Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ „Við reynum að viðhafa vönduð vinnubrögð og af- henda vöruna á réttum tíma en ég hef aldrei haldið því f ram að við værum ódýrastir. Enda er það svo að ef menn vilja vandaða hluti þá kaupa þeir ekki það ódýrasta." Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir GUÐMUNDUR Guðmundsson framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar hf. á Sauðárkróki á byggingarstað. VONDUÐ VINNA Eftir Helgo Bjarnason TRÉSMIÐJAN Borg hf. á Sauðárkróki er um- svifamikil á Sauðár- króki og er með verkefni um allt land, bæði í hefðbundinni í byggingaverktöku og innrétt- ingasmíði. Trésmiðjan hefur siglt í gegn um óldurót byggingariðn- aðarins enda hefur hún það orð á sér fyrir að skila vandaðri vinnu. Nú hefur fyrirtækið opnað eigin söludeild fyrir innréttingar í Reykjavík. í eigu starfsmanna Trésmiðjan Borg hf. var stofn- uð af þremur smiðum árið 1963. Eignarhaldið hefur breyst nokk- uð, aðallega með því að starfs- menn hafa keypt sig inn. Núver- andi framkvæmdastjóri, Guð- mundur Guðmundsson, var meðal nokkurra ungra smiða sem gerð- ust hluthafar árið 1971. Hlut- hafahópurinn hefur ekki breyst síðan. Eigendur félagsins eru átta smiðir og þar af vinna sex enn hjá því. Guðmundur segir að það sé ákveðin list að stjórna fyrirtæki sem hópur starfsmanna eigi. „Við höfum það sem reglu að taka allar stærri ákvarðanir saman, ekki bara stjórnin heldur allir eigend- urnir og það hefur gefist vel," segir hann. Fjölbreytt starfsemi „í upphafi byggðist starfsemin mest á verkstæðisvinnu. Síðan fórum við einnig út í verktaka- vinnu og viðgerðir á gömlum hús- um. Reksturinn byggist á þessum þremur meginþáttum og er verk- stæðisvinnan venjulega stærsti hlutinn," segir Guðmundur. Trésmiðjan hefur unnið við mörg stórverk, á Sauðárkróki og víðar um landið. Það byggði Stein- ullarverksmiðjuna, bóknámshús, verknámshús og heimavist Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og endurbyggði Hóladómkirkju, fflvttmuiir A SUNNUDEGI ? Guðmundur Guðmundsson er fæddur á Skagaströnd 23. desember 1949 og er því 46 ára gamall. Hann flutti til Sauðárkróks 16 ára að aldri, lærði húsasmíði og fór síðan í Meistaraskólann í Reykjavík. Hann byrjaði að vinna hjá Trésmiðjunni Borg hf. 1970, fyrst sem verkstjóri, varð einn af eigendum árið eftir og hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins frá 1980. Guðmundur er kvæntur Sigurlaugu Magnúsdóttur gjaldkera í Búnaðarbankanum og eiga þau þrjú börn. IMHanHBHKKl ¦ ¦____m\ Ikm 'niiiiÉr'rT*'" M"l*"i'il" Æa w ^^z^^r^'''i- i/x/Á/y m**r^z&trC7l Yi Xxi /\\i/ \\l/ W/— 'Wr.— ¦ '•' 'ii"'' '-•.............''" ¦ PPmi fc-W- **Lm___\ Mj |5*-"* \M B8p|* i» M 1 iQlfil.JJ»Í i EINN starfsmanna sem vinnur við viðbyggingu iþróttahússins á Sauðárkróki með smá sýningu fyrir vinnufélagana. svo eitthvað sé nefnt. Það hefur smíðað innréttingar í Ráðhús Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Þjóðarbókhlöðuna og fjölda skóla á höfuðborgarsvæðinu og nú síð- ast í Dómshús Hæstaréttar. Trésmiðjan Borg hf. hefur lifað af miklar sveiflur í byggingariðn- aði. Guðmundur segir að rekstur byggingafyrirtækis sé ákaflega erfiður. Hann sé svo sveiflukennd- ur því engin föst framleiðsla sé til að vinna að. Því sé erfitt sé að gera áætlanir fram í tímann. „Það hefur hjálpað okkur hvað fyrirtæk- ið er með fjölbreytta starfsemi á þessu sviði. Höfum við getað breytt áherslum eftir markaðs- ástandinu hverju sinni. En auðvit- að höfum við ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem gengið hafa yfir þjóðfélagið og tapað á verkum