Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta tegurðar- samkeppnin í Teofani-pökkum Líklega er hvergi í heiminum til stærra safn íslenskra póstkorta og smápakkamynda en í eigu Jóns Halldórs- sonar. Þar kennir margra grasa, enda fjölbreytnin mik- il fyrr á öldinni, gefín út kort af öllu tilefni. Til að gefa hugmynd um það fékk Elín Pálmadóttir að skoða safnið og kippti út nokkrum sýnishomum til birtingar. Smámyndaseríumar fylgdu pakkavamingi, svo sem kaffí eða sígarettum. FEGURÐARDROTTNINGAR íslands 1930. Þær voru kjörnar af 50 myndum sem fylgdu Teofani-sígarettum. Hildur Grímsdóttir, 1. verðlaun (t.v), Sigurbjörg Lárus- dóttir númer 2 (í miðju) og Alfa Hraundal númer 3 (t.h.). Morgunblaðið/Ásdís JÓN Halldórsson í stofunni sinni, þar sem m.a. má sjá gamla muni frá því hann sigldi á stríðaárunum. GAMALT og nýtt. Sambandshúsið og Sölvhóll. Úr myndaröð Reykjavíkurmynda er fylgdu sígarettupökkum frá Westminster. AÐ ER gaman að komast í að gramsa í möppunum hans Jóns Halldórssonar, sem standa í snyrtilegum röðum er fylla margar hillur í skápnum hans. Þar er safn hans af íslenskum póstkortum og smápakkamyndum, flokkað og númerað og raðað í möppur. Hátt í 12 þúsund póst- kort og smápakkamyndir, að hann telur. Þarna er óendanlegan fróðleik og skemmtun að fínna í myndunum. En brátt verður mað- ur alveg ruglaður og gefst upp á því að velja úr fáar myndir. Þær sem hér fylgja með eru því nánast gripnar af handahófi um leið og möppum hvers flokks var flett. Jón Halldórsson, sem var sjómaður og bólstrari, er nú orðinn 88 ára gamall og orð- inn heilsutæpur. Hann kveðst hafa alist upp í Hafnarfirði, en vera samt löggiltur Reykvík- ingur. Snemma fór hann á sjóinn og var lengst af á togurum. Sigldi meðal annars öll stríðasárin. Það má sjá í stofunni hans á nokkrum gömlum fallegum munum sem hann keypti þá í Bretlandi, svo sem forláta franskri klukku og silfurplettstjökum úr 58 saman- skrúfuðum hlutum, samskonar og hann sá löngu seinna á safni í Cambridge. „Fátæktin var svo yfirþyrmandi í Bret- landi í stríðinu að fólk varð að selja svona muni úr búum sínum. Á þeim árum voru Bretar í raun gjörsigraðir, höfðu ekki í sig að éta á stríðsárunum. Við Islendingarnir sem komum þangað vorum ríkir menn, sem gátum veitt okkur hvað sem var, og fengum stundum að finna fyrir því að vera með full- ar hendur fjár. Fórum aldrei í land nema tveir-þrír saman,“ segir Jón. Hann hefur margt hreggið sopið. Hann var á Garðari frá Hafnarfirði þegar togarinn var keyrður sundur af 14 þúsund tonna frönsku skipi við Skotland. Hann þaut upp og ætlaði að grípa í lunninguna á björgunarbátnum, en náði ekki. Fingurnir skröpuðu niður bátshlið- ina uns hann náði taki á einu lífbandinu utan á þátnum. Og hann átti kost á siglingu á Jóni Ólafssyni ásamt vini sínum og frænda, eftir að einn hafði neitað að sigla. Skipstjór- inn lét varpa hlutkesti um hvor þeirra fengi túrinn. Hann tapaði og frændinn fékk sigl- inguna - en tapaði líka, því skipið kom aldr- ei aftur. I þetta sinn eigum við annað erindi við Jón, þó hann hafí frá mörgu að segja. Eftir að hann var orðinn fjölskyldumaður með þijú börn kom hann í land, og lenti fyrir tilviljun í húsgagnabólstrun, sem varð hans ævistarf. I 30 ár rak hann eigið