Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ eins og MARGAR breyíingar gerdai á aögunni; Quasimodo lítur yfir Parísarborg. Disney gerir Hrineiarann VARLA er hægt að ímynda sér við fyrstu sýn að hægt sé að búa til fallegt Disney-ævintýri úr sögu Victors Hugo um hringjarann í Notre Dame. Sögusviðið er París árið 1482 en bókin kom út árið 1831 þegar höfundurinn var aðeins 28 ára undir heitinu „Notre-Dame du Paris' (íslensk þýðing eftir Björgúlf Ólafsson var gefin út árið 1948 og hét Maríu- kirkjan í París). Hringjarinn og kropp- inbakurinn Quasimodo er ekki aðal- persóna sögunnar heldur hluti af stóru safni sögupersóna. Hann hring- ir kirkjuklukkunum í Maríukirkju og dýrkar Frollo, háttsettan kirkjulegan embættismann sem hefur alið hann upp. Frollo gerist ástfanginn gegn vilja sínum af sígaunastúlkunni Esmeröldu og verður ástmanni henn- ar næstum að bana með hnífsstungu. Esmeralda er ákærð fyrir verknaðinn og tekin af lífi. Quasimodo, sem einn- ig elskar Esmeröldu og skilur þátt Frollos í afdrifum hennar, snýst gegn honum og hendir fram af kirkjuturn- inum. Eftir það hverfur kroppinbak- urinn en finnst síðar í gröf Esmeröldu þar sem bein hans eru umvafín bein- um hennar. Hvar er nú Disney-ævin- týrið í þessari sögu? Reyndar olli hún höfundum Disn- ey-teiknimyndarinnar Hringjarans í Notre Dame, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í sumar og verður frumsýnd með íslensku tali í Sambíó- unum síðar á árinu, töluverðum heilabrotum og yfirmenn Disney-fyr- irtækisins voru í fyrstu efins um að sagan væri rétti efniviðurinn í teikni- myndaævintýri. Þeir létu slag standa þegar gerðar höfðu verið miklar breytingar á sögunni, en sú ákvörðun var tekin þegar á frum- stigi framleiðslunnar að kroppinbakurinn Qua- simodo yrði miðdepill myndarinnar rétt eins og hann hafði verið í öðrum kvikmyndaútgáfum sög- unnar, þeirra þekktust gerð árið 1939 með Char- les Laughton í hlutverki kroppinbaksins (sjá annarstaðar). Tom Hulce fer með hlutverk Quasimodos á frummálinu og Demi Mo- ore er Esmeralda en leik- stjórarnir eru Kirk Wise og Gary Trousdale þeir hinir sömu og gerðu „The Beauty and the Beast“ eða Fríðu og dýrið. Tónsmiðimir eru sem fyrr Alan Menken og Stephen Schwartz en þeir sömdu átta ný lög fyrir mynd- ina. í íslensku talsetn- Disney-fyrirtækið hefur gert teiknimynd um kroppinbakinn Quasimodo sem heitir Hringjarinn í Notre Dame og verður hún sýnd hér á landi með íslensku tali síðar á árinu. Arnaldur Indriðason kynnti sér gerð kvikmyndarinnar en Disney- höfundamir löguðu söguna mjög að þörfum Disney-ævintýranna og gerðu margar breyt- ingar á verki Victors Hugo. unni fara Felix Bergsson og Edda Heiðrún Backman með tvö aðalhlut- verkin en Lý aðrir leikar- f ar eru Bríet Héðins- dóttir, Pálmi Gestsson og Hjálmar Hjálmarsson. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Talsverðar breyt- ingar voru gerðar á sögunni svo hún mætti falla í farveg hefð- inn heymarlaus eftir allar hringing- amar í kirkjuturninum. Disney-höf- undarnir veittu Quasimodo heyrnina aftur en hikuðu við að gera hann beinlínis fallegan. Það hefði ekki aðeins verið í algerri þversögn við sögu Hugos heldur líka anda myndarinnar þar sem hann á í sálarkreppu vegna útlitsins. En hversu ljótur mátti hann vera? Hann varð að vera nægilega ljótur til að aðrar persónur myndarinnar yrðu slegnar yfir útliti hans en jafnframt varð hann að heilla áhorfend- ur myndarinnar uppúr skón- um. „Við bjugg- um til milljón ólíka Qu- bundinna Disney-ævintýra og má gefa sér að franskir menntamenn, þegar mjög þjakaðir af Evró-Disney, muni reyta hár sitt og rífa í skegg sér þegar þeir líta myndina augum. í meðförum Disney-höfundanna varð Quasimodo heillandi persóna, góðlundaður og indæll og þar með talsvert ólíkur þeim kropp- inbak sem Hugo hafði í huga þegar hann skrifaði bók sína. ; Hans Quasimodo var illilegri . ! og hafði litla þörf fyrir að | eiga samskipti við umheim- inn enda háði það honum talsvert að vera orð- í bókinni heldur hann krypplingnum föngnum. Hann er hið dæmigerða Disney-illmenni. Þrá hans