Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Orkumál og mengunar- varnir eru eitt af stóru viðfangsefnum nútím- ans. Æ meiri alþjóðleg samvinna er um þessi mál enda spanna þau alla heimsbyggðina. Baldur Elíasson vísinda- maður hefur á erlendri grund helgað þessum málaflokki starfskrafta sína. I samtali við Guð- rúnu Guðlaugsdóttur stiklar hann á ýmsum atriðum sem varða orkumál Islendinga og annarra þjóða - með ýmsum útúrdúrum þó. SVISS ER ekki landið sem ís- lendingar hugsa helst til þeg- ar þeir ákveða að fara í fram- haldsnám í dag. Á árunum eftir stríð var þessu á annan veg farið. Þá var Sviss ofarlega á baugi í þessum efnum, það gerði hagstætt innanlandsástand þar miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Þeir íslendingar sem stunduðu þar nám eftir stríð voru þó flestir farnir það- an þegar Baldur Elíasson bar þar að garði haustið 1958 til að læra verkfræði eftir að hafa skamman tíma stundað nám í þeirri grein í Bandaríkjunum og við Háskóla Ís- lands. „Ég var ekki nema fímm ára þegar ég ákvað að ég vildi fara út í heim, ég hef alltaf hneigst fremur að því stóra en smáa," segir Baldur þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli á Njálsgötu 94 í Reykjavík. Þar fæddist Baldur hinn 10. október árið 1937, yngstur sex systkina. Foreldar hans voru Elías Hjörleifsson byggingameistari og kona hans Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Föður síns naut Baldur ekki lengi. Hann lést úr lungnabólgu þegar Baldur var rétt kominn á annað árið. Hann eftirlét konu sinni og börnum húseignina sem þau gátu búið í og leigt út frá sér að auki. Með dugnaði tókst ekkjunni að koma börnunum sex til manns og kosta Baldur í nám utanlands í fjögur ár eftir að hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957. „Ég var ákveðinn í að læra rafmagnsverk- fræði og lauk prófi í þeirri grein frá ETH, tækniháskólanum í Ziirich árið 1962. Mér leiddist þó fremur rafmagnsfræðin, vildi tilbreytingu og fór því að læra stjörnufræði sam- hliða," segir Baldur. Hann fór eftir það í doktorspróf í hagnvtri stærð- fræði á sviði rafmagns og lauk því árið,1966. „Á þessum tíma var gott að læra í Sviss, þetta var þó fremur dýrt nám," heldur Baldur áfram. „Það var þó ódýrara en það hefði kostað að nema í Bandaríkjunum, það gerðu skólagjöldin þar. Lítið var um styrki en ég fékk aðstoð héðan að heiman í formi lána sem áttu að endurgreiðast að námi loknu, þótt ekki væri þá um nein eiginleg námslán að ræða. Móðir mín studdi mig dyggilega fyrstu fjögur árin. Ef maður vildi læra þá þótti sjálf- sagður hlutur að styrkja þá við- leitni. Síðari hluta námsins fékk ég ríflega styrki, bæði frá Vísindasjóði íslands og líka úr sjóðum í Sviss. Vildi sinna rannsóknarstörfum Það kom aldrei tíl álita hjá mér að snúa aftur til íslands að námi loknu. Ég hafði engan áhuga á venjulegri rafmagnsverkfræði, ég vildi heldur fara út í rannsóknir, einkum hafði ég sérstakan áhuga á stjörnufræði og það var ekki hægt að sinna því að gagni hér heima. Mér fannst ísland alltof lítið . Baldur Elíasson Morgunblaðið/Golli Fremur hið STORA smaa og heimurinn geysi stór, mig lang- aði alltaf að sjá heiminn." Baldur Elíasson kvæntist Deirdre Gayle Burkhart frá Missouri í Bandaríkjunum haustið 1966, þau höfðu kynnst í Sviss. Saman fóru þau hjón til Kaliforníu þegar Baldur hafði lokið doktorsnámi sínu í Sviss. „í Kaliforníu vann ég sem stjörnu- fræðingur í þrjú ár. Það var ágætur tími, ég vann í radíóstjörnufræði, við að rannsaka vetrarbrautina okk- ar. Þetta var nýtt fag fyrir mig og ég hafði mikla