Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 22

Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 22
22 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VINDAR og ský leika um Shisha Pangma, jakuxar í forgrunni. SHERPAR halda leiðangursmönnum bæna- og blessunarstund í grunnbúðum, Shisha Pangma i bakgrunni. uppií Tíbet Nú var að því komið að Ari Trausti Guð- mundsson og félagar hans hugðust leggja til atlögu við tindinn Shisha Pangma. í síð- arí frásögn af leiðangrinum segir frá því hvemig til tókst. JÖKULFALL á Shisha Pangma, fyrir neðan Búðir 1, í um 6.000 metra hæð. RÚMRI viku eftir að ég fór að heiman virti ég Shisha Pangma, 13. hæsta fjall jarðar, fyrir mér af Lal- ung Leh og undraðist um framhald- ið. Seint um síðir sama dag höfðum við skrönglast á lítill rútu með bíla- lestinni eins langt og unnt er. í 5.000 metra hæð, allfjarri tveimur smá- byggðum Tíbeta, unnum við í óða önn við að reisa tjöld til tveggja nátta. Kínverski tengillinn okkar (og tilsjónarmaður) bauð mér vindling og við skröfuðum saman á ensku. Hann var háskólanemi í ensku og dauðfeginn að þurfa ekki að halda áfram með okkur. Fyrir honum lá að bíða þama vikum saman og sjá um að leiðangur okkar gengi upp á bakaleiðinni og eins ef eitthvað kæmi uppá; og sjá um brottför sló- vensks leiðangurs sem stefndi að búðunum og annars þýsks sem var enn uppi við Shisha Pangma. Dapurlegar fréttir Slóvenarnir birtust og bjuggust daginn eftir til ferðar áfram. Frétt- um við strax að þeir höfðu týnt manni. Tveir náðu tindinum en ann- ar þeirra hafði orðið viðskila við félaga sinn á niðurleið og aldrei sést aftur. Við fundum skíði hans síðar hátt i fjallinu. Fréttirnar minntu mann óþægilega á að há- fjallamennska er hættulegri en mörg önnur íþróttin. Sólin bakaði okkur daginn eftir og litskrúðugt en auðnarlegt lands- lagið var þögult. Við nýttum tímann tirundirbúnings og stuttra göngu- ferða til að flýta hæðaraðlöguninni. í suðri risu fimm tindar og einn sýnu mestur, óskaplega hár þótt fjarlægðin teldist 40 kílómetrar. Síðdegis lagði ólman hvítan sveip af fjallinu í byljandi roki sem sendi anga sína til okkar. Það var kalt þegar kvöldaði og næturfrost. BÚÐIR 1, i um 6500 m hæð. Af jakuxum og Tíbetum Bjölluómur tilkynnti komu langr- ar lestar manna, síðhærðra jakuxa og nokkurra hesta. Þetta voru 65 burðardýr og 20-30 karlar og 2 konur úr byggðinni sem fékk okkar hóp í „úthlutun“. Farangrinum var deilt í 30 kg byrðar og fóru tvær á hvern uxa. Þeir voru skapillir og styggir og gekk brösulega að koma göngulestinni af stað. Um síðir lögðum við öll í 25 km áfanga, yfir blásin holt og jökulurðir, meðfram stríðri jökulá; yfir hana á snjóbrúm uns komið var að mosagróinni sléttu undir fjallshlíð skömmu fyrir myrk- ur._ A leiðinni jókst vindurinn hægt og bítandi og við böksuðum áframj stundum hálfblinduð af sandfoki. I náttstað reistu Tíbetarnir sín ein- földu tjöld og brátt kraumaði hirsi- grautur á taðeldi og heitt te með römmu jakuxasmjöri útá rann í bolla. Þeir buðu okkur ekki aðeins te heldur og alls konar varning sem þeir drógu upp úr pússi sínu; skart- gripi, vefnað, tól ýmis konar og fleira. Þetta var til sölu, helst fyrir doljara. í tjaldbúðunum þetta kvöld tók ég af mér mælitölvuna Dagrúnu sem ég bar og skráði mitt líkam- lega ástand, hitastigið úti, húðhita, líkamshita og hæð yfir sjó. Búið var að fylgjast með fyrstu sex dög- um hæðaraðlögunarinnar og þeir yrðu vísast til ánægðir með gögnin hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskól- ans, hjá framleiðandanum (Hugr- únu) og framleiðendur íslensku skjólfatanna (MAX) sem ég klædd- ist allan tímann og reyndust frá- bærlega vel. „Enginn höfuðverkur, engin ógleði og töluvert púst eftir,“ hugs- aði ég undir svefninn þetta kvöld. Heimili í auðninni í níu km fjarlægð frá rótum Shisha Pangma risu grunnbúðirnar, í 5.700 m hæð. Eldhústjald, geymslutjald, messatjald og fimmt- án lítil kúltjöld urðu heimili okkar í grunnri og nánast gróðurlausri kvos milli hlíðar og jökulgarðs. Leir- ugt jökulvatn úr polli á skriðjökli fjallsins fór til matar og þvotta og næturnar voru kaldar, 10-15 stiga frost. Sæmilega hlýtt var yfir dag- inn þær tvær vikur sem í hönd fóru og nýttust til að selflytja mikinn farangur og byggja upp þrennar búðir (6.500 m, 7.000 m og 7.450 m) á jöklum Shisha Pangma, auk alls klifurbúnaðarins og svo línanna sem leggja þurfti út í bröttustu og sprungnustu hlutum leiðarinnar. Heimili okkar í jaðri skriðjökulsins var ekki þægilegt en Laqba, kokkur- inn okkar, gerði allt sem hann gat til að blanda evrópskum tiktúrum í sína nepölsku matargerð. Hálfri bjórflösku var úthlutað á haus annan hvern dag, væru menn í grunnbúð- um, og gervihnattasími gerði okkur kleift að hringja beint heim eins og hver annar ET. Veðrið var got dag eftir dag og nú reið á að vinna verkin hratt og vel. Grunnbúðimar voru nefnilega of hátt uppi til þess að menn næðu að byggja sig verulega upp eða endurnýja kraftana almennilega eftir átök. Minn hópur vann vel saman, þrettán karlmenn á aldrin- um 26 til 50 ára og tvær konur, önnur þrítug, hin 47 ára. Baskarnir voru að reyna í annað sinn við fjall- ið og hinir litlu hóparnir unnu sjálf- stætt eins og þeir. Puð og skemmtun Leiðin frá grunnbúðum upp að rótum Shisha Pangma reyndist ógreiðfær; lá ýmist í stórgrýti eða á sleipum jökli. Yfir hádaginn var hitinn illa bærilegur í snjóhvilftum en við þurftum bæði að fara þvert yfir allúfinn skriðjökulinn og klífa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.