Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 15 LISTIR Ingveldur Ýr í Sigurjónssafni Haugtussa Griegs og StuBjóð BraL/ SÍÐUSTU sumartónleikar Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar verða þriðjudagskvöldið 10. september klukkan 20.30 og fram koma þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Þau flytja sönglög eftir Franz Schubert, Johann- es Brahms og Edvard Grieg. „Eftir Grieg ætla ég að flytja verk sem ég komst nýlga í kynni við en það heitir Haugtussa og er samið við samnefndan ljóðaflokk eftir norska rómantíkerinn Arne Garborg. Mér fannst þetta verk eins og sniðið fyrir mig og ákvað að læra það allt en það er í átta þáttum. Svo hef ég tekið saman flokk af Stúlkuljóðum Brahms sem ég mun einnig syngja ásamt nokkrum ljóðasöngvum eftir Schubert." Ingveldur Ýr er nýkomin frá Bandaríkjun- um þar sem hún tók þátt í tónlistarhátíðinni í Tanglewood í Masachusetts. „Þarna koma saman margir frægustu tónlistarmenn heims á ári hverju," segir Ingveldur, „en á hátíðina er einnig boðið yngri tónlistarmönn- um til að reyna að brúa bilið þarna á milli. Ég komst enda í ágætis sambönd þarna sem er vissulega dýrmætt. Ár hvert býður hátíð- in nokkrum ungum tónlistarmönnum til Tanglewood í tvo mánuði og var ég einn þeirra nú. Ég söng í uppfærslu á óperunni Sópran- arnir þrír á svið Los Angeles. Reuter. MAÐURINN að baki hug- myndinni um að leiða saman þrjá þekktustu tenóra heims; Pavarotti, Carreras og Dom- ingo, hefur nú kynnt til sög- unnar næstu áætlun sína; tón- leika sóprananna. þriggja. Á fimmtudag voru haldnir tón- leikar þriggja sópransöng- kvenna, sem fluttir verður í sjónvarpi í desember og er vonast til þess að þær muni slá í gegn líkt og tenórarnir. Cassello, Esperian og Lawrence Ekki er þó víst að sú verði raunin, enda njóta söngkon- urnar ekki viðlíka vinsælda og tenórarnir. Þær heita Kathleen Cassello, Kallen Esperian og Cynthia Lawr- ence en sá sem stendur að tónleikunum er upptökustjór- inn Tibor Rudas. Hann segir tónleikana ekki eiga að vera svar við tenórunum þremur, heldur sé von hans sú að skapa megi nýja hefð í tón- listarflutningi. Tónieikar sóprananna þriggja voru á sviði skammt frá Century Plaza-hótelinu í Los Angeles og seldust miðar á 25-100 dali, um 1.650- 6.700 kr. ísl. Gert er ráð fyr- ir að þeir verði gefnir út á geisladisk í október og sýndir í sjónvarpi í desember. Peter Grimes eftir Britten en það voru ein- mitt fimmtíu ár liðin frá því hún var frum- flutt á hátíðinni. Seiji Ozawa var stjórnandi en hann stendur mjög framarlega í hópi hljómsveitarstjóra; telja sumir hann vera hálfgerðan snilling en hann stjórnaði óper- unni blaðlaust. Mér var svo einnig boðið að taka þátt í hátíð um nútímatónlist undir handleiðslu Reinbert Teleuw. Þar söng ég þjóðleg í útsetningu Lucciano Berio." Ingveldur Ýr stundaði nám við Söngskól- ann í Reykjavík og framhaldsnám við Tón- listarskólann í Vínarborg og Manhattan School of Music í New York. Kennarar henn- ar voru Guðmunda Elíasdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Cynthia Hoffmann. Einnig sótti hún námskeið m.a. hjá Charles Spenc- er, Martin Katz og Phyllis Curtin. Ingveldur Ýr hefur haldið fjölda ljóðatónleika, þar á meðal í íslensku óperunni, Gerðubergi, í Sigurjónssafni, einnig í Vínarborg, víða í Þýskalandi og Bandaríkjunum. I yetur sem leið var Ingveldur fastráðin við Óperuna í Lyon, þar sem hún söng m.a. hlutverk Dora- bellu í Cosi fan Tutte, Orlovsky í Leðurblök- unni, C-moll Messu Mozarts og Carmen. Helstu hlutverk hennar á íslensku óperu- sviði eru Olga í Évgení Ónegin í íslensku óperunni, Fljóthildur og Valþrúður í Nifl- Morgunblaðið/Ásdís INGVELDUR Ýr Jónsdóttir ætlar meðal annars að syngja ljóðaflokkinn Haug- tussa eftir Grieg og Arne Garborg í Sigurjónssafni á þriðjudagskvöld. ungahringnum á Listahátíð í Reykjayík árið 1994, og Preziosilla í óperu Verdis Á valdi örlaganna. Jónas Ingimundarson stundaði tónlist- arnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnám í Tónlistarskólanum í Vínar- borg hjá prófessor Dr. Josef Dichler. Frá árinu 1970 hefur Jónas starfað sem píanó- leikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Islandi og komið fram á öllum Norðurlöndum, í Sovét- ríkjunum og Kanada, sem píanóleikari ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum, og á árum áður einnig sem kórstjóri. Jónas hefur oft leikið með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í verkum eftir Bach, Mozart, Beethov- en, Liszt, Grieg, Saint-Saens og Brahms. Hann hefur margoft leikið í útvarpi og sjón- varpi og stjórnað tónlistarþáttum þar. Hann hefur komið fram á alþjóðlegum listahátíð- um og leikið inn á hljómplötur. Árið 1994 sæmdi forseti íslands Jónas riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyr- ir tónlistarstörf. NÝ 8 VIKNA FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ hefjast 18. september Mikil fræðsla og gott aðhald. Matardagbók og uppskriftir Fitumælingar og vigtanir. Mæting 3x til 5x sinnum í viku íþróttakennarar með menntun og reynslu. Barnagæsla. ATAKSNAMSKEIÐ KARLA og MÖMMUTÍMAR Fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. ALLAR UPPLÝSINGAR 0G INNRITUN í SÍMA 553 0000 Fellsmúla 24 108 Reykjavík Sími 553 5000 HEFSTEFTIR 9 DAGA HEIMSVIÐBURÐUR í LAUGARDALSHÖLL ^fig? Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept. ^S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.