Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI - 5. AFANGI Síðast var skilið við .. íslensku fjölskylduna, sem nú ekur norður eftir Afríku, þar sem hún strandaði í trúboðsstöð vegna bilunar í farar- tæki fjölskyldunnar. Við tók sex vikna bið eftir varahlutum, en til að . sitja ekki allan þann tíma með hendur í skauti sér, brugðu þau Friðrik Már Jónsson, Birna Hauksdóttir og bömin Andri, Rannveig og Stefán sér í könnun- arleiðangur til ævin- týraeyjunnar Zanzibar úti fyrir austurströnd Afríku. ÞEGAR við vorum búin að vera á trúboðsstöðinni Kibidula í tvær vikur, var ákveðið að taka rútu til Dar es Salaam og fara þaðan með feiju til Zanzibar. Litla hug- mynd höfðum við um hvað við vorum að fara útí með því að fara J tanzaniska rútu. Með rútuglönnum Rudy keyrði okkur niður á vegamót og þar stöðvuðum við næstu Scania rútu. Flestir rútu- bílstjórar í Tanzaníu eru ungir menn sem telja það köllun sína að fara frá stað A til staðar B á eins stuttum tíma og hægt er, og þar af leiðandi er sjaldan farið undir 120. Á leiðinni til Dar er farið niður bratt gljúfur með fullt af kröppum beygjum. Bremsurnar voru ekki mikið notaðar og í sumum beygj- unum var eins gott að halda sér í sætið ef maður vildi ekki enda 'fciJhinni hlið rútunnar. Það var áð tvisvar á leiðinni og þá fóru allir út til að létta á sér, bæði kvenkyn og karlkyn. Karlarnir stóðu í röð með bakið að rútunni og konurnar sátu á hækjum sér fyrir aftan þá. Birna og Rannveig harðneituðu að fylgja fordæmi kvennanna og bentu réttilega á, að konurnar voru allar í kjólum sem skýldu þeim, meðan þær væru í buxum og myndu verða ansi berskjaldað- ar. Eftir sex taugastrekkjandi klukkustundir komum við til Dar. Dar es Salaam var höfuðborg landsins þar til ákveðið var að géra Dodoma, borg í norðurhluta landsins, að höfuðborg. Dar er þó ennþá aðalborg landsins að mestu leyti. Borgin er í mikilli niðurníðslu og í fljótu bragði séð virðist hún vera eitt stórt fá- tækrahverfi. En pálmatrén sem mikið er af á leiðinni inn í borgina gefa henni heillandi og skemmti- legan svip og trúlega eru til betri hverfi í borginni þó svo við sæjum þau ekki. Rútan endaði ferð sína á leigu- bflastöð inni í borginni, þar sem rJ!?öpuðust um okkur leigubílstjórar, allir með einhver kostatilboð ,just for you, my friend“. Við völdum einn úr þvögunni og létum hann aka okkur á Hjálpræðisherinn, þar sem við gistum um nóttina. Til kryddeyjunnar Morguninn eftir fórum við til Zanzibar með hydrofoil-feiju. Á LEIÐ út í Changuu eyju. Þetta var nýleg norsk feija með norska yfirmenn og tók ferðin ekki nema rúman einn tíma. Við vorum ekki komin úr feijunni í Zanzibar þegar nokkrir ákafir menn voru búnir að líma sig á okkur. Það var búið að segja okk- ur að þegar maður kæmi til Zanzi- bar birtust strax einhveijir menn sem byðust til að aka manni frítt á hótel. Þó svo maður þiggi það ekki, þá fylgja þeir þér samt eftir, því ef þeir koma með fólk á hótel- ið fá þeir borgað fyrir að „koma með gesti“. Þess vegna ákváðum við, frekar en að labba um allan bæ með þessa fugla i eftirdragi, að þiggja boð eins þeirra um að aka með okkur ókeypis á gisti- heimili. Gistiheimilið Lail Noor var hið vinalegasta með skemmtilegan garð og fullan af hænum. Reynd- ar fækkaði hænunum í hvert skipti sem við fengum okkur að borða þar. Við notuðum tvo daga í að ganga um Stone Town og njóta andrúmsloftsins og að því búnu var ákveðið að fara í svokall- aðan Spice Tour eða Kryddleið- angur. Þetta ,er heitið yfir ferð sem farin er um vesiurhluta eyjarinnar og skoðað það sem ræktað er þar um slóðir. Fararstjórarnir voru tveir, eldri maður, Indverji að nafni Mitu, og ungur frændi hans sem er hjá honum í starfsþjálfun. Við ferðalangarnir vorum alls um 30. ÞAÐ er ekki fyrir lofthrædda að ná í kókoshneturnar. Það var lagt af stað kl. 9 um morguninn og byijað á að fara í gamalt kvennabúr eins súltans- ins. Þar hélt Mitu ræðu um sögu Zanzibar og var heill hafsjór af fróðleik. Hann greindi frá því að hann hefði þekkt eina af hjákon- um súltansins. Að vísu hafði hann verið ungur drengur þá og hún að sama skapi mjög gömul en samt mundi hann margar sögur frá henni. Einnig sagði hann að þó Zanzibar væri hluti af Tanza- níu væru Zanzibarbúar mög stolt- ir af uppruna sínum og nytu viss sjálfstæðis. Til að mynda verða ferðamenn að fara í útlendingaeft- irlitið á Zanzibar og láta stimpla í vegabréfið, þó svo búið sé að fara í gegnum útlendingaeftirlitið á meginlandinu. Zanzibarbúar halda efnahag sínum aðskildum frá fjárhag meginlandsins og menntun og heilbrigðiseftirlit er ókeypis á eyjunni. Eftir þessa viðkomu í kvenna- búrinu var farið af stað að skoða það sem ræktað er á eyjunni. Zanzibar er stundum kölluð kryddeyjan og ber nafn með rentu. Meðal þess sem við skoðuð- um var tré með kínin-laufblöð (kínín var notað við malaríu), alohe vera jurtir, bananatré, kó- koshnetupálmar, kanilstönglar, mangóávöxtur, „passion“-ávöxt- ur, karrý, græn piparkorn, jurtir gegn allskyns kvillum svo sem höfuðverk, niðurgangi og hægða- tregðu, kaffitré, te og svo auðvit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.