Morgunblaðið - 08.09.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.09.1996, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/9 - 7/9 ► FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins frá þessu ári eru að hann verði undir meðailagi eða lélegur. Skýringin á slakri útkomu hrygningarþorsks- ins í vor eru meðal annars lítill hrygningarstofn og stuttur hrygningartími. Seiðavísitala loðnu er hins vegar einhver sú hæsta sem mælst hefur. ► FRAMKVÆMDIR við stækkun álversins i Straumsvík eru þremur mánuðum á undan áætlun og hefst framleiðsla í nýja steypuskálanum í júlí 1997 í stað október eins og upp- haflega var áætlað. ► MIÐSTJÓRN Alþýðu- sambands Islands hefur samþykkt að draga full- trúa sina út úr opinberum nefndum um landbúnaðar- mál ef ekki næst jákvæður árangur í starfi þeirra fyr- ir lok nóvember. ► BÚIST er við að ríkis- stjórnin muni á næstu vik- um taka endanlega ákvörð- un um saminingu Iðnlána- sjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs í einn fjár- festingarbanka. í tengslum við sameininguna er gert ráð fyrir að setja á stofn Nýsköpunarsjóð sem fengi um 40% af eigin fé sjóðanna þriggja til ráðstöfunar. ► HLÝINDI síðastliðinn vetur og í sumar hafa gert það að verkum að fannir i Esjunni hafa horfið nánast með öllu en það hefur ekki átt sér stað síðan sumarið 1964. ► KJARADEILA ríkisins og heimilislækna er enn óleyst, en sáttafundir hjá ríkissáttasemjara hafa haf- ist á ný eftir viku hlé. Heim- ilislæknar fengu eindregna stuðningsyfirlýsingu á aukaaðalfundi Læknafé- lags Islands í vikunni. Þingflokkar sameinaðir SAMKOMULAG hefur náðst milli við- ræðunenfda þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka um sameiningu þing- flokkanna í haust og mun hann bera nafnið Þingflokkur jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Alþýðuflokks, verður formaður hins nýja þingfiokks og Svanfríður Jónasdóttir, þingflokks- formaður Þjóðvaka, verður varafor- maður. Nýtt Dómhús Hæstaréttar vígt DÓMHÚS Hæstaréttar við Arnarhól var vígt síðastliðinn fimmtudag, en húsið gerbreytir allri aðstöðu réttar- ins. Dómsaiir verða tveir og þingsalur einn, og auk þess fá lögmenn sem flytja mál fyrir Hæstarétti starfsað- stöðu í húsinu. Við afhendingu húss- ins sagði dómsmálaráðherra að þyngri refsingar séu nauðsynlegar til að verja einstaklinga fyrir líkamlegu ofbeldi. Bjartsýni eftir við- ræður við Columbia FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir að eftir fund fulltrúa iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar í New York með stjómendum Columbia Ventures Corporation séu menn bjart- sýnni en áður á að af byggingu álvers Columbia hér á landi geti orðið. Við- ræðum verður haldið áfram á næstu vikum og ráðast ákvarðanir um bygg- ingu álversins af niðurstöðum þeirra viðræðna. Nýtt leiðakerfi veldur seinkunum VAGNSTJÓRAR hjá Strætisvögnum Reykjavíkur telja að nýtt leiðakerfi valdi seinkunum og of miklu álagi á vagnstjóra og því sé þörf á tafar- lausri endurskoðun þess. Borgarstjóri telur erfíðleikana tímabundna og enga ástæðu til breytinga nú svo skömmu eftir gildistöku nýja kerfísins. Eldflaugaárás álraka BANDARÍKJAMENN skutu 27 stýri- flaugum frá herskipum og sprengju- flugvélum á hemaðarleg skotmörk í suðurhluta íraks á þriðjudag. Fimm manns féllu í árásinni