ánægju af þessum rannsóknum. Bandaríkjamenn eru framarlega í stjörnufræði, þeir eiga einn þekktasta skóla í stjömufræði í heimi, California Institute of Technology í Pasadena, og áttu lengi þar stærsta stjörnukíki í heimi. I radíóstjörnufræðinni notar maður hins vegar stór loftnet sem voru úti í eyðimörkinni, um 300 kílómetra frá Los Angeles. Eg vann þar vikum saman rannsóknir. Þá höfðu skömmu áður fundist fyrstu sameindirnar úti í himingeimnum og ég var við rannsóknir á út- breiðslu á slíkum sameindum. Mér tókst einu sinni að finna mjög sterka stjörnu á radíósviðinu þar sem ný sól var að myndast, það var skemmtilegt og nýtt, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Þótt ég yndi mér vel við rannsóknirnar þá leiddist okkur hjónunum báðum í Bandaríkjunum og við ákváðum þess vegna að flytja til Sviss,- við kunnum bæði betur við okkur í Evrópu. Mér hafði boðist staða hjá fyrir- tækinu Brown Boveri í Sviss og tók því boði. Þetta var árið 1969 og þá fór ég að starfa við rannsókna- stöð þeirra skammt fyrir utan ^ 11] M' lfc« ' Ifíixl) ', . X)\ilJ>nMl'V- ' é>* íturfv Híj-cítí imM»iil>rt !aj<-.\ nÚ.v í m- /\ r"í>íx i kci-Kirt f k.-|-|-,i, S IL-.S.'it'i ¦ 0 ÁJJLri vil'tenni-. un A ..)')'¦ •^Owitwi^CtrJtruti-vr. huVC !''itn-l{ce,<ntF%ux- mdfiy1":;H !, iUif R..-1-m'Ki-e -»l',ildcr ,S..!,......r. &ul»nki.Hfv\,teivl'írh Úg. -, í i , . JWfi, jktUltrt-a s,vríi-urUu-.v JtVtV^S-h'h^ntliilS. n ,, rr.virti.-A- ' " "«_"' bvrytxfc* lUwperClwfiiui . ÍÍhm'fClftAft 4 jhk r.; ht*. KuoJ|.»vi k.i-(..ivfiuo vu.icS' íit.ulolr G'íI-p'IC L,url,h ' ,j ,. Rl....fu!f.Ti-íu..rt<v„f,|ii<.<i.T<^i. V« n,c!n,r l'frrrl,., (',!;,,¦,„. ( ^T™^^,^^ r^ i , ,. ' '' P """'»r -., j iM.fr(,,.„-K.-s.-,ro/, .'....--- .. , , ' Hirf..j,|-¦ AJJJliVu }.„,M, . "';"!••• v<,!,'->. J.„ (jl^„r- uuWi>rvr. >«J«l«ri5«r »n'tti.> \ '""'i', • t l'!!ii,!m...j., ... ,, ^*4,>* U*** M SÍÐAN úr Verbriiderungsbuch Reichenauer klaustursins, sem geymir nöfn þrettán íslendinga er skráð voru á tólftu öld, en þeir voru þá að líkindum á leið til Rómar. Ziirich. Þar byrjaði ég í rannsóknum í eðlisfræði, ljósfræði og laser-vís- indum. Þar var mjög góð aðstaða til rannsókna. Þetta heyrði undir grundvallarrannsóknir í eðlisfræði. Seinna fór ég á fyrirtækisins vegum út í rannsóknir á umhverfismálum. Árið 1988 sameinaðist Brown Bov- eri sænska fyrirtækinu Asea og til varð fyrirtækið ABB. Það býr með- al annars til orkustöðvar, og er stærsta fyrirtæki heims á því sviði með um 220 þúsund starfsmenn. Orkustöðvar blása út í andrúmsloft- ið miklu af efnum sem fólk vill ekki hafa í loftunum og ég vann við verkefni sem snerist um að minnka slíkan útblástur. Ég hef lengi fylgst náið með alþjóðlegum rannsóknum á sviði mengunarvarna og umhverfismála. íslendingar eiga ekki orku til útflutnings Talið berst að stöðu íslands í orku- og umhverfismálum. „ísland á mikla orku fyrir sig en á heims- mælikvarða er þetta mjög lítil orka," sagði Baldur. „Öll rafmagns- orka Islands sem virkjanleg er á hagkvæman hátt er kannski þriðji hluti af þeirri rafmagnsorku sem virkjuð er í Noregi í dag, það segir lítið til útflutnings. Það væri hins vegar mjög skynsamlegt fyrir ís- lendinga að tengja sitt orkunet við orkunetið í Evrópu. Það væri hægt með sæstreng. Þetta myndi tryggja öryggi í orkumálum Islands. Það mætti þá flytja út orku ef hún væri fyrir hendi og flytja inn orku ef þörf væri á því. Sviss flytur t.d. út orku hluta af ári og flytur inn orku annan hluta ársins. Það hefur verið útbreiddur misskilningur hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.