Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BALDVIN JÓNSSON + Baldvin Jóns- son hæstarétt- arlögmaður fædd- ist í Keykjavík 10. janúar 1911. Hann lést í Reykjavík 1. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Baldvinsson prent- ari, forseti ASÍ, bankastjóri og al- þingismaður, og Júlíana Guðmunds- dóttir húsfreyja. Fyrri kona Bald- vins var Guðrún Gísladóttir og áttu þau þrjú börn en síðari kona var Emilía Ingibjörg Samúelsdóttir. Þá átti Baldvin stjúpson. Baldvin varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og lauk prófi í lög- fræði frá Háskóla Islands árið 1937. Hann öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns árið 1940 og hæstaréttarlögmanns árið 1954. Baldvin starfaði sem fulltrúi hjá lögmanninum í Reykjavík á árunum 1937- 1940 og var um tíma fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Hann var lögfræðingur Búnað- arbankans á árunum 1940- 1942. Hann rak eigin málflutn- ingsstofu í Reykjavík frá árinu 1942 en í félagi við Reyni Karlsson hdl. frá árinu 1985 þar til stofan var sameinuð Það er kunn staðreynd að á upp- vaxtarárum hvers einstaklings *hiótast hann mjög af því fólki sem hann umgengst og ekki síst af þeim fyrirmyndum sem hann velur sér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja og umgangast Bald- vin Jónsson frá barnsaldri og hann varð mér fyrirmynd um margt. Baldvin tengdist fjölskyldu minni á þeim tíma er ég sleit barnsskón- um á Laugaveginum á sjötta ára- tug aldarinnar. Hann kvæntist þá ömmusystur minni Emilíu (Emmu) Samúelsdóttur. Hún lést árið 1994. Mikil og náin tengsl voru milli systranna, ömmu minnar og Emmu, og náðu þau góðu tengsl einnig til afkomenda þeirra, þannig að við lá að hægt væri að tala um "éina stórfjölskyldu. Samgangur var mikill og heimboð, formleg og óformleg, voru mörg. Á þeim árum virtist fólk hafa meiri tíma til slíks. Okkur börnunum í fjölskyldunni þótti strax mikið til Baldvins koma. Hann var einstaklega barngóður og naut sín ætíð best í návist smá- fólksins að því er manni fannst. Er fullorðna fólkið sat í stofu og ræddi stjórnmál eða efnahagsmál hélt Baldvin sig gjarnan hjá okkur krökkunum, spjallaði við okkur, spilaði eða tefldi. Kímnigáfa Baldvins var rómuð. Hann gat verið mjög stríðinn, en þó aldrei á þann hátt að hann særði - neinn. Ótal sögur eru til af glettni hans og tilsvörum og bera þær all- ar vitni um nokkuð sérstætt en mjög skemmtilegt skopskyn hans. Leiðir okkar Baldvins áttu svo áfram eftir að liggja saman á ýms- um sviðum eftir að ég komst á unglings- og síðan fuuorðinsár auk fjölskyldutengslanna, sem áður er getið. Hann var formaður banka- ráðs Landsbanka íslands, er ég vann þar sem sendill í minni fyrstu sumarvinnu. Þá kynntist ég hversu mikillar virðingar og vinsælda ^JBaldvin naut þar á bæ. Baldvin æfði og spilaði badminton stóran hluta ævi^ sinnar eða vel fram yfir áttrætt. í meira en aldarfjórðung hittist hópur badmintonspilara á hverju sunnudagskvöldi í Vals- heimilinu. Forvígismennþessa hóps voru auk Baldvins þeir Ulfar Þórð- arson augnlæknir, Tage faðir minn **og Kornelíus Jónsson úrsmiður. lögmannsstofu Jón- atans Sveinssonar hrl. og Hróbjarts Jónatanssonar hrl. undir nafninu Al- menna málflutn- ingsstofan hf. Bald- vin