Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 35
Hf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR8.SEPTEMBEK1996 35 MINNIIMGAR 4 • i • 4 BJORN ÞORKELSSON + Björn Þorkels- son fæddist við Grensásveg hér í Reykjavík 16. ág- úst 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástríður Ingi- björg Björnsdóttir, f. í Reykjavík 10. janúar 1902, húsfrú á Litlu- Grund við Grensás- veg, d. 30. júlí 1951 og maður hennar 19. apríl 1924 Þorkell bóndi, f. 10. desember 1900, Helgason í Litlabæ á Akranesi, d. 20. desember 1986. Börn þeirra voru: Guðrún Helga, Björn, Þorkell Máni, Þorgeir, Sigríð- ur, Þormóður, Gunnvör, Hann- es pg Auður Sesselja. Útför Björns fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. þessa mánaðar kl. 13.30. Björn Þorkelsson verkstjóri, vin- ur og venslamaður, á höfuðdags- morgun kvaddir þú okkur öll, son þinn Jóhann Dag og barnabörn, systur þínar, bræður og vini og hélst inn í eilífðina. Sumarið var allt í einu liðið og komið haust hljóðlátt eins og þú en svolítið svalt og þungbúið fyrir þá sem eftir lifa og sakna hér vinar í stað. Svo feg- in hefðum við viljað fá að njóta návistar þinnar sem lengst því þannig varst þú af guði gerður. En undir vissum kringumstæðum vitum við ekki hvers biðja ber. Andlát Guðmundu Guðmundsdótt- ur, konu þinnar, og allt hennar stríð áður en yfir lauk, svo og þitt eigið heilsuleysi tóku smátt og smátt að móta viðhorf þitt til lífs- ins í þessum harða heimi. Forsjón- in leggur sumum svo þungar byrð- ar á herðar að við þær verður tæpast ráðið. En þú varst ekki einn af þeim sem lagðir árar í bát strax þótt á móti blési, heldur kaust þú að heyja þitt stríð sem hetja til hinstu stundar. Það stendur ein- hvers staðar að dauðinn verði uppsvelgdur í sigur. Ég skil það svo að lífið hafi alltaf sigur yfir dauðanum og sé það rétt, sem við verðum flest að vona, ert þú kom- inn heim til hennar sem þú unnir mest allra manna og þar hefur hún tekið fagnandi á móti þér eftir þónokkurn aðskilnað og erfiðleika þína við einsemd og ólæknandi sjúkdóm. Ég held að við höfum sumir hverjir fundið eins og þú að hverju fór, þótt þú segðir aldrei neitt. Sonur þinn og barnabörn hafa að sjálfsögðu stytt þér stund- ir með léttu hjali og glaðværum hlátri á meðan þú hafðir heilsu til að tileinka þér það því oftast er nú huggun að brosmildum börnum. Við vorum svilar, Björn, eins og það er orðað og kynni okkar urðu því náin og þótt við fengjumst ekki við sömu störfin unnum við samt hjá sama fyrirtækinu í ára- tugi. Hitaveita Reykjavíkur varð okkar starfsvettvangur, þinn frá því að þú hófst störf sem ungur maður og þar til starfsævinni lauk fyrir tveimur árum, minn frá því að ég og fjölskylda mín flutti til borgarinnar árið 1958, að tveimur árum undanskildum og til starfs- loka. Er ég kom þarna til starfa varst þú þegar orðinn verkstjóri í einum af vinnuflokkunum sem unnu við undirbúning að hitaveitulögnum og allt sem þú komst nærri fór þér vel úr hendi, bar smekkvísi þinni ljósan vott. Þú þoldir ekki fljót- færnislegan frágang og að öðrum ólöstuðum var alltaf auðvelt að koma timburmótunum fyrir á þeim svæðum sem þú og þinn flokkur höfðuð undirbúið. Nokkru síðar létu svo forráðamenn stofnunarinnar breyta aðferðunum við skurðgröftinn, hakinn og skóflan urðu smátt og smátt að víkja fyr- ir stórvirkum vinnu- vélum og þar með var vinnuflokkunum líka fækkað. Nokkrir stóðu þó þessar breyt- ingar af sér og þar á meðal þú. Stærstu verkin voru svo boðin út og brátt fóru að birtast ný andlit sem komu og fóru, allt eftir því hvaða tilboð- um var tekið. Eftir þessar breyt- ingar var sem svifi annar andi yfir