Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 "1=: MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 29 ttoWCQXUfflritíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORÐÍTÍMATÖLUÐ VIÐ vígslu Dómhúss Hæsta- réttar síðastliðinn fimmtu- dag flutti Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um hlut- verk dómstóla í þjóðfélaginu. Hann sagði, að án sjálfstæðra og óháðra dómstóla gæti lýð- ræðislegt réttarríki ekki þrifizt. Hlutur Hæstaréttar væri því mikill, því að enginn friður gæti haldist í þjóðfélagi, þar sem ekki væri unnt að skera úr álita- efnum og þrætum, sem upp kæmu. Því næst gerði ráðherrann refsiréttinn að umræðuefni og sagði: „Refsirétturinn er eitt af þeim sviðum, þar sem dómstólar hljóta eðli máls samkvæmt að móta í ríkum mæli framkvæmd- ina á grundvelli almennrar laga- setningar. Aðstæður í nútíma- þjóðfélagi kalla á virkari vörn borgaranna gegh hvers konar árásum á einstaklinga þar sem lífi og limum er ógnað. Þó að þungir refsidómar séu ekki allra meina bót í þeim efnum, er að minni hyggju ljóst, að þyngri refsingar eru nauðsynlegar í báráttunni fyrir því að verja ein- staklingana fyrir líkamlegu of- beldi." Og ráðherrann hélt áfram: „Það er vandasamt hlutverk og ekki hlaupið að því að gera breytingar, því að stöðugleiki og festa í dómsúrlausnum er mikilvægur þáttur í hlutverki Hæstaréttar. En nýr tími og nýjar aðstæður kalla á þróun réttarins og það er von mín að rétturinn taki kalli hins nýja tíma þannig að refsingar á því sviði, sem ég hef hér nefnt, verði virkari og í samræmi við vitund og vilja fólksins í landinu." Það er ástæða til að stöðva við þessi ummæli ráðherrans, því að hér eru orð í tíma töluð. Ofbeldi í íslenzku þjóðfélagi hefur aukizt mjög hin síðari ár og segja sérfræðingar, sem rannsakað hafa orsakir þess, að þessi aukna ofbeldishneigð fólks fylgi í kjölfar aukinnar eitur- lyfjaneyzlu, sem er fylgifiskur nútíma þjóðfélags og aukinna samgangna við minnkandi heim. Nú er svo komið, að Reykjavíkurborg er engu hættuminni að næturlagi en sumar stórborgir heims og árás- armál eru að verða hér daglegt brauð. í Morgunblaðinu síðast- liðinn þriðjudag var t.d. skýrt frá því í fréttum, að 12 líkams- meiðingamál hafi verið kærð til lögreglunnar um helgina eða hún þurft að hafa afskipti af. Talsvert hefur verið um rætt, hver sé ástæða^ aukins ofbeldis í þjóðfélaginu. í Morgunblaðinu fyrir nokkrum misserum var um þetta fjallað og þá voru ástæð- urnar, að mati sérfæðinga og foreldra, sem rætt var við, bág- borin staða margra íslenzkra barna, sem helzt mátti rekja til rofinna tilfinningatengsla við uppalendur, sem oft skapast vegna vinnuálags, lífsgæða- kapphlaups og skilnaða. Ofbeld- ismyndir í sjónvarpi og á mynd- böndum voru af mörgum taldar ein ástæðan fyrir auknu ofbeldi meðal íslenzkra barna og ungl- inga. Ef litið er til rannsókna sem gerðar hafa verið þar að lútandi bendir margt til, að þau taki sér ofbeldisatriði kvik- mynda til fyrirmyndar. Hið opinbera verður að grípa í taumana. Sjálfsagt er unnt að hafa áhrif á þessa þróun