Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 13 J FRÉTTIR Hyggst kæra ákvörðun um synjun hundaleyfis Níu lögreglu- menn sóttu dýrið EIGANDI hunds, sem Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur lét fjarlægja frá heimili sínu, hyggst kæra ákvörðun borgarráðs um að hafna umsókn hans um leyfi til stjórnar Hollustuverndar ríkisins. Hundin- um hefur verið komið fyrir í geymslu meðan á kærumeðferð stendur. Eigandi hundsins tók því illa þegar hundaeftirlitsmaður hugðist fjarlægja dýrið í fylgd tveggja lög- reglumanna. Lögreglan sá því ástæðu til að kalla út liðsauka, alls um sjö lögreglumenn til við- bótar, að sögn Kristbjargar Steph- ensen skrifstofustjóra í Heilbrigði- seftirlitinu. Réðst á tvær konur Kristbjörg segir að eigandinn hafi sótt um hundaleyfi eftir að stofnunin hafði afskipti af dýrinu í vor. Þá lágu fyrir tvær lögreglu- skýrslur vegna hundsins, sem er nokkurra ára gamall og óskráð- ur. I öðru tilviki var um að ræða konu sem kærði að hundurinn hefði ráðist á sig þegar hún var á skemmtigöngu í Heiðmörk, en í hinu tilvikinu var um að ræða konu sem hafði átt leið framhjá heimili hundsins í Breiðholti þegar hann stökk á hana. Heilbrigðiseft- irlitið mælti gegn því að leyfi feng- ist af þessum ástæðum. „Við töldum þessar kærur nægj- anlegar ástæður til að sýna alla varúð og mæltum gegn því að borgarráð veitti leyfið. Borgarráð féllst á umsögn okkar í byijun júlí og því fékkst ekki leyfi. Þá töldum við ástæðu til að eig- andinn léti hundinn af hendi, enda áhersla lögð á að hundurinn fengi ekki leyfi til að vera í Reykjavík, en hann sinnti ekki þeim tilmæl- um. Við mátum stöðuna svo að ástæða væri til að ná í dómsúr- skurð án tafa og var því fenginn sá úrskurður sem framfylgt var á fimmtudag,“ segir hún. Sjaldgæf mál Kristbjörg segir að kærumeð- ferð geti tekið nokkra mánuði, en falli úrskurður svo að röksemdir borgarráðs fyrir synjun leyfis standist ekki, verði málið skoðað að nýju. Því sé hins vegar lokið af hálfu stofnunarinnar að öðru leyti. Hún segir mál sem þessi sjald- gæf, enda sæki fólk yfirleitt um leyfi fyrir hunda sína og komi þeim í fóstur án frekari afskipta, fáist ekki leyfi af einhveijum ástæðum. Haustnámskeið Skákskóla íslands hefjast mánudaginn 9. september Kennsla í framhalds- flokkum hefst mánudaginn 9. september. Kennt verður frá kl. 17.30 til 19.00 alla virka daga. Alþjóðlegir titilhafar annast kennslu. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Kennsla í byrjendaflokkum hefst laugardaginn 14. september og fer kennsla fram frá kl. I 1.00 til 12.30. 6 vikna námskeið. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Byrjendanámskeið ein- göngu fyrir stúlkur á aldrinum 8 til 16 ára . Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, margfaldur íslands- meistari kvenna, verður kennari á námskeiðinu. Kennt á iaugardögum frá kl. 14.00 til 16.00 og 16.00 til 18.00. í lok námskeiðsins fer fram skákmót með glæsilegum verðlaunum. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Lokaskráning um helgina frá kl. 10-14 í síma 568 9141. 11] Skákskóli [ S L A N D S TísT Eitt blab fyrir alla! JílwðunbTaíiiíi - kjarni málsins! fitu og stMftk |rig ug styngi Hjá Ræktinni eru aö hefjast hin árangursríku 8 vikna fitubrennslunámskeið sem hafa gert ótal mörgu fólki lífiö léttara. Rafn Líndal, læknir stýrir námskeiöunum þar sem lögö er áhersla á faglega þáttinn meö þaö aö markmiðiö aö fólk nái ekki áöéins verulegum árangri heldur einnig varanlegum. í upphafi eru allir ræktendur vegnir og metnir og síðan fylgst náiö meö hríðfallandi framvindu mála út námskeiöiö. Auk þess er farið ítarlega í samspil hreyfingar og mataræöis og fá allir þátttakendur fróölega heilsuhandbók í kaupbæti. Konur og Karlar eiga ekki alltaf samleið vegna bjóðum við tvö aðskilin námskeið . 6 o fitutap/lettist um 9 kg. ™ + 10_| - +5. 0. Massaaukning 1 kg -5. 1 ‘ 1 1 FitutaplOkg -10. . LJ 7% fitutap/léttist unt 6 kg. Massaaukning 4 kg | v ] Fitutap 10 kg FA GG Tveir þátttakendur á síðasta námskeiði okkar losuðu sig við 10 kg af fitu en léttust mismunandi mikið. Þegar árangur þeirra er metinn, er hrýnt að hafa í huga að þótt fitutapið vegi þyngst, er aukning á vöðvamassa mjög mikilvæg líka.Það er þetta samspil sem á sér stað þegar fólk fer að hreyfa sig og er dálítið blekkjandi þegar eingöngu er stuðst við viktina sem mælikvarða. Námskeiðið fyrir konur hefst 9. september og námskeið karlanna 10. september. Innritun er hafin. ti! RÆKTIN TÆKIASALUR • ÞOLHMI • LIÓSABEKKIR ... og útlitið er gott SUÐURSTRÖND 4 • Seltjarnarnesi Við hlibina á Bónus Símar: 551-2815 & 551-2355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.