Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSIR trúðar hafa ekki sloppið út úr fjölleikahúsi, þetta eru ræðarar í einu þeirra 625 fyrirtækjaliða sem taka þátt i drekabátakeppninni. SVONA líta drekabátarnir út, þar sem þeir kljúfa síkisvatnið á fleygiferð, knúðir áfram af metnaðarfullum ræðurum. Afmæliskveðjuna frá skrifstofu gatna- málastjóra í Málmey fékk Kristján Gíslason á fimmtugsafmælinu meðan drekabátakeppnin stóð sem hæst. Kveðjan er grafin á koparplötu á stórum steini er stendur í garðinum á keppnis- staðnum við „kanalinn“. „Skrif- stofa gatnamálastjóra í Málmey þakkar Kristjáni Gíslasyni, sem á tíu árum hefur gert dreka- bátakeppnina í Málmey að skemmtilegum viðburði fyrir borgina okkar, til eftirbreytni fyrir alla Svíþjóð“ stendur á stein- inum og kveðjan segir meira en mörg orð hve keppnin er mikils metin og dregur að sér mikla athygli. Allt byrjaði þetta á því að krakkarnir hans gengu í bark- arbátaklúbb borgarinnar og Kristján var beðinn um að vera formaður, því það væri engin vinna. En íslendingar bretta upp ermarnar við öll tækifæri og sama gerði Kristján. Nú veltir keppnin tugum milljóna íslenskra króna og Kristján hefur helgað sig þessari íþrótt. Gömlum vinum hans á íslandi þykir það reyndar spaugilegt að hann skuli hafa gert íþróttir að lifibrauði sínu, því hann hafði aldrei sýnt snefil af áhuga á slíku stússi. En dreka- bátarnir eru heldur ekki hvaða íþrótt sem er ... Róðrarklúbburinn leið að sænskum vinum Eins og margir landar fór Krist- ján Gíslason til Málmeyjar 1969 til að vinna í Kockums-skipasmíða- stöðinni í nokkra mánuði. Svo ákváðu hann og kona hans, dís Guðbjörnsdóttir, að vera eitt ár, en árið teygði úr sér og ekkert fararsnið er nú á ijölskyldunni. Kristján hætti fljótlega hjá Kockums og þar til fyrir tveimur árum var hann byggingarmeistari. Nú eru það drekabátarnir, sem sitja í fyrirrúmi, bæði í vinnu- og frítímanum, því hann rekur fyrirtæki sem leigir út báta og sér um annað er viðkemur dreka- bátakeppni. Hafdís er barnakennari og þau hjón eiga tvö uppkomin börn, Freyju og Gísla Má, sem bæði eru á kafi í báta- íþróttinni, auk þess sem Gísli Már rekur teiknistofu. Það var Gísli Már, sem gekk í Barkarbátaklúbb Málmeyjar sem krakki. Fyrst kærði hann sig ekki um að hafa mömmu og pabba með sér í klúbbinn, en komst svo að raun um að foreldr- arnir höfðu hlutverki að gegna. Fyrir Hafdísi var þátttakan í for- eldrastarfinu kærkomið meðal gegn heimþránni fyrstu árin. í Haf- íslmltiir þráí og tínmltir drehltálai * A Málmeyjarhátíð í fyrrasumar var siglinga- keppni á kínverskum drekabátum ein helsta skemmtunin. Keppnin hefur dregið að sér slíka athygli að koparplata með þakkarorð- um frá skrifstofu gatnamálastjóra borgar- innar til mannsins sem kom keppninni af stað fyrír ellefu árum stendur við keppnis- staðinn í miðborginni. Sigrún Davíðsdóttir hitti Kristján Gíslason drekabátamann með meiru einmitt meðan keppnin stóð yfir. ÞAU feðginin Kristján og Freyja eru hér í bolum hátíðarinnar, en Hafdis er heldur prúðbúnari þar sem hún tekur á móti gestum, sem koma til að snæða á pöllunum við sikið. klúbbnum eignuðust þau kunn- ingja og vini og allir tóku þátt í starfinu af lífi og sál. Og dóttirin Freyja fór einnig að róa. Arið 1981 var Kristján talinn á að verða formaður í klúbbnum, því þaðværi „engin vinna“, en Krist- ján^tók ekki alveg þannig á því. Árið 1985 var í fyrsta skipti haldin borgarhátíð í Málmey, sem síðan hefur orðið árlegur viðburð- ur eina viku í ágúst. Þá vaknaði hugmynd í klúbbstjórninni að gera eitthvað sniðugt. Kristján vissi til þess að árið áður höfðu kínverskir drekabátar verið fluttir inn til Svíþjóðar, en lágu ónotaðir, því enginn vissi hvað gera ætti við þá og honum datt í hug að nota þá á hátíðinni. „Við áttum hins vegar ekki krónu og ^gátum því ekki sótt bátana. En Islendingar eru þráir, svo ég gafst ekki upp. Á endanum tókst mér að fá fyrir- tækið sem útvegaði mér steypu- styrktaijárn til að tylla bátunum ofan á flutningabíla sína og flytja bátana til Málmeyjar, þangað sem þeir komu kvöldið áður en hátíðin hófst.