með margvíslegum hætti, en dóm- stólar hafa undanfarið legið undir þungri gagnrýni hvað létta dóma snertir í líkamsmeið- ingamálum og þá kannski eink- um og sérstaklega í nauðgunar-" málum. Hættulegum árásar- mönnum er jafnvel sleppt að rannsókn lokinni. Því þurfa dómstólar að veita slíkum mál- um forgang og flýta afgreiðslu þeirra, svo að þessum misindis- mönnum verði það ljóst, að of- beldi þeirra verði ekki liðið af samfélaginu. Of vægir dómar misbjóða og réttarvitund fólks og grafa þar með undan réttar- ríkinu. 152.1 ROBERT iBLY segir að ljóðalestri ljúki aldrei í Afríku, þar sé litið svo á að ljóðið hafi ekki verið fullgert fyrren það hefur verið flutt fyrir áheyrendur. Bly segist ekki hafa alizt upp við ljóðlist. Hann hafi kynnzt henni stálpaður eða fullorðinn, ég man það ekki. Þegar bóndasonurinn fékk í hendur ljóðrænar hugsanir Gi- brans þótti honum mikið til um. Hann hafði aldrei séð neitt eins fallegt. Gibran kom á réttum tíma inní líf þessa unga saklausa sveita- pilts frá Minnesota, en nú gæti ég gubbað! bætti Bly við 'og áheyrend- ur. hlógu. En það skiptir engu máli hélt hann áfram. Aðalatriðið er að kvæði flögra um einsog fuglar í umhverfinu og það væri ágætt ef hugsanir Gibrans flytu inní hugar- heim einhvers barns á bóndabæ í Minnesota, það gæti orðið því til umhugsunar um eitthvað fallegt. -j pTO FORFEÐUR OKKAR AOÖ«persónugerðu flestallt í náttúrunni. Það er ekki tilviljun að við tðlum um öxl á fjalli. Allt er lifandi. Allt er ein lifandi heild, menn og álfar, menn og jötnar, menn og guðir. Steinninn er lifandi bætti Bly við - þótt það taki hann þúsund ár að ljúka einni setningu. I fornum skáldskap íslenzkum er steinninn einnig hluti af lifandi heild í kvæðinu um Ynglinga. Þar er sér- kennileg kenning um steininn og hann kallaður lagar hjarta, þ.e. hjarta hafsins. Það hlýtur að hafa verið Einari Benediktssyni þóknan- legt. Við íslendingar ættum ekki að hreykja okkur vegna áhuga á ljóðlist. Erum við skáldskaparþjóð í raun og veru? Ætli við höfum ekki breytzt úr skáldskaparþjóð í einhverskonar auglýsinga- og vídeóhjörð á alþjóðavísu, þótt okkur sé tamt að tönnlast á arfleifð okkar og þjóðlegri menningu. Ljóðlist er þáttur í hversdagslegu bardúsi Afríkumanna. Við sáum HELGI spjall það í kvikmyndinni um Sjaka-Zulu, eða Svaka Zúlu. Ljóða- söngurinn og trumbu- slátturinn fóru ekki framhjá neinum sem horfði á þennan at- hyglisverða myndaflokk um kon- unginn dularfulla sem fæddist inní taktbundna hrynjandi myrk- viðarins. Ég færði einhvern tíma ailmörg afrísk ljóð til íslenzkrar tungu, m.a. eitthvað eftir Jórúba. Það var mikil veizla meðan á þessu stóð og mér fannst ég hverfa og gleyma mér í þessari svörtu hrynj- andi frumskógarins. 154.L PERSÍU EÐA ÍRAN »er Jjóðlistin ekki minna iðkuð en í Áfríku.