Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 31 «N •+ að negullinn sem eyjan er fræg fyrir. Einnig sýndi Mitu okkur mjóan stöngul sem hann braut í tvennt og inni í honum var svart efni mjög líkt lakkrís. Hann sagði að þetta væri hinn upprunalegi lakkr- ís og leyfði öllum að smakka. Og mikið rétt, þetta bragðaðist eins og lakkrís. Það yrði of langt mál að telja upp allar kryddjurtirnar og ávext- ina sem við sáum, en alls tók það 4 klukkustundir að sýna okkur alla dýrðina og var tíminn vel nýttur. Rannveig og Stefán voru í sjö- unda himni með ferðina. Þau voru einu börnin og fengu heimikla athygli, bæði frá fararstjórunum og hinum ferðalöngunum. Meðal annars fengu þau sýnishorn af öllum ávöxtunum og kryddjurtun- um og voru þau orðin ansi þung- klyfjuð í lok ferðarinnar. Ferðin endaði á máltíð á plant- ekru Mitus. Var maturinn hrís- grjón og chapati (indverskt brauð) með mörgum gerðum af kryddsós- um, gerðum úr kryddjurtum eyjar- innar. Ekki var arða af kjöti í þessari máltíð en harðasta kjötæta hefði engu að síður orðið ánægð með þennan viðurgjörning. Um þrjúleytið um daginn var ekið með allan hópinn í bæinn og óhætt er að segja að allir hafi verið saddir og ánægðir. í þessari ferð voru tvær ungar stúlkur frá Ástralíu sem voru á bakpokaf- erðalagi yfir Afríku. Þær voru á sama gistiheimili og við og sátum við um kvöldið og spjölluðum um ýmis málefni. Þetta voru hressar stelpur, sér- staklega þó önnur þeirra og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Hún lét okkur heyra það á óhefl- aðri eyálfu-enskunni að hún hefði verið „skíthrædd" við magapestir þær sem oft hrjá ferðalanga í Afríku. Ýmis fleiri gullkorn komu frá henni í svipuðum dúr og féllu í góðan jarðveg hins óheflaða ís- lenska húmors. Útreiðartúr á risaskjaldbökum Það var ákveðið að við skyldum fara saman daginn eftir á hina frægu smáeyju fyrir utan Zanzi- bar, Changum-eyju sem merkir skjaldbökueyjan. Eyja þessi er fræg fyrir risaskjaldbökur sem þar eru. Á 19. öldinni var hún í eigu Araba nokkurs sem notaði hana sem geymslu fyrir upp- reisnargjarna þræla. Seinna var hún keypt af Breta sem byggði fangelsi á henni sem aldrei var notað. í dag er hún ein af vinsæl- ustu smáeyjunum fyrir utan Zanzibar. Við fórum snemma um morguninn og létum ferja okkur yfir í eyjuna. Það tók tæpan klukkutíma á róðrarbáti með lít- inn utanborðsmótor. Allir voru með sundföt og kafaragleraugun með sér því þarna var alveg ynd- isleg strönd og sjórinn var heitur og tær. Þegar á eyjuna var kom- ið var byrjað á því að skoða skaldbökurnar og krakkarnir fóru á bak þeim. Ekki voru þær nú fjörugir reiðskjótar og var fljótt gefist upp á að reyna að mjaka þeim úr sporunum og far- ið í sjóinn í staðinn. Var deginum eytt í algjöru letilífi, svamlað í sjónum og legið í sólbaði. Mesti ferðamannatíminn var ekki byrj- aður þannig að við höfðum ströndina svo til útaf fyrir okk- ur. Seinnipart dags, þegar við töldum að við værum orðin nægi- lega brennd og vatnsósa var lagt af stað í land og um kvöldið hest- húsuðum við enn eina hænuna úr garðinum. Óvæntar raunir Eftir 5 daga dvöl á Zanzibar ákváðum við að fara til Kibidula og athuga hvort millikassinn í bíl- inn væri kominn. Á sunnudags- :.»