Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir kvikmyndina Jerúsalem í leikstjórn danska leikstjórans Bille August, sem viðstaddur var heimsfrumsýningu myndarinnar hér á landi. Jerúsalem byggir á samnefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf og með aðalhlutverk í myndinni fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow og bandaríska leikkonan Olympia Dukakis. É -^^*% »;*W^:' ^^BbIí "1 1 1 \f 11 H 1 \ 4 1 k BRÓÐURPARTUR íbúa sveitarfélagsins flyst búferlum til Jerúsalem þar sem fólkið sest að í bandarískri trúarnýlendu. Klassísk ástarsaga HIN heittrúaða Gertrud slæst í för með Hellgum til Landsins helga eftir að elskhugi hennar hefur snúið við henni baki. JERÚSALEM er epísk ástarsaga sem gerist rétt fyrir aldamótin síðustu í litlu trúuðu samfélagi í norðurhluta Svíþjóðar. Gertrud (Maria Bonnevie) og Ingmar (Ulf Friberg) eru ástfangin upp fyrir haus. Allir standa í þeirri meiningu að þau hafí verið sköpuð hvort fyr- ir annað, og reiknað er með því að Ingmar taki við ættaróðali fjölskyld- unnar og verði leiðtoginn í sveitarfé- laginu. En hamingjusól skötuhjú- anna tekur að hníga þegar skyndi- lega skýtur upp kollinum sannfær- andi predikari, Hellgum (Sven-Bert- il Taube), en hann heitir frelsun öllum þeim sem fylgja honum til landsins helga. Eldri systir Ing- mars, Karin (Pernilla August), læt- ur freistast af fagurgala predikar- ans og selur bóndanum Persson (Anders Nyström) allar eignir fjöl- skyldunnar. Hinn örvinglaði Ingmar teícur þá ákvörðun sem honum þyk- ir óumflýjanleg. Hann yfirgefur Gertrud og gengur að eiga dóttur Perssons, Barbro (Lena Endre) í því skyni að bjarga búgarði fjöl- skyldunnar. í örvæntingu sinni slæst Gertrud í för með Hellgum GERTRUD (Maria Bonne- vie), Ingmar (Ulf Friberg) og Barbro (Lena Endre), sem Ingmar ákveður að kvænast eftir að faðir henn- ar hefur eignast ættaróðal- ið sem hann átti að taka við. ásamt bróðurparti íbúa sveitarfé- lagsins og flyst búferlum til Jerúsai- em, en þar sest fólkið að í banda- rískri trúamýlendu. Umskiptin eru veruleg þar sem nýlendan er í miðri eyðimörk og siðir innfæddra an- kannalegir. Ferðalangarnir eiga erf- itt með að fóta sig í nýju umhverfi og Barbro, sem gerir sér ljóst hvaða þjáningar Ingmar þarf að líða, hvet- ur hann til að halda á eftir Gertrud til Jerúsalem og koma með hana heim á nýjan leik, en margir ástvin- ir ferðalanganna leggja á sig langt ferðalag til að fá þá heim. Jerúsalem er gerð eftir skáldsögu sænsku skáldkonunnar Selmu Lag- erlöf sem fæddist 1858 oglést 1940. Rætur hennar lágu í rómantískri frásagnarhefð en þegar hún sneri sér að skriftum var raunsæið alls- ráðandi. Fyrsta skáldsaga hennar var Gösta Berlings saga, en með henni og Jerusalem I og II Iagði hún grunninn að alþjóðlegri frægð og vinsældum og hlaut hún Nóbels- verðlaunin íbókmenntum árið 1909. Hin 22 ára Maria Bonnevie er fædd í Noregi en stundar nú leik- listarnám í Scenskolan í Stokk- hólmi. Hún er nýjasta stjarnan í sænsku leiklistarlífi, en íslending- um ætti hún að vera kunn úr mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíta vík- ingnum. Ulf Friberg leikur í Jerú- salem sitt stærsta kvikmyndahlut- verk til þessa, en hann hefur leikið bæði í kvikmyndum og sjónvarpi, auk þess sem hann starfar hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í Jerúsalem. Meðal þeirra eru bandaríski óskarsverðlauna- hafinn Olympia Dukakis, sem leik- ur leiðtoga trúarnýlendunnar í Jerúsalem, Max von Sydow, sem leikið hefur í fjölda bandarískra og evrópska kvikmynda, en hann fór með stórt hlutverk í mynd Bille August, Pelle Erobreren. Þá leikur eiginkona leikstjórans, Pernilla August, stórt