vötnunum, kynni manna urðu einhvern veginn öðruvísi. Þó mun þessi breyting hafa flýtt mjög fyr- ir því að koma hitalögnunum sem víðast um borgina á styttri tíma en með gömlu aðferðinni. Bylting, sögðu menn og byltingar eru kannski góðar en þeim hættir til að hrifsa eitt og annað með sér sem við megum helst aldrei án verða. En allar þessar breytingar eru löngu liðin tíð og þýðingarlaust að fást um það. Lífið fer sína leið, fleygir hinu gamla en fær sér í staðinn eitthvað nýtt til að fást við. Ég minntist hér að framan á smekkvísi þína, en þér var einnig í blóð borin listhneigð, sást hana stundum í ólíklegustu hlutum og bjóst til margs konar skreytingar úr járni og kopar, þurrkaðir blóm og blöð og breyttir þeim í eins konar skrautmuni, sem þú gafst svo vinum og kunningjum. Munu margir eiga slíka muni eftir þig og hafa ánægju af. En bak við allt okkar bjástur í þessum heimi býr dauðinn og bíð- ur þess að flytja okkur eitt og eitt yfir landamærin, hvernig sem okkur hefur vegnað hérna megin. Hann fer ekki í manngreinarálit og vinnur verk sitt oft þá mann varir síst. Og nú ert það þú, Björn minn; sem hann hefur gripið með sér. I lífinu varst þú lítið gefinn fyrir orðaglamur og þess vegna þykist ég vita að þú kærir þig lít- ið um langt mál varðandi ævi þína og störf. Ég þakka þér því hér með fyrir samveruna á þessari jörð og fyrir mildina sem þú sýnd- ir í hverju máli. Guð fylgi þér og gefi ástvinum þínum öllum sinn frið. Haraldur Stígsson. Bjössi, eins og allir kölluðu afa, var besti afi sem hugsast getur. Alltaf tilbúinn að hjálpa okkur þó stundum gæti hann verið þreytandi og leiðinlegur. Við systkinin elskuðum hann ofurheitt og sökn- um hans mikið. Afi var mikið fyrir föndur og má nefna helst áhuga hans á fiskroði, en úr því bjó hann til m.a. rósir, bókamerki og fiðr- ildi. Fórum við oft með afa og ömmu í ferðalög og er okkur í fersku minni ferð austur fyrir Sel- foss, þar sem við vorum í sumarbú- stað með þeim. Var farið í bíltúra og margt sniðugt og fallegt skoð- að. Var gist í eina nótt í gömlum torfbæ en morguninn eftir var mjólkin frosin þannig að ekki var hægt að nota hana út á morgun- kornið eða fulamatinn eins og afi kallaði það. Einnig sáum við bát sem keyrði á þurru landi og fannst okkur það mjög skrýtið. Amma okkar hún Munda lést 15. október 1992, þannig að tæp fjögur ár liðu þangað til afi hitti hana aftur. Afi og amma! Ef þið heyrið í okkur söknum við ykkar ofboðs- lega mikið. Megið þið hvíla í friði og Guðs nafni. Ykkar barnabörn, Jón Kristófer Jóhannsson, Kristjana Margrét Jóhannsdóttir. Fyrstu kynni mín af Bjössa voru þegar ég var lítill snáði að koma til Reykjavíkur með foreldrum mínum og systkinum, en móðir mín og kona Bjössa, Munda, voru systur. Strax þá varð maður var við góðmennsku hans, ekki ein- göngu gagnvart mér, heldur öllum, að mér fannst. Og þegar maður þurfti að skreppa suður var oftast gist hjá þeim hjónum og alltaf fannst manni maður jafn velkom- inn og minnist ég þess alltaf hve mikið þau gerðu fyrir mig er ég þurfti að dveljast í Reykjavík eftir slys sem ég varð fyrir hér fyrir vestan, þá aðeins unglingur, og má segja að með okkur Bjössa hafi myndast djúp vinátta á þess- um tíma sem hefur haldist æ síð- an. Ekki minnkaði gestrisnin eftir að ég var búinn að fá mér konu og eignast barn, við vorum alltaf jafn velkomin. Bjössi var mjög handlaginn og dundaði sér við að gera ýmsa muni úr sjávarfangi, þó aðallega úr steinbítsroði og ekki vantaði sköpunargáfuna. Þessa muni var hann ekki að búa til til að selja, heldur gaf hann þá og prýða nokkrir munir íbúð okkar hjóna. Bjössi missti konu sína, Guð- mundu, 