Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ manna á meðal að íslendingar gætu flutt úr mikið af orku gegnum sæ- streng, það er ekki rétt, orka í slík- um mæli er hreint ekki fyrir hendi. Hins vegar eiga íslendingar næga orku fyrir sjálfa sig og ættu að nýta hana fyrir framleiðslu sína. Það væri líka hægt að nýta raf- magnsorkuna til þess að framleiða fljótandi eldsneyti. Fyrst er fram- leitt með rafmagni úr vatni vetni, úr vetninu má síðan framleiða met- anól og með því má keyra skip og bíla. Eg lagði einu sinni til hér á fundi að þannigyrði rafmagnsorkan á íslandi nýtt. í dag vinn ég mikið að alþjóða- orkumálum út um allan heim fyrir mitt fyrirtæki ABB, Asea Brown Boveri, einkum að verkefnum sem snúast um hvernig heimurinn geti nýtt orku án þess að skaða um- hverfi sitt. Þetta er snúið mál, ekki síst í þróunarlöndum. Við erum t.d. að hjálpa Kínverjum að nýta kola- auðlindir sínar, sem ættu að endast þeim hátt í þúsund ár. Þeir fram- leiða um 80 til 90% af sínu raf- magni með kolum. Yfir 70% af allri orkunni í Kína byggist á kolum. Notkun kola hefur ekki góð áhrif á andrúmsloftið. Kínveijar eru hins vegar svo margir og bæta við sig svo mikilli orku á hverju ári að öll þessi framleiðsla getur haft skaðleg áhrif á andrúmsloftið í framtíðinni ekki síst gæti hún magnað gróður- húsaáhrifin í loftinu. Talað er um að andrúmsloftið hitni og það getur haft alvarlegar afleiðingar. Það sem við erum að vinna að í Kína er að finna einfaldar ódýrar leiðir, en ekki hátæknilegar, til þess að nýta kolin á betri hátt en þeir hafa gert hingað til. Nú er verið að byggja í Kína stærsta vatnsorkuver í öllum heiminum, hið svokallaða „þriggja gljúfra orkuver“. Þetta kostar mikl- ar breytingar, safna þarf vatni sem svo leggst yfir landsvæðið í kring og það þarf að flytja um eina millj- ón manna til svo þessar fram- kvæmdir verði gerlegar. Þeir byggja þetta orkuver í samvinnu við vestrænar þjóðir og Alþjóða- bankinn mun sennilega hjálpa þeim að ijármagna framkvæmdirnar. Mjög mikið er líka að gerast í þess- um málum í austantjaldslöndunum, þau eru misjafnlega á vegi stödd í þessum efnum. Pólland, Rússland, Tékkland og Ungveijaland hafa á að skipa menntuðu fólki og þar verða framfarirnar vafalaust hrað- ari og meiri og betur mun ganga að koma lagi á þá umhverfismeng- un sem þar hefur verið. Rannsóknarstöð á Islandi Mesta vandamálið í heiminum er þó síaukinn koltvísýringur í and- rúmsloftinu, sem stafar m.a. frá öllum þeim bílum sem í umferð eru á jörðinni. Ég er varaformaður al- þjóðaátaks sem stutt er af tuttugu löndum, ísland er því miður ekki eitt af þeim. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig í ósköpunum hægt verði að minnka útblástur á koltvísýringi í framtíðinni. Til þess eru margar aðferðir. Ein þeirra er t.d. sú að taka koltvísýringinn og setja hann niður í sjóinn. Ég var einu sinni á fundi London og þá var verið að tala um að setja koltvísýr- inginn niður skammt undan ís- landsströndum. Þá sagði einn mað- urinn: „Það er skrítið að vera að ræða um að setja koltvísýringinn niður við ísland og það er enginn íslendingur viðstaddur." Hann vissi auðvitað ekki að ég væri íslending- ur, enda var ég þarna fulltrúi fyrir Sviss. Mér þótti þetta líka skrítið en ég sagði ekki orð. Mér finnst að Island eigi að gera meira á sviði umhverfismála. Ég