Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 23

Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SIJNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 23 ÚTSÝNI norður yfir skriðjökul Shisha Pangma og hásléttur Tíbets, rétt neðan við Búðir 1 um 400 metra bratta brekku með sprungum í til þess finna Búðum 1 öruggan stað. Sumir notuðu skíði. Sherparnir báru 40-50 kg í ferð, við hin 15-20 kg, þar með talinn þurrmat og viðlegubúnað. Ég fór tvær ferðir i Búðir 1, hægfara og stundum miður haldinn af hita sem vetrarferðabangsi frá íslandi átti vont með að venjast. Útsýnið norður yfír Tíbet var maka- laust og til hliðar við okkur hengu ferleg ísabrot þar sem skyndileg hrun ýmist vöktu okkur að nóttu eða hrylltu okkur að degi til. Við sáum upp á háeggjar fjallsins en hátindinn ekki. Þessar 10-12 tíma ferðir, sú seinni með svefnnótt i Búðum 1, tóku toll af okkur öllum. Enn einn ferðafélagi snéri heim, veikur. í þriðju ferðinni var ég með þeim síðustu upp í Búðir 1 og fékk að kenna á fyrstu óveðurshryðjunum sem áttu eftir að hrella okkur. Veðr- ið þennan dag snérist úr sól og logni í stífan vind með vaxandi frosti og ísnálahríð. Broddarnir mínir og önn- ur ísöxin voru í tjaldbúðunum og ég átti í æ meiri erfiðleikum með að fóta mig og þumlungast einn á móti vindinum. Sem betur fer var ég með talstöð og gat beðið um aðstoð að ofan og að komið væri með fótajárnin. Þeir hjálpuðu mér félagarnir og um kvöldið var nota- legt að ná upp hitanum, þiggja perusnafs og blaðra um fjöll og firn- indi í upphituðu tjaldi, umluktu skafbylshryðjum. Sumir ná og sumir ekki Tveir Þjóðveijar úr leiðangri sem hafðist við neðan við okkar grunn- búðir, tókst að klífa fjallið úr Búðum 2, meðan við vorum að koma okkar tjaldborg þar á laggirnar. Og út úr hópnum mínum tók sig Anton Buhl, sem hafði hitt okkur i Zangmu eftir að hafa klifið Cho Oyu (8203 m), þá fyrir rúmri viku. Anton náði á tind Shisha Pangma á 19 stundum úr Búðum 2 og til- baka í ódælu veðri. Orþreyttur, al- einn og kalinn á hendi vann hann einstætt afrek, nýorðinn sextugur. Þann 3. júni var svo komið að mér og nokkrum öðrum að elta hinn hluta leiðangursins í Búðir 2, neðan úr grunnbúðum. Nú átti að leggja til atlögu við tindinn. Óróleikinn í veðrinu hafði vakið athygli okkar fyrir nokkrum dögum og skýja- klakkarnir urðu æ gustmeiri á fjall- inu. Monsúninn (hvass hafrænn vindur) er venjulega brostinn á um og upp úr miðjum júní. Mér fannst ég afturþungur og þreyttur á leiðinni í Búðir 1 og nóttin þar uppi leið þunglega en áhyggjurnar af veðrinu yfirskyggðu þó einhvetjar búksorgir. Tjaldið hristist og skalf og dynurinn í vind- inum og tjalddúknum gerði að verk- um að menn kölluðust á inni við. Daginn eftir virtist veðrið mun skaplegra og við öxluðum bakpoka og bundumst í línur. Búið var að stika leiðina í Búðir 2 með litlum flöggum. Á þau reyndi nú heldur betur því veðrið versnaði hratt og fyrr en varði erfiðuðum við, tvö línu- gengi, i harla raunverulegri eftirlík- ingu af norðlenskri stórhríð upp jökulbrekkur og yfir sprungusvæði, sem betur fer með vindinn nánast í bakið. Sífellt syrti að og að lokum fannst okkur óráð að halda áfram enda engin flögg lengur sýnileg. Við gátum sagt frá ákvörðun okkar um að snúa við, líklega rétt hjá Búðum 2, til þeirra þar og nú varð að bijótast gegn veðrinu til baka, Litlu munaði að annað línugengið viltist en að tjöldunum náðum við. Eftir stuttan stans ákváðum við að flýja niður í grunnbúðir væri þess kostur. Þar mætti hvílast og ef til vill ná einhveija orku í aðra atlögu frekar en að bíða betra veð- urs í óvissunni uppi í fjalli. Monsún- inn var greinilega snemma á ferð- inni. Eftir uppi urðu þau í Búðum 2 en Baskarnir og Svisslendingarn- ir í Búðum 1. Ég átti lítið eftir er ég staulaðist fetið inn í grunnbúðir og fékk yndis- legt hunangste hjá Laqba og Tíbet- unum tveimur sem aðstoðuðu hann. Tala Tsering, vatnsberinn okkar, faðmaði mig og benti framan í mig. Spegill í tjaldinu sýndi bólgið og veðurbitið andlit sem ég þekkti varla sjálfur. Að vera eða vera ekki Óveðrið sem