Morgunblaðið - 08.09.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.09.1996, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRANDENDUR, bliki, kolla og ungi. Morgunblaðið/Jón Baldur Hlíðberg NYIR LANDNEMAR HREIÐRA UM SIG Það eru alltaf breytingar og sviptingar í líf ríkinu í kring um okkur. í augum fugla í ------------------------->---------------— fjarlægum löndum myndi Island eflaust telj- ast fremur afskekktur útkjálki, en engu að síður hafa ýmsar nýjar tegundir verið að þreifa fyrir sér með varp síðustu sumur. I sumar var engin breyting þar á, en þó ber þess að geta, að efst ber tvö ný nöfn. Það eru brandönd og barrfínka. Guðmundur Guðjónsson ræddi málið við Kristin Hauk Skarphéðinsson fuglafræðing hjá Náttúru- fræðistofnun og kom fram að báðar tegund- ir eiga möguleika á að ílendast hér á landi. Brandðnd er stór önd, nokk- uð stærri en stokkönd og lík henni á þann veg að hausinn er grænn. Af nokkru færi virðist fuglinn vera dökkur og hvitur, en við nánari eftirgrennslan er hausinn græn- svartur, svo og hálsinn. Bolurinn er hvítur með breiðri rauðbrúnni rönd um frambolinn og dökkri rák eftir miðjum kviðnum. Nefið er rautt og á blikanum er nokkuð áberandi hnúður ef menn komast í þannig færi við fuglinn. Brandönd hefur sést af og til hér á landi síðustu árin. Sumarið 1990 verpti par í fyrsta skipti i Eyjafirði og kom upp ungum og þótti tíðindum sæta. Það var aðeins forsmekkurinn að því sem í vænd- um var og hvernig sem á því stend- ur, hefur brandönd orpið reglulega frá árinu 1992 og komið upp ung- um. Ekki í Eyjafirði, heldur í Borg- arfirði. Fuglafræðingar gefa ekki upp nákvæmar staðsetningar við- kvæmra fuglategunda, enda hefur átroðningur oft spillt varpi, en brandönd er leirufugl og gefin fyr- ir árósa. Að sögn Kristins Hauks er gott kjörlendi fyrir tegundina í Borgarfirði og vestur allar Mýrar. „Þessi tegund gæti vel náð fótfestu hérna og það styrkir landnám hennar nú, að brandönd er langlíf- ur fugl sem hefur frammi fastar hefðir m.a. hvað varðar varpstaði. Varpið hefur verið að mestu bund- ið við eitt par og hafa ungar kom- ist á Iegg. I sumar hefur hins vegar gengið betur en áður og margt bendir til að tvö pör hafi komið 12-14 ungum á legg. Menn sáu allt að 20 fugla á þessum slóðum síðsumars. Það tekur tíma að byggja upp stofn, en þessi virðist eiga von,“ segir Kristinn Haukur. Barrfinka gæti ílenst Barrfinka verpti á íslandi þriðja sumarið í röð og í sumar var vitað um þijá varpstaði, alla í Skógrækt- um á Suðurlandi. Barrfinka er lík og skyld auðnutittljngi, sem er rótgróinn varpfugl á Islandi. Barrf- inku er kannski best lýst þannig að hún líkist gulleitum auðnutittl- ingi. Barrfinka, eins og frænka hennar fjallafinkanj sem einnig hefur orpið alloft á íslandi síðustu Morgunblaðið/Jóhann Óli BARRFINKA í skógrækt á Suðurlandi í sumar. ár, sækir í auknum mæli hingað með vaxandi skógrækt. Hreiður hennar eru í barrskógarlundum og fuglinn lifir á jurtafæði sem fylgir þess háttar tijágróðri. Barrfinkan kom upp ungum í sumar og Kristinn Haukur telur flest vera fyrir hendi á íslandi til að fulginn geti ílenst sem árviss varpfugl. „Það er þó öðru vísi með svona smáfugla eða brandönd; finkur eru skammlífar og ná því ekki sömu fastmótuðu