hef lagt það til við að minnsta kosti tvo umhverfisráðherra að ísland kæmi sér upp hér alþjóðlegri rann- sóknastöð á sviði umhverfismála, ekki_ síst varðandi hafið, vegna þess að ísland er á mjög mikilvægum stað varðandi alheimsloftslag, það átta sig ekki margir á því. Haf- straumar við ísland hafa mjög mikla þýðingu fyrir alheimsloftslag. ísland er ekki aðeins mikilvægt í hernaðaralegum skilningi, það er líka mikilvægt sem punktur nálæg- ur þeim stað þar sem koltvísýringur fer niður í dýpin, það er ekki nema á tveimur stöðum á jarðkúiunni sem það skeður. Það væri verðugt verk- efni að koma hér á landi upp rann- sóknarstofu á þessu sviði. Samein- uðu þjóðirnar eru að koma upp 24 slíkum stöðvum víðs vegar um heim pg eru margar þeirra komnar upp, ísland ætti að næla sér í eina af þessum stöðvum. Ég lagði þetta til hérna _en það voru ekki aliir á sama máli. íslendingar eiga vel menntað fólk og lega landsins er þannig að umhverfismál í alþjóðlegum skiln- ingi væru vel sett hér. Það sem er að gerast í heiminum í dag er að hann er allur að verða einn markaður. Áður reyndu lönd að vernda sinn markað fyrir hinum, nú er þetta allt að opnast. Við það skapast önnur skilyrði. Land eins og Island verður að búa sig undir þá framtíð. Það er ekki hægt að steypa ostakúiu yfir ísland eins og lagt var til fyrir áratugum þegar átti að banna hér erlendar sjón- varpsdagskrár. Það er engin leið önnur fær en opna sig fyrir um- heiminum. Það dugar engin afdala- mennska. ísiendingar ættu að eiga góða möguleika, þeir eru framtaks- amir, vinnuharðir og duglegir. Það er þýðingarmikið að Islendingar átti sig á að þeir eru Evrópumenn og gangi í Evrópusambandið, þar eiga þeir heima. Þeir þurfa að verða hluti af þeirri heild í framtíðinni." Nöfn þrettán íslenskra pílagríma Að sögn Baldurs er ísland mun þekktara i Sviss í dag en það var þegar hann kom_ þangað fyrst fyrir fjörutíu árum. „í leikfimiklúbbnum mínum um daginn barst í tal að ég væri að fara til Islands, þá sagði stúlka sem vinnur þar: „Já, þar er Bláa lónið.“ Það þekktu fáir deili á ísiandi þegar ég kom til Sviss fyrir 40 árum, það er mun þekktara í dag, það gerir auðvitað sjónvarpið og reyndar fleira," segir Baldur. „Það eru ekki margir íslendingar í Sviss í dag en þó miklu fleiri en áður fyrr. Þar eru starfandi a.m.k. tvö íslendingafélög, ég er reyndar í stjórn annars þeirra. I því eru 180 manns og við hittumst fjórum til flmm sinnum á ári. Frægasta för á þessar slóðir og eftirminnilegasta áttu þó þrettán íslendingar sem á tólftu öld lögðu þangað leið sína af óljósum orsökum og skrifuðu nöfn sín í gestabók í Reichenauer klaustrið sem stendur á skaga sem gengur út í Bodensee-vatnið, svæði sem nú er rétt innan við landa- mæri Þýskalands. Munkinum sem hélt gestabók Reichenauer klaust- ursins þegar íslendingana bar þar að garði þótti för þeirra svo merki- leg að hann skrifaði við nöfn þeirra að þeir væru frá íslandi, en þjóðem- is er ekki getið við nein önnur nöfn í bókinni. Jón Sigurðsson forseti var fyrstur íslenskra manna til þess að vekja athygli á þessum nafnaskrif- um og taldi þá suðurgöngumenn, þ.e. pílagríma á leið til Rómar til að fá aflausn synda sinna hjá páfa. Finnur "Jónsson prófessor í Dan- mörku vildi halda því fram að þetta fólk væri hið sama og sagt er frá í Sturlungu og bendir á að tvö nöfn- in komi heima og saman við þá frásögn. Þetta er ekki hægt að sanna, en ef rétt er, þýðir það að fólkið var þarna á ferð um 1177. Hvað þetta fólk var að vilja í Reiche- nauer kiaustrinu er hins vegar óljóst. Tvær leiðir voru til Rómar sem pílagrímar fóru og er klaustrið mitt á milli þeirra og vægst sagt úrleiðis að koma þar við.