geisaði á Shisha Pangma næstu daga gerði út um árangur leiðangursins. Enginn komst fet og það dró hægt af fólk- inu í Búðum 2 í um 7.000 metra hæð, eftir allt að fimm daga vist þar. Leiðangursstjórinn og þrír sherpar gerðu þó hetjulega tilraun þaðan til þess að klífa tindinn og sækja óreist tjöld í Búðir 3 sama dag og aðrir héldu ofan fjallið. Þeir þurftu að fara klettaleið í stað leið- ar upp bratta jökulbrekku sem oft- ast er farin og gátu ekki fundið tjaldið tætta í Búðum 3, með líkun- um tveimur frá 1994, sem átti að reyna að ljósmynda vegna trygg- ingarmála. Ralf Dumovitsj, leiðang- ursstjórinn, náði að bijótast upp á hinn lægri fortind neðan við hæstu gnípu fjallsins meðan sherparnir tryggðu hann í línu a neðan. Þegar allir voru komnir heilir á húfi til grunnbúða var rætt um framhaldið. Veðrið var orðið mun bærilegra. Þrátt fyrir efasemdir var ljóst að tímaskortur og mikill nýr snjór í fjallinu heimilaði ekki fleiri tilraunir. Jakuxalestin átti að koma 10. júnij aðeins tveir dagar til stefnu. Ákvörðunin var öllum erfið og eftirsjáin eftir sigurstund var dálítið þungbær fyrst í stað. En fjallamenn ganga ávallt til leiks með þann grun að oft ráða ytri aðstæður meiru um vegferðina en þeir sjálfir. Skynsemin ákvarðar oftar en ekki mörkin á milli þess að vera eða vera ekki. Mikil veisla var undirbúin. Fjórar kampavínsflöskur fundust, ég dró fram vindlana sem ég hafði stund- um púað, og fulltrúar þjóðanna eld- uðu sérrétti; Baskarnir auðvitað paellu, einn Þjóðverjinn, kartöflu- salat, Svisslendingarnir rösti, Aust- urríkismaðurinn kaiserschmarn, og íslendingurinn vel sætan uppstúf. Sherparnir og Tíbetarnir tveir blönduðust hópnum og sami inni- leikinn og ríkti við blessunarathöfn- ina sem fór fram við upphaf fyrstu ferðar á fjallið gerði menn bæði meyra og brosmilda. Við gengum ríflega 30 km með jakuxalestinni í einum áfanga þang- að sem bílarnir biðu; ég 11 kg létt- ari en við upphaf ferðar og með gögn úr enn einum tölvuburðinum í fjallinu í farteskinu. Shisha Pangma hreykti sér fyrir aftan okk- ur og það var ekki fyrr en ég stóð í sömu viknagömlu sporunum og áður í Lalung Leh-skarðinu að ég áttaði mig á ævintýrinu. Nei, ég hafði ekki náð alla Ieið en upplifun- in hafði verið sterk og lærdómsrík; stundum erfið, stundum skemmti- leg. Ég smellti mynd af fjallinu „mínu“, hálfu á kafi í vindnúinni skýjahulu og kvaddi ekki bara það í huganum heldur líka Tíbet og ævintýrið. Þakkir til stuðningsaðila: Hugrún, Eimskip, MAX, Líffræðistofnun HÍmcð tilstyrk Landsbankans, Seglagerðin Ægir, Pharmaco, GYM80, Safalinn, Glófinn, Snorri Hjaltason, Bakarí Friðriks Haraldssonar og Morgunblaðid. 1996 mngumai Málaskólinn MÍMIR - 10 vikur - 20 kennslustundir - Kennslustaðir: Grensásvegur 16a og Öldugata 23. Fyrstu | námskeið hefjast 18. sept. Enska Celene Olgeirsson Jacqui Foskett Peter Chadwick Priscilla Bjarnason Robert S. Robertson ítalska PaoloTurchi Gríska PaoloTurchi Franska Ann Sigurjónsson Ingunn Garðarsdóttir Jacques Melot Finnska Tuomas Jarvela Danska Magdalena Ólafsdóttir Sænska Adolf H. Petersen Kínverska 5 Guan Dong Qing i Þýska Bernd Hammerschmidt Reiner Santuar Spænska Carmen Ortuno Elisabeth Saguar Hilda Torres íslenska fyrir útlendinga jnga Karlsdóttir Dagnámskeið 8 vikur, 16 kennslust. Fyrstu námskeið hefjast 1. okt. Enska Priscilla Bjarnason Þýska ReinerSantuar Spænska Elisabeth Saguar (/> H * *4 Menning - lónilsl - lelkiist yM Sagnirfrá Grænlandi og Vínlandi Jón Böðvarsson Njáluferð Jón Böðvarsson írland - land og þjóð Sigmar B. Hauksson Frakkland - matur og vín Sigmar B. Hauksson Spánn - saga, listir, menning Júlíus Hjörleifsson Óperukynning í samstarfi við íslensku óperuna Garðar Cortes Bragfræði og vísnagerð Anton Helgi Jónsson Ljóðagerð Anton Helgi Jónsson Leiklist Pétur Einarsson Skapandi skrif Ingólfur Margeirsson Tómstundagítar Ólafur Gaukur I . Mynfllist Barna- og unglinganámskeið Saumar - prjón - hattagerð Starfsmenntaskólínn Malreiðsla Tómslundir Sfmi: 588 72 22 / 588 2299 Fax: 533 1819

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.