Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 44

Morgunblaðið - 08.09.1996, Side 44
44 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ # WOÐLEIKHUSIÐ sími 5511200 Litla sviðið: í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst úlfsson Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Magnús Ragnarsson, Helgi Skúlason, Þröstur Leó Gunnarson. Frumsýn. lau. 14/9 kl. 20.30 - 2. sýn. sun. 15/9 - 3. sýn. 20/9 - 4. sýn. 21/9. SALA OG ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA Óbreytt verð frá síðasta leikári, 6 leiksýningar kr. 7.840. Korthafar frá fyrra leikári hafa forgang að sætum sínum til og með 9. september. SÝNINGAR Á ÁSKRIFTARKORTUM ‘96 - ’97 Stóra sviðið: NANNA SYSTIR eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Williams. FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Stein/Bock/Harnick. Valsýningar á Smíðaverkstæðinu og Litla sviðinu: LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford. í HVÍTU MYRKRI eftir Kal Ágúst Úlfsson. HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors. KRABBASVALIRNAR eftir Marianne Goldman. Miðasalan verður opin aila daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Sími 551-1200. Á Stóra sviði Borgarleikhússins^ ORFA SÆTI LAUS lou. 14. sept. kl. 23.30 MIÐN.SYN. AUKA.SYN ORFA SÆTI LAUS Sýningin er ekki yíS kæfi búrns yngri en 12 ára. Ósóttar pantgnir seidar daglega. http://vortex.is/StoneFree MiSosalon er opin kl. 12-20 olln dago. Miðapantanir i sima 568 8000 y llQl 'SLENSKA ÓPERAN sími 551 1475 3535 GALDRA-LOFTUR - Ópera eftir Jón Ásgeirsson. 7. sýning laugardaginn 14. september, 8. sýning laugardaginn 21. september. Sýningar hefjast kl. 20.00. Munið gjafakortin - góð gjöf.Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19.Sýningar- daga er opið þar til sýning hefst.Sími 551 1475, bréfasimi 552 7384. - Greíðslukortaþjónusta. Lau.14.sept. kl. 20 Sun. 15. sept. kl. 20 Fös. 13. sept. kl. 20 Lau. 14. sept. kl. 15 Loftkastaiinn, Seljavegi 2. Miðasalá í síma 552 3000. Fax 562 6775. Opnunartími miðasölu frá kl. 10 til 19. Sfi BORGARLEIKHÚSIÐ sími 568 8000 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta fyrir leikárið ‘96-97 6 sýningar fyrir aðeins 6.400 kr. 5 sýningar á Stóra sviði: EF VÆRl ÉG GULLFISKUR e. Árna Ibsen. FAGRA VERÖLD e. Karl Ágúst Úlfsson. DANSVERK e. Jochen Ulrioh (ísl. dansfl.) VÖLUNDARHÚS e. Sigurð Pálsson. VOR í TÝROL e. Svein Einarsson. 1 sýning að etgin vali á Litla sviði: LARGO DESOLATO e. Vaclav Havel. SVANURINN e. Elizabeth Egloff. DÓMÍNÓ e. Jökul Jakobsson. ÁSTARSAGA e. Kristínu Ómarsdóttur. Miðasalan er opin daglega frá kl. 12.00-20.00. Auk þess er tekið á móti miða- pöntunum virka daga frá kl 10.00. Sími 568 8000 Fax 568 0383 -kjarni málsins! TÆKIFÆRISGíAFIí ra c O) c 55 •>> PORTRETT/ SKOPMYNDIR Komdu á óvart og gefðu persónulega gjöf sem slær í gegn. 1 O) 3 co Nánari uppl. í vs: 568 8077 ■O F símboði: 845 3441 >. 0 O hs: 551 2491 Gunnar Júiíusson graf. hönnuður/myndskreytir FÓLK í FRÉTTUM No Code á toppinn þrátt fyrir lakara gengi NÝJASTA plata rokkhljómsveit- arinnar Pearl Jam, „No Code“, fór beint á topp listans yfir sölu- hæstu plötur síðustu viku í Bandaríkjunum. Platan seldist í 367.000 eintökum sem hljóta að teljast nokkur vonbrigði fyrir þá samanborið við að siðasta plata þeirra „Vitology" seldist í 877.000 eintökum fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Talsmaður hljómplötufyrirtækisins Epic Records, sem gefur út plötuna, sagðist mjög ánægður með