Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1996 C 3 ÍÞRÓTTIR ALÞJOÐARALLIÐ Forystumennirnir Rúnar og Jón voru heppnir að falla ekki úr keppni á fyrsta degi „Hélt þetta væri búið“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í stuði RÚNAR og Jón voru í miklu stuði í byrjun keppni en urðu að slaka á eftir að framöxuii bfiaði. Þeir hafa þó tæplega þriggja mínútna forskot eftir fyrsta dag alþjóðrallsins. RÚNAR Jónsson og Jón Ragnarsson á fjórhjóladrifnum Mazda 323 höfðu í gærkvöldi tæplega þriggja mínútuna forystu eftir fyrsta dag alþjóðarallsins af þremur. Steingrfmur Ingasson og Jóhannes Jóhannesson á Nissan voru íöðru sæti og mínútu á eftir voru Norðmennirnir Nils Petter Gill og Einar Staff á Su- baru. Bretarnir Geoff Tunnard og Douglas Blandyá Mitsubishi Pajero voru fremstir jeppamanna, en Ævar Hjartarsson og Ari Arnórsson á Hummer koma þeim næstir. Steingrímur var sæmilega sáttur við annað sætið enda ljónheppinn að falla ekki úr keppni því öxull dróst í tvígang út hjá honum og Jóhannesi á Nissan _ bílnum. „Ég ók langan kafla á ísólfsskálaleið með drif á einu hjóli og kom svo öxlinum í eftir að henni lauk. Strax á næstu leið fór öxullinn aftur út og við urðum að stöðva bílinn. Sem betur fer voru gamlir viðgerðar- menn mínir þarna að horfa á keppnina og hjálpuðu okkur að koma öxlinum í aftur!“ sagði Stein- grímur. „Þá gerði móða innan á framrúðunni okkur erfitt fyrir á vatnsmiklu Djúpavatni. Þrjú síð- ustu ár hefur fyrsti dagurinn reynst mér erfiður í þessu ralli. En keppnin er rétt að byrja, það er mikið eftir og við ætlum að vinna, þó Rúnar sé með gott for- skot. Munum berjast fram á síð- asta metra.“ Norðmennirnir ætla að spýta í öku- mannshanskanna í dag, eftir ró- lega byrjun. „Við erum að venjast aðstæðum en ökumennirnir hérna Ítoppslagnum urðu strax afföll. Porsche félagarnir Guðbergur Guðbergsson og Jón Helgi Pálsson urðu að hætta keppni. Bremsurnar Gunntaugur biluðu á Kleifarvatni Rognva sson þeir rákust utan í barð. A næstu ser- leið bilaði afturöxull vegna höggs- ins. „Þetta var ömurlegt eftir alla vinnuna. Við náðum öxlinum út og viðgerðarmenn komu hlaupandi með annan en það var ekki hægt að setja hann í. Við urðum því að horfa á eftir andstæðingunum og sætta okkur við orðinn hlut,“ sagði Jón Helgi sem var í sínu fyrsta ralli. Aðrir í toppslangum sluppu ekki vandræðalaust frá fyrsta degi. „Ég hélt þetta væri búið þegar öxull að framan gaf sig á Djúpa- vatnsleið, þegar 20 km voru eftir. Ég var á nálum alla leiðina og von- aði að hinir öxlarnir héldu út leið- ina. Við náðum í enda leiðarinnar með drif á þremur og gátum skipt um öxul,“ sagði Rúnar. „Ég þorði ekki annað en að slaka aðeins á og komast heill í viðgerðarhlé. Það er langur dagur í dag og ég mun spila á stöðuna hveiju sinni. Eg hef litlar áhyggjur af Norðmönnunum en Steingrímur er alltaf sprækur. En Subaru þeirra norsku er rosaleg græja, eins og sprengja og með mikinn kraft. Undirbúningur þeirra var hins vegar ekki nægilega góður til að þeir geti slegist af fullum styrk.“ Slapp á einum öxli eru sem heimalingar á sérleiðun- um, gjörþekkja þær. Því miður höfðum við ekki tækifæri til að skoða nógu mikið fyrir keppni. Við ætlum þó að nýta kraft bílsins það sem eftir er en aka samt hæfilega áhættulaust og komast í mark,“ sagði Einar Staff. Bretarnir Geoff Tunnard og Douglas Blandy óku mjög vel á Pajero-jeppanum og voru fyrstir jeppamanna, en keppn- in er mikill í jeppaflokknum og keppendur ofar en þeir áttu von á. „Geoff er að ná sér í gang og verður grimmur það sem eftir er. Ökumaðurinn á Hummer-jeppan- um hlýtur að vera mjög góður, að geta ekið svona stórum jeppa jafn hratt og raun ber vitni. Sérleiðirnar eru góðar og við aukum við hrað- ann í dag en með það að leiðar- Ijósi að ljúka keppni,“ sagði Blundy. Ævar kvað léttari Pajero- jeppa Bretanna erfiðan viðureignar en hann væri ánægður með stöð- una. „Ég átti ekki von á að vera svona framarlega eftir fyrsta dag. En það eru langar og erfiðar leiðir eftir og betra að vera ekki of bjart- sýnn. Það getur allt gerst enn og úrslitin ráðast oftast á öðrum degi,“ sagði Ævar. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Steingrím Ingason og aðstoðar- menn lagfæra afturfjöðrunina í kapp við klukkuna í viðgerðarhléi í gærkvöldi og var mikill stemmn- ing á viðgerðarsvæðinu við Shell á Laugavegi. í kvöld koma bílarnir í viðgerðarhlé að nýju kl. 20.42. ÍÞRÚmR FOLK ■ HALLDÓR Úlfarsson fyrrum Islandsmeistari sagði fyrir keppni að hann vonaðist eftir því að ve- girnir hefðu ekki breyst síðustu ár. Halldór villtist í tvígang í Öskjuhlíð af öllum stöðum, en rataði á endanum í mark. ■ HALLGRÍMUR Gunnarsson forstjóri Mazda hérlendis sat í rall- bíl Rúnars í Öskjuhlíð. Hann sagði eftir keppnina að aksturinn hefði verið stórkostlegur og hann langaði mikið að stýra svona rall- bíl sjálfur. ■ HJÖRLEIFUR HILMARS- SON og Franz Jesorskí lentu í vandræðum eins og margir aðrir á Djúpvatnsleið. Framrúðan fylltist af drullu sem ekki vildi af og þeir sáu illa út. Franz hafði vafið vega- lengdarmæli um lærið, þar sem hann hafði brotnað úr mælaborð- inu í hamaganginum. ■ SIGURÐUR Bragi Guð- mundsson og Rögnvaldur Pálmason lentu í vandræðum á ísólfsskálaleið. Það sprakk og felguró forskrúfaðist þannig að sjö mínútur fóru í súginn. Ekki bætti úr skák að Sigurður flýtti sér um of og klemmdi putta. Ottaðist að missa nögl sem ekki er gott fyrir erfiðan keppnisdag í dag. ■ JÓHANNES V. Gunnarsson og Gunnar Viggósson á Porsche 911 lentu í ógöngum þegar bensín- gjöfin bilaði. Náði Jóhannes aðeins að stíga bensíngjöfína hálfa leið í botn. Það er ekki skemmtilegt í kappakstri, en í viðgerðarhléi í gærkvöldi var gert við bilunina. ■ HJÖRTUR P. Jónsson og ísak Guðjónsson höfðu náð forystu í flokki Norðdekk bíla í gær. Hjört,- ur kvaðst ætla að halda öruggu forskoti, svo fremi sem ekki bilaði eða hann sprengdi dekk. Hann var í vandræðum með stýrið í gær eft- ir að afstaða hjólanna breyttist af einhveijum orsökum á einni sérleið. ■ GUÐNÝ Úlfarsdóttir og Þóra Blöndal fóru tvisvar útaf í gær og töpuðu miklum tíma. Guðný sagði að í bæði skiptin hefði hún verið að ná Suzuki Björns Ragn- arssonar og Björgvins Bene- diktssonar. Æsingurinn við að sjá þá hefði kostað hana útafakstur. ■ ARI Arnórsson og Ævar Hjartarson á Hummer óku vel í gær. Ari kvað skrítna upplifun að sitja í bílnum. Allar hreyfíngar virt- ust þrisvar sinnum hægari, þó jeppinn væri á fullri ferð. Tilfinn- ingin væri eins og að sitja í hálfum rallbíl og hálfri rútu. Hratt en þægilegt. ■ ALAN Parramore og Mark Button höfðu forystu í stríði her- manna á Land Rover jeppunurrr. Díseltæki þeirra áttu þó ekki roð í fremstu jeppanna. Alan sagði að Djúpavatn hefði verið ótrúlega erfitt, jafnvel á Land Rover. ■■■■■■ KÖTTARARNIR Kis - Kyss Þróttarar fara í skrúðgöngu á leikinn, Þróttur - Skallagrímur á morgun. Þessi mikilvægi leikur fer fram á Valbjarnarvelli kl. 14.00 en Þróttarar ætla að hittast kl. 12:45 á Þróttarvellinum og trítla saman á völlinn í hátíðlegri halarófu. Stjórn Þróttar, leikmenn og Köttarar skora á alla Þróttara sem og alla íbúa hverfisins að upplifa með okkur þessa kraftmiklu stund og styðja þannig við bakið á strákunum okkar í þessum erfiða leik. • I síðustu skrúðgöngu Þróttara mættu vel á þriðja hundrað manns Frítt á völlinn fyrir göngubörn, menn og konur • Mætum öll í rauðu og hvítu Lifi Þróttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.