átti sæti í bank- aráði Landsbank- ans, fyrst sem vara- maður, síðar að- almaður og var hann formaður ráðsins frá 1959 til ársloka 1972. Hann var varamaður í flugráði um árabil, átti sæti í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavikur og var formaður sfjórnar á árunum 1952-1978 og hann sat í fjárhagsráði á árunum 1949-1953. Baldvin átti sæti í miðstjórn Alþýðu- flokksins og sat í fram- kvæmdastjórn flokksins, þar af var hann formaður í fjögur ár. Hann var formaður Flug- málafélags íslands, átti sæti í stjórn Sogsvirkjunar og í stjórn Landsvirkjunar. Baldvin var sæmdur gullmerki Flug- málafélags íslands árið 1965, riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1970 og gull- merki Flugbjörgunarsveit- arinnar árið 1990. Utfðr Baldvins fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 9. september, og hefst athöfnin klukkan 15. Mín fyrstu kynni af hinni göfugu badmintoníþrótt voru með þessum hópi og fengum við þeir yngri þar góða kennslu og hvatningu frá þeim eldri og reyndari en þarna var þó leikgleðin höfð í öndvegi. Baldvin var alltaf kallaður „foring- inn", enda stjórnaði hann niðurröð- un á vellina af röggsemi. Baldvin og Emma áttu sumarbú- stað í Mosfellsdal, skammt frá sum- arbústað fjölskyldu minnar. Sam- gangur var þar að sjálfsögðu einn- ig mikill á sumrin, einkum áður fyrr er gjarnan yar dvalið sumar- langt í sveitinni. í báðum bústöðun- um var trjárækt mikið stunduð og þar eru fallegir skógarlundir. Það var ætíð ánægjulegt að sækja Bald- vin þar heim og spjalla við hann um skógræktina. Baldvin var mjög greindur mað- ur og fróður. Hann gegndi fjölda- mörgum trúnaðar- og embættis- störfum eins og greint hefur verið frá annars staðar. Hann gat notið sín innan um ráðherra og þjóðar- leiðtoga en leið ekki síður vel í vinnugallanum við jarðræktarvinnu í sumarbústaðnum sínum. Hann var þar síðast nú í sumar og sem fyrr óþreytandi við endurbætur og gróðursetningu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég kveðja góðan vin, sem verður sárt saknað. Páll Ammendrup. Baldvin og Emilía voru áratug- um saman ómissandi í félagsskap jafnaðarmanna í Reykjavík. Hann var alvörugefinn og íhugull en fróð- ur og áhugasamur, þegar eftir var leitað. Hún var glaðvær og gáska- full, lífið og sálin í félagslífínu. Hennar var sárt saknað þegar hún féll frá í október 1994. Þa.ð varð Baldvini mikill missir. Ég þóttist sjá það í fari frænda míns að hann hafði misst gleði sína. Alþýðuflokkurinn og Baldvin Jónsson áttu lengi samleið. Hann var sonur Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins og ástsælasta leiðtoga hans frá öndverðu. Sú lífsreynsla að alast upp á heimili stjórnmálamanns nægir flestum til að forðast að feta í þau fótspor. Þrátt fyrir laganám og góða málflutningshæfileika lét Baldvin sér nægja að leggja mál- staðnum lið að tjaldabaki. Alþýðuflokkurinn sýndi honum mikinn trúnað og traust. Hann átti sæti í miðstjórn flokksins í meira en tvo áratugi og var um skeið formaður framkvæmdastjórnar. Af hálfu flokksins átti Baldvin sæti í fjölmörgum opinberum nefndum og ráðum. í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur í 20 ár, í ríkiskatta- nefnd í 27 ár, í bankaráði Lands- bankans í 19 ár, í stjórn Landsvirkj- unar