Þar heimta áheyr- endur ákveðna tegund af kvæðum og ef skáldin hafa ekki ort slík kvæði ættu þau að biðja fyrir sér. Svoað ekki sé nú talað um Sovét- ríkin þarsem ljóðskáldin voru í senn farvegur bældra hugmynda, sval- andi brunnur andlegs þorsta og hluti þeirrar afþreyingar og skemmtunar sem poppararnir sjá um á Vesturlöndum. En þetta er kannski liðin saga; fjölmiðlaþjóðfé- lag hefur ekki áhuga á Sholzhenit- syn og hans líkum. Vídeómenning fjallar ekki um verðmæti, heldur peninga. Og ofbeldi. í metsölubókinni pínu rosalega góðu einsog króksarar mundu sagt hafa, Sofies verden eftir Jostein Gaarder, er minnzt á gríska kyníka sem boðuðu sjálfstjórn og nægju- semi, en einn þeirra var Diogenes sem bjó í tunnu og átti ekkert nema staf og skikkju. En hann var víst hamingjusamur eins og Sókrates sem sagði þegar hann stóð við hag- kaup síns tíma: Allt þetta sem ég þarf ekki á að halda! Hamingjan fólst semsagt ekki í óþarfa verald- legum gæðum eða lúxus; eða póli- tískum völdum segir Gaarder, held- ur því sem kyníkar héldu fram: að vera óháður öllu þessu. Nú eru menn hættir að búa í tunnum, en margir hafa búið um sig í sjón- varpi; eða vídeói sem er víst af sömu rót og vita, gríska orðið ídea; og vidya á sanskrít. En semsagt, við leitum ekki ham- ingjunnar eftir leiðum þeirra grísku heimspekinga sem nefnast kyníkar. Við lifum ekki „andlegu lífi", heldur veraldlegu. Jafnvel bænakvakið í kirkjum er forritað einsog tilskipun, rétteinsog Faðirvorið dugi ekki eitt(!) Og samt sagði Lúther, Guð- spjöllin ein(!) Og listin er nú fyrst- ogsíðast söluvarningur. Bækur verða að vera pínu rosalega góðar. -j r r ROBERT BLY FÓR JLOÍJimeð Ijóð eftir Önnu Ahkmatovu þarsem segir eitthvað á þessa leið: Ég lokaði ekki dyrunum. Ég kveikti ekki á kertmu. Þú veizt ekki hvað ég var þreytt. Ég gat ekki fengið af mér að leggja mig. Og að hugsa sér að allt er í rúst og við þjáumst einsog fordæmdir. Ó, ég var þess fullviss að þú kæmir aftur. Robert Bly sagði að Anna Ahkmatova hefði kunnað að ljúka kvæðum á því hárfína andartaki sem ræður úrslitum um það, hvort þau takast eða ekki. Hver er maðurinn í svarta frakk- anum, spurði kona úr áheyrenda- hópnum þegar Robert Bly hafði les- ið upp kvæði eftir sig. Eg veit það ekki, stamaði hann. Nú, þetta er hneyksli, sagði konan. Þú sem hef- ur ort kvæðið! Robert Bly kom engum vörnum við. En þremur dögum síðar datt honum svarið í hug. Ef ég hefði vitað hver maðurinn í svarta frakk- anum var, þá hefði ég ekki ort kvæðið, heldur skrifað ritgerð um efnið. En hann kom þessu aldrei til skila þvíað konan sem spurði um manninn í svarta frakkanum var nú ekki annað en minning um spurningu sem kallaði á svar sem kom þremur dögum of seint. M ¦^V"^^, EYKJAVÍKURBORG j^B hefur, í krafti stærðar | Wm sinnar, byggt upp sam- } ^Lg^^^ félag, sem býður um I ^^^ margt betri kost i til ^H búsetu einstaklingum ^^^L ^^LJ og fjölskyldum en fá- ^^^ mennari og fátækari sveitarfélög. Stór og sterk sveitarfélög hafa meiri fjárhagslega burði til þeirrar þjónustu, sem fólk horfir einkum til þegar það velur sér framtíðarbúsetu. Sitt hvað bendir þó til þess að dregið hafi úr aðdrátt- arafli höfuðborgarinnar á landsbyggðar- fólk síðustu árin. Það er ekki góð auglýs- ing út á við að atvinnuleysi er hlutfallslega meira á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en í öðrum