Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JB«r0unl>Iaibít) C 1996 LAUGARDÁGUR 7. SEPTEMBER BLAÐ Með og á móti KA HORNAMAÐURINN úr KA og markvörðurinn úr Völsungi, Björgvin Björgvinsson, stendur í ströngu þessa dagana. í gær og í dag leikur hann með KA í Opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik, flýgur síðan til Húsavíkur þar sem hann mun standa í marki Völsungs í 2. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn er mikil- vægur því Völsungur er í fallbaráttunni og mótherjar þeirra á sunnudaginn verða KA. Björgvin verður sem sagt í KA-peysunni í dag en klæðist búningi Völsunga á morgun og leik- ur þá gegn KA. Fleiri handknattleiksmenn úr KA eru í knattspyrnunni. Heiðmar Felixson, skytta hægra megin, lék með Dalvíkingum í 3. deild- inni í surnar og var ætlað stórt hlutverk i vet- ur með KA. Hann meiddist i siðasta leik Dalvík- inga og gengur nú um með hækjur. Ekki er enn þ'óst hversu legni hann verður frá æfing- um og keppni. ALÞJOÐARALLIÐ Hummerinn flýgur glatt ALÞJÓÐARALLIÐ, það 17. í röð- inni, hófst í gær og verður fram haldið i dag og á morgun. í gær var keppt á sjö sérieiðum, en alls verður keppt á tuttugu slíkum. Á mynd Gunnlaugs Rögnvaldssonar má sjá þá Ævar Hjartarson og Ara Arnórsson fljúga á Hummer- jeppanum á Reykjanesleiðinni, en þeir félagar óku greitt og slógu ekkert af þó blindhæð væri fram- undan. Þeir voru í góðri stöðu í flokki jeppa eftir fyrsta dag keppninnar, voru i öðru sæti, en fyrstir voru Geoff Tunnard og Douglas Blandy frá Bretlandi, sem aka Mitsubishi Pajero. Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson, á Mazda 323, eru fyrstir, Steingrím- ur Ingason og Jóhannes Jóhannes- son, á Nissan, eru næstir og þriðju eru Nils Petter Gil og Einar Staff frá Noregi, en þeir aka á Subaru Legacy. ■ Ralliö / C4 Fyrsta sætið getur gefið um 23 milljónir króna DANIEL Komen er efstur á stigamótum Alþjóða frjálsíþróttamóts- ins en síðasta mót timabilsins verður í Mílanó á Ítalíu í dag. Kom- en, sem bætti heimsmet Noureddine Morcelis í 3.000 metra hlaupi um liðna helgi, er með fjögur stig umfram Morceli, grindahlaupar- ann Samuel Matete og Jonathan Edwards, heimsmethafa í þri- stökki. Hlaupararnir Dennis Mitchell og Derrick Adkins eiga einnig möguleika á fyrsta sæti sem getur geflð allt að 350.000 dollara í verðlaun (um 23,2 millj. króna). Stigahæsti keppandinn fær 200.000 dollara, 50.000 dollarar eru greiddir fyrir sigur í grein og 100.000 doilarar að auki fyrir heimsmet. Komen var nálægt því að setja heimsmet i 5.000 m hlaupi á stiga- mótinu í Zttrich 14. ágúst sl. en þá hljóp hann á næstbesta tíma sem náðst hefur, 12.45,09. Heimsmet Haile Gebreselassies er 12.44,39. Komen þykir líklegur til að sefja heimsmet í greininni í dag og geri hann það fær hann 45 stig og tryggir sér efsta sætið. Morceli er einnig til alls líklegur og verður efstur setji hann heimsmet í 1.500 m hlaupi. Fjórir hlauparar beijast um kvennatitilinn. Gwen Torrence og Ludmilla Engquist eru með 66 stig, Michelle Freeman er með 64 stig og Merlene Ottey 63 stig, en Ottey varð efst 1987 og 1990. Glæsilegt met í klukku- stundar hjólreiðum HJÓLREIÐAKAPPINN Chris Boardman frá Bretlandi endurheimtí í gær heimsmetið í klukkustundar hjólreiðum þegar hann hjólaði 56,3758 kílómetra á innanhússbraut í Manchester í Englandi. Sviss- lendingurinn Tony Rominger átti fyrra met, 55,291 kílómetra, en metið settí hann í Bordeaux I Frakklandi í október 1994. Boardman átti síðast heimsmetið í greininni árið 1994, en hann settí met í júlí árið 1993, í Bordeaux, en Obre bætti það á sama stað i aprtt 1994. HANDKNATTLEIKUR Samkomulag hjá KA og Essen Handknattleiksdeild KA og Ess- en í Þýskalandi hafa náð sam- komulagi vegna félagaskipta Pat- reks Jóhannessonar. Benedikt Ól- afsson, gjaldkeri handknattleiks- deildar KA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málin væru í höfn, eins og hægt væri að hafa þau í höfn. „Málin hafa þróast þannig að Essen hefur samþykkt að greiða það sem við fórum framá vegna félagskipta Patreks, ef dóm- ur fellur á þann veg hjá Evrópusam- bandinu að eitthvað verði greitt yfirhöfuð fyrir félagaskipti leik- manna,“ sagði Benedikt í gær. Hann sagði að gott samband hefði verið á milli félaganna, enda hefði Alfreð Gíslason leikið með Essen um árabil. Benedikt sagði að sér skildist á mönnum að úr- skurðurinn í hinu svokallaða Bos- man-máli myndi ná til handknatt- leiksins eins og annarra íþrótta, og þá væri trúlega ljóst að leikmenn, PATREKUR Jóhannesson mun lelka meö Essen I vetur. sem væru búinir með samning sinn hjá einhveiju félagi, gætu farið til þess félags sem þeir vildu án þess að fyrra félag ætti kröfu um greiðslu. Essen og KA líta þannig á málin að Essen hafi gert samning við Patrek áður en samningur hans við KA var runninn út og því ætti KA að fá einhveija greiðslu fyrir hann. Róbert Sighvatsson, línumaður úr Aftureldingu, hefur ekki getað leikið með Schutterwald í Þýska- landi, en hann hugðist leika með liðinu í vetur. Ástæðan er að Aftur- elding og Schutterwald hafa ekki komist að samkomulagi um greiðslu, en Mosfellingar telja sig eiga rétt á greiðslu fyrir Róbert þó svo hann hafí ekki verið samnings- bundinn félaginu. Fleiri íslendingar héldu til út- landa til að leika handknattleik. Valsmennirnir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson munu leika með Wuppertal í vetur, en Viggó Sigurðsson er þjálfari liðsins. Þeir munu fá leikheimild á næstu dög- um, eða þegar Valur hefur fengið greiðslu frá þýska félaginu. TEIMNIS: STEFAN EDBERG ÚR LEIK Á SÍÐASTA STÓRMÓTISÍNU / C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.