Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ —;-------------------*, HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM FRUMSYNING: STORMUR Twister sameinar hraða, spennu og magnaöar tæknibreilur og kryddar svo allt saman með hárfínum húmor. f aðalhlutverkum eru Bill Paxton (Apollo 13, True Lies, Aliens) og Helen Hunt (Kiss of Death, Mad About You). Leikstjóri er Jan De Bont leikstjóri Speed. Twister er einfaldlega stórmynd sem allir verða að sjá. Sýnd kl. 4.30, 6.45. 9 og 11.15. B.i. 10 ára. FRUMSÝNING: JERÚSALEM . . ¦.. ¦.-¦¦-,-,--¦—¦; .-.-¦ ........................ ] E RLl S AL Jerusalem er episk astarsaga sem gerist rett fynr aldamotin og fjallar um hóp Svía sem leggja land undir fót og flytjast búferlum til Jerúsalem. Með aðalhlutverkin fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow (Pelle sigurvegari) og Óskarsverðlaunahafinn Olympia Dukakis (Moonstruck). Leikstjóri: Óskarsverðlaunahafinn Bille August (Pelle sigurvegari). Sýnd kl. 6 og 9. HUNANGSFLUGURNAR WINONARYDER ANNE BANCROFT ELLENBURSTYN SAMANTHAMAT untmasHuaurnar H OW TO MAKE AN American Quilt Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. AUGA FVRIR AUGA SALLY FIELD KIEFER SUTHERLAND ED HA^" ; Je*Ja«a. Ooeaa Á FARGO SVARTI SAUÐURINN Sýnd kl. 6.50 og 9. Sýnd kl. 5,7, 9 og B.MSára 11. B. i. H, ,„,, HEEP Sýndkl. 5og11. FRUMHERJAR BRESKU BYLGJUNNAR ROKKÞYRSTIR hafa átt náðuga daga í sumar því hingað hafa komið góðir gestir til tónleikahalds og í kvöld leikur hér ein merk- asta hljómsveit Bretlands nú um stundir, hljómsveitin Blur, sem nýtur mikillar hylli hér á landi, eins og sannast meðal annars á því að löngu er uppselt á tón- leikana. Reyndar tengist sveitin íslandi að nokkru leyti því leiðtogi hennar, Damon Albarn, hefur dvalið hér langdvölum undanfarna mánuði Albarn, sem er söngvari Blur, stofnaði fyrstu hljóm- sveitina með gítarleikaran- um Graham Coxon. Þeir f élagar ólust upp í smáborg- inni Colchester, en um leið og Albarn hafði til þess ald- ur fluttist hann til Lundúna að reyna fyrir sér; gekk á milli útgef enda og kynnti þeim lög sem hann hafði sankað að sér á löngum Iíniii. Hvorki gekk né rak og áður en varði var hann kominn aftur til Colchester þar sem þeir Coxon tóku upp þráðinn og fengu til liðs við sig trommuleikar- ann Dave Rowntree. Þá vantaði ekkert nema bassa- leikara og eftir nokkra leit fundu þeir Alex James og 1989 varð til kvartettinn Seymour. Eftir strangar æfingar fóru þeir félagar að leita fyrir sér með útgáfusamn- ing og náðu slíkum við út- gáfuna Food. Meðal skil- yrða sem útgáfan setti fyrir samningum var að sveitin skipti um nafn og eftir litla umhugsun kom nafnið Blur. Á fyrstu breiðskífunni má heyra að Blur þeirra tíma lék hrátt rokk og harkalegt sem féll vel í bresk ungmenni í upphafi áratugarins, en ekki gekk sveitinni eins vel að komast inn á Bandaríkjamarkað þrátt fyrir mikið átak í þá átt, meðal annars tónleika- ferð um það land lungann úr árinu 1991. Þegar stund gafst milli stríða hljóðrituðu þeir fé- lagar nýja breiðskífu sem kom út árið eftir, hét Pop Scenes og fékk hraklega meðferð hjá breskum gagn- rýnendum sem töldu að Blur hefði lifað sitt feg- ii rst.ii. Dræm sala á plötunni og svik umboðsmanns sveit- arinnar urðu til þess að um tíma virtist Blur-mönnum vera að þverra þróttur og römbuðu á barmi gjald- þrots, en nýr umboðsmaður kom piltunum á réttan kjöl. Sérbresk og athyglisverð hljómsveit Umboðsmaðurinn nýi kom þeim félögum til að taka vinnuna með meiri al- vöru og fékk þá til þess að fá utanaðkomandi aðila til að stjórna upptökum á næstu breiðskífu. Útkoman var langt frá því sem sveit- armenn vildu og um tíma sauð uppúr á milli liðs- manna og útgáfu sveit- arinnar, EMI, sem lét undan að lokum og þeir félagar tóku til við upptökur að nýju með nýjum upptöku- manni að eigin vali, Stephen Street. Platan kom svo út 1993, hét Modern Life is Rubbish, og vakti mikla at- hygli. Þeir sem áður höfðu lastað Blur hömpuðu henni nú sem sérbreskri og at- hyglisverðri hljómsveit og margir hafa haldið því fram að með þeirri plötu hafi byrjað sú hreyfing sem menn kalla Britpop; eins- konar endurreisn breskrar popptónlistar með sérbr- eskum áherslum. Modern Life is Rubbish seldist prýðilega og sú næsta, Park Life, sem enn var tekin upp með Street, fór beint á toppinn í Bret- Iandi. Svo rækilega hafði endurreisn