byggðarlögum lands- ins. Það segir og sína sögu að þörfin fyrir fjárhagslegan stuðning við þurfandi ein- staklinga og fjölskyldur sýnist vera meiri í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum. TALIÐ ER AÐ Atvinnn- rúmar 18 millJónir /iivmiiu manna séu án at_ leySl vinnu í ríkjum Evr- ópusambandsins (ESB), eða 10 til 11 prósent að meðaltali. Mest hefur atvinnuleysið verið á Spáni, yfir 20%, en minnst í Lúxemborg, 3,1%, samkvæmt tölum frá því um mitt þetta ár. Atvinnuleysi í Svíþjóð hefur verið um tíu af hundraði, svo dæmi sé tekið frá Norðurlöndum. Spáð er áframhaldandi svipuðu eða litlu minna atvinnuleysi í álf- unni, þótt sjá megi skýr merki þess að hagvaxtarhléi í Bandaríkjunum og Evrópu sé að ljúka. Þrátt fyrir niðursveiflu í íslenzku at- vinnu- og efnahagslífi liðin samdráttarár náði atvinnuleysi hér á landi aldrei sama hlutfalli fólks á vinnualdri og í grannríkj- um. Og nú rofar heldur til í þessum efn- um. Atvinnuleysi hér á landi var 3,6% í júnímánuði og 3,8% í júlímánuði sl., eða litlu meira en í Lúxemborg, sem státaði af minnstu atvinnuleysi OECD-ríkja á þeim tíma (3,1%). Engu að síður er það óviðun- andi að um eða yfir fimm þúsund einstakl- ingar, konur og karlar, gangi atvinnulaus- ir um hábjargræðistímann, en sú var raun- in um mitt líðandi ár. Fámenn þjóð getur ekki unað við slíka sóun menntunar og starfshæfni þegna sinna. Atvinnuleysið var sem fyrr segir lang mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 4,6% í júlímánuði sl., en minnst á Vestfjörðum, 0,6%.. • Fleiri konur en karlar án atvinnu ÁRIÐ 1994 VAR atvinnuþátttaka ís- lenzkra kvenna um 80%. Þetta er meiri atvinnuþátttaka kvenna en vitað er um í nokkru öðru þjóðlandi. Starfandi konum á vinnumarkaði fjölgaði um 3.900 milli áranna 1991 og 1995 en starfandi körlum aðeins um 1.200. Stærstur hluti þessara nýju starfa er skipaður háskóla- menntuðum konum. Þessi míkla atvinnuþátttaka íslenzkra kvenna er athyglisverð í ljósi álags, sem þær búa við heimafyrir, en íslenzkar konur eiga að meðaltali fleiri börn en konur af öðru þjóðerni í OECD-ríkjum, ef Mexíkó og Tyrkland eru undanskilin, eða 2,2 börn á hverja konu. Þessi harðfylgi kvenna á vinnumarkaði á drjúgan hlut í verðmæta- sköpun og lífskjörum þjóðarinnar. Atvinnuleysi síðustu ára hér á landi hefur á hinn bóginn bitnað mun harðar á konum en körlum. Þannig voru í lok júlí- mánaðar síðast liðins 3.660 konur án at- vinnu en 1.987 karlar. Tímabundnar lokan- ir fiskvinnsluhúsa hafa bitnað illa á konum í strjálbýli. Það voru og mun fleiri konur en karlar atvinnulausar í höfuðborginni á þessum tíma, eða 1.800 á móti 1.200 körl- um. Fjárhags- stuðningur við þurfandi SVEITARFÉLÖG- in áttu á brattann að sækja á sam- dráttarárunum, m.a. vegna minnk- andi skattstofna. Gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, sem voru tíð, rýrðu enn tekjurnar. í mörgum tilfellum féllu og ábyrgðir á sveitarfélögin. Aðild sumra þeirra að áhætturekstri kost- aði og sitt. Sveitarfélögin brugðuzt að auki flest við vaxandi atvinnuleysi með