Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT OKKAR aðal verkefni undanfarin ár hefur verið að smíða tæki sem send verða með bandaríska Pathfinder-geimfarinu til Mars 2. desember, segir Haraldur. Því starfi er að mestu lokið og hafa tækin verið fest á geimfarið sem verið er að prófa. Tækin eru þijú og er ætlað að skoða eiginleika segul- magnaðs ryks sem fínnst í lofthjúpi Mars. í þeim öllum er segulstál sem dregur að sér segulmagnað 17k. A yfirborði eins tækisins mun ryk safnast og útfrá mynstrinu í rykinu verður hægt að sjá marga af segul- eiginleikum þess. „Hin tækin, sem við smíðum, eru annarsvegar seg- ull staðsettur rétt hjá myndavélinni og gerir okkur kleift að taka nær- myndir af þessum segulmögnuðu kornum, og hinn staðsettur þannig að hægt verði að efnagreina rykið sem sest á segulinn. Það eru ein- ungis endanlega mörg efnasam- bönd sem eru segulmögnuð í náttúr- unni, og við getum séð, meðal ann- ars, mikinn mun á þessu mynstri eftir því hvaða efnasamband er um að ræða. Eitt höfuðmarkmiðið hjá okkur er að geta sagt til um að hve miklu leyti vatn hefur átt þátt í að mynda jarðveginn á Mars. Ef jarð- vegurinn á Mars er myndaður sem útfellingar í vatni, eða svipar til leirsteins, eru þær segulmögnuðu agnir sem finnast allt aðrar en væru ef jarðvegurinn hefur mynd- ast við niðurbrot bergs. Út frá nið- urstöðum þessarar tilraunar ætlum við að meta þátt vatns í myndun yfirborðsjarðvegsins." Af hvetju eruð þið sérstaklega að leita að ummerkjum eftir vatn? „Menn sjá á yfirborði Mars skurði og aðrar ummyndanir eftir vatn. Það sem ekki er vitað er hversu mikið vatn var á reikistjörnunni eða hvað varð um það. Til að skilja myndunar- feril reikistjama, þar á meðal jarðar- innar, hafa menn áhuga á að skilja hvernig vatn hefur ummyndað Mars. Vatn er og forsenda lífs eins og við þekkjum það.“ Yfirmaður Mars-rannsóknar- hópsins, Jens Martin Knudsen, hef- ur rannsakað loftsteina áratugum saman. „Það var að tillögu hans sem okkar tilraun var bætt á Pathfinder- geimfarið." Svipuð tilraun var á Viking-geimförunum sem Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi til Mars um miðjan áttunda áratuginn. „Niðurstaðan af þeirri tilraun varð sú að það er mikið af segul- mögnuðu ryki í andrúmsloftinu á Mars, sem kom frekar á óvart því, maður á ekki slíku að venjast hér á jörðinni. En þarna var umtalsvert ryk komið á segulinn strax á fyrsta degi. Þess vegna vitum við að þessi aðferð virkar.“ Er þetta starf unnið í beinum tengslum við þær rannsóknir sem vísindamenn hjá NASA og Stan- ford-háskólanum hafa verið að vinna að? „Nei, við höfum verið að skoða segulsteindir sem fínnast í loftstein- um frá Mars. Hins vegar erum við að sjálfsögðu mjög spenntir yfir þessum niðurstöðum. Tilraun okkar miðar meðal annars að því að meta hversu mikinn þátt vatn hefur átt í jarðvegsmyndun á Mars. Þær nið- urstöður gætu reynst mikilvægar þegar ná skal í sýni frá reikistjörn- unni. Ef vatn hefur átt ríkan þátt í jarðvegsmynduninni gæti jarðveg- urinn verið rétti staðurinn til að taka sýni ef leita á að ummerkjum eftir líf.“ Hlýtur að vera frá Mars Af þeim 12 loftsteinum sem fundist hafa á jörðinni og talið er öruggt að borist hafi frá Mars er ekki nema einn sem ber ummerki um vatn. Það var á sýni úr þeim steini sem fundust vísbendingar um að líf hafi þrifist á plánetunni í fyrndinni. Talið er að steinninn hafi losnað frá Mars þegar annar loftsteinn rakst á reikistjörnuna fyrir um 16 milljónum ára. Síðan hafi steinninn lent á Suðurskauts- landinu fyrir um 13 þúsund árum. Haraldur segir að aðstæður á Suðurskautslandinu séu sérstakar - . . . . , . . , Reuter. VISINDAMENN telja sig hafa fundið steingerðar leifar af bakteríum í loftsteini frá Mars. KOMNIR SVO LANGT SEM TÆKNIN LEYFIR Við Niels Bohr Institut í Kaupmannahöfn starfar hópur manna sem heitir