*» \ RANNVEIG og Stefán sóla sig á ströndinni á Changuu eða Skjaldbökueyju en auk risaskjaldbaka sem þar eiga heimkynni, má einnig finna páfugla og litla sandströnd sem flýtur að mestu yfir á flóði. kvöld kvöddum við hina áströlsku vini okkar og lögðum af stað með ferju til Dar. Ferjan tók um 3 tíma og áttum við að koma til Dar um 11 um kvöldið. En þar sem höfnin er lok- uð á næturnar verða allir að sofa í ferjunni og fara frá borði morg- uninn eftir. Þetta vafðist ekkert fyrir okkur því farrýmið sem við vorum á var fremur þægilegt, með flugvélasætum. Heldur kárnaði þó gamanið þegar Friðrik þurfti að fara á salernið með eina af sínum af- rísku magakveisum. Hann kom fljótt til baka grænn í framán og hafði ekki haft erindi sem erfiði. Stuttu seinna þurfti Stefán að fara í sömu erindum og fór Birna með honum. Voru sameiginleg salerni fyrir öll farrýmin og kom í ljós að umgengnin var slík að henni verður ekki frekar hér með orðum lýst. Sjónvarp var á farrými okkar og hugðum við gott til glóðarinnar að geta horft á það. Fljótlega runnu þó á okkur tvær grímur, því að myndin sem sett var á náði ekki einu sinni upp í B-mynda- flokkinn. Sofnaði öll fjölskyldan út frá stunum og veini slagsmála- hundanna og skrækjum kvenhetj- unnar. Morguninn eftir vöknuðum við ansi stirð en enginn minntist á að fara á snyrtinguna til að tann- bursta sig og snyrta. Við flýttum okkur í land, fundum hótel þar sem við gátum þvegið okkur og fengið morgunmat. Nú lá fyrir að finna Scania rútu með bílstjóra sem ekki væri mjög geðveikislegur útlits. Ánægjuleg heimsókn til RÚSTIR gamla kvennabúrsins á Zanzibar. Ekki er lengra þeirrar heillandi eyju Zanzibar var síðan en svo, að þar var að finna ambáttir, að leiðsögumaðurinn á enda. mundi eftir þeim úr barnæsku. STEFÁN í útreiðartúr á risaskjaldböku, sem honum þótti heldur hægfara. Zanzibar er kölluð krydd- eyjan og ber naf n með rentu. Saga Zanzibar ZANZIBAR samanstend- ur af tveim eyjum, Unguja og Pemba. Unguja er yfir- leitt kölluð Zanzibar og á vesturströnd eyjunnar er Zanzibar-bærinn. Arabar komu fyrstir til Zanzibar á 8. öld og þeir stjóriuiðu eyjunni þar til 1890 að hún varð breskt verndarsvæði. Arabísk áhrif eru ennþá 4t sterk og meginhluti eyj- arbúa eru múslimar. Á 17. öld flutti súltaninn af Óman höfuðborg sina til Zanzibar. Verslun tók stórkipp í kjölfar þess og á 18. og 19. öld var Zanzi- bar á hátindi sínum sem miðstöð þrælaverslunar og stærsti útflytjandi neg- uls í heimi. Þrælar voru fluttir til Zanzibar frá allri Austur-Afríku alveg frá Viktoríuvatni og seldir þar. Opinberlega var þrælasala þar bönnuð 1973 en ólögleg sala hélt áfram allt fram yfir alda- mót. Eftir að þrælasalan lagðist alveg niður missti eyjan áhrif sin og í dag er hún hluti af Tanzaniu. Bærinn sjálfur skiptist í miðbæinn og það sem kall- ast Stone Town. Stone Town samanstendur af öngstrætum með há hús til beggja hliða. Húsin eru orðin mjög niðurnidd og vantar glugga og hurðir í m örg þeirra. Samt er heillandi að ganga um strætin og maður fær á tilfinninguna að timinn hafi færst aftur á bak til Aladdíns og ævintýra úr Þúsund og einni nótt. FJÖLSKYLDAN með áströlskum vinkonum, komin til Zanzibar eftir yndislegan letidag á Changuu-eyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.