Blur tekist að sveitin stóð uppi sem vin- sælasta hljómsveit Bret- lands og um leið ein sú áhrifamesta. Tónleikaferð um Bretland í kjölfar Park Lif e gekk eins og í lygasögu og þótt sveitinni hefði ekki tekist að ná eyrum banda- rískra ungmenna var fram- tíðin óneitanlega björt. Blur sópaði að sér verðlaunum á Brit-hátíðinni og sló þar við annarri nýrri hljómsveit, Oasis, sem gerði sig Iíklega til að etja kappi við Blur um vinsældir. Damon Albarn hrinti reyndar af stað samkeppninni milli sveitanna með glannalegum yfirlýsingum og Oasis-menn svöruðu fyrír sig með enn glanna- legri út- hlaupum. Frjálsar hendur Þegar Blur fór í hljóðver v að taka upp næstu plötu fékk |j sveitin frjálsar hendur við upp- tökurnar í fyrsta sinn; enginn frá út- \ gáfunni skipti sér af »w^ sveitinni, það eina sem vænst var að hún skilaði ekki síðri söluplötu en Park- life, sem var enn á sveimi á breska breiðskífulistanum, sat þar í á annað ár. Enn var Steven Street með í för og þeir félagar búnir að semja grúa af lögum. Á meðan voru fjandvin- irnir Oasis að leggja síðustu hönd á aðra breiðskífu sína og búið var að fastselja dag fyrir fyrstu smáskífu af henni. Útgáfa Blur sá sér leik á borði, með samþykki sveitarinnar, og ákvað að fyrsta smáskífan af væntan- legri plötu yrði gefin út sama dag og Oasis-skífan. Þetta skapaði gríðarlega spennu meðal plötukaup- enda og skífurnar báðar seldust metsölu, reyndar í stærra upplagi en dæmi voru um í áraraðir. Blur hafði sigur í þeirri orrustu, því lag Blur, Country House, þar sem Albarn ger- ir meðal annars létt grin að væntanlegri breiðskífu Oasis, seldist í 200.000 ein- tökum fyrstu vikuna, sem er met, og fór í fyrsta sæti smáskífulistans, en Oasis varð að sætta sig við annað sætið. Breiðskifan The Great Escape kom út skömmu síð- ar og fór beint í efsta sæti vinsældalistans og sannaði að Blur var vinsælasta hljómsveit Bret- lands, eða svo héldu menn að minnsta kosti. Unnin orrusta, tapað stríð Stríð Blur og Oasis, sem nýttist báðum sveitunum vel til að halda sér í sviðsljós- inu, tók á sig nýja mynd þegar breiðskífa Oasis, What's the Story (Morning Glory) kom út síð- asta haust. Sú fór beint á toppinn í Bretlandi og seld- ist í stærra upplagi fyrstu vikuna en nokkur breið- skífa hefur gert frá örófi. Ekki dró úr sölu aðra vik- una og þá næstu og þá næstu. Breiðskífa Blur, The Great Escape, hrundi aftur á móti niður listann hraðar en hönd á festi og ekki leið á löngu þar til hún var horf- in sjónum. Ðamon Albarn gat enn huggað sig við það að þrátt fyrir mótlætið og velgengni helsta keppinaut- arins hafði engin bresk sveit náð inn á Bandaríkja- markað, frægt var viðtal þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að engin bresk sveit ætti möguleika á að ná þar fótfestu, en viku síð- ar fóru breiðskífur Oasis og Pulp inn á breiðskífulist- ann vestan hafs, og Oasis inn a topp tíu. Svo virtist sem Blur hefði sagt sitt síð- asta og ekki er langt síðan breska dagblaðið Observer birti fréttaskýringu þar sem blaðamaðurinn velti því fyr- ir sér hvað hefði eiginlega orðið af Blur. Ávísun á góða tónleika í upphafi ferils síns lentu Blur-liðar í álíka hremm- ingum þegar popppressan og plötukaupendur virtust hafa afskrifað sveitina. Þeir lögðu því ekki árar í bát en hófu undirbúning að næstu plötu sem kemur út á næstu mánuðum og er hljóðrituð hér á landi að hluta. Hvort sú plata eigi eftir að endur- reisa Blur öðru sinni verður tíminn að Ieiða í Ijós, en enginn frýr Blur-mönnum hæfileika og víst að Damon Albarn er einn hugmynda- ríkasti laga- og textasmiður breska poppsins um þessar mundir. Þeir félagar hafa því alla burði til að senda frá sér aðra metsöluskífu og það þótt tónlist þeirra sé öllu veigameiri en tónlist Oasis. Albarn og félagar hafa haft mörg orð um það hve þeir kunni vel við sig hér á landi sem verður að teljast ávísun á góða tónleika, og ekki skemmir að þeir ósk- uðu sérstaklega eftir því að vinsælasta rokksveit lands- ins, Botnleðja, myndi hita upp fyrir sig á tónleikunum. Aðrar hljómsveitir sem koma fram eru SSSól, sem brátt leggur upp laupana, og Jet Black, sem skipuð er Gunnari Bjarna Ragnars- syni f orðum liðsmanni Jet Black Joe, Móeiði Júníus- dóttur og bræðrum hennar. Tónleikarnir eru haldnir sem sérstakir 20 ára afmæl- istónleikar Skífunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.