Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 41

Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Haustfatnaður frá Líbra Ný sending af haustfatnaði frá Lfbra í mörgum litum Jakkar, pils, buxur, blússur, kjólar og frakkar. Opið í dag sunnudag frá kl. 13 -17 [Ftíflarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Fimleikar Innritun hefst d morgun 9. september, í íþróttamiðstöðinniÁsgarði, milli kl 16.00 og 18.00. Allar upplýsingar eru veittar í símum 565-1940 og 565-75Ö2 milli kl 19.30 og 21.00 í dag og næstu daga. Einelti á ekki að umbera Innritað verður í eftirtalda hópa: • Leikhópur, börn þriggja til fimm ára • Almennir fimleikar • Trompfimleikar • Nýtt Trompfimleikar drengja. Sumarbúðasaga Frá Ingibjörgu Gísladóttur: EINU sinni var blóm. Það var stórt og miklu faliegra en blómin í kring. Hin blómin urðu öfundsjúk og þrengdu að rótum þess svo það fengi ekki vætu eða næringu. Strákurinn sem átti blómið reyndi að hjáipa því og vökvaði það oft en vondu blómin klipptu þá sundur á því ræturnar. Fallega blómið var að deyja en áður en það dó kastaði það frá sér laufblaði sem óx og varð að fallegustu og gróskumestu jurt sem menn höfðu séð og hún skyggði á vondu blómin svo þau visnuðu og dóu. Þessa sögðu sagði strákurinn minn mér nokkrum dögum eftir að hann kom heim úr sumarbúðum. „Tveir strákar voru alltaf að stríða mér og hinir hlógu. Ég kvartaði við mennina en það gerðist ekki neitt,“ sagði hann. Að fara í sumarbúðir á að vera skemmtilegt og þroskandi. Guttan- um mínum fannst að vísu stundum skemmtilegt en hann langar altént ekki aftur. Þetta er enn sárara af því hann er bæði seinþroska og misþroska og hefur ekki sömu möguleika og aðrir til að veija sig, munnlega eða líkamlega. Ég varaði forstöðumanninn við því að þetta gæti gerst en þrátt fyrir að drengur- inn kvartaði sjálfur ítrekað (sem fórnarlömb eineltis gera sjaldan) var ekki tekið á málunum. Ég geri mér ljóst að það er erf- itt að halda uppi stjórn í stórum strákahópi (eða stelpu-) en einelti tel ég að sé það mikið alvörumál að grípa þurfi til róttækra ráðstaf- ana þar sem það kemur upp, klapp á öxlina og „þetta er Ijótt strákar mínir“ dugar skammt. Rannsóknir sýna að einelti skerð- ir sjálfstraust þolanda og langvar- andi einelti veldur varanlegum skaða svo hæfileikar einstaklings- ins nýtast e.t.v. aldrei sem skyldi. Sjálfsmorð eru alls ekki óþekkt meðal þolenda og margir þeirra sem hringja í símaþjónustu Rauða kross- ins í slíkum hugleiðingum hafa orð- ið fyrir einelti. Gerendurnir eru síst betur stadd- ir, þeir lenda oft í útistöðum við kerfið seinna meir og í norskri rann- sókn kom í ljós að 35-40% geranda í 6.-9. bekk voru komin vel á veg á síbrotabrautinni (3 dómar eða fl.) fyrir 24 ára aldur. íhugum hvernig sjálfsmynd sá ungi maður eða kona hafi sem hefur verið leyft að eyða barnæsku sinni við að pína og kvelja aðra. Lykillinn að’því að skilja þessa óásættanlegu hegðun tel ég vera orðið vanræksla. Foreldrar sem hafa vanrækt börn sín tilfinninga- lega, vanrækt að kenna þeim rétt siðferðislegt gildismat og vanrækt að beita þau jákvæðri ögun. Sú litla ögun sem sum börn fá er oft í formi grimmilegs ofbeldis, andlegs sem líkamlegs, og þess vegna finnst þeim allt í lagi að beita aðra ofbeldi. Mér finnst að starfsfólk sumar- búða (þetta er jú hugsjónastarf, er það ekki?) ætti að taka þessum börnum fagnandi og setja í gang sérstakt hjálparátak þeim til bjarg- ar. Það gæti birst í formi sérhæfðs starfsmanns sem hefði umsjón með þeim á dvalartíma, passaði upp á að þau hegðuðu sér eins og börn eiga að gera og reyndi síðan að viðhalda sambandinu með tilboðum um þátttöku í félagsstarfi. Ef ekki er aðstaða í sumarbúðun- um, vegna t.d. skorts á starfsfólki eða aðstöðu til að taka á málum þessara barna, ætti að senda þau heim en ekki leyfa þeim að eyði- leggja ánægjuna fyrir hinum. Fólk er jú ekki að borga fyrir að láta kvelja barnið sitt. Þessi saga mín er ekkert eins- dæmi og þau tilfelli eflaust marg- falt fleiri sem aldrei er sagt frá, EINELTI getur valdið varanleg- um skaða á þeim sem verður fyrir þvi. því börnin skammast sín fyrir að hafa verið niðurlægð og langar ekkert til að rifja upp hvað var sagt og gert við þau. Ég vil hvetja foreldra til að ræða um einelti við börn sín, segja þeim að þegja ekki heldur kvarta hástöfum ef þau verða fyrir slíku og koma til varnar ef þau sjá einhvern tekinn fyrir. Það á aldrei að umbera einelti hvar svo sem það kemur upp. Þeir sem bera ábyrgð á umsjá barna verða að rækta með sér hugrekki og dug til að taka á slíkum málum með festu en ekki leyfa börnunum að skaða bæði sjálf sig og aðra. INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Flétturima 21, Reykjavík. Fimleikadeild Stjörnunar OPIÐ I DAG I KRINGLUNNI FRÁKL.13TIL17 HERRADEILD: Ný meiriháttar sending frá VAN GILS - CHARLY'S - OBVIOUS - ALL SAINTS OG LOAF ART skórnir komnir. Nýir ullar-úlpujakkar. Nýjar KRONK peysur frá 3.900,- Nýjar buxur frá 3.900,- DICKIES buxur frá 2.900,- Skyrtur frá 3.500,- Meiriháttar nýjar haustvörur frá TOI DU MOND - FRANKY - KOOKAI - STICKY FINGERS - CLAUDEZANA - MODELLI AMAZING gallabuxur 4.900 FRANKY teygjubuxur 3.900 FRANKY skyrtur 3.900 MEIRIHÁTTAR nýjar úlpur. Nokkrar gerðir. Verð 6.900,- til 7.900,- TARK teygjubuxur og leðurlíkisbuxur koma aftur næsta föstudag. SKODEILD: Meiriháttar nýir skór frá DESTROY • BRONX - SHELLY'S - SONAX - NO BOX - NEW ROCK ART skórnir komnir. Kringlan, s. 568 9017.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.