Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 11

Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 11 ÍMPfc< raskóli Hafnaskóli- Heppuskóli Breibamerkur-j jökull I f 42 Skipulag Grunn- skólans í Hornafirbi Nesjaskóli Myraskoli Hafnaskóli Heppuskóli Fyrir breytingu 1.-7. bekkur Nemendur af Mýrum 1.-10. bekkur Nemendur úr Öræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni 1.-7. bekkur Nemendur af Höfn 8.-10. bekkur Nemendur af Höfn Skólaárið 1996-97 1.-7. bekkur Nemendur af Mýrum 1.-2. bekkur Nem: af Mýrum, Höfn og Lóni 3.-7. bekkur Nemendur af Mýrum og Lóni 3.-7. bekkur Nemendur af Höfn 8.-10. bekkurtNem. úr Öræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum, Höfn og Lóni Skv. nýrri skóla- stefnu frá og með hausti 1997 1.-7. bekkur Nemendur af Mýrum 1.-3. bekkur Nemendur af Nesjum, Höfn og úr Lóni 4.-7. bekkur Nemendur af Nesjum, Höfn og úr Lóni 8.-10. bekkur: Nem. úr Öræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum, Höfn og Lóni neðstu bekkir grunnskólans að flytjast í Nesjaskóla en 3. bekkur fer þó ekki þangað fyrr en á næsta skólaári. Nemendur 3.-7. bekkjar sem búsettir eru í Nesjum verða í Nesjaskóla nú í vetur en fara í Hafnarskóla næsta haust. Það var í framhaldi af þessum ákvörðunum sem 65 foreldrar barna í Hornafirði kærðu af- greiðslu bæjarstjórnarinnar á mál- inu á liðnu vori, eins og áður hef- ur komið fram. Meðal foreldra á Höfn höfðu einnig gengið undir- skriftalistar þar sem skorað var á bæjarstjórn að leita allra leiða til að 1.-10. bekkur gætu verið á Höfn. „Við búum í þéttbýli" Ágreiningur sá sem uppi hefur verið um skipan skólamála í Hornafirði virðist aðallega snúast um akstur yngstu barnanna í Nesjaskóla. Margir foreldrar á Höfn eru ósáttir við að börn þeirra, sem áður gátu gengið í skólann, skuli nú þurfa að sitja í skólabíl inn í Nes á hverjum degi. Ein þeirra sem látið hefur í sér heyra í þessu sambandi er Þorbjörg Helgadóttir en hún á tvö börn í grunnskólanum, í 1. og 3. bekk. Hún segir þrengslin í Hafnarskóla ekki vera nýtt vandamál, hann hafi þegar verið ot'ðinn of lítill þegar hún var þar sjálf í barna- skóla. Hún undrast hversu seint menn hafi áttað sig á plássleysinu og spyr hvers vegna ekki hafi ver- ið farið að byggja við hann fyrir löngu síðan. „Af hverju er ekki stefnan sett á að byggja upp grunnskólann hér hjá okkur, fjöldanum? Við búum einu sinni í þéttbýli. Ef ég ætti heima í dreifbýli þá myndi ég vita að ég þyrfti að láta barnið mitt fara frá mér í skóla. En nú bý ég í þéttbýli og er vön því að hafa hér alla þjónustu. Nú er verið að færa hana frá okkur og það finnst mér vera skref afturábak. Auk þess kostar það mikið að halda úti skólaakstri og þetta er löng leið fyrir börnin að sitja í bíl,“ segir Þorbjörg. Hún tekur skýrt fram að hún sé mjög ánægð með sjálft skóia- starfið og kennarana, það sem vanti sé skólahúsnæði á Höfn þannig að hægt sé að hafa allan grunnskólann þar, þap sé hreinlega mannréttindamál. „Ég er hrædd um að Kópavogsbúar yrðu ekki ánægðir ef þeir þyrftu að fara að senda börnin sín í skóla upp í Graf- arvog. Vegalengdin er eitthvað svipuð og frá Höfn inn í Nes,“ segir hún. Sér engum ofsjónum yfir akstrinum Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir er móðir tveggja barna í 2. og 3. bekk. Henni líst vel á nýja fyrir- komulagið. „Eftir að hafa kynnt mér þessar tillögur nokkuð vand- lega verð ég að segja að mér líst mjög vel á þær,“ segir Hjördís Þóra. Það eina sem hún er ekki sátt við í sambandi við breytingarnar er að 3. bekkur skyldi ekki fara í Nesjaskóla strax á þessu skólaári. Hvað skólaaksturinn varðar hef- ur hún þetta að segja: „Ég hef aldrei séð neinum ofsjónum yfir akstrinum, þetta er svo stutt. Ég held að börnin hafi bara gott af því að komast í annað umhverfi og mér finnst það mjög mikilvægt að tengja betur saman krakkana úr sveitunum og héðan frá Höfn, þannig að þetta séu ekki tveir ólík- ir hópar sem þekkjast ekki. Börnin fá heitan mat