Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 B 5 öðru veitingatjaldi geta fyrirtæki pantað grískt hlaðborð, auk þess sem eldhúsið þar eldar fyrir 150 starfsmenn klúbbsins á svæðinu sem snæða saman þegar keppni lýkur á kvöldin kl. 22. Uppi á pöll- um við síkið er veitingastaður, þar sem boðsgestir geta snætt um leið og þeir fylgjast með keppninni. Gestirnir eru flestir frá fyrir- tækjunum sem taka þátt, því þeim sem sjá um tengsl fyrirtækisins og keppninnar er boðið í mat. Á fyrsta degi keppninnar þáðu þús- und manns boðið í gestastúkuna sem Hafdís sér um. Auk þess geta fyrirtækin leigt veisluaðstöðu fyrir 25-200 manns, með eða án mat og fengið hljómsveit, ef þau vilja slá upp starfsmannaveisiu við keppnissvæðið. Af öðrum mann- virkjum má svo nefna gáma fyrir skrifstofu og búningsherbergi starfsfólks, áhorfenda- og stjórn- stúku. Ágóðinn rennur óskertur til klúbbsins. Útþenslan í keppnis- haldinu hefur leitt til vangaveltna í Málmey hvort rétt sé að klúbbur- inn sitji að þessu öllu einn. Kristján segir að klúbbfélagar hafi þá reglu að upplýsa ekki hver veltan er, en það þarf ekki mikla reiknifimi til að giska á að hún skipti tugum milljóna íslenskra króna. Það gefur hugmynd um veltuna að síðan 1987 hefur hagnaðurinn verið lagður i byggingarsjóð klúbbsins, sem nú á 7,5 milljónir í reiðufé. í ár hefjast byggingar- framkvæmdir við nýtt klúbbhús, sem á að vera tilbúið næsta ár á sjötíu ára afmæli klúbbsins. Arki- tektinn er Gísli Már og mun húsið verða mjög sérstakt. Það stendur á viðkvæmum stað í borginni og verður að falla inn í fallegan garð. Hluti af lausninni er torfþak húss- ins. Vöxtunum af sjóðnum hefur verið varið til að byggja upp keppn- islið klúbbsins og keppnisárangur- inn hefur ekki látið á sér standa. Klúbburinn hefur krækt sér í Sví- þjóðarmeistaratitil og ræðarar frá honum eru bæði í landsliðinu og unglingalandsliðinu og í landslið- inu í maraþonróðri. Kristján segir því að árið í ár sé stórt ár í 69 ára sögu klúbbsins, þegar nýtt klúbbhús sé í augsýn og Svíþjóðar- meistaratitill í höfn. Auk þess er klúbburinn með karla- og kvenlið í drekabátaróðri og stelpurnar urðu Evrópumeistarar í fyrra. I ár vann blandað lið klúbbsins bronsverð- laun á heimsmeistaramóti í dreka- bátaróðri i Kína, þar sem Kristján var stýrimaður. Drekabátafyrirtæki Umsvifin í kringum keppnina hafa nú leitt Kristján út nýjan at- vinnurekstur. Fyrir tveimur árum stofnaði hann fyrirtæki ásamt þremur öðrum. Það byggir á vin- sældum drekabátakeppninnar, því nú er keppt á 38 stöðum í Svíþjóð í þessari íþrótt. Fyrirtækið á 40 báta, sem það leigir í keppni. Á lokakvöldi keppninnar er mikið um dýrðir. Keppt er til úr- slita í fyrirtækjakeppninni, auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir bestu búningana. Úrslitaliðin fimmtán sigla skrúðsiglingu eftir síkinu með kyndla og þessu lýkur með flugeldasýningu kl. 22, að öllum líkindum í viðurvist 150 þúsund manns. Á laugardeginum er pakkað saman eftir vikulanga róðrar- og almenningshátíð. Þá hægist um hjá Kristjáni og fjöl- skyldu, en það er stutt í undirbún- ing næstu hátíðar. Meðan fjöl- skyldulíf annarra snýst um jóla- haldið er keppnin þungamiðja þeirra Kristjáns. Það sem hófst sem notaleg fjölskylduskemmtun og aðferð til að komast í tengsl við Svía er orðin arðvænleg og spennandi atvinnugrein, sem setur svip á sumarið hjá Málmeyjarbú- um og starfsemi 625 fyrirtækja í Svíþjóð og víðar... eða eins og segir á steininum góða: „... til eftirbreytni fyrir alla Svíþjóð" ... og kannski fyrir fleiri. Halda vel að þreyttum fótum ! Góðir fyrir fólk sem stendur við vinnu sína allan daginn ! Viðurkenndir af fólki í heilsugæslu Mjúkir, þrýsta ekki að blóörásinni heldur örva hana. Þú getur valið um fjóra liti. Þessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konur! Öðlastu hvíld í OFA! AKRANES APÓTEK • APÓTEK BLÖNDUÓS APÓTEK KEFLAVÍKUR ÁRBÆJAR APÓTEK • BORGAR APÓTEK BRElÐHOCrSAPÓTEK'GAHÐSAPÓTEK GRAFARVOGS APÓTEK • HOLTS APÓTEK BUNNAR APÓTEK DOMUS MEDiCA INGÓLFS APÓTEK • LAUGAVEGS APÓTEK MOSFELLSAPÓTEK* REYKJAVÍKUR APÓTEK STYKKJLSHÓLMS APÓTEK • ÖLFUS APÓTEK Námskeið MELROSE og .. VIDEO ° ARTS Að reka smiðshöggið á samkomulagið. Samningatækni í daglegu lífi 17. og 18. september Hringið og pantið. Sala og þjónusta í síma 15. og 16. október. Fundir, fjárans fundir. Um fundastjórnun 5. og 6. nóvember. Taktu frumkvæðið. Hvati til framkvæmda. 3. og 4. desember Enskunám hjá The Bell Language Schools í Bretlandi, VITUND Laugavegi 47, sími 562 0086 Þjóðdansafélags Reykjavíkur Hefjast 16. sept. að Álfabakka 14a. Námskeiðin eru í 12 vikur. Barnanámkeið 3-5 ára kr. 3.000.- Barnanámskeið 6-8 ára kr. 4.500.- Barnanámskeið 9 ára og eldri kr. 5.500.- Ath. systkinaafsláttur. Gömlu dansarnir fyrir byrjendur og lengra komna kr. 6.000,- Stutt námskeið í iínudönsum fyrir unglinga og fullorðna. kr. 2.500. Opið hús annað hvert miðvikudagskvöld, gömlu dansarnir o.fl. Þjóðdansar frá ýmsum löndum verða dansaðir á fimmtudagskvöldum. Allt dansáhugafólk velkomið. Er þetta ekki tækifærið til að lífga upp á danskunnáttuna? J** *% Upplýsingar og innritun í síma 587-1616 7Un1 ^ />'S'7'OFNN'ó,v ■ ;UNi ^ Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.