Mars-rann- sóknarhópurinn. í honum eru Danir, Þjóð- verji og íslendingur, Haraldur Páll Gunn- laugsson. Hann segir að nýlegar uppgötvan- ir, sem benda til að líf hafi þrifist á Mars í fymdinni, séu bráðmerkilegar og geti auk- ið skilning á myndun lífs og hvort það sé þáttur í eðlilegri þróun efnis í heiminum. Kristján G. Amgrímsson ræddi við hann. að því leyti að á stöðum þar sem þurrt loft kem- ur niður af hájöklinum breytist ísinn strax í gufu án þess að verða fyrst að vatni og þess vegna sökkva steinar ekki í jökulinn og hægt er um vik að finna þá. Þessar aðstæður eru sérstakar 0g til/læmis ekki að finna á íslandi. „Þessi tiltekni steinn er nefndur ALH84001, sem vísar til þess að hann fannst á Allan Hills 1984. Við fengum sýni úr honum fyrir tveim árum, þegar ný- búið var að fínna út að hann hefði komi frá Mars. Við vorum að leita að segulvirkum steindum í honum, og fundum ekki neinar með okkar aðferðum. Við gerðum reyndar alls- konar rannsóknir á honum, en þar eð sýnið sem við fengum var heldur lítið tókst ekki að gera það sem okkur langaði að gera. Við fengum tvö grömm, sem er kannski þónokk- uð mikið þegar heimsbyggðin er farin að deila með sér tveim kíló- um.“ Hvernig er vitað með vissu að þessi tiltekni steinn hefur borist frá Mars? „Það má segja að helsta sönnunin sé samsætuhlutfall súr- efnis. Það er mjög óh'kt því sem er á jörðinni. Þannig vita menn að steinninn getur ekki verið héðan. Menn hafa náð í sýni og skoðað samsætuhlut- föll frá tunglinu og séð að hann kemur ekki þaðan. Bæði vegna þess að steinninn er myndaður gegnum vatn og vegna aldurs hans er vitað að hann kemur ekki úr smástirnabeltinu, og þá eru ekki nema tveir staðir eftir, Mars eða Venus. En vegna hins þykka lofthjúps á Venus er ólíklegt að hann hafi borist þaðan, og þá er Mars eftir.“ Mjög sterkar vísbendingar Nú fullyrða vísindamenn NASA og Stanford að þeir hafi fundið ummerki um bakteríulíf d Mars í fyrndinni, hvernig verður svona uppgötvun? Rekast menn á þetta, næstum eins og fyrir tilviljun? Haraldur P. Gunnlaugsson „Þeir voru sérstaklega að leita að ummerkjum um líf. I fyrsta lagi fundu þeir hringtengd kolefnis- sambönd, sem lífverur skilja eftir sig þegar þær hrörna. Það eitt sannar ekki að líf hafi verið í stein- unum, en hafi verið bakteríulíf í steinum væri óeðlilegt að finna ekki hringtengd kolefnissambönd. í öðru lagi fundust tvö efnasam- bönd, járnsúlfíð, sem myndast við skort á súrefni, og magnetít, sem myndast við þær aðstæður þegar of mikið er af súrefni, og þessi tvö sambönd liggja á sama svæði í loft- steininum, og þótt þau myndist í svona ólíku umhverfi geta þau orð- ið til á sama stað ef þau eru mynd: uð með lífrænum efnaferlum. í þriðja lagi notuðu þeir rafeind- asmásjármyndir til að sannfærast um að til væri eitthvað sem gæti verið steingerðar leifar af bakter- íum. Þegar allt er tekið saman þá er ekki búið að sanna að þetta séu merki um að þarna hafi verið líf. En þetta eru mjög sterkar vísbend- ingar.“ Hversu mikilvægur er þáttur túlk- unar í þeirri niðurstöðu að þetta séu ummerki um að þarna hafi þrifist líf? „Fyrstu tveir þættirnir sem ég nefndi, það er að segja hringtengdu kolefnissamböndin og efnasam- böndin tvö, eru staðreyndir. Vís- indamennirnir túlka þessar stað- reyndir síðan sem vísbendingu um líf. Það gætu verið ótal aðrar út- skýringar á tilvist þessara þátta í þessum loftsteini. En að þessi tvö efnasambönd, járnsúlfíð og magn- etít, skuli finnast á sama stað veld- ur því að menn álykta að þetta gæti hafa verið líf. Það er að segja, einföld útskýring á því hvers vegna þetta tvennt er að finna á sama stað væri sú, að þetta hafi orðið við lífrænt efnaferli." Haraldur segir að næsta skrefið hjá vísindamönnum NASA verði að hanna tæki eða aðferðir til að skoða betur þau form sem fundust í loft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.