Morgunblaðið - 08.09.1996, Page 37

Morgunblaðið - 08.09.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 37 J~ ast nú, þegar hún er horfin af sjón- arsviðinu. Megi guðs blessun fylgja þeim og henni alla tíð. Halldór Hansen. Sumri er nú tekið að halla, sólin að lækka á lofti og haustið að ganga í garð. Það var í samræmi við allan lífsstíl vinkonu okkar, Herdísar Biering, að lífsgöngu hennar lauk á þessum árstíma. Allt hennar lífs- starf mótaðist af því að líkna sjúkum og hlúa að öllu því, sem þurfti hjálp- ar við. Ung að árum ákvað hún að gera hjúkrun að lífsstarfi sínu. Ali- ir, sem til þekktu, vissu að sú ákvörðun var tekin af köllun og innri þörf. Hún kynntist ung störfum móðursystur sinnar, Bjameyjar Samúelsdóttur, sem stundaði hjúkr- unarstörf í sjö áratugi. Herdís dáði mjög þessa frænku sína og kaus sjálf að feta þann sama veg og sú mæta mannkostakona hafði fetað á langri og starfsamri ævi. Herdís Biering var barnfæddur Isfirðingur. Hún var dóttir hjónanna Jóns Hróbjartssonar, kennara og listamanns á ísafirði, og konu hans, Rannveigar Samúelsdóttur. Jón var Álftnesingur en fluttist til ísafjarðar ungur maður og auðgaði bæjarlífið með margþættu lífsstarfí sínu sem Isfirðingar munu lengi njóta. Rann- veig var fædd að Naustum í Skutuls- firði, af vestfirzku bergi brotin í aettir fram. Herdís var fædd á Isafirði, yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Hún ólst upp á ísafirði og hafði alla tíð sterk tengsl við æsku- stöðvar sínar þó að hún flyttist ung til annarra heimkynna vegna náms og starfa sinna. Fáir þekktu betur en við að með henni bjó dulin þrá, að vitja æskustöðvanna, hvenær sem tækifæri gafst. Hún var ekki fyrr komin heim frá Bandaríkjunum 1 sumarið 1958, en hún var komin vestur með fjölskyldu sinni og ein af seinustu óskum hennar var að skjótast vestur þar sem hún sleit barnsskónum. Þennan draum lét hún rætast rúmum mánuði fyrir andlát sitt. Engum gat þá dulizt að líkamlegir kraftar hennar voru þá að þrotum komnir en hún þurfti að vitja uppruna síns áður en lífs- göngunni lyki — og það tókst. Það var eins og margt annað í fullkomnu samræmi við lífsstílinn. Að loknu hjúkrunarnámi hér heima hélt Herdís til framhaldsnáms í Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem Guðrún systir hennar var og er búsett. Hún var gift Valdimar Björnssyni, fjármálaráðherra Minnesota. Vorið 1958 giftst hún manni sínum, Gunnari Biering barnalækni sem þar var einnig við framhaldsnám. Hann var þá ekkju- maður eftir fyrri konu sína, Eddu Ólafsdóttur Biering sem lézt af slys- förum í Bandaríkjunum árið 1957. Herdís gekkst Huldu, einkadóttur þeirra, í móður stað en kjördóttir þeirra Herdísar og Gunnars er Rannveig Biering. Eftir heimkomuna frá Bandaríkj- unum stofnuðu þau heimili í Reykja- vík þar sem lífsstarf þeirra beggja beið. Herdís var mikil húsmóðir, eins og hún átti kyn til, og naut þess að veita gestum sínum vel. Hún var að eðlisfari ákaflega hraðvirk, svo að húsmóðurstörfin virtust leika í höndum hennar. Heimili þeirra Gunnars var alltaf opið vinum þeirra og frændliði öllu. Við þessi þátta- skil munu margir minnast skemmti- legra stunda á heimili þeirra hjóna og hinnar lífsglöðu húsmóður sem ávallt gustaði af. í þeim hópi erum við og börn okkar. Fyrir það skal nú þakkað. Herdís var stolt af hjúkrunar- starfinu og vildi veg þess sem mest- an. Hún hafði aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu í starfsgrein sinni þegar hún sneri heim frá Bandaríkjunum. Þessari reynslu vildi hún miðla til starfsfélaga sinna og gerðist því fljótlega^ eftir heim- komuna kennari við HÍ og kenndi