun, rúmlega helmingi minna en Schumacher. ALÞJODARALLIB: FEÐGARNIR RÚNAR OG JÓN EIGA TITIL AÐ VERJA / C2,C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.