við- tökurnar. Til samanburðar má geta þess að hljómsveitin Met- allica seldi 680.000 eintök af plotu Sinm „Lóad" sem kom út fyrr á þessu ári. Hljómsveitin The Boys hætt og flutt til Islands HUÓMSVEITIN The Boys, sem var skipuð bræðrunum Rúnari Halldórssyni, 15 ára, og Arnari Halldórssyni, 14 ára, er hætt. Hljómsveitin starfaði í fjögur ár í Noregi og naut mikilla vinsælda þar í landi. Hún gaf út þrjár hljómplötur sem allar seldust vel og til dæmis seldist fyrsta platan í yfir 100.000 eintökum. A plötunum léku drengirnir á gítara og sungu gömul sígild rokk- lög. Rúnar og Arnar eru fluttir heim til Islands ásamt móður sinni eftir 10 ára vist í Noregi og byrjað- ir í skóla í Reykjavík, Rúnar í menntaskóla en Arnar í 10. bekk grunnskóla. „Það er gott að vera kominn heim,“ sögðu Rúnar og Arnar í samtali við Morgunblaðið. „Það eru svo margar sætar stelpur hérna,“ bætir Arnar við. Þeir sögðu að- spurðir að rokklögin gömlu væru ekki lengur í uppáhaldi hjá þeim og nú langar þá helst að stofna pönk-rokkhljómsveit hér á landi. „Það væri gaman að stofna aðra hljómsveit," sögðu þeir. Þeir héldu ótal tónleika í Nor- egi, þegar hljómsveitin var upp á sitt besta, og komu fram í sjón- varpi meðal annars. Þeir fá enn send aðdáendabréf frá börnum og unglingum, einkum undir 16 ára aldri. Morgunblaðið/Golli THE Boys, Rúnar Halldórsson og Arnar Halldórsson, bregða á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Gjaldþrot og skilnaður Fyrirtæki föður drengjanna Halldórs Kristinssonar, Telemark Kreativited, sem sá um öll fjármál hljómsveitarinnar, er orðið gjald- þrota og hann og móðir þeirra eru skilin. Málið hefur verið áberandi í norskum fjölmiðlum í sumar og hefur meðal annars verið forsíðu- efni oftar en einu sinni. „Mér leið eins og ég sæti á tímasprengju vegna þessa máls og ég er fegin að íslenskir fjölmiðlar hafa ekki velt sér upp úr því eins og þeir norsku. Það eru engir peningar eftir hjá okkur og við byrjum aftur á byrjun hér heima. Það leggst samt mjög vel í okkur,“ sagði Eyr- ún Antonson móðir drengjanna í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. HELGA hvílir lúin bein á beljusófa umkringd vinum sínum. Helga gerir beljusófa ► HUNDAR, kettir og hamstrar eru yndisleg dýr en þau eru ekki heppileg til að sitja á. Beljur aftur á móti eru stórar og mjúkar og á þeim má sitja. Grænmetisætan og beljuvinur- inn, Helga Tacreiter 44 ára, býr til stóra mjúka sófa sem líkjast beljum í þremur stærðum og selur á 13.000 kr. stykkið, þá minnstu, en 33.000 kr. þá stærstu. Helga hefur verið grænmetisæta í rúm- lega 20 ár og varð ástfangin af beljum þegar hún vann á mjólkur- búi í New Jersey árið 1975. „Þær hafa svo sterkan persónuleika," segir hún með glampa í augum. Fljótlega komst hún að því hvar skepnurnar lentu þegar þær hættu að framleiða mjólk, þ.e. í steikum og hamborgurum. „Mitt starf á býlinu var að aðskilja kálf- ana frá mæðrunum og ég kvaddi þá með kossi áður en ég ýtti þeim upp í sláturbílinn. Hún varð smátt og smátt ósáttari við þessa dökku hlið bústarfanna og árið 1993 keyptu hún og unnusti hennar, flugvirkinn Walt Hankinson 51 árs, jörð sem varð griðland fyrir beljur. Fyrstu „flóttamennirnir" voru sex kálfar sem urðu munað- arlausir eftir óveður. Til að fjár- magna rekstur búsins datt, henni í hug að sauma sófa í beljulíki og hefur síðan árið 1990 selt meira en 400 sófa og vonar að þeir vcki fólk til umhugsunar um að það sé munur á að umgangast dýr og að éta þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.