átaksverkefnum, svokölluðum, til að fjölga stórfum tímabundið, en þau voru að stórum hluta fjármögnuð með lánsfé. Og loks snarhækkúðu félagsleg útgjöld, m.a. fjár- hagsstuðningur við þurfandi heimili og einstaklinga. Þrátt fyrir byrjandi efnahagsbata síð- ustu árin hafa útgjöld Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsaðstoðar farið mjög hækk- andi. Mál sem komu til meðferðar hjá fjöl- skyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar árið 1995 voru 4.110 talsins á móti 3.500 árið áður. Þetta er 17% aukn- ing milli ára. Beiðnum um fjárhagsaðstoð fjölgaði um 22,6% á sama tíma. Þær voru 2.621 árið 1994 en 3.212 árið 1995. Þróun fjárhagsaðstoðar í krónum talin talar sínu máli um framvinduna: 290 m.kr. árið 1991, 285 m.kr. 1992, 431 m.kr. 1993, 542 m.kr. 1994 og tælega 683 m.kr. 1995. Fróðlegt er að skoða til samanburðar fjárhagsaðstoð þriggja sveitarfélaga, sem næst koma Reykjavík að stærð. A síðast liðnu ári, 1995, var fjárhagsaðstoð í Kópa- vogi (íbúar um 18.000 þúsund) 36,5 m.kr., í Hafnarfirði (íbúar tæplega 18.000) 36,9 m.kr. og á Akureyri (íbúar rúmlega 15.000) 26,7 m.kr. - eða samtals nálægt 100 m.kr. í sveitarflélögum með umjrúm- lega 50.000 íbúa. Þessi útgjaldaþáttur sýnist umtalsvet hærri í Reykjavík, sem hefur um 105.000 íbúa þetta sama ár, eða tæplega 683 m.kr. Sjálfsagt eru til skýringar á mismun- andi þörf fyrir fjárhagsaðstoð í sveitarfé- lögum landsins. En meira atvinnuleysi og meiri fjárhagsaðstoð við þurfandi heimili og einstaklinga í Reykjavík en í öðru þétt- býli landsins vekur upp spurningu um, hvort Reykjavík hafi jafn mikið aðdráttar- afl á fólk sem hyggur á búferlaflutning og áður fyrr. REYKJAVÍK Aðstæður hefur fft!r sem áð' ur sterka sam- breytast keppnisstöðu. Þar hratt eru nelztu stjórn- sýslustöðvar lands- ins, stærsta vöruhöfnin, háskóli og fj'öl- breyttir menntunarmöguleikar, hátækni- sjúkrahús, menningarmiðstöðvar, söfn, verzlunarhallir o.s.frv. Rekstur heimila er og trúlega viðráðanlegri þar en víðast annars staðar á landinu, m.a. vegna lágs hitunarkostnaðar húsnæðis (heits vatns á hagstæðu verði) og harðrar verzlunarsam- keppni. Togstreitan milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, þéttbýlis og strjálbýlis, heyrir vonandi sögunni til áður en öldin er öll. Einn er þó Þrándur í Götu þeirrar æskilegu þróunar; misvægi atkvæða, eftir búsetu, í kosningum til Alþingis. Landslög eiga að tryggja sem jafnastan rétt þegn- anna, einkum þau lög er kveða á um hefð- bundin mannréttindi, eins og kosningalög- in. SEM FYRR SEGIR er atvinnuþátttaka íslenzkra kvenna, það er hlutfallslegt framlag þeirra til verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum, meira en gengur og gerizt annars staðar í veröldinni. Þegar gluggað er í niðurstöður úr rannsóknum Félagsvísindastofnunar Háskólans á Launamun- ur kvenna og karla REYKJAVIKURBREF Laugardagur 7. september launamyndun og „kynbundnum launum" hér á landi kemur hins vegar í ljós að þær bera lakari hlut frá borði en karlar. Konur reyndust fá í sinn hlut 78% af dagvinnu- launum karla, nokkru