“ Baldur hefur orðið svo frægur að fá að handleika þessa fornu gestabók Reichenauer klaustursins og fékk mynd af íslensku nöfnun- um. „Verbriiderungsbuch var hald- in í Reichenauer klaustrinu, sem enn stendur, frá 820 og fram á ijórtándu öld, þegar klaustrið leið undir lok sem slíkt,“ segir Baldur. „Ég fékk með eftirgangsmunum að handleika þessa frægu bók á safni í Zurich fyrir fáum árum. Þijátíu og átta þúsund nöfn eru í bókinni og eru íslensku nöfnin framarlega í henni. Ég var hrærður þegar ég hélt á bókinni og horfði á þessi þrettán nöfn.“ Baldur segir að honum hafi aldr- ei leiðst í Sviss. „Ég var frá upp- hafi ákveðinn í að skoða heiminn og hef gert mikið af því eftir að Brown Boveri sameinaðist Asea. Á þess vegum hef ég farið út um all- an heim tii þess að fylgjast með og stjórna verkefnum í orkumálum. Ég er afar ánægður með starf mitt og er núna að sinna málum sem ég hef mjög mikinn áhuga á, sem eru orku- og umhverfismál. Ég þarf að ferðast mikið en ég hef gaman af ferðalögum. Ég ferðast yfirleitt einn af því að konan mín, sem er enskukennari, á sjaldnast heimangengt. Hún kom að vísu með mér til Kína fyrir skömmu og önnur af tveimur dætrum okkar. Þær eru orðnar uppkomnar stúlkur, sú eldri var að hefja störf nýlega sem leik- skólakennari.“ Baldur kveðast hafa komið sér vel fyrir í Sviss. „Ég er á ríflegum launum á islenskan mælikvat'ða. En launin hér eru iíka lág. Laun í Sviss eru talsvert hærri en hér. Dóttir mín, sem ég nefndi áðan að væri leikskólakennari, fær í bytjun- arlaun 300 þúsund krónur á mán- uði,“ segir Baldur. Hann kvaðst una hag sínum það vel í Sviss, þar eiga þau hjón gott hús í þorpi rétt hjá Zúrich. Hann kveðst aldrei hafa hugleitt að flytja til íslands. „Það kemut' ekki til greina," segir hann. „Mér þykir vænt um ísland og yat' mjög ánægður að fá tækifæri til að ferðast um landið nteð konu og dætrum fyrir nokkrum árum, þá sá ég marga staði hér í fyrsta sinn, enda hef ég ekki verið hér síðan ég var 19 ára, en að flytja hingað er ekki á dagskrá. Ég hef alltaf verið alþjóðlegur í hugsun. Ég vildi strax á bamsaldri komast út í hinn stóra heim og þar ætla ég að halda mig.“ Góður dagur 1VIÐEY Haustferð reykvískra sjdlfstæðis- manna laugardaginn 14. september. Mæting kl. 14. Taktu frá næsta laugardag og komdu með í skemmtilega dagsferð út í Viðey. Rétt fyrir ^ kl. 14 mætið pið í nýjum skóm (nestið sjáum við um) í Sundahöfn. Gönguferð og staðarskoðun. Ræðukeppni. 7Q Reiptog milli austur- og vesturbæjar. Ratleikur með sögulegu ívafi. Leikir og blöðrur fyrir bömin ogfarið á hestbak. gy Grillveislan byrjarkl. 17. Lambafillé (á diskinn þinn). \gyj Verðlaunaafhending. Varðeldur. Hópsöngur. Deginum lýkur með kraftmikilli og litríkri flugeldasýningu. Nú mæta afi og amma, krakkamir og allir þar á milli. Laugardaginn 14. september verður góður dagur í Viðey! VÖRÐUR - FULLTRUARAÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Verð: Fullorðnir 500 kr. Böm 200 kr. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.