Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÚIN yfir Kringlumýrarbraut. Morgunblaðið/Gólli Tvö góð tækifæri illa notuð BRÚ ER burðarvirki sem ber veg yfír á eða aðra hindr- un, yfirleitt gerð úr tré, jánbentri steypu, stáli eða léttmálmi", þannig hljóðar skilgrein- ingin á fyrirbærinu brú í íslensku alfræðiorðabókinni. Brú er miklu meira en þetta í hugum fólks. Brýr aflétta einangrun og mynda sam- bönd sem áður voru ekki fyrir hendi, þær tengja saman svæði sem áður var erfitt að komast á milli. Þær hafa breytt miklu, bæði í einkalífi fólks og líka í mannkynssögunni. Að byggja brú er jafnan áskorun, slík smíði krefst kjarks, útsjón- arsemi og yfirleitt mikils undirbún- ings og athugana. Það þurfa að koma saman ráð og samvinna margra manna áður en slíkt mann- virki er tilbúið til notkunar og síð- ast en ekki síst þarf að vera fyrir hendi heppilegt byggingarefni. Hengibrýr og plötubrýr Til eru margs konar brýr en al- gengastar eru annars vegar hengibrýr og hins vegar plötu- og bjálkabrýr. I seinni tíð hafa kapal- brýr ýtt hengibrúnum töluvert til hliðar. Hengibrýr eru oft mjög fal- legar en þær eru yfirleitt stórar og verða að hafa rými til að njóta sín. Frægasta hengibrú í heimi er Gold- en Gate brúin í San Francisco, sú stærsta er yfir Stóra-Belti en verið að að byggja aðra enn stærri í Jap- an, um 2 km. Loks má geta þess að verið er að ráðgera byggingu hengibrúar yfir Messinasund á Italíu sem yrði 3 km. Hengibrýr eru ekki algengar í borgum, venjulega eru valdar þar plötubrýr, þær eru minni og henta því betur. Nútímamanninum fínnst brú ósköp venjulegt fyrirbæri í þekktu umhverfí en þegar ekið er á ókunn- um slóðum kitlar flesta svolítið í magann þegar farið er yfir mikil- fenglegar brýr. Brýr í borgum geta þó verið eins athygliverðar og þær sem setja svip á óbyggðir. í Reykja- vík eru a.m.k. tíu brýr sem eitthvað kveður að. Elliðaárbrýr í Ártúnsbrekku Umsjón með hönnun brúa hafa verkfræðingar og arkitektar en ákvörðun um gerð slíks mannvirkis er tekin af yfirvöldum á hvetjum stað. „Vegagerðin og Borgarverkfræðingur eru alltaf með í ráðum þegar verkfræðingar og arkitektar eru fengnir til að hanna brýr 5 Reykjavík, og taka þátt í hönnuninni frá upphafi til loka verksins," sagði Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Hann hannaði brú yfir Elliða- árnar sem var á hinni nýju braut upp Ártúnsbrekkuna sem byggð var árið 1970 og nú er verið að tvöfalda. Jafnframt var þá hönn- uð og byggð brú yfir Sæbrautina vestan við Elliðaár. „Með tilliti til þess að þetta er inni í miðri borg og við útivistarsvæði voru kannaðir ýmsir möguleikar, svo sem brú yfir allan dalinn, 300 metrar að lengd. Hugmyndin að slíkri brú var lögð til hliðar vegna kostnaðar," sagði Helgi. „Niðurstaðan var sú að byggja brú í tveimur höfum, í vest- ara hafinu var áin sjálf en í því eystra var rafstöðvarvegurinn. Brú yfir Elliðaárnar var og er sérlega þýðingarmikil vegna þess að um þennan veg hefur jafnan legið leiðin að og frá Reykjavík." Fyrir skömmu var tekin í notkun ný brú yfir Elliðaár, neðst í Ártúns- brekkunni. Það var Línuhönnun sem hannaði þá brú með ráðgjöf Ólafs Sigurðssonar arkitekts. „Verið var þarna að byggja brú við hliðina á gamalli brú. Reynt var eftir megni að láta þær „standa saman í sátt og samlyndi" en þó þannig að hvor um sig hefði einkenni síns tíma. Þessi nýja brú er lítið áberandi en Gísli Sigurðsson umsjónar- maður Lesbókar Morgunblaðs- ins hefur skrifað mikið um arkitektúr í blaðið. Hann var beðinn að segja sitt álit á at- hyglisverðum brúm í Reykja- vík. „Á tveimur stöðum voru einstaklega góð skilyrði til þess að búa til fallegar brýr en þau tækifæri voru ekki not- uð,“ sagði Gísli. „Annars vegar á ég þar við Höfðabakkabrúna yfir Elliðaárnar við Árbæj- arsafnið og hins vegar Gullin- brú yfir Grafarvogi. Sú fyrr- nefnda var raunar mikið þrætuepli á sínum tíma og