Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 56
varða víötæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar NÝHERJI • MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK /sSíiSiÍiitSSl ■ Morgunblaðið/Halldór W. Stefánsson ilr auna ver kefni Veðurstofu íslands stendur yfir á Siglufirði Ný gerð snjóflóða- varna sett upp Siglufjörður. Morgunblaðiö. UPPSETNING á nýrri gerð snjó- flóðavarna stendur nú yfir á Siglu- firði og er þetta tilraunaverkefni á .vegum Veðurstofu íslands. Ef bún- aðurinn reynist vel mun hann að öllum likindum verða settur upp á þekkt snjóflóðahættusvæði víðar á landinu. Snjóflóðavarnir þessar eru svo- kölluð upptakastoðvirki, þ.e. stoð- virki sem eiga að halda við snjóinn og hindra að hann renni af stað og myndi snjóflóð. Um er að ræða tvenns konar stoðvirki, annarsvegar snjógrindur eða brýr úr stáli og hins- vegar net sem strengt er á milli stálstöpla. Ætla má að um 60 tonn af stáli verði eftir í fjallinu og hafa þyrlur verið notaðar til að flytja stál, tæki og búnað upp í fjallið. Snjóflóðavarnir þessar verða stað- settar í Fífladölum, en þeir liggja hátt fyrir ofan kaupstaðinn. Ofan- flóðasjóður kostar verkefnið en áæti- að er að það_ kosti um 35 milljónir. Veðurstofa íslands sér um þetta verk en framkvæmdasýsla ríkisins hefur annast útboð og samninga við verktaka. Sjö menn vinna við uppsetningu snjóflóðavarnanna þar af fjórir Aust- urríkismenn sem eru verktakar sem starfa alfarið við uppsetningu á svona stoðvirkjum, því þótt þau séu ný hér á landi hafa þau mikið verið notuð í Austurríki og Sviss sl. 50 ár. Reiknað er með að vinna út þenn- an mánuð við uppsetningu snjóflóða- varnanna. Að sögn Þorsteins Jóhannessonar verkfræðings er hér um að ræða til- raunaverkefni sem miðar að því að prófa mismunandi gerðir upptaka- stoðvirkja og finna hvaða álag verð- ur á þessi stoðvirki og hvernig þau standast íslenskt veðurfar með tilliti til tæringar, hreyfingar á jarðvegi og hvernig þau safna snjó. Alls eru prófaðir 10 þættir og í tengslum við þetta tilraunaverkefni hefur verið sett upp sjálfvirk veður- Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir ÞYRLUR hafa verið notaðar til að flytja búnað og tæki upp í fjallið. athugunarstöð á fjallinu. Tilgang- urinn með þessari tilraun er síðan að nota niðurstöður hennar við hönn- un á upptakastoðvirkjum á öðrum þekktum snjóflóðahættusvæðum á iandinu. Fylgst með álftinni Dóra MERKTAR voru um 100 álftir á Jökuldalsheiði við Búrfellsvatn á dögunum en merkingin er liður í samstarfi íslenskra og breskra visindamanna. Olafur Einarsson fuglafræðingur hefur annast lit- merkingar á álftum sem hægt er að lesa á úr fjarlægð. Álftin Dóri bar litmerki áður og hafði verið lesið af merkinu í Dan- mörku að vetrarlagi sem kom nokkuð á óvart þvi flestar álftir sem hafa sumardvöl á Islandi fara til Bretlands yfir vetrartím- ann. Vísindamennirnir vilja gjarnan fylgjast með því hvert Dóri fer í vetur. Sett voru sendi- tæki á fjórar álftir, þar á meðal á bak Dóra. Tækið sendir boð um gervihnött um margvíslega hluti eins og hæð, hitastig og fleira. Bretar annast að mestu senditækjamerkingarnar. Þykkvibær Leitað að heitu vatni HREPPSNEFND Djúpár- hrepps leitar að heitu vatni í Þykkvabæ. Verið er að bora rannsóknarholur í þeim til- gangi. Búið er að koma upp ná- kvæmum jarðskjálftamælum um allt Suðurland. Þegar jarð- fræðingar á Orkustofnun fóru að ráða í smáskjálfta sem mælarnir sýna þótti þeim ýmislegt benda til að lítil sprunga væri undir Þykkva- bænum og létu yfirvöld hreppsins vita af þeim mögu- leika að þar væri hægt að ná í heitt vatn. Heimir Hafsteins- son oddviti segir að byrjað hafi verið á því að