hlutverk í myndinni, en hún hefur verið í uppáhaldi hjá Ingmar Bergman. Aðrir þekktir leikarar eru Sven-Bertil Taube og þeir Reine Brynjolfsson og Jan Mybrand, sem báðir hafa leikið í kvikmyndum Colin Nutley. Einn þekktasti leikstjóri Norður- landanna DANSKI leikstjórinn, handrits- höfundurinn og kvikmyndatöku- maðurinn Bille August er fædd- ur árið 1948 og lagði hann í fyrstu fyrir sig auglýsingaljús- myndun. Eftir að hafa lokið námi við Danska kvikmynda- skólann árið 1971 starfaði hann í fyrstu sem kvikmyndatöku- maður við gerð myndarinnar Hemaat í nutt.cn (1977), en hann sneri sér síðan að leikstjórn og varð fljótlega einn helsti kvik- myndagerðarmaður Dana. Fyrsta myndin sem Bille leik- stýrði var Zappa (1983) og sló hún rækilega í gegn, og sömu sögu er að segja um næstu mynd hans, Tro, háb og kærlighed (1984), sem varð vinsælasta mynd allra tíma í Danmörku. Báðar þessar myndir voru gerð- ar eftir skáldsðgum rithöfundar- ins Bjarne Reuters. Heimsfrægð hlaut svo Bille August með myndinni Pelle Erobreren (1988), sem hann gerði eftir skáldsögu Martins Andersen Nexö, en sú mynd hlaut Gull- pálmann á k vikmy ndahát iðinni í Cannes og óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin. Næsta mynd sem Bille August leikstýrði var Den goda viljan (1992), sem gerð var eftir hand- riti Ingmars Bergman og byggði á endurminningum um foreldra hans. Myndin hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes, og jafnframt var Pernilla August, eiginkona Bill- es, valin besta Ieikkonan á há- tíðinni fyrir leik sinn í mynd- inni. Hafði það aðeins gerst einu sinni áður í 45 ára sögu kvik- myndahátíðarinnar að sami leikstjórinn hlyti Gullpálmann tvisvar, en á undan Bille vann Francis Ford Coppola það afrek á áttunda áratugnum. Eftir að hafa Iokið við gerð Den goda viljan tók Bille að sér að gera tvo sjónvarpsþætti í bandarísku þáttaröðinni um æv- BILLE August ásamt Pernille eiginkonu sinni á leið til forsýn- ingar á Jerúsalem í Noregi á dögunum. intýri hins unga Indiana Jones. Það verkefni veitti leikstjóran- um danska góða þjálfun í því að leikstýra fólki á ensku og kom það sér vel því næsta verkefni hans var að gera kvikmynd eftir skáldsögunni Hús andanna eftir Isabel Allende, en skáldkonan veitti honum leyfi til að gera kvikmynd eftir sögu hennar eft- ir að hún hafði séð Pelle Erobr- eren. Myndin var gerð í sam- vinnu Dana, Þjóðverja og Port- úgala og skartaði hún stórleikur- um á borð við Meryl Streep, Jeremy Irons, Glenn Close, Win- onu Ryder og Antonio Bande- ras, en þrátt fyrir það hlaut hún blendnar viðtökur bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Jerúsalem eftir sögu Selmu Lagerlöf var næsta viðfangs- efni Billes, en um þessar mund- ir vinnur hann að gerð myndar eftir metsölubókinni Skrifað í, snjóinn eftir danska rithöfund- inn Peter Hoeg, og er ráðgert að myndin verði frumsýnd í febrúar á næsta ári. Unnu þeir Bille og Peter saman að gerð kvikmyndahandritsins og nutu aðstoðar bandaríska handrits- höfundarins Larry Gross, sem m.a. gerði handritið að 48 hours með Eddy Murphy í aðalhlut- verki. Myndin er gerð í sam- vinnu Dana, Svía og Þjóðveija og er framleiðandi hennar Bernd Eichinger sem einnig framleiddi Hús andanna. Mun gerð myndarinna kosta um 30 milljónir dollara, og er þetta dýrasta kvikmyndaframleiðsla sem Danir hafa tekið þátt í. Með aðalhlutverkið í mynd- inni fer breska leikkonan Julia Ormond (The Age of Innocence, First Knight), en með annað stærsta hlutverkið fer frski leik- arinn Gabriel Byrne. í fyrstu var faiast eftir Jodie Foster í aðalhlutverkið en hún gaf ekki kost á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.