Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ sturvegur */ Getum bætt við okkur verkefnum í grafískri hönnun. Leitaðu upplýsinga, það gæti borgað sig. Sími 565 2309 Hafðu hárið í íasi 20% afsl. af álsfrípum oö permó f.h. í sepfember. ! m •* Emilía Blöndat (Milla) GuSrún Skúladóttir. Tv/eir starf smenn haf a bæsf í hópinn. f. f HARGREIBSLU I HöfOabakk. 1.S5 877900 v/Mlðinn o SnBBvnrsviöeó LÍKBfLAR TIL Chevrolet Subruban árg. 1968, 6 cyl., sjálfsk. í þokkalega góðu lagi. Chevrolet Suburban árg. 1982, 8 cyl„ sjálfsk., fjórhjóladrifinn. Bíllinn var allur tekinn í gegn á boddíi og sprauíaður fyrir tveimur árum og er hann í mjög góðu lagi. Upplýsingar veitir Pálmi Hannesson í síma 421-4929 eða 897-7820 eftir kl. 17.00 á daginn. . GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhússtalkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Aðalsími með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum s.s. síma- og rafmagnssnúrum, hleðslutæki, rafhlöðu og leiðbeiningum á íslensku. Verð kr. 25.900,- stgr. Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með hleöslutæki, rafhlöðu og leiðbeiningum á íslensku. Verðkr. 11.900,- stgr. Endursöluaðilar: Eyjaradíó - Vestmannaeyjum, Hátíðni - Höfn, Snerpa - (safirði, Metró - Akureyri, Verslunin Heqri - Sauðárkróki ffl íítel S I öumú la 37 - 1 0 8 Revkjavlk Slmi 588 - 2800 -Fax 568-7447 ^-!22Si -kjarnimálsins! IDAG Með morgunkaffinu Ast er. einmannalegt lííþegar hann eraðheiman. TM Reg U.S. Pat. Olt — all rtghtfl reseived (c) 1996 Loi Angeles Times Syndfcete MÉR finnst nauðsynlegt að hafa eítthvað duiúð- ugt í fyrsta sinn sem menn bjóða mér út að borða. SLAPPAÐU af, Guð- mundur. Hann kom með eigið viskí með sér. I l|l ÞAÍ)' er nú frábært út- sýnið úr þessum ný- tísku-háhýsum. Farsi BARMABLEIUR^f I |Q 1995 Fejcus Cartoons/disl. by Univeisal Piess Syndteate UJAIS6ls)SS/cí>0<.tMI*-T Or&inn, me.íto£xjr." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Refsað fyrir að spara FRÁ 1. júní '96 til dags- ins í dag hafa laun mín lækkað úr 38.940 krón- um í 32.945, eða 5.995 hvern mánuð. Það er u.þ.b. sama upphæð og mcr er gert að greiða mánaðarlega fram að jólum vegna vangoldinna skatta hjá hinu opinbera, og dráttarvexti þar af leiðandi. Vei þeim sem hafa baslað og sparað til að koma þaki yfir höfuð sér skuldlítið og hafa bíl sér til umráða til að astmaveikur öryrkinn komist húsa á milli. Ekki er höllinni fyrir að fara heldur þriggja herbergja íbúð, sem þú hefðir losn- að við eignaskatt af hefði eiginmaðurinn fengið að lifa. Þetta er auðvitað fyrir utan staðgreiðsl- una. Hversu eigum við hin skuldlitlu að gjalda? Anna Kr. Ragnarsdóttir Leiðakerfi SVR Mig langar að vita hver á heiðurinn af að hafa hannað leið SVR í grennd við Borgarspítal- ann. Leiðin er tómt rugl frá upphafi til enda. Margrét Hansen Dúkkuvið- gerðir EF EINHVER gerir við dúkkur er hann beðinn að hringja í síma 554-3525. BMDS llnisjón Guðmundur Páll Arnarson HVERGI reynir eins á dóm- greind og reynslu spilara og í sagnbaráttu á háu nót- unum. Eitt af því sem erfitt er að meta er hvenær óhætt sé að blanda sér í sagnir eft- ir hindrun mótherja. Besta leiðin.til að þjálfa sagnskiln- ing af þessum toga er með dæmum. Hér er eitt frá Eric Kokish. Austur er gjafari og opnar á þremur laufum. NS eru á hættu, en AV ekki. Norður ? KG1084 V 8543 ? K4 ? Á4 Norður ? 92 V Á106 ? Á9873 ? 1032 Vestur •> Á6 y KD97 ? DG652 ? 