Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR HERDIS JONSDOTTIR BIERING + Herdís Jóns- dóttir • Biering fæddist á ísafirði 6. október 1919. Hún andaðist 2. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Hróbjarts- son kennari, f. 14. júlí 1877, d. 29. ág- úst 1946, og Rann- veig Samúelsdóttir, f. I.júníl878, d. 14. Janúar 1945. Herdís giftist Gunnari Biering lækni 25. apríl 1958. Dætur þeirra eru tvær: Hulda, kennari, gift Mar- geiri Gissurarsyni, og Rann- veig, sjúkraliði og búfræðingur, gift Sveini Þorsteinssyni. Synir Huldu eru tveir: Jón Gunnar og Bjarni. Dætur Rannveigar eru þrjár: Herdís, Kristín og Lára. Herdís lauk námi við Hjúkrun- arskóla íslands 1952. Hún starf- aði við Landspítalann um eins árs bil en fór því næst til Banda- ríkjanna. Þar starfaði hún við hjúkrun við Midway Hospital, St. Paul. Minnesota 1953-1954 er hún hóf nám í barnahjúkrun, barnasálarfræði og deildarstjórnun við University of Min- nesota Hospitals. Lauk því námi 1956 en hún starfaði áfram við sjúkra- húsið fram til ársins 1957oghófþáaftur störf við Midway Hospital fram til vorsins 1958. Herdís kenndi barnahjúkr- un við Hjúkrunar- skóla íslands 1959- 1960. Hún var í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur 1960-1963. Hún var ein af fyrstu kennurum við Námsbraut í In'úkrunarfræðum við Háskóla íslands og kenndi þar verklega hjúkrun. Jafnframt vann hún almenn hjúkrunarstörf við Borgarspítalann i Reykjavik og Landakotsspítala ásamt með erilsömum húsmóðurstörfum. Útför Herdísar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 9. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil minnast tengdamóður minnar Herdísar Jónsdóttur Biering, sem verður sart saknað. Ég kynnt- ist Heddu, eins og hún var jafnan kölluð af sínum nánustu, fyrir um 20 árum, er ég kom í Hvassaleitið þar sem þau hjónin hún og Gunnar þá bjuggu. Ljóst var frá fyrstu kynnum að þar færi stórveldi sem geislaði af kímni, gleði og hlýju. Það var alltaf gott að heimsækja Beddu og Gunnar. Oftar en ekki 'vár blásið til matarboðs þar sem fjölskyldan hittist og farið var yfir gang mála. Hedda var þá jafnan hrókur alls fagnaðar og óspör á að láta sínar skoðanir ljós á milli þess sem hún töfraði fram hinar dýrustu kræsingar. Ef einhver móðgaðist, var það allt fyrirgefið að máltíð lok- inni Slíka töfra hafði hennar matur. Á erfiðum tímum var yfírleitt leit- að til Heddu og Gunnars þar sem sest var yfir kaffibolla og málin rædd. Hún hlustaði, skildi og gaf manni svo aukinn kraft til að takast STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA &. KRINGLU á við vandann á nýjan leik. Oftar en ekki var þó einungis sest niður og dægurmálin rædd. Þessara heim- sókna mun ég sakna þar sem Hedda gaf manni nýja vídd í málefnin. Herdís var Isfirðingur fram í fing- urgóma þó svo hún hafi einungis búið þar stuttan hluta ævinnar. Henni var einkar lagið að tengja ættir manna til ísafjarðar og ósjald- an voru ættir heilu ríkisstjórnanna og helstu ráðamanna þjóðfélagsins raktar til þess svæðis. Það má vel vera að ekki sé nauðsynlegt að eiga ættir að rekja til norðanverðra Vest- fjarða til að vera stórmenni, en