Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heilsugæsludeilan Viðræður Þingflokkar ríkisstjórnar afgreiða fjárlagafrumvarpið Vonir um að hagnaður verði á rekstri ríkisins hafnar á ný ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir Læknafé- lags íslands og ríkisins til sáttafund- ar kl. 17 í gær, en viðræður hafa legið niðri frá 29. ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa engin ný tilboð kom- ið fram sem gefi sérstakt tilefni til bjartsýni á lausn deilunnar, en lækn- ar hafa fundað stíft að undanförnu og farið yfír sín mál, að sögn Gunn- ars Inga Gunnarssonar, formanns samninganefndar LÍ. „Það er mikil óvissa í stöðunni og gerjun," sagði Gunnar Ingi. Þórir sagðist í gærmorgun ætla að kanna viðhorf deiluaðila á fund- inum síðdegis. „Ég er að reyna að hrinda þessu af stað aftur og sjá hvort hægt er að hefja nýja viðræðu- lotu,“ sagði hann. ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur samþykkt drög að frumvarpi til fjárlaga næsta árs en frumvarpið var endanlega af- greitt úr þingflokknum á fundi á föstudaginn. Nokkur óánægja er þó meðal einstakra þingmanna vegna niðurskurðar framlaga til vegamála frá vegaáætlun, skv. heimildum blaðsins. Markmiðið um hallalaus fjárlög á næsta ári er óbreytt eftir með- ferð frumvarpsins í þingflokkun- um, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins og gera þingmenn sér jafnvel vonir um að takast muni að skila ríkissjóði með afgangi á árinu 1997 vegna vaxandi þenslu í þjóðarbúskapnum ef tekjuáætlun gengur eftir. Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs á næsta ári verði ekki minni en á yfirstandandi ári. Þingflokkur framsóknarmanna hefur fyrir nokkru afgreitt frum- varpið frá sér. „Ég vil ekki segja meira en að við stöndum fast á markmiðinu um hallalaus fjárlög. Ég tel það raunhæft miðað við núverandi aðstæður og það er markmið sem við verðum að ná. Ef þróunin verður eitthvað hag- stæðari er það vel,“ segir Jón Kristjánsson, formaður fjárlaga- nefndar. í prentun í næstu viku Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður fjárlaganefndar vinna í umboði þingflokkanna að frágangi nokkurra atriða um sparnað í heilbrigðismálum strax eftir helgina og að því búnu verður frumvarpið sent í prentun, væntan- lega í næstu viku. Fjárlagafrum- varpið er fyrsta þingmálið sem lagt verður fram á Alþingi þegar þing kemur saman 1. október. JÓHANNA Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, ber upp tillögu um stofnun þingflokks jafnaðarmanna á fundi stjórnar Þjóðvaka í gær, en í henni sitja 39 manns. Morgunblaðið/Kristinn PÉTUR Jónsson borgarfulltrúi, Gísli S. Einarsson alþingismaður og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Aiþýðuflokksins, við upphaf flokksstjórnarfundarins. Fundir flokksstiórnar Alþýðuflokksins og stjórnar Þjóðvaka Sameining þingflokka samþykkt FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins og stjórn Þjóðvaka samþykktu á fundum sínum í gær samkomulag sem náðst hefur um sameiningu þingflokka þessara flokka og stofn- un þingflokks jafnaðarmanna. Talsverðar umræður urðu um málið á fundum beggja flokka en engin gagnrýni kom fram í máli ræðumanna, að sögn Jóhönnu Sig- urðardóttur formanns