Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 B 9 MATARLIST/Hamborgarar eda trattéringar á Trattoríu? Trattoria — Mamrna mia MANNLIFSSTRAU MAR SOMATID hringferillinn. 1 til 3: Eðlilegar aðstæður í líkamanum: somatidar, sporar, tvöfaldir sporar. 4 til 16: óeðlilegar aðstæður í likamanum. 4-8: sýklar, tvöfaldir sýklar, sýklar með tvöföldum sporum, sýklar með granular tvöföldum sporum. 9-16: globular form sprengja sig, ger, sveppir, thallus sem framleiðir aftur so- matida (góðar aðstæður). Á TÚNINU fyrir framan kirkju Heilags Frans sit ég flötum beinum og borða flatkökubita með pylsu. Virði fyrir mér á kirkjutröppunum á móti pattaralegan ferðamann borðandi jógúrt, beran að ofan og hefur útbúið sér höfuðfat úr hvítum bolnum. Ég held áfram að lesa í bókinni minni um töfra Umbriu-héraðs og næst þegar ég lít upp úr lestrinum sé ég að brúðkaup er í uppsiglingu fyrir framan kirkju Heilags Frans. Það skaðar engan meðan þær eru hreinsaðar út um leið. En sé álag á okkur of mikið of lengi þá getur það hent, að krabbamein nái viss- um krítískum massa inní okkur, og eftir það lamar það ónæmiskerf- ið. Það gerist svona: Æxlið þarf á miklu nítrógeni að halda til vaxtar og nær því úr heilbrigðu frumunum með því að framleiða eiturefni. Það er einmitt þetta eiturefni sem lam- ar ónæmiskerfið. Ég gef sjúlkingn- um því-nóg nítrógen í formi lyfsins 714-X inn í sogæðakerfið í þrisvar sinnum 21 dag. Við það hættir æxlið að senda út eiturefnið og ónæmiskefið tekur við sér á ný. I mörgum tilfellum dugar þetta til þess að snúa dæminu við.“ Þetta er raunar of stytt lýsing og einföld. Lækningahlutfallið er staðfest 75% með aðferð Naessens jafnvel hjá manneskjum sem úr- skurðaðar voru ólæknandi. En allt þetta mál snýst fyrst og síðast um líf og dauða fólks, um lækningu á hræðilegum vágesti en ekki um heiður einhverra vís- indamanna sama hvað þeir heita. Hvað skyldu svo líða mörg ár áður en þessi meðferð berst uppá sker- ið? Heimildir: The persecution and trail of Gaston Naessens,(Christopher Bird 1991). Myndbandstæki og myndavélar á lofti. Brúðguminn mætir snemma og heilsar gestunum með kossi á báðar kinnar svo smellur í klausturveggjunum. Hann heldur á brúðarvendinum. Að lokum kemur hin tilvonandi brúður og þau heilsast lika með smellkossum. Gaman að sitja á þessu túni og virða fyrir sér mannlífið. Það eru oft engin takmörk fyrir smekkleysu ferða- manna. Japanir kunna sig hinsveg- ar alltaf í fatavali. Það er kúnst að velja saman smekkleg föt sem of- bjóða ekki fegurðarskyni og sið- gæðiskennd borgarbúa og um leið eru þau þægileg og líkamsvæn. Sjálf er ég ekkert of ferðamannaleg held ég, a.m.k. spurði kona mig áðan til vegar. En nú er ég orðin svöng, enda til of mikils mælst að flatbakan seðji nema sárasta hun- grið. Mér verður hugsað til Fransisk- anareglu Frans frá Assisi, en áhangendur hennar lifðu upphaf- lega eingöngu á ölmusu og sjálfur hafnaði heiiagur Frans öllu verald- arvafstri og lifði mjög einföldu lífi í anda Krists. Þetta er nærtæk hugsun því ég er stödd fyrir framan kirkju kennda við heilagan Frans og eins býður buddan ekki upp á mjög íburðarmikla máltíð, en það hvarflar þó ekki að mér að fylgja þessu fordæmi. Ég ætla þó að borða eitthvað einfalt og seðjandi. Um leið og ég stend upp og hugsa mér til hreyfings skýst lítill fugl fram- hjá mér og sest á gosbrunnsbakka skammt frá og dýfir höfðinu ofan í vatnið til að kæla sig. Við þessa sjón verður mér enn hugsað til heil- ags Frans og nú