1992, eftir langvarandi og erfið veikindi og lýsir sá mikli stuðnignur sem hann veitti henni á sjúkrabeði meir en nokkur orð hans innra manni og góðmennsku. Bjössi vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur fyrst þegar ég man eftir honum, þá sem verkstjóri úti og eftir að hann fór að kenna krankleika var honum fengin létt- ari vinna inni. Bjössi starfaði hjá Hitaveitunni til 70 ára aldurs. Þá voru veikindi farin að taka tölu- verðan toll af starfsþreki hans en, rólyndi og æðruleysi minnkaði ekki. Eftir að Bjössi missti konu sína 1992 kom hann einu sinni í heim- sókn til okkar til Bolungarvíkur og fórum við til Skálavíkur í sum- arbústað, sem fjölskylda mín á þar. Þá fór hann með mér einn sjóróður á handfæri og þótti gam- an. Hann dáðist mjög að vest- firskri náttúru og að sjá fjöllin him- inhá og snarbrött koma í Ijós út úr þokunni. Hann átti ekki til orð og allir þessir fuglar sem hringsól- uðu kringum bátinn eða biðu á sjónum eftir því að fiskur veiddist og hann yrði slægður, því þá hæf- ist kapphlaupið hver næði því sem sjómaðurinn henti. Við kveðjum mjög góðan og náinn vin. Blessuð sé minning þín. Þá vottum við þér, Jóhann Dagur, og börnum þínum okkar dýpstu samúð. Bæring, Grazna og Einar Patrick. Blónumtofa Friðjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík- Sími 5531099 Opið Öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. SkreyUngar fyrír óll tilefni. Gjafavörur. PV:.% ÞORIR BENEDIKTSSON + Þórir Bene- diktsson iðn- verkamaður fædd- ist á Hlíðarenda í Bárðardal 28. nóvember 1913. Hann lést á Landa- kotsspítala 28. ág- úst síðastliðinn og fór útf ör hans fram frá Fossvogskirkju 4. september. Elsku afi, það er erfitt að horfast í augu við að þú sért ekki hér lengur. Þegar ég kem í heimsókn næst í Melgerðið verður þú ekki þar. En afi minn, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú, og þar er engan sársauka að finna. Ég geymi þig í minning- unni eins og þú varst meðan þú varst heill heilsu. Eg vildi samt ^P*^ að ég hefði getað hitt þig áður en þú fórst, faðmað þig og sagt þér hversu mikið mér þykir vænt um þig. Þakklátust er ég þó fyrir að þú gast séð litla strákinn okkar Valgeirs, Gabríel Dag, sem biður guð að geyma langafa sinn. En við eigum eftir að hittast aftur, afi minn. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. t Hjartans þakkir sendum við öilum þeim sem auðsýndu okkur vinsemd, samúð og hjálpsemi við andlát og útför, SIGURÐAR ARNÞÓRS ANDRÉSSONAR Stapasíöu 5, Akureyri, Guð blessi ykkur. Sigríður Garðarsdóttir og fjölskylda t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturföður míns, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS EYJÓLFSSONAR húsasmíðameistara, Grenimel 4. - •' j*?^ Ik, ^2 Sæmundur Bjarkar Árelíusson, Ása Laufey Sæmundsdóttir, Jón Óskar Sæmundsson, Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir, Stefanfa Guðrún Sæmundsdóttir, og barnabarnabörn. Asdís Hildur Jónsdóttir, Sigríður Ólöf Sæmundsdóttir, Karólína Einarsdóttir, Jón Ari Helgason, Bragi Vilhjálmsson t Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, dr. med. STEFÁNS HARALDSSONAR fyrrverandi yf irlæknis, Laufásvegi 63, Reykjavfk. Sveinrún Árnadóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Hjörtur Sigvaldason, Stefán Hjartarson, Andri Hjartarson. t Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EMILS GfSLASONAR. Guð blessi ykkur. Asdís Gunnarsdóttir, Hulda Emilsdóttir, Jón Einarsson, Þóra Emilsdóttir, Helgi Briem, íris Ingunn Emilsdóttir, Sigurður Grétarsson, Auður Ósk Emilsdóttir, Eirikur Árnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.