Þjóðvaka og Rannveigar Guðmundsdóttur þing- flokksformanns Alþýðuflokksins. Mismunandi miklar væntingar í Alþýðuflokki „Menn lögðu kannski mismunandi miklar væntingar í til hvers þetta gæti leitt, eins og eðlilegt er, en það var mjög ánægjulegt að finna að það er samhugur í flokksstjórninni eins og í þingflokknum," sagði Rannveig. í ályktun flokksstjómar Alþýðu- flokksins segir m.a.: „Reynslan af því samstarfi sem til hefur verið stofnað, bæði að því er varðar mál- efnalega samstöðu og vinnubrögð, mun skera úr um það, hvort yfirlýst markmið ná fram að ganga, það er því á valdi íslenskra jafnaðarmanna, jafnt flokksbundinna sem utan flokka, hvort þeir hlýða kalli nýrra tíma og láta drauminn um samein- ingu allra jafnaðarmanna rætast." í ályktun stjórnar Þjóðvaka er m.a. lýst fyllsta stuðningi við að unnið verði með skipulegum hætti að samstarfi jafnaðarmanna á ís- landi með ráðningu Einars Karls Haraldssonar að því verkefni. SH hefur sölu á Nílarkarfa GSM-rallið > - Arekstrar við ferða- þjónustu TVEIR bílar frá ferðaþjónustu- fyrirtækinu Langjökli fóru inn á lokaða sérleið GSM-rallsins í gærmorgun þrátt fyrir til- raunir starfsmanna rallsins til að stöðva þá. Tryggvi M. Þórðarson keppnisstjóri segir að starfs- menn rallsins hafi átt fótum fjör að launa og að atvikið verði kært til lögreglu í Borg- amesi. Hlynur Skagfjörð, starfs- maður Langjökuls, segir að leiðinni sé lokað án samráðs við fyrirtækið og þeir hafi orð- ið að komast í gegn til að und- irbúa komu ferðamanna. Þetta er í annað skiptið í sumar sem starfsmenn Lang- jökuls fara inn á þessa sérleið meðan á keppni stendur. Þeir hafa kvartað til sýslumannsins í Borgarnesi en að sögn Hlyns ekki fengið neina úrlausn sinna mála. UPP úr næstu áramótum mun Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, SH, hefja sölu og dreifíngu á Nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Afríku. Að sögn Péturs Einarssonar, framkvæmda- stjóra Icecon hf., dótturfyrirtækis SH, er hugmyndin að selja Nílar- karfann í gegnum öll 6 dótturfyrir- tæki SH, en þó með áhersluna á meginlandi Evrópu til að byija með. Samstarfsaðili Sölumiðstöðvar- innar í þessu verkefni er fyrirtæki sem heitir Alpha Group, sem er stærsti framleiðandi Nílarkarfans og er með sex frystihús við Viktoríu- vatn. SH selur Nílarkarfann til að byija með fyrir eitt fiskvinnsluhús- anna, sem staðsett er í Kampala í Úganda, en varan verður framleidd undir vörumerkjum SH. Að sögn Péturs verða gerðar ákveðnar breytingar á húsinu og úrbætur til að tryggja gæði fram- leiðslunnar strax í haust. í því skyni verður ráðinn íslenskur fram- kvæmdastjóri og íslenskur gæða- stjóri og er staða framkvæmdastjór- ans auglýst laus til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Nílarkarfinn er vatnafiskur og að sögn Péturs eru aðeins 30 ár síðan þessi tegund var sett í Viktoríuvatn og um 15 ár síðan veiðar og vinnsla til útflutnings hófst af einhverri al- vöru. Ársveiðin 500 þúsund tonn „Þetta er mjög góður matfiskur, stinnur og einna líkastur lúðu. Vikt- oríuvatn er um 70 þúsund ferkíló- metrar og þar eru veidd um 500 þúsund tonn af Nílarkarfa á ári og um 100 þúsund tonn af flökum eru seld á heimsmarkaði í dag. Meðal- verðið