þar um langt árabil, jafnhliða störf- um sínum á Borgarspítalanum og Landakoti. Þá sat hún í sjúkrahúss- nefnd Reykjavíkur frá 1960 og síðar í heilbrigðisráði Reykjavíkur, sam- I tals í 18 ár. ■ MINNINGAR Það er alltaf erfitt að sætta sig við fráfall góðra og traustra vina. Herdís Biering hafði í löngu starfi sínu setið við sjúkrabeð margra sem þurft hafa að heyja langt dauða- stríð við illvíga sjúkdóma. Hún kaus því ekkert fremur en að það stríð yrði sem stytzt hjá henni sjálfri þegar Ijóst var hvert stefndi. Henni varð að þeirri ósk sinni og það má vera huggun fyrir hennar nánustu. Þegar kraftarnir voru þrotnir og hún gat ekki lengur hjálpað öðrum, kvaddi hún þennan heim. Blessuð sé minning góðrar konu. Hulda og Jón Páll Halldórsson. Við hjónin eigum ljúfar minningar um Herdísi Biering sem nú er látin. Sjálfur man ég hana frá bams- aldri. Hún var yngst af fjórum börn- um Rannveigar Samúelsdóttur og Jóns Hróbjartssonar kennara, lista- teiknara og málara en þau þjuggu í næsta nágrenni við okkur á ísafirði og var samgangur allnáinn. Jón, traustur liðsmaður föður míns í kór- starfí kom oft að fínna hann, Sigríð- ur elsta dóttirin giftist náfrænda okkar og allar systurnar voru heimagangar, Hedda um skeið barn- fóstra yngsta bróður míns. Allar mínar minningar um Heddu og fjöl- skyldu hennar á ísafirði eru bjartar og ánægjulegar. Samskipti hlutu þó að verða stopulli um margra ára bil. Þeim mun nánara varð samband okkar hjónanna við Heddu og Gunn- ar þegar þau, nýkomin frá Ameríku gengu til liðs við okkur er byggðum raðhús í Hvassaleiti þar sem við bjuggum hlið við hlið í einstaklega vinsamlegri og skemmtilegri sam- vinnu um hvaðeina. Barnahópur raðhúsanna var all- stór. Hann notfærði sér vel stórt athafnasvæði nágrennisins sem þá var lítt byggt en gekk einnig oft milli húsa og veit ég að börnin minn- ast margra skemmtilegra stunda hjá Gunnari og Heddu en hún var sérlega barngóð. Ekki eru börnin þau einu sem muna ánægjustundir á heimili hjón- anna. Rausnarleg gestrisni og glað- værð laðaði ættmenni og stóran vinahóp að heimilinu og alltaf var það tilhiökkunarefni að setjast að matborði hjá húsfreyjunni. Á þessum árum hófust ferðalög okkar í misstórum hópum kunn- ingja. Við fórum fjalla- og veiðiferð- ir en mest þó skoðunarferðir um öræfi og flesta landshluta frá Suð- ursveit til Stranda. Þótt Hedda ætti í seinni tíð kannski ekki ávallt létt með fjallgöngur eða erfiði útilífs lét hún samt ekki sitt eftir liggja. Eftir að nábýli í Hvassleiti lauk urðu samskipti okkar við þau síður en svo minni. Við þrenn hjón sem höfðum búið þar hlið við hlið höfum bundist æ traustari vináttuböndum, fundist oft og átt góðar stundir sam- an. Þrátt fyrir veikindi heyrðist Herdís aldrei kvarta og kjarkurinn var óbugaður til hins síðasta. Herdís var væn kona, viðmóts- þýð, tónelsk, glaðvær og hjálpfús með afbrigðum. Hún var sérlega myndarleg húsmóðir, lagin til allra verka, fær, vel menntuð og vinsæl í hjúkrunarstörfum. Söknuður ijölskyldunnar er sár. Á döprum haustdögum mun þó birta minninganna um einstaka húsmóð- ur, eiginkonu, móður og ömmu lýsa upp hugann og þær minningar munu ekki dofna. Tómas Árni Jónasson. Hafnarfjörður - atvinnuhúsnæði Til sölu við Eyrartröð eftirtaldar húseignir: Gott framhús 242 fm, en þar hefur verið rekin fiskvinnsla og bakhús ca 300 fm rúml. fokhelt og hins vegar á sérlóð með bygg.rétti ca 500 fm stálgrindarhús með mikilli lofthæð. Húsin eru laus nú þegar, seljast í einum eða fleiri hlutum. Verð tilboð. 35241-02. Vesturgata - sérhæð - Reykjavík Nýkomin glæsileg ca 110 fm íbúð á 3ju hæð í nýlegu fjórbýli (ein íbúð á hæð). Sérinngangur. Bílskýli. Frábært útsýni. Laus. Verð 8,9 millj. 