í 22 ár og þar áður í stjórn Sogsvirkjunar í áratug. í Lands- kjörstjórn átti hann sæti frá 1978. Jón Baldvinsson stofnaði á sínum tíma Alþýðubrauðgerðina, til að tryggja alþýðuheimilum Reykjavík- ur ódýrt brauð á kreppuárunum. Baldvin sýslaði um þær eignir sein- ustu áratugina. Ævistarf Baldvins Jónssonar var lögmannsstarfið. Hann var sjálf- stætt starfandi lögmaður í Reykja- vík í 56 ár. Nú er þeim málflutn- ingi lokið. F.h. Alþýðuflokksins þakka ég Baldvini fyrir málflutning í þágu góðs málstaðar og flyt af- komendum hans öllum samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Kveðja frá Landsbanka íslands Eins og að líkum lætur hefir Landsbanki íslands haft á að skipa í bankaráði sínu um meira en aldar- skeið ýmsum af fremstu mönnum þjóðarinnar í stjórnmálum og at- vinnumálum. Pormennsku í banka- ráði Landsbankans hafa ýmsir af þekktustu þjóðmálaskörungum gegnt, svo sem Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson og í ráðinu um lengri og skemmri tíma setið menn á borð við Ólaf Thors og Jónas Jónsson frá Hriflu. Sá maður, sem lengsta setu mun hafa átt i bankaráði Landsbanka íslands er genginn fyrir ætternis- stapann, Baldvin Jónsson, lögmað- ur. Hann átti sæti í bankaráðinu í hartnær aldarfjórðung, eða frá árs- byrjun 1952, allar götur til ársloka 1976, þar af sem formaður banka- ráðsins frá 21. september 1959 til 31. desember 1972. Landsbankinn á því nú á bak að sjá manni mikill- ar sögu S bankanum, og farsællar um málefni hans. Sá sem hér heldur á stuttum rit- stíl átti þess ekki kost að starfa með Baldvini að málefnum bank- ans, en kynntist við hann síðar og fann þá hversu annt honum var um bankann og bar velferð hans fyrir brjósti. Samstarfsmenn Bald- vins í bankanum lýsa honum sem liprum samningamanni, yfirlætis- lausum og vinföstum. Það kann að vera að dýpri spor hafi aðrir stigið í sögu Landsbankans en Baldvin Jónsson, en auðveldlega má rekja slóð hans, sem vörðuð er góðvild í garð viðskiptavina og umhyggju fyrír starfsfólki bankans. Baldvin Jónsson er kvaddur af Landsbanka íslands með virðingu og þökk. Sverrir Hermannsson. Baldvin Jónsson lögmaður var einn hornsteina þeirra sem flug okkar fslendinga var reist á. Hann var einn af hollvinum flugsins og vildi veg þess ætíð sem mestan, hvort sem um var að ræða atvinnu- starfsemi eða áhugamennsku. Baldvin fékk snemma áhuga á flugi, lét sig flugmál mikið varða og fylgdist grannt með þróun og framgangi þeirra bæði hér og er- lendis. Það sem dró hann mest að því var, að hann vildi auka öryggi þess sem mest. Hann var gætinn maður og flanaði ekki að neinu. Því var það mikils vert að hann var skipaður í flugráð við stofnun þess í júlí 1947, en þar sat hann um langt árabil og hæfileikar hans nýttust vel. Baldvin var einn stofnenda Flug- málafélags íslands og forseti þess í 8 ár og hann var sæmdur gull- merki félagsins árið 1965. Baldvin var einnig einn stofnenda Flug- björgunarsveitarinnar og hann stjórnaði aðalfundum sveitarinnar allt fram til ársins 1995. Baldvin var heiðursfélagi sveitarinnar og hann var sæmdur gullmerki hennar árið 1990. Baldvin Jónsson tók einliðaflug- próf árið 1946 og síðan einkaflug- próf, sem hann hélt í gildi fram undir 1960. Árið 1946 keyptu Bald- vin