í hádeginu og það finnst mér líka mjög gott því að þau hafa gott af því að læra að borða annars staðar en heima hjá sér,“ segir Hjördís Þóra. Aukinn kostnaður við skólaakstur Samkvæmt upplýsingum frá Helga Hjaltasyni bæjarverkfræð- ingi var kostnaður við skólaakstur fyrir breytinguna 9 milljónir á ári en eykst nú um 6 milljónir vegna breytinganna. Er þar um að ræða akstur með yngstu börnin milli Hafnar og Nesja og akstur með börn úr sveitunum niður á Höfn. Áætlaður kostnaður við 800 fer- metra viðbyggingu með átta skóla- stofum við Hafnarskóla er 100 milljónir og er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við hana fyrri hluta árs 1997. Byggt verður í tveimur áföngum og verður reynt að ljúka þeim á tveimur til þremur árum. Vegna plássleysisins verður 6. bekk Hafnarskóla kennt í félags- heimilinu Sindrabæ, handan göt- unnar, í vetur. Á þessu ári hefur þegar verið varið um 15 milljónum til fram- kvæmda á lóð Nesjaskóla og minniháttar breytinga á húsnæði þar en fullfrágengin mun lóðin kosta um 20 milljónir, samkvæmt upplýsingum bæjarverkfræðings. Einsetinn skóli strax Hallur Magnússon er ánægður með hvernig til hefur tekist með breytingarnar. „Með því að skipta grunnskólanum á þann hátt sem við höfum gert hér í Hornafirði þá gátum við einsett grunnskólann strax í haust. Við erum mjög ánægð með það, ekki hvað síst í ljósi þess að fjölmörg sveitarfélög munu ekki geta einsetið grunnskól- ann fyrr en einhveijum árum eftir aldamót," segir hann. Yngstu börnunum verður boðið upp á heita máltíð í skólanum á vægu verði. „Það teljum við mikil- vægt skref þegar vinnudagur þess- ara barna fer að lengjast í sam- ræmi við ný grunnskólalög. Þrískipting grunnskólans gefur einnig skemmtilega kennslufræði- lega möguleika, eins og reynslan hefur sýnt, t.d. í Hollandi. Hver skólaeining hjá okkur er af hag- kvæmri heimilislegri stærð þar sem á að vera auðvelt að sinna þörfum hvers einstaks nemanda í þroskavænlegu umhverfi," segir Hallur að lokum. honum streyma börnin. Fyrsti tíminn hjá l.S hefst á mjúkri dýnu úti í einu horni kennslu- stofunnar og sögur eru sagðar. Andrúmsloftið er frjálslegt og afslappað, börnin eru hvött til að tjá sig og segja sögur en þó ekki beitt þrýstingi. Svanhvít Magnúsdóttir, skóla- stjóri Nesjaskóla og kennari l.S, segir viðhorfið inni í kennslustof- unni vera algert grundvallarat- riði. Skólinn verði að vera áhuga- verður staður fyrir nemendur og markmiðið sé að vekja áhuga nemenda til að læra sjálfir. „Þess vegna leggjum við mikla áherslu á leiklist, tónlist og tjáningu. Því ef við virkjum sköpunargleðina hjá nemendum þá er alveg ör- uggt að það á eftir að skila sér í öðru námi. Hér er ætlunin að börnin læri málið með því að nota það,“ segir Svanhvít. Trölladeigsnámskeið Námskeið í mótun trölladeigs er að hefjast á ný. Úrval hugmynda. Upplýsingar hjá Aldísi, sími 565 0829. Útsala útsala Síðasta víka útsölunnar. Enn meírí verðlækkun. Allir kjólar á 9-900 kr. Hvcrfisgötu 50, sími 551 5222 Uppselt 26. sept. 30. sept. - 18 sæti 3. okt. - 21 sæti frá kr. 19.930 Flug og hótel kr. 24.930 London - vinsælasta borg Evrópu London hefur aldrei notið jafn mikilla vinsælda og í vetur, og nú hafa á annað þúsund farþega bókað ferðina sína til þessarar skemmtilegustu heimsborgar Evrópu og fyrstu ferðimar uppseldar. Hér ftnnur þú glæsilega gististaði, spennandi kynnis- ferðir, frábærar verslanir og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heitns- borginni sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu meðan enn er laust. Bailey's hótelið - stórglæsilegt. Verð kr. 19.930 Flugsæti til London með flugvallar- sköttum í tniðri viku. Verð kr. Helgarfargjald til London, fimmtudagur til mánudags. 22.530 Verð kr. 24.930 M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept., 14. og 21. okt. íslenskir fararstjórar Heimsferða í London. (D VISA Austurstræti 17, 2. hæð • Simi 562 4600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.