engu að síður var Herdís lifandi sönnun þess að það er ekkert verra. Þegar kemur að hinstu kveðju er margt sem kemur í hugann og manni finnst að stundir okkar sam- an hefðu mátt vera fleirri, sérstak- lega síðustu daganna. En þær stundir sem við áttum voru ánægju- legar og þeirra mun ég minnast af þakklæti. Blessuð sé minning Herdísar. Margeir Gissurarson. Elsku amma. Manstu gömlu góðu dagana í Goðheimunum? Þær stundir sem við áttum saman þegar við fengum að snúa stofunni við og leika okkur og ærslast, þess á milli gafstu okkur nammi og sýndust birgðirnar aldrei þverra. Við eigum eftir að sakna þín í öllum ferðalögunum og matarboð- unum sem við eigum eftir að fara í. Þó eigum við mjög mikið eftir að sakna þess að fá ekki fískirönd og brauðið þitt góða. Þær síðustu stundir sem við átt- um með þér munum við varðveita vel í minningu okkar um þig og erum við fegin að hafa getað kvatt Þig- Við elskum þig heitt og mun sú tilfinning aldrei dofna. Þegar einhver minnist á þig eða talar um þig munum við alltaf muna eftir þér sem bestu ömmu og besta vini sem nokkur manneskja getur eignast. Með kveðju frá barnabörnunum þínum. Jón Gunnar og Herdís. Á kveðjustund vinkonu minnar, Herdísar Jónsdóttir Biering, hjúkr- unarkonu, koma fram í hugann myndir og minningar, sem ná yfir 47 ára tímabil. Upphaf af okkar kynnum var veturinn 1949 þegar við vorum báð- ar nemendur í Hjúkrunarskóla ís- lands á heimavist. Við bjuggum á þriðju hæð Landspítalans og urðu samverustundirnar margar og skemmtilegar og mjög náinn vin- skapur. Það var á haustmánuðum 1957 sem ég hóf störf sem hjúkrunarkona á Midway Hospital í St. Paul, Minne- sota, en þar vann Herdís og var hún í miklum metum vegna frábærrar þekkingar og góðrar menntunar sem hún hafði notið bæði hér heima og úti í Minnesota. Herdís var í mörg ár vestan hafs og bjó þá hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar, Valdimar Björnssyni, fjár- málaráðherra í Minnesotaríki. Sérnám Herdísar var barnahjúkrun, HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitis Apótek enda var hún með afbrigðum barn- góð og elskuð af öllum sínum systra- börnum og dætrum, þeim Huldu og Rannveigu og barnabörnum. Herdís giftist eftirlifandi manni sínum, Gunnari Biering, barna- lækni, 25. apríl 1958 og um vorið það ár fara þau til íslands með litlu dóttur sína Huldu og hafa búið hér í Reykjavík síðan. Þau eignuðust fagurt heimili og aðra dóttur, Rann- veigu. Herdís vann við hjúkrunarstörf bæði á Landakotsspítala og á Borg- arspítalanum, eins við kennslu við Hjúkrunarskóla íslands og Náms- braut í hjúkrun við Háskóla íslands. Mér fannst Herdísi prýða allir þeir eðliskostir sem nauðsynlegir eru góðri hjúkrunarkonu. Herdís var einstaklega góð kona, elskuð og virt af öllum sjúklingum og starfsfólki sem kynntust henni. Að leiðarlokum er söknuðurinn sterkastur, baráttunni er lokið við ólæknandi sjúkdóm, en Herdís lést á heimili sínu 2. september sl., umvafin fjölskyldu sinni, eiginmanni og dætrum. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Herdísar J. Biering. Guðrún Margeirsdóttir. Nú er elsku vinkona mín, hún Hedda Biering, búin að fá hvíldina. Herdís Jónsdóttir Biering lést að- faranótt mánudagsins 3. september, í faðmi fjölskyldunnar, Gunnars Biering og dætranna Huldu og Rönnu. Það var hennar hjartans ósk að eiga þessar síðustu hljóðlátu og kærleiksríku stundir með þeim. Kynni okkar Heddu hófust árið 1949, þegar við báðar, „komnar af táningsaldri" ákváðum að við vild- um gera hjúkrun að lífsstarfi okk- ar. Við fundum báðar fyrir sterkum tengslum, eins og við hefðum alltaf þekkst, þessi tengsl héldust í gegn- um öll þessi ár. Að loknu námi, átti fyrir okkur að liggja að eiga mörg góð ár í Bandaríkjunum. Þar bætt- um við við okkur námi og starfi, sem kom okkur að góðu haldi síðar. Þrátt fyrir að æði langt væri á milli okkar, Hedda í Minneapolis en ég í Baltimore, náðum við að hittast og vera snaman í sumarfríi í New York í tvær vikur árið 1954. Þá endumýjaðist vináttan og styrktist, þetta var ógleymanlegt ævintýri. Hedda var gædd þessari sterku kærleiksríku vináttu, sem gleymist aldrei. Jafnframt var hún svo lífs- glöð og skemmtileg, að það var eins og alltaf væri sólskin í viðurvist hennar. Sem hjúkrunarfræðingur og sem eiginkona og móðir átti hún alltaf ráð til að leysa úr öllum vanda- málum, bjartsýn og þrautseig, þótt eitthvað bjátaði á. Það lék líka allt í höndunum á henni, hún var svo listfeng og flink í höndunum, að unun yar að. Hún saumaði kjólana á dæturnar, bjó til dúkkur sem ekki gleymast og smábarnaskó svo eitt- hvað sé nefnt, og allt var þetta svo gaman. Þegar ég kom heim 1966, voru Hedda, Gunnar og Hulda litla nýkomin heim. Ekki leið á löngu þar til Ranna litla bættist í hópinn. Ég-var strax eftir heimkomuna boð- in til þeirra á Þorláksmessu, en þá voru þau á Hrmgbrautmni, þar sem þau bjuggu fyrst. Síðan hafa þessi tengsl styrkst gegnum árin og ávallt síðan höfum yið náð að vera saman þetta kvöld. Ógleymanlegar eru all- ar þær stundir sem ég hef notið með fjölskyldunni gegnum árin. Ég bið Guð að blessa þessa yndislegu fjölskyldu, Gunnar, dæturnar og barnabörnin og styrkja þau í sökn- uði sínum. Við vitum jafnframt að við höfum öll þessar dýrmætu minn- ingar um þær mörgu stundir sem hún var með okkur. Með innilegum kveðjum, Guðrún Marteinsson. Herdís Jónsdóttir Biering er látin. í mínum huga er og verður Herdís Jónsdóttir Biering ávallt Hedda og það meira að segja HEDDA með stórum stöfum. Ég man hana fyrst sem vígreifan hjúkrunarfræðing á Landspítalan- um, hjúkrunarfræðing, sem hafði ráð undir rifi hverju, geislaði af lífs- orku en var á sama tíma barmafull af umhyggjusemi og kærleika við sjúklinga. Það sópaði ávallt að Heddu, hvar sem hún fór og sjúk- lingar áttu ávallt hjá henni skjól og hún reyndist undantekningarlaust sem klettur fyrir þá, sem stóðu höll- um fæti og voru að missa vonina eða voru búnir að missa hana. Það var ekki fyrr en löngu seínna, að Hedda trúði mér fyrir því hvaða lífsreynsla hefði ýtt henni út á hjúkr- unarbrautina, og þá fyrst skildi ég til fulls, hve mikil alvara fylgdi val^ inu og hvers vegna hún sinnti starf- inu af slíkri alúð og hjartans ein- lægni. Hins vegar var mér frá byrj- un Ijóst, hver fyrirmynd hennar var á hjúkrunarsviðinu, en það var