Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 0/iT> | FLUéOBNAH? HME> I rnTí- /e f>ú FtMNie TIL AB> GA6NR.ÝNA NAZSC? Grettir THERE5A5PIRITUAL SIPETOFISHINGTHAT ÝOU PON'T UNPERSTA'NR k_^ MARCIE.. ___^ THERE 5 A 0NENE55 WITH NATURE... A UNITY. ANP WHAT'S BETTER THAN JU5T BEIN6 0UTP00R5 WHERE.. 11 1 \ í fflu Rj mmf Tr I k TT FT Það er andleg hlið á fisk- það er sameining Og hvað er betra en vera veiðum sem þú skilur ekki, við náttúruna... bara úti þar sem ... Magga ... eining. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Simbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Ræktum eigin garð Frá Ama Helgasyni: ÉG HEFI aldrei farið í launkofa með það, að besta veganesti til far- sællar ævi er að vera bindindis- og bænarmaður. Það hefí ég reynt gegnum árin og það hefir ekki brugðist á neinn hátt. Því þykir mér grátlegt að sjá og vita til þess hversu margir æskumenn ánetjast fíkniefnum og hversu það virðist færast í aukana að unga fólkið í landinu venji sig á óhollar lífsnautn- ir svo ekki sé meira sagt og lendi á ógæfubrautina, sjái síðan ekki fótum sínum forráð og verði þá bráð götunnar. Þetta höfum við svo daglega fyrir augum að ekki þarf á það að minnast, og þó, því alltaf er það böl sem af eiturnautnum stafar að færast í aukana og það svo að þeim heimilum fækkar mjög, sem ekki eiga við þennan vanda að glíma, og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Þessum sterku heimilum, sem vörð stóðu um æsk- una, hefír farið stórfækkandi und- anfarin ár, jafnvel þótt fólk hafí haft miklu meiri fróðleik um hversu erfitt er að komast hjá því að ánetj- ast fíkniefnum. Ég hefí heyrt fólk segja í alvöru: Þetta er ekki svo mikil hætta því það er alltaf hægt að leita til stofnana sem hjálpa þeim sem komnir eru í gildru áfeng- is og annarra eiturefna. En hvað kostar þessi hjálp bæði þjóðfélagið og þá sem liðið hafa kvalir og ósköp á sál og líkama? Það er spurning sem væri hollt að velta fyrir sér. Og stjórnvöld sem nú eru orðin hrædd við vandann sem af öllu þessu brjálæði hlýst eru alltaf á undanhaldi þegar einhverjum regl- um á að beita í þessum efnum. Eg hefí áður bent á hversu undanhald- ið er geigvænlegt í þessum málum. Það á að treysta unga fólkinu til að sjá fótum sínum forráð og aldur á leyfí til innkaupa á áfengi lækkar og ástandið versnar um leið, að ég tali nú ekki um þegar skóla- og menntastofnanir eru leigðar undir veitingarekstur, þarf endilega að fylgja leyfí til áfengisveitinga. Get- ur hver og einn séð það sem vill sjá á annað borð hve gróðasjónarmiðin eru sett ofar sjónarmiðum þeirra sem vilja vernda æskuna. Er ekki komið svo að forstöðumenn menntastofnana geta ekki haldið uppi aga og leggja það til málanna að lækka áfengiskaupaaldur og telja að allt „réttlæti" mæli með því. Er hér ekki verið að flýja vand- ann? Vanda þjóðfélagsins í vímuefna- málum í dag tel ég vera að heimilin í landinu eru hætt að axla sína ábyrgð, telja það ekki sitt mál, held- ur skólanna og jafnvel kirkjunnar, sem á þó fullt í fangi með eigin mál. Heimilin eiga að vera horn- steinar þjóðfélagsins en því miður eru þau alltaf að verða fleiri sem ekki eru þeim vanda vaxin. Traust- ir skulu hornsteinar segir í kvæði Jónasar Hallgrímssonar og eru það sannindi sem ekki verður gengið fram hjá. Um leið og heimilin skilja sínar skyldur tel ég að mikið hafi áunnist. Þetta „mér er alveg sama" þarf að víkja úr orðaforða íslensku þjóðarinnar og það víkur um leið og við skiljum að samábyrgðin gild- ir. Að ekki stærri þjóð en Islending- ar skuli vera á undanhaldi í góðum siðum er alvarlegt mál. Fyrr en síð- ar verðum við að viðurkenna að þetta getur ekki gengið og snúast til varnar. Byrja á okkur sjálfum hver og einn. Þá er von til þess að hér geti orðið gróandi þjóðlíf sem þroskast á guðsríkis braut. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hyað skal segja? 7 Væri rétt að segja: Þeir fóru í sitthvort húsið? Rétt væri: Þeir fóru í sitt húsið hvor. Tveir menn fóru í sitt húsið hvor. Þrír menn fóru í sitt húsið hver. Tvær konur fóru í sinn bílinn hvor. Þrjár konur fóru í sinn bílinn hver. Tvö börn fóru í sína rútuna hvort. Þrjú börn fóru í sína rútuna hvert. Allir fóru sína leiðina hver. Bændur og prestar fóru í sitt húsið hvorir. Bændur, prestar og kaupmenn fóru i sina rútuna hverjir. Á því er munur hvort sagt er annars vegar: Þeir fóru í sinn bílinn hvor, sem merkir að þeir fóru ekki í sama bílinn báðir, eða hins vegar: Þeir fóru hvor í sinn bíl, sem merkir að hvor fór í sinn eigin bíl. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.