39579. Karfavogur - 3ja - Rvík Nýkomin sérlega skemmtileg ca 85 fm neðri hæð í tvíbýli. Sérinngangur. Áhvílandi húsbréf 3,6 millj. Verð aðeins 5,6 milij. Ákv. sala. Kelduhvammur - 3ja - Hf Skemmtileg 87 fm risíb. í þríbýli. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Frábært útsýni. Hagstæð lán ca 3 millj. Verð aðeins 4,8 millj. 35741. Upplýsingar gefur: Hraunhamar fasteignasala sími 565-4511. iIÓLl FASTEIGNASALA -HOLL alltaf frískir! ■ZT 5510090 OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL. 15 - 19. KARFAVOGUR 38 - KJ. Gullfalleg 2ja herb. kjíb. í góðu steinhúsi á þessum frábæra stað. Sérinng. Útgangur út í garð úr eldhúsi. Áhv. 2,6 millj. húsbr. + byggsj. Verð 5 millj. Hjörtur og Gunnhildur bjóða ykkur velkomin í dag milli kl. 15 og 17. Furugerði 21 - Opið hús - Tvær íbúðir í dag kl. 13 - 15 Verðum með opið hús í tveimur fallegum 4ra herb. 98 fm íbúðum á 2. hæð í góðu fjölbýli á þessum eftirsótta stað. íbúðirnar eru í góðu standi með suðursvölum og fallegu útsýni. Sveinn tekur á móti í íbúðinni sem er til hægri en Kristín tekur á móti í vinstri íbúðinni. Verðið er 8,4 millj. og 8,3 millj. og áhvílandi er byggingasjóður ríkisins 3,5 millj. og 5,2 millj. húsbréf. Þórsgötu 26. Reykjavík. Sími 552 5099. Einbýlishús í Fossvogi Til sölu er einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er nýlegt og vel staðsett u.þ.b. 260 fm, 4-5 svefnherbergi. Þeir sem vilja skoða málið frekar, leggið nafn og símanúmer á afgr. Mbl. merkt „A-100“. FULLBÚNAR ÍBÚðlR á frábæru verði Eigum nú þegar tilbúnar til afhendingar nokkrar full- búnar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á besta stað í Hafnarfirði, v/Suðurbæjarlaugina. Sumar þessar íbúðir henta sérlega vel fyrir eldri borgara. Lóð og aðkoma fullfrágengin. Sjón er sögu ríkari. Frábært verð og greiðslukjör. Allar frekari upplýsirtgar i simum 565 5261, 565 0644, 896 8333 og fax 555 4559. Sigurður & Júlíus ehf. • Reykjavíkurvegi 60 • Hafnarfirði Til sýnis milli kl. 13 og 16 í dag Dunhagi 20 - góð kaup 100 fm falleg og björt íbúð á 2. hæð í nýviðgerðu, Steni- klæddu húsi. íbúðin nýtist mjög vel, allt að 4 svefnherb., þ.a. eitt forstofuherb., rúmgóð stofa og fallegt eldhús. Eikarparket, korkur og flísar. Endurnýjuð gler og gluggar. Frábært útsýni. Mjög góð íbúð, vel staðsett og á fínu verði, aðeins 8,3 millj. Áhv. 4,7 millj. Ágúst og Guðrún sýna þér í dag. íbúðin er á 2. hæð t.v., gengið inn að aftanverðu. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568 2800. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Háaleitisbraut 58, Sími 5885530 Bréfsími 5885540 Skógarás — m. bílskúr Mjög rúmgóö og falleg 5 herb. íbúö 140 fm á 2. hæðum m. 26 fm bílskúr. 4 svefnherb. parket og nýklætt hús. Mögul. áhv. 6,5 millj. Hagst. verö. . Framnesvegur — 2ja Mjög falleg nýleg 2ja herb. íbúð 60 fm á 2. hæð m. yfirbyggðum svölum, 8 fm sólstofu. Mögul. áhv. 3,5 millj. Verð 4,9 millj. Laus strax. Þangbakki — 2ja Mjög góð 2ja herb. íbúð 63 fm á 3. hæð í lyftublokk. Parket, suðursv. Verð 5,5 millj. Læknahús Sérhannað læknahús, miðsvæðis í Reykjavík, til sölu. Húsið er mjög vandað m.a. eru læknastofur sérstaklega hljóðein- angraðar. Fullkomið loftræstikerfi er í húsinu og því fylgir mikil viðskiptavild (goodwill) þar sem læknar hafa starfað í húsinu frá upphafi. Apótek er í húsinu við hliðina. Nánari uppl. gefur Magnús Axelsson, Laufási, fasteignasölu, sími 533-1111. Fasteigncisala Suðurlandsbraut 12 SÍMl: 533 1111 fax 533-1115

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.