til Esmer- öldu er á kynferðislegum nótum sem auðvitað stríðir mjög gegn trú hans og lausnin er að tortíma stúlkunni. Þetta höfðaði til Disney-forstjóranna í byijun en kynferðislegi þátturinn fór brátt að naga þá enda hafa Disn- ey-teiknimyndir aldrei verið neinar Rúmstokksmyndir. Höfundarnir fengu á endanum að halda sinni stefnu og þá var vandamálið að segja frá kynferðislega þættinum í Disney- teiknimynd. „Það er vandkvæðum bundið í þessum miðli því það verður að vera gert á afar smekklegan máta,“ segir Wise. „Fullorðnir áhorf- endur verða að skilja hvað býr að baki og það má ekki vera svo óskilj- anlegt krökkum að þeir botni ekkert í persónunni." Demi Moore átti mikinn þátt í að móta Esmeröldu með rödd sinni og hún sat á fundum með teiknurunum og setti fram gagnrýni og hugmynd- ir. Esmeralda varð á endanum tals- vert ólík öðrum kvenhetjum Disney- myndanna, hún er meira hörkutól, og sannarlega ólík þeirri Esmeröldu sem Hugo skrifaði um, m.a. talsvert greindari. Ástmaður hennar, sem Kevin Kline leikur, var mótaður nær eingöngu í samræmi við leik Klines. Þegar þessar fjórar aðalpersónur höfðu verið búnar til fannst teikni- myndahöfundunum í lagi að sleppa öðrum persónum og bæta við nokkr- um frá eigin bijósti. Mest áberandi eru þijár styttur sem fá líf og rífa upp gamansemina í myndinni og eru vinir Quasimodos. Einnig bættu þeir við sögumanni, sígaunanum Clopin. Disney-höfundarnir segja að þrátt fyrir allt hafi þeir haldið anda bókarinnar því í henni fundu þeir dæmi- gert Disney-þema. „Hún fjallar um þá sem eru utangarðs í samfélaginu," segir Peter Schneider, sem tók við yfirmanna- stöðu teiknimyndadeifdar Disney-fyrirtækisins af Jeffrey Katzenberg. „Ef þú skoðar Disney-teikni- myndir síðustu átta ára kemur í ljós að þær eru ailar um það efni, hvort sem það er Ariel í Litlu hafmeyjunni, Dýrið í Fríðu og dýrinu eða Simbi í Konungi ljónanna. Markmiðið er að finna sér stað þar sem maður á heima.“ Heimildir; The Los Angeles Times o.fl. FRÆGASTI hringjarinn; Charles Laughton sem kroppinbakurinn Quasimodo. Hin mörgu andlit hringjarans Saga Victors Hugo um hringjarann frá Notre Dame hefur verið kvikmynduð í marggang á öldinni. Á þögla skeiðinu voru framleiddar a.m.k. fjórar myndir um krypplinginn Quasimodo og stúlkuna Esmeröldu og eftir að talmyndirnar komu til sög- unnar hefur hringjarinn tvisvar verið kvikmyndaður fyrir breiðtjald, árið 1939 með Charles Laughton í titilhlut- verkinu og árið 1956 með Anthony Quinn. Frægasta hringjaramyndin frá þögla skeiðinu var gerð í Bandaríkjunum árið 1923 með Lon Chaney í hlutverki hringjarans. Chaney var meistari í að skapa sér leik- gervi sem hæfðu hlutverkum hans hverju sinni og þau voru mörg hver í ætt við hringj- arann; í afskræmdum líkama bjó falleg en kvalin sál. Þegar hann lék hringjarann var kryppan sem hann bar um 35 kíló að þyngd, hann setti himnu úr eggjaskurn fyrir augað á sér svo hann sýndist blindur og klæddist að auki spennitreyju til að hefta frek- ar hreyfingar líkamans. Frægasti hringjarínn er þó Charles Laughton í myndinni frá 1939, sem af mörgum er talin sú besta er gerð hefur verið eftir sögunni. Hún er dæmigerð Hollywood-mynd gullna skeiðsins með stór- brotnum leikmyndum og manngrúa á götum úti og yfir henni gnæfði Laughton úr kirkjuturninum og gerði mannlega „þessa afsökun fyrir mannveru“ eins og Victor Hugo lýsti sjálfur sögupersónu sinni. Enn vakti gervið at- hygli, afskræming andlitsins og afbakaður líkamsburð- urinn sem Laughton fullkomn- aði svo ekki verður betur gert. Loks fór Anthony Quinn með hlutverk kroppinbaksins í fransk/ítalskri bíómynd frá árinu 1956 sem kölluð hefur verið „grófgerð fjölþjóða- framleiðsla". Quinn lék á móti Ginu Lollobrigida undir stjórn Jacques Pré- verts. _ m ,“ er haft eftir leikstjoranum Wise. „Stundum leit hann út eins og illa vaxinn unglingur og stundum eins og einn af dvergunum sjö.“ / Ein aðalper- sónan í mynd- ÖJN c inni er Frollo og í stað þess \ \ j að vera vel- \ | ^ gjörðarmaður ! \ 'rH J Quasimodos / 't *—„ mg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.