töldu andstæðingr hennar að Elliðaárdalurinn væri þarmeð ónýtur.En það er því miður ekkert listrænt eða fallegt við þessa brú yfir Elliðaárnar. Hún er “bjálkabrú" á tveimur sver- um, steinsteyptum burðarbit- um og hvílir á súlum í miðju. Samskonar “gullið" tækifæri var látið ónotað þegar Gullin- brú var byggð. Hún stendur illa undir nafni. Þegar þessar tvær brýr eru bornar saman við brúna yfir Fnjóská sem byggð var árið 1906 og er ákaflega falleg, er ekki hægt að sjá að miklar framfarir hafi orðið í útlitshönnun brúa. Miklu betur hefur tekist til með Höfðabakkabrúna yfir Vesturlandsveg. Kannski á stærðin þátt í því að það er ólíkt meiri arkitektúr í þeirri brú. Að sumu leyti er þetta vegna þess að vegurinn ofan af brúnni sveigir niður á við á Vestur- landsveginn og þessar sveigðu línur eru síðan endurteknar í brúnni. Þarna er heilmikið af fallegum línum og fallegum arkitektúr. Þetta er ekki aðeins stórt mannvirki heldur er það einnig fallegt og vel teiknað. Brúin á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut er líka mjög vel teiknað mannvirki. Þar hafa menn leikið sér að því að vinna með granna boga sem hafa mikinn burð og það er sérkennilegt að brúin hallast dálítið; er hærri austanmegin. Þessi brú er bezt teiknuð allra brúa innan Reykjavíkur að mínu mati, bæði fagurfræði- lega og skilst að hún þyki góð verkfræðilega. Einnig þykir mér göngubrúin yfir Kringlu- mýrarbrautina vera vel gerð og skemmtilegt að bæði liggur hún í sveig og svo er á henni bogi.“ Gísli Iagði áherslu á að Tjarn- arbrúin gamla væri búin að vera svo lengi „hluti af andliti miðbæjarins" að hún væri þann- ig ein af merkustu brúm í Reykjavík, „Þótt ekki sé hún byggð sem neinn skartgripur," eins og Gísli orðaði það. Hann nefndi einnig gömlu brúna yfir Elliðaárnar sem ekki er lengur notuð. „Hún var ekki falleg og ekkert gert fyrir hana listrænt, en þetta er merkileg brú af því um hana lágu lengi allar leiðir úr og í Reykjavík." mjög mikilvæg fyrir umferð," sagði Ólafur. Nýjarbrýr ; Að sögn Sigurðar Sk;uj)hóðm,s- sonar gatnamálastjóra éru tíu brýr í Reykjavík sem standa .yel undir nafni. „Við erum með fyrirætlanir um fleiri brýr, svo sem göngubrú á Miklubraut á móts við Rauðagerði. Þar eru nú komnar heilmiklar fyll- ingar. Byijað er að vinna að stíga- gerð og brúin verður boðin út í haust. Hún á að vera fullbúin snemma næsta sumar og er hönnuð hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafs- sonar. Arkitekt er Ingimundur Sveinsson,“ sagði Sigurður. Hann sagði einnig að verið væri að byija að skoða göngubrúargerð yfir Kringlumýrarbraut móts við Sóltún. Loks verður reist í ár brú yfir Kringl- una frá aðalbílastæðunum við versl- unarhúsið yfir á bílastæði við hús Sjóvá-Almennra. „Brúargerð í Reykjavík er oftast samstarfsverk- efni milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Flestar þessara brúa eru á þjóðvegum og eru þess vegna greiddar úr ríkissjóði þegar upp er staðið. Þetta á ekki við um Kringlubrúna fyrirhuguðu, sem er samstarfsverkefni Kringlunnar og Reykjavíkurborgar. Svona samstarf hefur alltaf gengið vel og einnig samstarf við verkfræðinga og arki- tekta sem fengnir hafa verið til að hanna viðkomandi mannvirki,“ sagði Sigurður einnig. Höfðabakkabrúin yfir Vesturlandsveg Byggingu brúar yfir Vesturlands- veg er að ljúka um þessar mundir. í daglegu tali er þessi brú kölluð Höfðabakkabrúin en það er líka ti! önnur Höfðabakkabrú yfir Elliða- árnar, þetta getur valdið ruglingi, því aðrar brýr eru yfir Elliðaárnar líka. Einnig eru tvær brýr yfir Kringlumýrarbraut, auðveit er þó að skilja á milli þeirra því önnur er göngubrú. Kannski væri óvitlaust að skfra brýr eins og gert var við t.d. Gullinbrú, það kæmi í veg fyrir að almenningur ruglaði ýmsum brúm saman vegna svipaðrar stað- setningar. Það voru þau Margrét SJÁ SÍÐU 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.