til skáldsins Frans og Sólarsöngs hans þar sem hann lofar Guð fyrir öll sín systkini sem fyrirfinnast í náttúrunni, ég get ekki annað en tekið undir þennan söng. Ég held af stað í leit að næstu Trattoriu. Trattoria (borið fram eins og „mamma mia“) er mjög einfald- ur og íburðarlítill, fjölskyldurekinn matsölustaður. Þessir matsölustaðir hafa engan eiginlegan matseðil eins og við þekkjum hann, en boðið er upp á rétti dagsins — kannski súpu, nokkra pastarétti auk þriggja til fjögurra aðalrétta — munnlega af þeirri manneskju sem tekur hjá manni pöntunina hvort sem það er nú amman eða elsta dóttirin. Á leið- inni kem ég við á bar til að skipta í strætó og sé þar sólbrennda fjöl- skyldu sitja og ryðja í sig hamborg- urum, tertusneiðum, bollum, brauði og kaffi. Ég náfölna hins vegar við þessa skelfilegu sýn og dríf mig út og upp í næsta strætó. Ég stíg út úr vagninum beint fyrir utan Tratt- oria Antonia og fæ mér sæti þar inni. Ekki líður á löngu þar til afi gamli mætir til að taka pöntunina. Hann býður upp á vín hússins í leirkönnu sem hann sýnir mér stolt- ur og segist hafa búið til sjálfur á föndurstofu aldraðra þar í bæ. Ég hrósa honum fyrir handverkið og spyr hvað sé í boði. Penne all’a- matriciana con rosmarino eða pasta (penne) með tómat, beikoni og ró- smarín, Cervella fritta con pomod- ori freschi eða kálfaheilar í raspi með ferskum tómötum og Frittata di spinaci e prosciutto eða eggja- kaka með spínati og osti. Ég legg ekki í kálfaheilana þannig að ég panta mér pastað og eggjakökuna. Hvílíkt sælgæti. í eftirrétt var síðan ferskt ávaxtasalat. Mér tókst að fá eina uppskrift og hún var að bök- unni. Eggjakaka með spínati og osti Uppskrift fyrir fjóra ____________6 egg____________ 3 msk nýrifinn parmesanostur 100 g grófsöxuð góð skinka 175 g spínat sem búið er að steikja við vægan hita í um 10 mínútur _________salt og pipor_______ 4 msk ólífuolía 1. Þeytið eggin vel. Blandið ost- inum, skinkunni, spínatinu, salti og pipar saman við. 2. Hitið olíuna við miðlungshita á þykkustu pönnunni sem til er á heimilinu. Hellið blöndunni út á pönnuna og setjið á lægsta hita. Setjið lok á pönnuna og látið ome- lettuna steikjast í um 20 mínútur. 3. Berið fram kalt eða heitt. Fyrir þessa dýrindis máltíð greiddi ég álíka upphæð og fyrir majonessamloku og kókdós. Eg læt hér að gamni fylgja með aðra góða eggjakökufyllingu, sem er mjög saðsöm og einkar ljúffeng. Ostafylling Rífið niður ost að eigin vali (1- 1 1/2 dl miðað við 5 egg), s.s. port salut, parmesan, gráðaost eða tilsitter, og stráið honum yfir eggjakökuna rétt áður en hún er fullbökuð, brjótið hana saman og borðið með nýmöluðum pipar eða múskati. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Stökktu til Benidorm 24. september fyrir kr. 35.932 í26daga Bókaí» stra* lísœtw Síðustn n Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm 3. september og bjóðum þér einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta í yndislegu veðri á Benidorm í september og október. Þannig gengurþað fyrir sig: Við höfum tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar á morgun og tryggir þér sæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir í fríinu. Verð kr. Verð kr. 35.932 49.960 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 26 dagar, skattar innifaldir M.v. 2 fullorðna í íbúð, 24. september, 26 dagar, skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími S62 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.