og þrír félagar hans, sem allir voru áhugamenn um flug og flug- mál, eina af fyrstu einkaflugvélun- um sem skráðar voru hér á landi og hún bar upphafsstafi þeirra fé- laga, TF-BLU. Þetta var tveggja sæta og opin flugvél af gerðinni Miles Magister, sem þeir keyptu af Reading-flugskólanum í Bret- landi, en þar hafði einmitt Úlfar Þórðarson, einn þeirra félaganna, Iært flug árið 1932. Það voru glað- ir og reifir ungir menh sem þar svifu um loftin blá með hvítan tref- il um hálsinn á flugvél sinni sem reyndist hið mestahappafley. Bald- vin rak lögmannsstofu í Reykjavík í fjölda ára og sinnti ótal trúnaðar- störfum, bæði opinberum og á öðr- um sviðum. Þeirra starfa verður vafalaust minnst af öðrum sem þar þekkja betur til. Það er mjög merki- íegt að maður eins og hann, önnum kafinn í óskyldum málum svo sem stjórnmálavafstri, lögfræðistörfum og bankamálum, skógrækt og land- vernd, skuli hafa gefið sér tíma til þess að sinna fluginu eins vel og hann gerði á langri ævi. Auk fjölda trúnaðarstarfa í stjórnmálaflokki sínum og öðrum félögum sem hann starfaði í, var Baldvin mikill áhuga- og framkvæmdamaður á sviði skógræktar og heftingu uppfoks og um landgræðslu. Það er kunnugt, að erlendir menn sem höfðu samskipti við Baldvin svo sem í bankamálum, mátu hann umfram aðra, þó fyrst og fremst vegna mannkosta hans. Baldvins verður lengi minnst sem drengskaparmanns. Baldvin hafði mjög vítt sjónsvið og naut sín á mörgum sviðum. Baldvin var mjög hæglátur maður. Hann hafði græskulausa kímnigáfu sem vinir hans, sem nú hafa misst einn sinn besta félaga, nutu í ríkum mæli. Að leiðarlokum vilja sam- starfsmenn fyrr og síðar hjá Flug- málastjórninni með þessum orðum votta fjölskyldu Baldvins dýpstu hluttekningu og samúð við þennan mikla missi sem þau hafa orðið fyrir. __ Úlfar Þórðarson, Skúli Jón Sigurðarson. Það mun hafa verið rétt fyrir áramótin 1982/1983 sem undirrit- aður kynntist Baldvini Jónssyni. Undanfari þess var sá að ég hafði löngun til þess að leggja fyrir mig lögmennsku, þá 26 ára nýút- skrifaður lögfræðingur. Renndi ég nokkuð blint í sjóinn en ákvað að ganga á milli lögmannsstofa og leita fyrir mér um möguleika á starfi. Meðal þeirra fyrstu sem ég talaði við, var Baldvin, sem þá rak lögfræðistofu að Kirkjutorgi 6. Tók hann mér strax vel og bauð mér aðstöðu á skrifstofu sinni. Ég mætti „praktisera" sjálfur og greiða leigu með því að inna fáein verk af hendi fyrir hann. Þóttu mér það ágæt skipti. Sjálfur hafði hann á þessum tíma nokkuð dreg- ið úr lögfræðistörfum, en seta hans í stjórn Landsvirkjunar og áhugamál því tengd, áttu hug hans allan. Smám saman þróaðist samband okkar í ágæta vináttu og frekara samstarf með auknum verkefnum. Fór svo að á árinu 1985 stofnuðum við formlega Lögmannsstofu Bald- vins og Reynis sf., en Baldvin var þá orðinn 74 ára gamall. Var eng- an bilbug á honum að finna og starfsþrekið þá að mestu óskert. Fann ég lítið fyrir aldursmuninum enda var Baldvin í mínum huga aldrei „gamalmenni" þrátt fyrir háan aldur og fylgdist ávallt vel með. Þá var honum lagið að gera engan mannamun, hvort sem í hlut áttu börn eða fullorðnir, háir eða lágir. Vegna aukinna verkefna ákváð- um við að flytja starfsemina og fór svo að árið 1989 keyptum við hús- næði