og einn maður í árás sem gerð var degi síðar. Voru árásimar gerðar í kjölfar þess að ír- aksher var sendur inn í héruð Kúrda í norðri um helgina og réðst á borg- ina Arbil, þar sem blóðug átök hafa staðið á milli stríðandi fylkinga Kúrda. Vesturveldin telja að með inn- rás íraka hafi þeir brotið vopnahlés- skilmála. Ríki heims tóku árásinni misjafnlega, Bandaríkjamenn njóta ekki einskorðaðs stuðnings banda- manna sinna úr Persaflóastríðinu við aðgerðirnar og var talað um brest í samstöðu þeirra. Þá hafa Rússar for- dæmt árásina. Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna hefur ekki tekist að ná samkomulagi um ályktun vegna málsins. Jeltsín í hjartaaðgerð BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti til- kynnti á fimmtudag að hann hefði fallist á að gangast undir hjartaupp- skurð siðar i mánuðinum og batt þar með enda á vangaveltur um heilsu sína. Aðgerðin verður framkvæmd í Moskvu. Við sama tækifæri tilkynnti Jeltsín ennfremur að hann styddi frið- arsamkomulag Alexanders Lebed við Tsjetsjena, nema hvað varðaði tafar- lausan brottflutning rússneska hers- ins frá Tsjetsjníju. ► LÍK tveggja unglings- stúlkna fundust á þriðju- dag við hús dæmds barna- nauðgara í Belgíu en stúlknanna hafði verið leit- að frá því að lík tveggja átta ára stúlkna fundust við annað hús í eigu hans. Er nú öll von talin úti um að finna fleiri fórnarlömb mannsins á lífi. ►YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku sjálfsstjórnar- innar, og Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, hittust í fyrsta sinn á miðvikudag. í lok fundar- ins lofuðu leiðtogarnir að beita sér fyrir friði og sagði Arafat að fundurinn hefði verið gagnlegur en kvað deiluna um stöðu Jerúsalem geta ráðið úr- slitum um hvort tryggja mætti varanlegan frið. ►BILL Clinton Banda- ríkjaforseti hefur sam- kvæmt síðustu skoðana- könnunum um 15% forystu á Bob Dole, forsetafram- bjóðanda repúblikana. Leiddi könnunin, sem Re- uters gerði, í ljós forystu forsetans á öllum sviðum og í öllum landshlutum Bandaríkjanna. ►PALESTÍNSKUR mað- ur, sem rændi flugvél á leið frá Súdan til Búlgaríu, gafst upp, skömmu eftir að vélin lenti í Ósló, að ósk mannsins. Sótti hann um pólitiskt hæli þar í landi. FRÉTTIR Stokkseyringar og Eyrbekkingar ræða sameiningn Spamaður í yfirstjóm dugar fyrir leikskóla Morgunblaðið/RAX ÞEIR Grétar Zophaníasson sveitarstjóri á Stokkseyri og Magnús Karel Hannesson oddviti á Eyrarbakka ræða þessa dagana um möguleika á saineiningu sveitarfélaganna tveggja. HREPPSNEFNDIR Stokkseyrar og Eyrarbakka hafa kosið sameigin- lega nefnd til að kanna hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar hreppanna. Áhugi er á því að fá fleiri sveitarfélög á svæðinu til að taka þátt í þessari vinnu. í framhaldi af stóru sameiningart- ilrauninni sem félagsmálaráðuneytið stóð fyrir og felld var í öllum sveitar- félögunum í Flóanum hófust umræð- ur um sameiningu Eyrarbakka, Stokkseyrar, Sándvíkurhrepps og Selfoss. Ekkert varð úr því. Grétar Zóphaníasson, sveitarstjóri á Stokks- eyri, segir að umræðan hafí verið tekin upp að nýju í hreppsnefndinni í tengslum við fulla yfírtöku sveitar- félaganna á grunnskólanum og hugsanlega aukin verkefni sveitarfé- laganna og samþykkt að óska eftir viðræðum við Eyrbekkinga um aukna samvinnu eða sameiningu. Stærri sameining í Flóa? Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka, bendir í þessu sam- bandi á að sveitarstjómirnar hafí áður náð samkomulagi um að fá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla íslands til að gera úttekt á skólamál- unum, þar á meðal hagkvæmni sam- einingar þeirra. Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps tók jákvætt í erindi Stokkseyringa en án allra skuldbindinga, að því er fram kemur hjá Magnúsi Karel. Hann segir að í samþykkt hrepps- nefndar hafi verið lögð áhersla á að fá fleiri sveitarfélög inn í viðræð- urnar, fyrr eða síðar. Eyrarbakki og Stokkseyri eru svipuð sveitarfélög, bæði með lið- lega 500 íbúa, svipaðar tekjur og miklar skuldir vegna þátttöku í at- vinnulífinu fyrr á árum. Grétar telur að sameining yrði mjög til góðs fyr- ir íbúana. Bendir hann á að ef það tækist að spara 5-6 milljónir í yfír- stjórn myndi það duga til reksturs eins leikskóla. Þess má geta að á næsta ári verð- ur liðin öld frá því Eyrarbakka var skipt út úr Stökkse.yrarhreppi og hann gerður að sjálfstæðu sveitarfé- lagi. Veijandi Sierra Leóne-mannsins RLR skortir gögn TÓMAS Jónsson, veijandi Sierra Leóne-manns sem Finnar vilja fá framseldan héðan, segist hafa undir höndum skjöl sem sanni að Finnar hafí á sínum tíma neytt hann til að fara úr landi. * Arekstur á Biskups- tungnabraut ÁREKSTUR varð á Biskupstungna- braut á móti versluninni Minni-Borg um tíuleytið í gærmorgun. Ökumað- ur annarrar bifreiðarinnar hugðist beygja inn til verslunarinnar en á sama tíma ætlaði hinn að taka fram úr honum. Ökumennirnir voru báðir fluttir á heilsugæslustöðina á Sel- fossi en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Jón H. Snorrason, starfandi rann- sóknarlögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að staðhæf- ingar Tó.masar í þessa veru væru byggðar á misskilningi. Tómas telur að Jón hafi ekki undir höndum öll málsgögn. Ekki náðist í Jón í gær. Tómas segir að í upphafi hafí Finnar gefíð íslensku lögreglunni misvísandi upplýsingar um málið. Þegar hann hafí grennslast nánar fyrir hafí Finnar viðurkennt í bréfí að maðurinn hafi verið sendur nauð- ugur úr landi. Maðurinn hafði verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi vegna nauðgunar í undirrétti. Hann áfrýj- aði dómnum en var, að sögn Tómas- ar, sendur úr landi til Sierra Leóne áður en nýr dómur féll. Sá var harðari en hinn fyrri og telur Tóm- as að hann beri þess vitni að maður- inn hafi ekki getað sinnt málsvörn sinni. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hreindýra- veiðar ganga vel HREINDÝRAVEIÐAR hafa geng- ið vel það sem af er þessu veiði- tímabili og er búið veiða um tvo þriðju þess kvóta sem heimilt er að veiða í ár, en hann er 268 dýr. Veiðitímabilinu lýkur 15. sept- ember, en það hófst 1. ágúst og á sumum svæðum um miðjan ág- ústmánuð. Að sögn Aðalsteins Aðalsteins- sonar, starfsmanns hreindýrar- áðs, hefur veiðin gengið vel og er langt komin umhverfis Snæ- fell og á Fljótsdalsheiði norður ^fþví-Einnig er langt komið að veiða á Borgarfirði til Norðfjarð- ar, en veiðin hefur gengið heldur hægar á suðurfjörðum. A myndinni sést Hákon Er- lendsson, við nýfelldan stóran tarf og í baksýn má sjá fjallið Þrælaháls á Fljótsdalsheiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.