85 Austur *D753 *G2 ?lO + KDG976 Vestur Norður Austur 3 Utuf Suður Hvað á suður að segja? Gerðu það upp við þig áður en lengra er lesið. Þrjár sagnir koma til greina: Pass, þrír spaðar og dobl til úttektar. Hver er best? Kokish lætur nemendur sína velta vöngum yfir slíku vandamáli nokkra stund. Síðan sýnir hann allt spilið: Suður ? KG1084 V 8543 ? K4 ? Á4 Og loks koma spurningar. (1) Hvaða kröfur gerir par- ið til innákomu á þriðja þrepi? (2) Hvað er doblið sterkt? (3) Á hvaða mælikvarða er innákoman metin? Ræður ör- yggissjónarmið? Að missa ekki af neinu? Að vera virkur, hvað sem það kostar? (4) Hvað myndi norður segja við úttektardobli suðurs á þessi spil? (5) Hvernig myndi norður svara innákomu á þremur spöðum? (6) Myndi norður end- uropna með dobli ef suður passar? Með því að svara spurning- um eins og þessum, er hægt að komast býsna nálægt því hvað er rétt og rangt að gera í slíkum stöðum. Víkverji skrifar... HAUSTIÐ heldur hægt og síg- andi innreið sína í umhverfi okkar. Og umhverfið er „ramminn" um mannlífið. Haustið seytlar eihnig inn i sálarlíf okkar. Og spurningin er, hvernig við vinnum úr því sem haustið og veturinn bjóða okkur. Haustið er „hlýtt" á sinn hátt, þrátt fyrir allt það, sem í kjölfar þess fylgir. Náttúran skartar fögrum haustlitum, sem engan láta ósnortinn. Trúlega er landið okkar aldrei jafn hrífandi fagurt og á haust- in. Og hausthúmið hefur einnig sinn sjarma, hvað sem hver segir. Hér áður fyrir voru réttirnar há- punktur haustsins. Svo er enn í hug- um margra. Þá kom búsmalinn af fjalli. Þá var sól í sinni bænda, hvern- ig sem viðraði. Þá var maður manns gaman og ekki skemmdu fjallalamb- ið og góðhesturinn stemmninguna. Þá supu menn af pela, að gömium og góðum sið, og sungu hátt og mikið. Og þegar grannt er gáð þá er það bæði Ijúft og ekki síður hollt að vera glaður á góðri stundu. Eink- um og sér í lagi á uppskeruhátíðum. Að sjálfsögðu er mönnum heimilt að vera annarrar skoðunar, hneykslast á hegðun náungans við réttarvegginn og setja upp heimsendasvip. Magasýrð h'fsviðhorf af því tagi eiga rétt á sér, sem önnur, í lýðræðissamfélagi, þótt þau teljist vart heilsusamleg. HAUSTIÐ boðar komu vetrarins: fannfergi, kulda og myrkur. Veturinn svarf illa að iandsmönnum fyrr á tíð, meðan húsakynni vöru önnur en í dag, samgöngur nánast engar og tækni nútímans víðs fjarri. I harðærum flosnuðu margir frá búum sínum og féllu á vergangi. Dæmi eru um að allt að fimmtungur þjóðarinnar hafí fallið í samspili eld- gosa og ills árferðis. Og fólksflóttinn til Vesturheims á síðustu áratugum 19. aldar segir sína sögu um lífskjör í landinu ekki langt að baki í þjóðar- sögunni. En lífið heldur áfram, þrátt fyrir öll áföll. Og til þess að þreyja vetur- inn, þorrann og góuna, efndi fyrri tíðar fólk til mannfagnaða í svart- asta skammdeginu. Þannig hióð það orkugeyma sína. Minna má á haust- og miðsvetrarblót í heiðnum sið. Og enn í dag er það flestra siður að efna til þorrablóta, gera vel við sjálfa sig og aðra í mat og drykk. Kristin jól lýsa upp skammdegi okkar ár hvert, sem og sálartetrin. Síðan kemur áramótagleðin. Loks árshátíðir af margs konar toga. Vet- urinn er og gósentíð hvers konar félagsstarfs, gilda, klúbba, leikhúsa o.s.frv., að ógleymdum vetraríþrótt- um. Það er með öðrum orðum sagt mikils um vert að varðveita góða skapið, hin jákvæðu viðhorf, í þeirri bjargföstu trú, að aftur kemur vor í dal. xxx SKÓLAR landsins hefja störf á haustdögum sem standa vetr- arlangt. Veturinn er árstími sáning- ar og uppskeru á menntabrautum. Tugþúsundir setjast á skólabekk þessa dagana til að safna í þekking- arsarpinn. í flóknu samfélagi nýrrar aldar, sem fer í hönd, verður mennt- unin bezta vopn einstaklingsins í lífsbaráttuni, raunar vopn sem eng- inn getur verið án. Það er því mik- ils um vert að nýta þá menntamögu- leika, sem bjóðast, eins vel og kost- ur er. Að öðrum kosti stendur fólk illa að vígi þegar til alvörunnar kem- ur. Skólaárin eru ekki aðeins námsst- ritið, harður undirbúningstími undir þátttöku í atvinnulífinu, heldur jafn- framt og ekkert síður tími félagslífs og góðra tengsla við annað fólk. Þá eru oftar en ekki knýtt vináttubönd sem vara ævina á enda. Haustið og veturinn eru ekki ein- tómt skammdegið. Þessar árstíðir luma á fjölmörgu, sem gerir lífið gott og skemmtilegt. Mergurinn málsins er að mæta þeim með já- kvæðu hugarfari, stemmningu haustrétta og söngvum þorrablóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.