eins og aðrir," segir Guð- mundur. Hann bætir því við að ávallt hafi verið reynt að byrja á réttum enda. Ekki hafi verið byrjað á því að kaupa stórar og afkastamiklar vélar heldur byrjað að smíða með þeim tækjum sem til hafa verið til að sjá hvernig framleiðslan þró- aðist. Vélarnar hafi síðan verið keyptar eftir þörfinni. Tvö stórverk í gangi Verkefnastaðan hjá Trésmiðj- unni Borg er ágæt eins og er. Fyrirtækið er að ljúka endurgerð gamla skólahússins á Hólum í Hjaltadal og vinnur nú að viðbygg- ingum við íþróttahúsið á Sauðár- króki og útibú Búnaðarbankans. Að þessum tveimur stórverkum vinnur félagið í samvinnu við ann- an verktaka á Króknum, Friðrik Jónsson ehf., undir nafni sameig- inlegs fyrirtækis þeirra, Óstaks hf. Þá segir Guðmundur að mikil eftirspurn sé eftir innréttingum, segir að svo virðist sem fólk hafi meiri trú á framtíðina en undan- farin ár. Starfsmenn eru nú um 40, þar af 30 faglærðir. Er þetta óvenju margt fólk því venjulega vinna 25-30 hjá fyrirtækinu. Opna oigiii söludeild Trésmiðjan hefur haft samvinnu við Egil Árnason hf. í Reykjavík um framleiðslu staðlaðra innrétt- inga undi.r vörumerkinu Kvartett. Arkitektarnir Guðbjörg Magnús- dóttir og Sigurður Hallgrímsson hönnuðu innréttingarnar fyrir tveimur árum fyrir Egil Árnason sem hefur annast söluna. Guð- mundur segir að Kvartett-innrétt- ingarnar hafi selst ágætlega. Þær eru vandaðar og þar af leiðandi í dýrari hluta markaðarins sem Guðmundur segir að sé ekki mjög stór. Trésmiðjan Borg hefur nú keypt vörumerkið og opnaði eigin söludeild í húsnæði Egils Árna- sonar hf. í Armúla 8-10 nú um mánaðamótin. Þar er Kvartett nú til sólu ásamt ódýrari gerð inn- réttinga sem Trésmiðjan hefur framleitt í mörg ár undir vöru- merkinu T-Borg. „Egill Árnason vildi hætta með innréttingarnar, fannst þær ekki passa inn í sína starfsemi lengur. Við höfðum aft- ur á móti áhuga á að eignast framleiðsluréttinn og vildum reyna þetta sjálfir, frekar en að láta framleiðsluna falla niður," segir Guðmundur. Vönduð vinnubrögð Guðmundur segir að innrétt- ingamarkaðurinn sé harður. En þó gríðarlega mikið sé flutt inn þá sé enn töluvert framleitt í land- inu. „Það erfiðasta við þessa fram- leiðslu er að það er hvergi neina aðstoð að fá til að koma svona hlutum af stað. Það kostar tugi milljóna króna að láta hanna inn- réttingar, hefja framleiðslu og koma þeim á markað. Það er varla á færi einstakra fyrirtækja að gera það. Mér finnst að það þurfi að styðja slíkt framtak, ef við vilj- um að eitthvað verði framleitt áfram í landinu," segir Guðmund- ur. Trésmiðjan er töluvert í sér- smíði innréttinga, ekki síst þar sem óskað er eftir vönduðum inn- réttingum. Verkin hefur Borg fengið eftir útboð og einnig er töluvert um að verkkaupar sem hafa trú á fyrirtækinu leiti beint til þess. „Við reynum að viðhafa vönduð vinnubrögð og afhenda vöruna á réttum tíma én ég hef aldrei haldið því fram að við vær- um ódýrastir. Enda er það svo að ef menn vilja vandaða hluti þá kaupa þeir ekki það ódýrasta," segir Guðmundur. Hann segir að frammistaða fyrirtækisins spyrj- ist út og það skapi aukin verk- efni, ekki sé völ á betri auglýs- ingu. Þokkalega bjartsýnn Guðmundur er þokkalega bjart- sýnn. Segir þó erfitt að sjá langt fram í tímann í þessari atvinnu- grein. „Miðað við ástandið í þjóðfé- laginu og verðlagsþróun er ég alls ekki svartsýnn á framtíðina. En það byggist mikið á því að ekki verði hleypt af stað enn einni verð- bólguskriðunni, heldur verði byggt upp hægt og rólega," segir Guð- mundur Guðmundsson. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.