minna, eða 70%, ef einnig var tekið tillit til aukagreiðslna og aðeins 68% ef miðað er við jafnaðarkaup. Mismununin leikur þó háskólamenntaðar konur verst. Þær báru aðeins 64% af laun- um háskólamenntaðra karla úr bítum. I skýrslu Félagsvísindastofnunar er sett fram sú hugsanlega skýring á launamun þessum að konur vinni frekar hjá hinu opinbera en karlar hjá einkafyrirtækjum. Þar er einnig ýjað að því að fleiri karlar starfi sem sérfræðingar og stjórnendur en konur. Sem og að sérsamningar launþega og vinnuveitenda leiði til aukins munar á launum kvenna og karla. í skýrslu félags- málaráðherra til Alþingis sl. vor um stöðu og þróun jafnréttsmála segir orðrétt: „Starfsstétt, menntun, starfsaldur, ald- ur, fjöldi yfirvinnutíma og hvort starfað er hjá einakfyrirtæki eða hjá opinberum aðilum skýrir að stórum hluta breytileika dagvinnulauna og aukagreiðslna. Þessir þættir hafa þó mun meiri áhrif á laun karla en kvenna og þegar tekið hefur verið tillit til allra þessara þátta hafa konur samt sem áður 16% lægri laun en karlar." Launamunur kvenna og karla er hvorki nýr af nál né séríslenzt fyrirbrigði. Hann segir til sín enn í dag víðast hvar um ver- öldinna, þótt hægt og sígandi miði til réttr- ar áttar. Engar róttækar breytingar hafa verið sjáanlegar hér á landi í þessum efn- um, þótt flokkasamsetning ríkisstjórna og meirihluta í borgar- eða sveitarstjórnum hafí breytzt. Tíminn vinnur hins vegar með konum í þessum efnum. En hann vinn- ur hægar en æskilegt væri. Framsókn íslenzkra kvenna á vinnu- markaði hefur verið hröð, eins og vaxandi atvinnuþátttaka þeirra sýnir ljóslega. Þær hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í sókn þjóðarinnar til aukinnar menntunar ogþekkingar. Frá árinu 1987 hafa 53-57% nemenda Háskóla íslands verið konur. Konur eru einnig í meirihluta í flestum framhaldsskólum landsins. Staða þeirra í samfélaginu styrkist með hverju árinu. Þær eiga engu að síður brekku eftir að jafnlaunum á vinnumarkaði. Sem og til jafnstöðu í sveitarstjórnum, þar sem aðeins fjórði hver kjörinn fulltrúi er kona (1994), og á Alþingi, þar sem hlutfallið er hið sama og í sveitarstjórnum (1995). Það hefur ekki verið skýrt nægilega, hvers vegna atvinnuleysi er umtalsvert meira meðal kvenna en karla hér á landi. Minnkandi fiskvinnsla í landi (og vaxandi í frystiskipum) skýrir þann veruleika að hluta til í sjávarplássum landsins. Fisk- vinnslan vegur mun minna í Reykjavík, þegar litið er á vinnumarkaðinn í borginni serri heild, en þar voru 1.800 konur á vinnu- aldri án atvinnu á miðju líðandi ári en 1.200 karlar. Þrátt fyrir allar jafnréttis- heitstrengingar virðast konur á íslandi búa við lakari launakjör og minna atvinnu- öryggi en karlar annó 1996. „Atvinnuleysi síð- ustu ára hefur bitnað mun harð- ar á konum en körlum. Þannig voru í lok júlímán- aðar síðast liðins 3.660 konurán atvinnu en 1.987 karlar. Það voru einnig mun fleiri konur en karlar atvinnulausar í Reykjavík á þess- umtíma, 1.800 konur á móti 1.200 körlum." -t"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.