er um fjórir dollarar kílóið þannig að um er að ræða viðskipti upp á 400 milljónir dollara, eða 25 milljarða króna. Það er því eftir verulegu að slægj- ast fyrir okkur, en við byrjum mjög varlega. Ef við náum á fyrsta ári þúsund til fimmtán hundruð tonna afurðum verðum við mjög ánægðir. Þetta býður upp á mjög spennandi vinnslumöguleika og gæti því breikkað og styrkt vöruúrval okkar auk þess að skapa vonandi verulegar tekjur í framtíðinni," sagði Pétur. Bonino í heimsókn VON er á Emmu Bonino sjávarút- vegsstjóra Evrópusambandsins til íslands 26. september. Mun hún eiga viðræður við ís- lensk stjórnvöld og sitja ráðstefnu um íslenskan sjáv- arútveg og Evr- ópusambandið. Gert er ráð fyrir að Bonino ræði við Davíð Oddsson forsætisráðherra, Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Þá muni hún einnig sitja kvöldverð í boði Ól- afs Ragnars Grímssonar forseta ís- lands. -----» ♦ ♦--- Ók ölvuð á ljósastaur ÖLVUÐ og réttindalaus stúlka á nítj- ánda aldursári ók á Ijósastaur á mótum Eirarvegs og Kirkjuvegs á Selfossi um klukkan hálffjögur í gærmorgun. Bíllinn er töluvert skemmdur. Stúlkan fékk að fara heim að lokinni skýrslutöku. A ► 1-56 Uppstokkun á skóla- starfi í Hornafirði ►Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi skólahalds í Homafírði. /10 (omnir svo langt sem tæknin leyfir ►Haraldur Páll Gur.nlaugsson er í Mars-rannsóknarhópnum við Ni- els Bohr Institut í Kaupmanna- höfn. /12 :remur hið STÓRA en lið smáa ►Baldur Elíasson vísindamaður hefur helgað sig orkumálum og mengunarvörnum. /16 ■láttuppiíTíbet ►Ari Trausti Guðmundsson lagði til atlögu við tindinn Shisha Pangma í Tíbet. /22 /önduð vinna ►Trésmiðjan Borg hf. á Sauðár- króki er með verkefni um allt land, bæði í hefðbundinni í bygginga- verktöku og innréttingasmíði. /24 Útúrdúrtil kryddeyj- unnar Zanzibar ►íslenska fjölskyldan, sem nú ekur norður eftir Afríku, brá sér til ævintýraeyjunnar Zanzibar. /30 B_______________________ ► 1-32 Btýrtiar í Reykjavík ►í Reykjavík eru margar brýr og sumar þeirra nýjar eða nýlegar. /log 16-17 íslenskur þrái og kín- verskfr drekabátar ►Á Málmeyjarhátíð í fyrrasumar keppti Kristján Gíslason á kín- verskum drekabáti. /4 Fyrsta fegurðarsam- keppnin íTeofani- pökkum. ►Líklega er hvergi í heiminum til stærra safn íslenskra póstkorta og smápakkamynda en í eigu Jóns Halldórssonar. /6 c FERÐALOG ► 1-4 Borg knattspyrnu og kráarmenningar ►í Newcastle eru fjölbreyttar verslanir, úrvals knattspyma, líf- legt næturlíf, fornmenjar, kastalar og fjörug kráarmenning. /2 Hornafjörður á haustmánuðum ►Hornafjörður býður upp á mikla náttúrufegurð og gott mannlíf. /4 13 BÍLAR________________ ► 1-4 11 ára ábyrgð gegn ryðtæringu ►Nýr VW Passat er með 11 ára ábyrgð gegn ryðtæringu. /1 Benz '52 gerður upp ►Norður í Skagafirði er að ljúka endumýjun á gömlum lúxusbíl. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 42 Leiðari 28 Fólk I fréttum 45 Helgispjall 28 B(ó/dans 46 Reykjavíkurbréf 28 Útvarp/sjónvarp 52 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Gárur 8b Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 8b Brids 42 Dægurtónl. 14b Stjörnuspá 42 Kvikmyndir 12b Skák 42 INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.