bólstrunarverkstæði á Vatnsstíg lOb og hafði alltaf næga vinnu, m.a. fyrir bíóin. Póstkortin í skálum En hvernig stóð á því að hann fór að safna póstkortum, bréfspjöldum, frímerkjum og smápakkamyndum, sem hefur í öll þessi ár kostað mikla fyrirhöfn, elju og útgjöld? „Þannig stóð á því að bróðir minn hafði farið út á land, kom víða á bæi og sá þessar skálar með póstkortum sem alls staðar voru á borðunum. Hann fór að skoða þau, hafði gaman af og byijaði að safna. Þegar hann kom heim með bunka af póstkortum, sem honum höfðu verið gefin, stakk hann upp á að ég færi að safna líka. Ég gerði það. Og þar sem mér finnst alltaf að maður þurfi að ljúka því sem maður er byijaður á, tók ég þetta af svo miklum krafti að ég tel mig eiga stærsta safn sem til er í heiminum af íslensk- um póstkortum.“ Jón kveðst hafa haldið sig við íslensk kort, með frávikum þó. Hann á t.d. dönsk náttúru- lífskort og þýska seríu af skipum, öllum fleyt- um sem verið hafa í heiminum, frá því maður- inn fór að fleyta sér á tijábolum upp í stærstu línuskip fyrri tíma, teiknuð af sama manni. Þessi kort eru mjög sjaldgæf. Eitt sinn var hann svo heppinn í Austurríki að detta niður á mann með slíkt safn og fékk það sem hann vantaði með því að bjóða í það. Stærsta íslenska kortasafnið Við förum að glugga í íslensku kortin. Elsta skráða kortið er frá 1904, en einhver munu þó vera eldri. Öll eru númeruð sem hafa skráða útgefendur. Af flokkum má nefna Reykjavíkurkortin, sem eru á annað þúsund í 5 möppum. Það er þó ekki allt, því Reykjavíkurmyndir koma líka fyrir í flokkn- um „Þjóð og saga“, sem er í 5-6 bókum og víðar. „Fiskveiðar og skip“ eru í tveimur bókum, um 200 í hvorri. Áf öðrum flokkum má nefna Sveitabæi og sveitastörf, Kirkjur, Kaupstaði og kauptún, Landslag, Listaverk og listafólk, Kóra o.s.frv. Og geysimikið safn er af jólakortum og heillaóskakortum af öllum tegundum „Jólakortin áður fyrr voru lista- verk, mörg þeirra málverk. Núna eru þau ekki nema svipur hjá sjón,“ segir Jón. „Svo á ég óhemjumikið af gömlum glanskortum með gyllingum. Þau skipta hundruðum. Ég hefi keypt heilmikið af kortum bæði innanlands og erlendis á kortamörkuðum. Þar má finna íslensk kort. Ég komst fljótt að því að lítið þýddi að spyija um kort frá Islandi. Maður verður að spyija um annaðhvort Norð- urlandakort eða kort með óvissum uppruna. Þá koma þeir með stóran kassa, sem maður fær að gramsa í. Auðvitað er ekki von að þeir þekki íslensku kortin. ísland þýðir bara eyja á ensku máli og þá er kortið frá ein- hverri ótilgreindri eyju. Ég náði því oft í góða slurka af svoleiðis kortum, t.d. í Englandi." Og hann bætir því við að sérlega góð kort geti verið dýr, farið í nokkur þúsund krónur stykkið. „Þarna er svo miklar upplýsingar að finna. Ég hefi meira að segja verið beðinn um kort til að útkljá landamerkjadeilu. Það dugði að vísu ekki, því myndin reyndist vera tekin á flóði og skerin sem áttu að sanna mörkin voru í kafi. Ég hefi oft lánað myndir til prent- unar í bókum, og aldrei beðið skaða af því.“ Honum finnst það sjálfsögð greiðasemi við fólk ef það vantar mynd af einhveiju sér- stöku. Hann hefur aldrei látið meta safnið en telur ekki fjarri lagi að það geti verið 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.