Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 27 LISTIR Bók um lunda og börn í Eyjum valin besta bamabók ársins Flórída. Morgunblaðið BÓK, SEM Bruce McMillan skrifaði um „nætur lundana" og börnin í Vestmannaneyjum hefur hlotið mjög eftirsótt verðlaun bandarískra foreldrasamtaka, sem „besta barna- bók ársins 1995“. Hefur bókin hlot- ið mjög almennt lof í bandarískum fjölmiðlum. Fjórða prentun bókar- innar er nú komin út og hefur hún þá verið prentuð í 50 þúsund eintök- um. Höfundur bókarinnar er nú norður í Skagafirði að safna efni og myndum í bók um íslensk börn og samskipti þeirra við hesta og mun hún koma út í 100 þúsund eintökum á þessu ári. Aðeins um 30% allra bóka komast í þann flokk að vera prentaðar í 100 þús. eintök- um í 1. prentun. Svo búist er við miklu af þessari bók. Alls komu út 3700 barnabækur í Bandaríkjunum í fyrra. Af þeim voru 60 bækur valdar í eins konar úrslitakeppni um hvaða barnabók væri best. Sérstakur dómstóll kvað upp þann úrskurð að bókin um Vestmannaeyjabörnin og_ líf lund- anna þar væri sú besta. í texta og myndum Bruce McMilians er sagt frá því hvernig börnin bjarga þeim lundapysjum sem ekki ná í sínu fyrsta flugi frá hreiðri til sjávar og er sú frásögn í senn bæði spenn- andi og hugljóf. Bókin hefur vakið svo mikla at- hygli í Bandaríkjunum að fjöldi kennara og foreldra hefur lýst áhuga sínum á að komast til Eyja í ágústmánuði þegar lífsbarátta lundapysjanna hefst fyrir alvöru með fyrsta flugi þeirra út á sjó. Bruce McMillan hefur skrifað 35 barnabækur þar sem frábærar sög- ur hans úr náttúrunni eru sagðar bæði í máli og myndum. t Bamaflokkar 5-7 ára Unglingar 8-13 ára Fullorðnir Þórshamar Brautarholti 22 Byrjendanámskeiðin að hefjast. SHOTOKAI' Karate er holl og góð íþrótt, jafn fyrir konur sem karla. Guömundur Asgeirsson, barnalœknir, Lœknastööinni, Glœsibœ, auglýsir breyttan stofutíma; Er nú viö alla virka daga, nema annan hvern miövikudag. Tímapantanir í síma 568 6311 fró kl. 9-17, Símatími daglega frá kl. 12.30-13 í síma 588 8894. (Ath. er ekki með símatíma í Domus Medica). Galleríkeðj- an sýnirými ÞRJÁR sýningar á vegum gallerí- keðjunnar Sýnirýmis, voru opnaðar á laugardaginn. I gallerí Sýniboxi, sem er viðar- kassi staðsettur utan á vegg Dún- og fiðurhreinsunarinnar við Vatns- stíg, sýnir í þetta sinn G.R. Lúð- víksson og ber sýning hans yfir- skriftina „brauð, mýs og browser- ar“. I símsvaragalleríinu Hlust sýnir Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son viðtal. Símanúmer gallerí Hlustar er 551-4348. í gallerí Barmi sem er sífarand- gallerí sýnir Einar Garibaldi Ei- ríksson. Berandi í þetta sinn er ítalski listfræðiprófessorinn Bruno Mussolini, en hann mun ferðast með gallerí Barm frá Mílanó til Sikileyjar með viðkomu á helstu menningarstöðum Ítalíu. Sýningartími útibúa gallerís Sýnirýmis er mánuður og eru nýjar opnanir sérhvern „langan laugar- dag“. Tena Palmer í Söngsmiðjuna SÖNGSMIÐJAN er að hefja sjötta starfsárið. Djasssöngkonan Tena Palmer frá Kanada kennir við skólann og er koma hennar sam- starfsverkefni Söngsmiðjunnar og Tónlistarskóla FÍH. Sönghópur Móður jarðar starfar í vetur undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Meðal kennara skólans eru auk Tenu Palmer, Esther Helga Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Sigrún Grendal og Helga Finnbogadóttir. Málstofa um list og hönnun MYNDLISTA- og handíðaskóli ís- lands verður með málstofu alla mánudaga í húsnæði skólans í Laugarnesi kl. 12.30 til 13.30. Þar verður tekið á ýmsum málum sem snerta listir og hönnun. Fyrsti gestur í Málstofu í Laugar- nesi er Högni Sigurþórsson, nem- andi í skúlptúrdeild MHÍ, mánudag- inn 9. september kl. 12.30-13.30. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Vefnaðarsýn- ingu lýkur í HORNSTOFUNNI, Laufásvegi 2, stendur nú yfir vefnaðarsýning á vegum félags íslenskra vefnaðar- kennara er ber yfirskriftina „Viltu vefa?“. Sýningunni lýkur nú um helgina. Opið frá kl. 13-18. Nýjar bækur • ÁRIÐ 1773 skrifaði Jón Ólafsson úr Grunnavík ritgerð um menntun íslendinga þar sem hann íhugar „hverjir hlutir nytsamlegastir _séu nú á tímum að vita og vinna á ís- landi“. Ritið nefndi Jón Hagþenki og tileinkaði það „öllum skynsömum og sanngjörnum mönnum er þessa síns föðuriands gagn stunda, velferð og velgengni“. Ritið hefur nú verið gefið út stafrétt og með inngangi eftir Þórunni Sigurðardóttur bók- menntafræðing. Að útgáfunni standa Góðvinir Grunnavíkur- Jóns með styrk frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna, en félagið fékk einmitt nafn sitt af þessu riti Grunnvíkingsins. Steind- órsprent-Gutenberg sá um prentun. Verð bókarinnarer 1.560 kr. Söngskólinn í Reykjavík KVÖLDNÁMSKEIÐ Innritun hafin! Allar upplýsingar um kvöldnámskeiðin eru gefnar á skrifstofu skólans í síma SS2-7366, frá kl. 15-17 daglega. Skólastjóri. v_________________ Viðskipta- og tölvuskólinn er með námskeið í rekstri og áætlanagerð smáfyrirtækja. J Ætlað þeim sem standa i rekstrí eða hyggja á lyrirtækjarekstur. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 Vertu skrefi á undan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN <Q> A 4ÝHERJI Ánanaustum 15 101 Reykjavik Sími 569 7640 Símbréf 552 8583 skoll@nyherji.is Við erum orðin þekkt fyrir að gera lítið úr viðskipta- vininum . . . ... með árangursríkri meðferð í STfíATA 3’2‘1 Strata 3*2*1 hefur valdið straumhvörfum á sviði heilsu- og fegrunarmeðferðar. í þessu nýja tæki er rafsegulbylgjum beitt með undraverðum árangri. Það sem greinir það frá öðrum sambærilegum tækjum er einkum sá stutti tími sem hver meðferð tekur og að óþægindi heyra nú sögunni til. Það er ekki að ástæðulausu sem Strata 3»2»1 tækið hefur í ríkum mæli verið tekið til notkunar á breskum heilbrigdisstofnunum! Strata 3*2*1 er beitt við grenningu og andlitslyftingu og á hrukkur, húðslit og ör. Strata 3*2*1 hefur bætandi áhrif á liðagigt, mígreni, vöðvagigt, vöðvabólgur, sogæðabólgur, ristilvandamál, grindarbotn, taugaklemmur, blóðrásarvandamál o.m.fl. Hafðu samband og fáðu ráðleggingarfagmanna um hvað Strata 3*2*1 getur gert fyrir þig. Það kann að valda straumhvörfum í lífi þínu! STRATA 3*2*1 veldur strumhvörfum Síðumúli 34 108 Reykjavík Sími 568 8850 fax 568 5570
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.