Morgunblaðið - 08.09.1996, Page 32

Morgunblaðið - 08.09.1996, Page 32
32 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Narfakoti, Vatnsleysuströnd, Austurbrún 6, Reykjavík, er andaðist 30. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Kálfatjarnarkirkju þriðjudag- inn 10. september kl. 16.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kálfatjarnarkirkju. Fyrir hönd vandamanna, Guðmunda Guðmundsdóttir. t Útför BALDVINS JÓNSSONAR hæstaréttarlögmanns, verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 9. september kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Jón Baldvinsson, Hlfn Baldvinsdóttir, Gísli Baldvinsson. t Útför HERDÍSAR ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR frá Tungu, Fljótum, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING, andaðist 2. september sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 9. september kl. 13.30. Gunnar Biering, Hulda Biering, Margeir Gissurarson, Rannveig Biering, Sveinn Þorsteinsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR, sem andaðist á heimili sínu 29. ágúst sl., verður jarðsungin frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 12. september kl. 13.30. Ásgeir Ásgeirsson, Guðrún íris Þórsdóttir, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Ólafsson, Jóhannes Asgeirsson, Kolbrún K. Karlsdóttir, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörn. Elsa Jóhannesdóttir. t Okkar ástkæri, GUÐMUNDUR BJÖRGVIN JÓNSSON, pípulagningameistari, sem andaðist á Sólvangi 2. sept. sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. Sóley Ásgrimsdóttir, Lisbeth Glittum, Sverrir Kr. Bjarnason, Gunnar E. Guðmundsson, Magnús P. Guðmundsson, Kristinn K. Guðmundsson, Kristin J. Guðmundsdóttir, Sigriður J. Guðmundsdóttir, Ragnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þuriður Guðmundsdóttir, Þórir Hallgrímsson, HERDIS OLOF JÓNSDÓTTIR + Herdís Ólöf Jónsdóttir fæddist í Tungu í Stíflu 11. ágúst 1912. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 1. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjón- in Jón G. Jónsson bóndi og hrepp- stjóri í Tungu Jónssonar bónda á Brúnastöðum og Sigurlína Hjálm- arsdóttir hús- freyja í Tungu, f. 8. júlí 1886, d. 9. mars 1977. Systkini Ólaf- ar voru: 1) Hjálmar, f. 15.5. 1907, d. 20.1. 1908. 2) Sigríð- ur, f. 26.5. 1909 á Brúnastöð- um í Fljótum, d. 27.11. 1991. 3) Hilmar, f. 8. október 1914 í Tungu, d. 16. ágúst 1954. Lengi er hægt að velta vöngum yfír því hvað ákvarðar skapadægur einstaklingsins. Að sjálfstöðu er hægt að gefa læknisfræðilegar skýringar á hinu líffræðilega. Svo er það spurningin hvort hverjum og einum er úthlutað við fæðingu ákveðnu lífshlaupi Að raunhæfri niðurstöðu kemst maður víst aldrei hvort sem maður veltir þessu leng- Áður en Jón faðir Ólafar kvæntist átti hann dótturina Dag- björtu, f. 20. sept- ember 1906, d. 1. júlí 1996, með Ingi- björgu Arngríms- dóttur, f. 5.8. 1887, d. 12.6. 1977. Árið 1932,15. maí, gekk Ólöf að eiga Eirík Guðmundsson, f. 28. júní 1908 á Þrasastöðum í Stíflu, d. 9. maí 1980 í Reykjavík. Foreldr- ar Eiríks voru Guð- mundur Bergsson á Þrasastöð- um og kona hans Guðný Jó- hannsdóttir. Börn þeirra Ólafar og Eiríks, sem upp komust voru: 1) Sigurlína, f. 30. ágúst 1932 í Tungu, býr á Sleitustöðum í Hólahreppi, maki Þorvaldur Óskarsson bifvélavirki. 2) ur eða skemur fyrir sér. Þessum hugarórum var ég að velta fyrir mér þegar ég settist niður til að festa á blað nokkrar minningar um fóstursystur mína Herdísi Ólöfu eins og hún hét fullu nafni, en var ætíð kölluð Óla af öllum vinum og kunningjum og öðrum sem hana þekktu. Óla ólst upp í foreldrahús- um við hefðbundin sveitastörf þess Friðrik, f. 5. október 1934 í Tungu, rafv.meistari í Reykja- vík, maki Halla Jakobsdóttir talsímakona. 3) Jón, f. 30. apríl 1937 á Þrasastöðum, húsa- smiður í Kópavogi, maki Inge Marie sjúkraliði. 4) Leifur, f. 23. nóvember 1939 á Siglufirði kjötiðnaðarmaður, maki Alda Jónsdóttir. 5) Gylfi, f. 11. maí 1945 á Siglufirði bifvélavirki í Reykjavík, maki Stefanía Kristín Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur. 6) Jóhanna Sigríð- ur, f. 9. september 1946 á Siglufirði, maki Páll Helgason söngsljóri á Siglufirði. 7) Bergur, f. 22. janúar 1949 á Siglufirði, býr í Reykjavík. 