móð- ursystir hennar, Bjarney Samúels- dóttir, sem starfaði ævilangt í bar- áttunni við berklana, fyrst á Líkn en síðar á berkladeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, enda var Bjarney þjóðkunn fyrir starf sitt að berklavörnum. Ég missti sjónar af Heddu um árabil, þegar hún hvarf af landi brott og fór til Bandaríkjanna til frekara náms og starfa. Hún bjó þá á heimili Guðrúnar, systur sinnar í Minneapolis, en hún var gift Valdi- mar Björnssyni. Við hittumst ekki aftur fyrr en ég fór í heimsókn til Gunnars Biering, æskuvinar míns, og eiginkonu hans, Eddu Ólafsdótt- ur, í Minneapolis. Edda var hjúkrun- arfræðingur, líkt og Hedda og þær voru nánar vinkonur frá fyrri tíð. Börn Valdimars og Gullu hændust mjög að Heddu og hún að þeim og nutum við þess öll ríkulega að vera saman. Það leið samt ekki á löngu, þar til alvara lífsins kvað ég hljóðs og það af fullum þunga. Gunnar og Edda lentu í alvarlegu bílslysi með þeim afleiðingum að Edda lést en Gunnar slasaðist alvarlega. Þau höfðu fyrir skömmu eignast dóttur- ina Huldu, sem nú varð móðurlaus. Enn á ný sýndi Hedda hverjum sál- arkröftum og þreki hún var gædd. Gunnar hafði misst eiginkonu sína og Hedda nánustu vinkonu sína og bæði áttu um sárt að binda. Sá sam- eiginlegi söknuður leiddi þeirra vegi saman á nýjan hátt, meðal annars vegna þess að Hedda var sú sem lagði allt það fram, sem hún átti til innra með sér til að hjálpa og styðja. Það lá því alveg beint við að Gunn- ar og Hedda gengju í hjónaband og Hedda gengi Huldu í móðurstað. Hulda var það ung, að Hedda er í raun sú eina móðir, sem Hulda get- ur munað, þó ég viti með vissu, að sá kærleikur, sem ríkti á milli Heddu og Eddu, var grunnurinn, sem tengzlin á milli fósturmóður og barns byggðust á í upphafí, þó að þau hafi svo sannarlega þroskast yfir í sinn eigin farveg síðar. Eftir heimkomuna frá Bandaríkj- unum tóku Gunnar og Hedda yngri dóttur sína, Rannveigu, í fóstur. Og myndin af þeim foreldrunum með Rannveigu í fanginu og Huldu sér við hlið mun aldrei líða mér úr minni. Sælan var algjör og öll geisluðu þau af gleði og ánægju, enda þróaðist samband Heddu og Rannveigar á alveg sérstakan hátt. Þær áttu á einhvern hátt samleið, sem er sjald- gæf manna í milli, jafnvel milli móður og barns. Heimili Heddu og Gunnars var alla tíð einstakt heim að sækja. Húsmóðurhæfileikar og gestrisni Heddu fóru vel saman við rótgrónar hefðir Biering-fjölskyldunnar, sem Gunnar lagði með sér í búið, og ekki mátti á milli sjá hvort hjónanna hafði meiri ánægju af að taka á móti vin- um og vandamönnum. Þangað var að sækja gleði á gleðinnar stundum, hátíðum og tyllidögum, en ekki síður styrk og stuðning, þegar eitthvað bjátaði á, og bæði hjónin voru jafnf- ús og samtaka við að leggja sig fram við að veita þann stuðning, sem á annað borð var völ á. Fyrir allt þetta kann ég þeim hin- ar beztu þakkir. Sambúð þeirra og samstarfi hefur fylgt blessun frá upphafi. Ég geri mér fulla grein fyrir því, hve mikið Gunnar, Hulda og Rann- veig hafa misst, en veit samt að áhrif Heddu lifa áfram innra með þeim og eiga jafnvel eftir að magn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.