bora holu í maí og nú væri verið að bora nokkrar grunnar rannsóknar- holur til að reyna að afmarka sprunguna. Heimir segir of snemmt að segja fyrir um árangur, en hann gæti komið í ljós á næstu vikum. Hann segir að ef takist að ná upp heitu vatni gefi það þorpinu mikla möguleika, til dæmis í ræktun, ferðaþjónustu og afþreyingu. Lífeyrisþegar hjá TR óánægðir vegna breytinga á bótagreiðslum Missa ekki frek- ari uppbót þótt vottorð vanti Hornafjörður Grunnskól- inn allur einsetinn MIKLAR breytingar hafa verið gerð- ar á skipulagi skólahalds í Horna- firði í kjölfar yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna 1. ágúst sl. Breytingarnar fela meðal annars í sér að grunnskólinn er allur einsetinn en þrískiptur. Þessar breytingar hafa í för með sér aukinn kostnað vegna '•^■'s'kólaaksturs en jafnframt mun hús- næði og starfskraftar nýtast betur. Markmið bæjarstjórnar Hornaflarðar með þessari uppstokkun er að bæta innra starf skólanna, nýta fyrirliggj- andi íjármagn sem best, auka sam- skipti barna og unglinga í Hornafirði og auka þjónustu við foreldra. ■ Uppstokkun/10 ■ í skjóli/C4 LÍFEYRISÞEGAR er fá greidda svo- kallaða frekari uppbót, vegna lyfja- og sjúkrakostnaðar eða umönnunar, sem ekki hafa getað skilað Trygg- ingastofnun ríkisins vottorðum vegna sjúkra- eða lyíjakostnaðar í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna, eiga ekki að verða fyrir skerðingu eða niðurfellingu uppbótarinnar af þeim sökum, skv. upplýsingum sem fengust hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Talsvert hefur borið á gagnrýni lífeyrisþega á þá endurskoðun á greiðslum frekari uppbóta á lífeyri sem staðið hefur yfir hjá TR að undanförnu. í bréfi sem Geðhjálp sendi Tryggingastofnun fyrir skömmu segir að heilbrigðisyfirvöld hafi skapað öryggisleysi og uppnám hjá þúsundum lífeyrisþega vegna harkalegra aðgerða TR. í bytjun ágústmánaðar fengu lífeyrisþegar bréf frá TR þar sem þeim var gert að skila nýju vottorði fyrir 15. ágúst. Þetta hefur reynst nær útilokað, að mati Geðhjálpar, fyrir lífeyris- þega vegna uppsagna heilsugæslu- lækna. Tryggingastofnun fram- lengdi þá frestinn til að skila um- ræddum vottorðum vegna þess ástands sem skapast hefur í heil- brigðisþjónustunni og skv. upplýs- ingum sem fengust hjá TR er þeim bótaþegum sem telja sig hafa orðið fyrir skerðingu eða missi uppbótar- innar nú um mánaðamótin, vegna þess að þeir hafa ekki getað skilað vottorðum, bent á að snúa sér til Tryggingastofnunar til að fá leið- réttingu sinna mála. Breytingar á greiðslum eiga að spara 95 millj. kr. Nokkrar breytingar voru gerðar á greiðslum til lífeyrisþega um nýliðin mánaðamót og skerðast frekari upp- bætur á lífeyri vegna þeirrar endur- skoðunar sem staðið hefur yfir í kjöl- far lagabreytingar sl. vetur. Að mati fjármálaráðuneytisins eiga þær að skila 95 millj. kr. spamaði á ári. Skerðingin á greiðslum nær til einstaklinga með hærri tekjur en 75 þús. kr. á mánuði og hjóna með yfir 150 þús. kr. og ef eignir í verðbréfum og peningum fara yfir 2,5 millj. kr. hjá einstaklingum eða hjónum. í bréfi Geðhjálpar segir að ein- staklingar hafi nú verið sviptir upp- bót sem þeir hafa fengið vegna sjúkrakostnaðar og lauslega áætlað sé þar um að ræða upphæð sem nemi á annað hundrað millj. kr. Þess- um útgjöldum sé nú velt yfir á lífeyrisþega. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, sagði stofnunina kosta kapps um að framkvæma þessar breytingar af mikilli nærfærni. Hins vegar full- yrti hann að enginn lífeyrisþegi ætti að vérða fyrir skerðingu þótt hann geti ekki skilað vottorði frá lækni vegna uppsagna heilsugæslulækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.