Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÁRAMÓT HJ A ÚTGERÐUM Samningur um ferða- kynningu á alnetinu SAMNINGUR milli Flugleiða og samgönguráðuneytis um samstarf allra stærstu aðila \ ferðaþjónustu og landkynningu á íslandi á alnet- inu var undirritaður á Akureyri á föstudag. Gert er ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði tilbúinn síðar á þessu ári og er um að ræða þriggja ára átaksverkefni. Tilgangurinn er að kynna Is- land og íslenska ferðaþjónustu á alnetinu með því að setja þar upp stóran og fullkominn gagnagrunn. Verður smærri fyrirtækjum í ferðaþjónustu gefinn kostur á að taka þátt í samstarfinu. Hugmyndin að sameiginlegum gagnagrunni íslenskrar ferðaþjón- ustu á alnetinu vöknuðu fyrir nokkrum misserum. Á heimasíðu Flugleiða eru á sjötta hundrað síður með upplýs- ingum og fræðslu og hefur sam- gönguráðuneytið nú gert samning við fyrirtækið um að sérfræði- þekking og undirbúningsvinna fyrirtækisins nýtist við gerð alls- herjarupplýsingagrunns ferða- þjónustunnar. Um verður að ræða almennt upplýsinga-, fræðslu- og skemmti- efni tengt Islandi og er ritstjórn þess á vegum Iceland Review- útgáfunnar. Þessar síður verða tengdar beint við hinn hluta upp- lýsingagrunnsins, sem eru heima- síður íslenskra ferðaþjónustufyrir- tækja, sem geta keypt aðild að grunninum. Þessi grunnur gefur fyrirtækjunum kost á að selja þjónustu sína beint á netinu. Ice- land Review og Ferðamálaráð vinna saman að kynningu á upp- lýsingagrunninum til fyrirtækja og ferðaþjónustu. Styrkir ferðaþjónustu Miðheimar aðstoða fyrirtækin við síðuhönnun og mun ásamt Pósti og síma veita alla tæknilega ráð- gjöf og bera ábyrgð á því að not- endur hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum sem geymdar eru á grunninum. Halldór Blöndal samgönguráð- Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Pétur J. Eiríksson frá Flugleiðum takast í hendur eftir að hafa undirritað sam- starfssamning um sameignilegan gagnagrunn íslenskrar ferða- þjónustu á alnetinu. herra sagði samstarfið styrkja að- ila í ferðaþjónustu og opna þeim aðgang að mikilvægu fréttaneti auk þess að stuðla að því að menn vissu betur hver af öðrum. Pétur J. Eiríksson hjá Flugleið- um nefndi að um 50 þúsund manns hefðu skoðað heimasíðu fyrirtæk- isins á fyrstu þremur mánuðunum sem hún var við lýði. Hann sagði íslendinga þurfa að auk hlut sinn á netinu og efaðist ekki um að gagnagrunnurinn yrði smærri aðil- um í ferðaþjónustu lyftistöng. Ríkið að keppa við einkaaðila FORSVARSMENN Iceland Travel Net segja að með samningi Flug- leiða og samgönguráðuneytis um landkynningu á alnetinu sé ríkið að taka þátt í samkeppni við einka- aðila. Hermann Ottósson hjá Auglýs- ingastofu Reykjavíkur sagði að gagnagrunnurinn Iceland Travel Net hefði verið rekinn frá því snemma á árinu 1996 og gerður hefði verið samningur um málið við Ferðamálaráð sem gildi til árs- loka 1997. Hermann sagði að þarna kynni allar stærstu ferða- skrifstofur landsins starfsemi sína á alnetinu. „Þennan gagnagrunn hafa um milljón manns skoðað síð- an í fyrra, eða um 6 þúsund manns á dag. í því ljósi finnst okkur samn- ingurinn sem gerður var á Akur- eyri skringilegur og enn eitt dæm- ið um að ríkið er að setja fjármagn í verkefni sem eru í beinni sam- keppni við einkaaðila," sagði Her- mann. Þinq evrópskra iarðskjálftafræðinqa Hin sérstöku ein- kenni Islands móta umfjöllunarefnið FJÖGUR HUNDRUÐ sérfræðingar á ýms- um sviðum sem tengjast jarðskjálftum og jarðskjálftarannsóknum setjast á rökstóla á Hótel Loftleiðum í fyrramálið þegar þar hefst 25. alls- herjarþing samtaka evróp- skra jarðskjálftafræðinga. Ráðstefnan er haldin á vegum Veðurstofu íslands, Háskóla íslands og um- hverfisráðuneytisins. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur er for- maður framkvæmdanefnd- ar íslenskra vísindamanna sem unnið hafa að undir- búningi ráðstefnunnar undanfarið ár. Hann segir að lega íslands á Mið-Atl- antshafshryggnum og á heita reitnum svokallaða muni setja mark á ráðstefnuna. - Hvað er heiti reiturinn? „íslands-heiti reiturinn stafar af því að heitt efni streymir neðan úr möttli jarðar og kemur upp undir miðju íslands af mörg hund- ruð kílómetra dýpi. Við tölum um möttulstrókinn; þetta er hin djúpa undirstaða Islands og er eins og skorsteinn sem sendir heitt efni í áttina til yfirborðs. Úr þessu heita efni verða til efni í eldgos, úr því kemur jarðhitinn og heiti reiturinn hefur einnig mikil áhrif á plötu- hreyfingarnar. Svo má segja að möttulstrókurinn hafi áhrif á hvernig Mið-Atlantshafshryggur- inn liggur í gegnum ísland." - Hvers vegna er þessi ráð- stefna haldin á íslandi nú? Eru einhver fræðileg atvik eða aðstasð- ur sem hafa áhrif á það? „Þetta er regluleg ráðstefna evrópskra jarðskjálftafræðinga. Þær hafa verið haldnar á tveggja ára fresti og nú er hún haldin hér. Aðalástæðan fyrir því að ís- land er valið sem staður fyrir þessa ráðstefnu er sú að ísland er Evrópuland. Hins vegar má segja að vegna þess að ráðstefnan er haldin hér þá hafa þessi sér- stöku einkenni íslands talsvert mikil áhrif á það um hvað er fjall- að. Ráðstefnan verður haldin þann- ig að margir fundir um mismun- andi efni fara fram samtímis. Alls verða kynnt um 500 rannsóknar- verkefni í erindum og með vegg- spjöldum." Eins og fyrr sagði hafa meira en 400 sérfræðingar hafa skráð sig til þátttöku og Ragnar segir að sjálfsagt verði þeir talsvert fleiri en það. Flestir komi frá Evrópu en einnig frá N-Ameríku og öðrum hlutum heims. „Þetta eru ekki aðeins jarðskjálftafræð- ingar; þessi ráðstefna er líka sótt af eldfjalla- fræðingum, jarðfræð- ingum og ýmsum hóp- um verkfræðinga. Það eru um 60 íslendingar búnir að skrá sig, þann- ig að næststærsti hópurinn kemur héðan, ítalir eru 65." - Verður Suðurlandsskjálfti til umræðu á ráðstefnunni með bein- um eða óbeinum hætti? „Það verður aðallega með óteinum hætti. Það verður fjallað um hann í sambandi við jarð- skjálftaspár og jarðskjálftatjón. Skjálftar á íslandi koma þarna nokkuð oft við sögu hvort sem er Suðurlandsskjálfti eða skjálftar á Norðurlandi. Sjálfur held ég þarna erindi á miðvikudagsmorgni um hvernig við stefnum að jarð- skjálftaspám á íslandi og viðmiðið -........¦-¦ ¦ ......... '..:":¦..¦' '¦ ¦¦¦ ...:¦ '¦¦¦ Ragnar Stefánsson ? Ragnar Stefánsson er 58 ára, fæddur 14. ágúst 1938. Hann lauk fil. kand. prófi í stærð- fræði og eðlisfræði frá Upp- salaháskóla í Svíþjóð árið 1961 og hlaut licenciat-gráðu árið 1966 fyrir ritgerð á sviði jarð- eðlisfræði um upptakaeðli jarð- skjálfta. Hann hefur síðan starfað á Veðurstofu íslands og er forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofunnar. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Hjartar- dóttir rithöfundur. Skjálftará íslandi koma oft við sögu er alltaf þeir skjálftar sem geta valdið tjóni hér á landi." -Hvaða þýðingu telur þú að þessi ráðstefna hafí? „Fyrir utan það hvað svona ráð- stefna er lærdómsrík á margan hátt fyrir íslendinga held ég að hún geti hjálpað okkur til að fjár- magna áfram stórt rannsóknar- verkefni sem við höfum forystu um hér og köllum „Rannsóknir sem miða að jarðskjálftaspám í nátt- úrulegri rannsóknarstofu". Þar vinna saman, til þess að reyna að skilja betur eðli jarðskjálfta og reyna að segja fyrir um þá, sér- fræðingar í ýmsum greinum frá íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Frakk- landi, Þýskaiandi og ítalíu. Við höfum fengið fjármagn til þessa verkefnis frá Evrópusjóðum og það yerða haldin nokkuð mörg erindi á ráðstefnunni sem fjalla um fyrstu skrefín sem við erum að stíga í þessu verkefni og það verður líka haldinn sérstakur skipulagsfundur í sambandi við það." Allsherjarþing evrópskra jarð- skjálftafræðinga stendur frá 9. -14. september og tekur til allra þátta jarðskjálftafræði, m.a. verður fjallað um leiðir til að minnka hættu sem stafað getur af jarðskjálftum. Jarðskjálftaspár og jarðskjálftaverk- fræði verða mikilvægir þættir, og einnig varnir almennings gagnvart náttúruhamförum. Auk _______. Ragnars flytja inn- gangserindi á ráðstefn- unni Páll Einarsson, Ólafur Fló- venz, Raoul Madariaga frá Frakk- landi, Lev Vinnik frá Rússlandi og Nicholas Arnbraseys frá Bret- landi. Klukkan níu á þriðjudags- kvöld flytur Guðmundur E. Sig- valdason erindi, opið almenningi, um eldfjöll og eldfjallafræði á Is- landi. Fyrir ráðstefnuna kemur út bókin Seismology in Europe þar sem birt eru 114 erindi, einn- ig verður gefin út bók með út- dráttum allra erinda sem flutt verða. Nýir þátttakendur geta skráð sig til þátttöku á ráðstefnu- stað, Hótel Loftleiðum. J-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.