að Háaleitisbraut 58-60. Hafði ég á tilfinningunni að Bald- vin hefði í raun aldrei verið sáttur við þá ráðstöfun. Hann saknaði gamla miðbæjarins þar sem hann hafði unnið meira og minna við lögfræðistörf í nálægt hálfa öld. Árið 1992 ákváðum við að sam- eina lögmannsstofu okkar lög- mannsstofu feðganna Jónatans Sveinssonar og Hróbjartar Jónat- anssonar. í félagi við þá stofnuðum við Almennu málflutningsstofuna hf. Fyrsta starfsár félagsins tók Baldvin fullan þátt í störfum þess, en dró sig síðan út úr því. Síðustu árin sinnti hann eigin hugðarefnum auk þess sem hann vann við að ljúka ýmsum málum frá löngum lögmannsferli. Svo krefjandi sem lögmannsstörf eru, má sæta furðu að Baldvin skyldi endast í þeim svo lengi sem raun ber vitni. Virðist hafa búið í honum ótrúleg orka og honum ver- ið einstaklega lagið að fást við þau störf. Við sem unnum með honum búum að reynslu hans og vináttu. Fyrir það ber að þakka. Fyrir mína höncj og annarra eig- enda og starfsfólks Almennu mál- flutningsstofunnar, sendi ég börn- um hans og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Reynir Karlsson. Baldvin var persónugervingur Alþýðuflokksins. Hann var alinn upp í honum, baráttunni, hugsjón- unum, sigrum og ósigrum. Faðir hans var einn af stofnendum flokksins og fyrsti formaður. Hver einasti alþýðuflokksmaður var hluti af Baldvini, gat leitað til hans, þegið ráð og styrk. Baldvin var einn fórnfúsasti maður sem ég hef kynnst. Seinni kona Baldvins var Emilía heitin Samúelsdóttir, sem lengi vann á Alþýðublaðinu, stjórnaði skemmtinefnd Alþýðuflokksfélags- ins og varð svo formaður félagsins. Saman voru þau gleði og skjól allra alþýðuflokksmanna. Hvað sem bjátaði á var hringt í Emilíu eða Baldvin og þau lögðu á ráðin. „Hann Baldvin bjargar þessu," var viðkvæðið hjá Emilíu. Hversu margir voru þeir ekki sem stigu sín fyrstu spor í einkafjármál- unum undir traustri leiðsögn Bald- vins? Hversu margir voru þeir einn- ig ekki sem hann tók í hönd sér til atvinnu og bjargálna? Baldvin var jafnan formaður nefndanefndar Alþýðuflokksins á þingum hans og þar voru oft lögð fyrstu drög að farsæld ákvarðana, stefnumótun og þátttöku í stjórn lands- og sveitarfélaga. Einstakl- ingar skipta nefnilega máli í stjórn- málum, þótt hugsjónin sé ein. Bald- vin var sérstaklega mannglöggur og skynjaði hæfileika manna á ör- skotsstundu. Miklir einstaklingar breyta um- hverfi sínu. Baldvin hafði þá hæfi- leika að öllum leið vel í návist hans. Hann hafði stórkostlega kímnigáfu og stundum brotnuðu brotsjóir æsinga og tilfinninga svo gersam- lega niður í ekki neitt við eitt til- svar frá honum að eftirminnilegt er. Hin uppveðraða persóna líka miklu glaðari að vera orðin róleg heldur en með öll þessi læti. Þá brosti Baldvin því hann hafði sér- stakan unað af því að létta fólki byrðarnar. Sem strákur í Alþýðuflokknum naut ég strax Baldvins og Emilíu. Ævinlega stóðum við saman gegn- um þykkt og þunnt. Ég finn fyrir sárum missi og svo er um marga flokksmenn. Eg votta bömum Baldvins, fóstursyni, fjölskyldunni allri, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Sá algóði Guð, sem blés mannkyninu von, gleði og kærleika í hjarta veiti nú Baldvini mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.