8) Guðný, f. 9. maí 1951 á Siglu- firði, sjúkraliði í Reykjavík, maki Svavar Jónsson húsa- smiður. 9) Ása, f. 1. júní 1954 á Siglufirði, býr í Kópavogi. 10) Kristín, f. 4. júli 1955 á Siglufirði, sjúkraliði í Reykja- vík. Sambýlismaður Bragi Benediktsson. Útför Ólafar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 9. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. tíma. Eftir að hún giftist hóf hún búskap með manni sínum og bjuggu þau næstu 6 árin sveitabú- skap eða frá 1932-1938 er þau fluttu til Siglufjarðar. Þar kallaði handverkið á eiginmanninn, sem var húsasmíðameistari, og þar áttu þau heimili næstu 27 árin eða þar tii þau fluttu til Reykjavíkur. Nokkrum árum eftir að maður MATTHÍAS DANÍELSSON + Matthías Daní- elsson fæddist í Melkoti í Leirár- sveit í Borgar- fjarðarsýslu 21. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 3. september síðast- liðinn. Systkinin voru tíu en níu komust á legg. Foreldrar hans voru Daníel Ólafs- son og Steinunn Ólafsdóttir. Matt- hías var á barnsaldri þegar faðirinn lést. Ellefu ára að aldri kom hann að Skálpastöð- um í Lundarreykjadal þar sem hann ólst upp. í desember 1938 kvæntist Matthías Önnu Magnúsdótt- ur i Múlakoti í Lundarreykjadal. Þau bjuggu í Múla- koti frá 1938-1981. Börn þeirra eru: Anna Björk, fædd 1944, Steinar, fæddur 1946, Magnús, fæddur 1949 og Sigríður, fædd 1953. Matthí- as og Anna fluttu árið 1981 að Flúð- um í Hrunamannahreppi og hafa átt þar heimili síðan. Útför Matthíasar fór fram frá Hrunakirkju 7. september. Þegar ég hringdi í bróður minn á mánudagskvöldið til þess að segja honum frá því að við Björg hefðum eignast son það sama kvöld, færði hann mér þær fréttir að afi hefði verið fluttur á sjúkrahús þá um morguninn. Morguninn eftir lést afi og var því baráttan við dauðann stutt. Ég var sex ára gamall þegar ég var fyrst „sendur“ í sveitina í Borg- arfjörðinn til afa og ömmu. Fyrsta sumardvölin mín i Múlakoti var ekki mjög löng en ég átti eftir að + GUÐMUNDUR H. HELGASON, áöur Hjallalandi 1, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu Reykjavík 6. september. Aðstandendur. + Móðir okkar, LÍSBETH ZIMSEN, Kalmanstungu, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Kristófersdóttir, Ólöf Kristófersdóttir, Ólafur Kristófersson. dvelja þar næstu sjö sumur og var þá oft beðið með eftirvæntingu að komast sem fyrst í sveitina á vorin og ekki mátti missa af réttunum á haustin. Það var nefnilega þannig að við afi höfðum báðir mikið dá- læti á kindunum en afi var einstak- lega laginn og góður við allar skepnur og sérstaklega hafði hann gaman af hestum og kindum. Ég var því oftast með afa að stússast í kringum kindurnar, laga girðing- ar og sinna ýmsum störfum í sveit- inni og af honum lærði ég því mörg handtökin og nærgætni og natni við skepnurnar. Afi var lágvaxinn, grannur og léttur á fæti og alltaf var hann svo léttur í sinni þó hann væri ekki mikið fyrir að vera í fjölmenni, að minnsta kosti hin síðari ár. Hann vildi ekki að fyrir honum væri haft og lifði látlausu lífi en alltaf geisl- aði frá honum hlýja og umhyggja fyrir lífinu. Þegar afi og amma hættu bú- skap í Múlakoti fluttu þau að Flúð- um og voru það heilmikil viðbrigði fyrir afa en hann fann sér alltaf eitthvað nýtt til að dunda við. Hann lærði bókband og vann úr leðri og gaf sér góðan tíma til að lesa sög- ur og ljóð. Oft þegar maður kom í heimsókn á Högnastíginn sat amma með pijónana og afi las fyr- ir þau sögur eða ljóð, þ.e. ef hann var ekki líka að pijóna. Síðasta árið þurfti afi að leggj- ast nokkrum sinnum inn á sjúkra- hús í Reykjavík vegna lækninga á meini sem greindist síðastliðið haust. Þegar hann lá á sjúkrahús- inu og ég fór að hitta hann rifjuð- ust upp fyrir honum gamlar stund- ir frá því hann var ungur í vega- og brúarvinnu í Borgarfirðinum. Fræddi hann mann á gömlum vinnuaðferðum og sagði frá skemmtilegum atvikum sem hent höfðu hann og vinnufélagana. Elsku afi, það er sárt að kveðja þig en sárast þótti mér að þú skyld- ir ekki lifa það að sjá son okkar Bjargar sem kom í heiminn aðeins hálfum sólarhring áður en þú varst kallaður á braut, en ég veit að þú munt vaka yfir honum og vernda frá þeim nýja stað sem þér er ætlaður. Guð blessi þig. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig á þessari sorgarstundu. Matthías Bjarki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.