“ Út á bátana tvo hafði klúbbur- inn fengið sextán fyrirtæki til að skrá sig í róðrarkeppni. í ár taka 625 fyrirtæki þátt í keppninni, sem stendur í heila viku og yfir fimmt- án þúsund manns taka þátt. Fyrir- tæki sér um að selja þátttökuna og sinnir engu öðru. Auk fyrir- tækjakeppninnar er haldin Evrópu- keppni með ladsliðum og keppt í kven-, karla- og blönduðum riðlum, að ógleymdri keppni í hvaða lið er frumlegast búið. Drekabátarnir eru kínverskir, upprunnir í Hunan-héraði og heimildir eru um þá tvö þúsund ár aftur í tímann. Fyrir um tveim- ur áratugum hóf ferðamálaráð Hong Kong að skipuleggja dreka- bátakeppni og hugmyndin fór um eins og eldur í sinu. Engin róðrar- íþrótt breiðist nú jafn hratt út og drekabátaróður. Sænski seðlabankinn í gervi Bjarnarbófanna Ekki þarf að dvelja lengi við sík- ið á keppnisdegi til að skilja hvers vegna borgaryfirvöld eru ánægð með framtak Kristj- áns og klúbbfélaganna, því keppnin dregur að sér gesti í tugþúsundatali og setur fjörlegan svip á bæinn. Og fyrirtækin sem taka þátt í keppninni geta notað hana til að bæta og hressa upp á andann í fyrirtækinu. Fyrirtækin sækja um þátttöku og í fyrsta skipti í ár var keppendaskránni lokað, þegar 625 fyrirtæki höfðu skráð sig. Fleirum var ekki hægt að anna. Keppnisbátarnir eru níu, tveir til fjórir í hveijum riðli og heita eftir löndum. Einn heitir auðvitað ísland. Hveijum bát er róið af hóp ræðara, sem rær í takt við trumbuslátt þess sem situr við trumbuna í stafni. í skut stendur stýrimaður og stýrir með ár. Stýrimaður- inn er frá róðrarklúbbnum, ekki fyrirtækinu, því það er erfitt að stýra bátunum. Gísli Már sér um þjálfun stýrimannanna. Meginfjörið er svo að ræðararn- ir hafa ekki fengið að æfa sig á bátunum, heldur hafa orðið að æfa sig á annan hátt. í áhugasömum hópum hittast ræðarnir til líkams- æfinga og æfa róðurinn kannski sitjandi uppi á kössum með pappa- rúllur eða annað tiltækt sem árar. Þessari reglu er stranglega fylgt, þó Kristján segi að ýmsar sögu- sagnir gangi um að fáir útvaldir fái að æfa í bátunum. „Ég var einu sinni í leigubíl, þar sem bílstjórinn vissi ekki hver ég var, en fór að segja mér frá því í óspurðum frétt- um að lið hans hefði tapað í keppn- inni. Þeir ætluðu aldrei að keppa aftur, því bílstjórinn var viss um að hitt liðið hefði nefnilega fengið að æfa á laun.“ Það er undir liðunum komið hvað þau gera úr þátttökunni. Á áhorfendapöllunum má sjá að oft fylgja hveiju liði fleiri hundruð manns. Þannig hafa lið lögreglunn- ar í Málmey og póstmanna mætt með 700 áhangendur. Þegar liðin eru kynnt til keppninnar kemur áhangendahópur á pall við ána. í hátalarana syngur hann lag eða flytur mergjuð hvatningarorð sem einhver í fyrirtækinu hefur samið og æft. Þegar liðið kemur að landi eftir 500 m lífróður er glens og gaman og iðulega lendir allt liðið í ánni, áður en það nær landi. Og öllu þessu fylgjast áhangendur með af lífi og sál og hvatningar- hrópum. Hluti af gamninu er búningar liðsins. Þannig mætti lið sænska seðlabankans til leiks í búningi Bjarnarbófanna, Línur langsokkar sáust líka, auk rassálfa og ann- arra kynjavera. Og keppnin setur ekki aðeins svip á borgarlífið þá vikuna sem hún stendur. Vikurnar fyrir keppnina er hún aðal um- ræðuefni borgarbúa og í hádeginu má oft heyra fólk á kaffihúsum og matstofum ræða undirbúning sinn og annarra og hvejir verði nú með. Það er samkenndin sem þátttak- an skapar sem Kristján segir að fyrirtækin kunni að meta. „Það er ekki alltaf að yfir- og undirmenn nái vel saman í fyrirtækjum. I keppninni ber kannski yfirmaður- inn bumburnar og þá er honum hent í vatnið ef liðinu þykir hann ekki beija nógu vel. Og undirbún- ingurinn útheimtir vinnu og sam- veru, sem er skemmtun í sjálfu sér.“ Og þarna sem við sitjum í kösinni og Kristján segir frá, hrýt- ur honum af vörum að þetta sé nú meiri hávaðinn. Ekki laust við að hann sé þreytandi svona í heila viku, en gamanið er ósvikið. Veltan leyndarmál Hvert lið greiðir 4.700 sænskar krónur í þátttökugjald, eða um 47 þúsund íslenskar. Klúbburinn sér um reksturinn á öllu keppnissvæð- inu og hann er ekki lítill í sniðum. í 300 fermetra tjaldi er veitinga- sala þar sem seldar er samlokur, sem klúbbfélagar smyija sjálfir. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.