varphefð- inni. Varp þeirra er því mun við- kvæmara. Dæmi er fjallafinkan sem verpti árvisst í nokkuð mörg ár, en virðist hafa dottið upp fyrir í sumar. Að vísu eru ekki öll kurl komin til grafar, en málið er að það má ekkert út af bregða," segir Kristinn. Landsvala, gráþröstur, svart- þröstur og helsingi Landsvala hefur oft orpið hér á landi og einhver dæmi eru til að hún hafi komið upp ungum. Land- Morgunblaðið/Jóhann Óli GRÁÞRASTARHREIÐRIÐ í Skagafirði. Morgunblaðið/Jóhann Óli GRÁSPÖRVARI Öræfasveit. í svalan hefur hins vegar ákveðna sérstöðu sem gerir henni erfitt um vik við landnámið. Hún lifir alfarið á skordýrum sem hún veiðir á flugi og til þess að vel eigi að ganga hjá henni þarf hlýtt og fremur þurrt sumar með miklu skordýra- lífi. Það fékk hún í stórum dráttum og að sögn Kristins Hauks var vit- að um fimm varpstaði á sunnan- verðu landinu, allt frá Snæfellsnesi austur í Skaftafellssýslur. „Ekki er vitað til að landsvala hafi reynt varp jafn oft á einu sumri og nú og við vitum að ungar komust upp úr þremur hreiðrum. Það voru hlý- indi, hlýjar nætur og þannig hag- stæðari aðstæður en oft áður,“ segir Kristinn Haukur. Svartþröstur hefur verpt árlega í skógræktinni í Fossvogi síðustu ár og vitað var um tvö hreiður í sumar. „Það virðist eitthvað vera að. Það er einn karlfugl þarna sem öllu ræður, en það leikur grunur á því að hann sé ófijór, því engir ungar klöktust í hreiðrunum tveim- ur. Það virðist þurfa nýtt blóð þarna og þetta er raunar gott dæmi um hversu viðkvæmt svona varp getur verið,“ segir fuglafræð- ingurinn um fallvaltleika svart- þrastavarpsins. Og sömu sögu er að segja um gráþröstinn, sem reynt hefur varp all oft og gerði svo enn í sumar, í Skagafirði, með góðum árangri. Verpti sama parið tvívegis og kom upp ungum í bæði skiptin, þó svo að annar fullorðni fuglinn hafi drepist mitt í síðara ungauppeld- inu. Vantar herslumun að þeir frændur gráþröstur og svartþröst- ur nái almennilegri fótfestu. Sama er að segja um helsingj- ann. Lengi hafa nokkur pör orpið í Breiðafjarðareyjum, en að sögn Kristins Hauks er það varp nú úr sögunni, í bili a.m.k. Þess í stað eru nokkur helsingjapör farin að verpa í Öræfasveit, á „skrítnum stað“ eins og Kristinn Haukur orð- ar það. Mikill fjöldi helsingja fer hér um vor og haust til íshafs- svæða fyrir vestan ísland. Nokkrir fuglar fara ekki lengra, en þetta er afar lítil! stofn, aðeins 2-3 hreið- ur miðað við þann ungafjölda sem sést hefur. Með þessum litla hópi getum við einnig nefnt lítinn kappa sem heit- ir gráspör. Fyrir mörgum árum verptu þessir fuglar bæði í Reykja- vík og Vestmannaeyjum, en það varp leið undir lok. Síðustu tíu árin hafa þeir hins vegar orpið á einum stað í Öræfasveit. Þar eru nokkur hreiður á hveiju sumri og eitthvað kemst jafnan upp af ung- um. Hins vegar er umhverfið utan varpsvæðisins óvinveitt og þessi litli stofn hefur ekki fært út kvíarn- ar. Nokkrir til viðbótar... Svo eru nokkrar tegundir sem hafa reynt varp síðustu árin, en ekki er vitað til að hafi fylgt því eftir með varpi í sumar. Má nefna fjöruspóana á Sléttu, krossnefinn í Fljótshlíð, vepju og fjallafinku, að ógleymdri hrókönd, sem hefur orpið hér nokkrum sinnum síðustu sumur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.