Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST INNI- HALDS- RIKT RAPP FYRIR margt löngu kom fram ný hreyfing í banda- rísku rappi; hreyfing sem byggðist á trúarlegu rappi og innihaldsríku. Þá fóru fremstar í flokku rappsveitir eins og The Jungle Broth- ers, De La Soul og A Tribe Called Quest. Fyrrnefndu sveitirnar tvær lentu í hremmingum og hafa ekki náð áttum enn, en sú síð- asttalda hélt velli, tók sér góðan tíma til að gera plötu sem kom út fyrir fáum dög- um og telst með helstu rap- skífum ársins. ATribe Called Quest er tríó og í raun sér- kennilegt að það skuli halda saman enn, því svo margt hefur bresyt í umhverfi og innviðum. Á árum áður var einn liðsmanna, Ali Shaheed Muhammad, múslimi, sem sá stað í textum hans, en hinir tveir lifðu hinu ljúfa lífi og kærðu sig kollótta um pláss á himnum. Á end- anum snerist þó annar til hinnar sönnu trúar, Q-Tip, og sá þriðji flutti sig um set; settist að í Atlanta og gerir fátt annað en fylgjast með kappleikjum ýmiskon- ar. Þrátt fyrir það segja þeir félagar að samstarfið hafi aldrei staðið á traustari grunni en nú um stundir. Það má og heyra á plötunni nýju þar sem þeir félagar fara um víðan völl í jass, hipphopp og fönki eins og þeim einum er lagið með mergjaða texta í þokkabót. Sérkennilegir A Tribe Called Quest. mPÖNKSVEITIN góð- kunna og goðsagna- kennda Nomeansno er væntanleg hingað til lands í septemberlok. Tónleikamir hér á landi verða lokatónleikar í Evr- ópureisu Nomeansno og leikur sveitin í Reykjavík eða nágrenni 28. septem- ber. ■ TÓNLEIKAHALD hefst í Norðurkjallara MH föstudaginn 13. sept- ember næskomandi. Rokksveitin geðþekka Maus ríður á vaðið og hyggst leika úrval helstu verka sinna { bland við ný meistaraverk. MFLEIRI góðir gestir eru væntanlegir hingað á næstunni því listamenn sem tengjast Wa.ll of Sound útgáfunni bresku koma hingað í næstu viku og skemmta víða á Reykj avík u rs væðinu. Wall of Sound er talin skemmtilegasta útgáfa Bretlands nú um stundir, en með í för verður m.a. hljómsveitin Propeller- heads. Þroskaðlr REM-menn og milljónungar. Alþjóðlegt arðrón Margt sérkennilegt á sér stað í rokkheiminum, ekki síst þegar tónlistarmenn eru f hálfgildings stríði við tónlistar- markaðinn; eru að semja svo merkileg listaverk að það er vart við hæfi að þau sé sett í hendurnar á alþjóðlegum arðræningjum, en halda samt áfram að semja og gefa út í góðri samvinnu við fyrirtækin sem þeir forsmá. Þannig er því farið með rokksveitina REM sem hefur lagað sig að markaðnum með góðum árangri og sent frá sér margt snilldarverkið á poppkvarða, en lætur samt ólíkindalega þegar frægðin er annars vegar. Fyrir skemmstu spurðist að Aþeningamir í REM hefðu gert hæsta plötu- samning rokksveitar sem um getur. Fyrsta breiðskíf- an á þeim samningi kemur út á morg- un og er hreint fyr- irtak, reyndar er óhætt að telja hana með mestu skífum sveitarinn- ar sem telja má kraftaverk í ljósi síðustu missera. Um þetta leytið á síðasta ári var mál manna að REM væri búin að syngja sitt síð- asta. Sveitin stóð þá í iangri og erfiðri heimsreisu að kynna breiðskífu sem selst hafði prýðilega, en miður en platan á undan, trymbill hennar fékk heilablóðfall, söngvarinn kviðslit og bassaleikarinn garnaflækju og hvað eftir annað urðu þeir félagar að gera hlé á ferð sinni fyrir ýmsar sakir. REM-liðar voru þó á öðru máli, því sveitin hafði sigr- ast á öðru eins kífi, skemmst er að minnast þess að hún hætti um tíma en láðist að tiikynna það opin- berlega. Það fór og svo að skömmu eftir að tónleika- ferðin var búin brugðu þeir félagar sér i hljóðver að taka upp. Upphaflega hugð- ust þeir gefa út plötu viku eftir lok heimsreisunnar og hafa á henni upptökur af nýjum lögum á tónleikum. Á endanum leist þeim betur á þau lög og hugmyndir sem orðið höfðu til á hljóðpruf- um, nítján lög alls, og héldu í hljóðver með þau í fartesk- inu. Eins og áður segir er platan nýja, sem heitir New Adventures in Hi-Fi, með því besta sem frá REM hef- ur komið eftir að sveitin kom til móts við markaðinn fyrir margt löngu. Vel- gengni REM sannar og að bestu sveitimar halda velli nógu lengi til að þroskast og þróast; það eru ijórtán ár síðan fyrsta REM-skífan kom út og á þeim tíma hef- ur sveitinni tekist að fága tónmál sitt og móta með góðum árangri og gróða- vænlegum. eftir Átno Matthíosson HLJÓMSVEITIN Soma hefur látið lítillega á sér kræla und- anfarið og hóf ferilinn með látum; sigraði í hljómsveita- keppni norður í landi og fékk fyrir hljóðverstíma. Ekki er breiðskífa þó í vændum alveg strax vegna anna. Soma rekur ættir til hljóm- sveitarinnar Glimmers, sem starfaði um stund og sendi frá sér snældu. Leiðtogar Soma, Halldór og Snorri, hafa haldið vinskap og starfað saman í þijú ár og voru alla tíð kjami Glimm- ers. „Mannabreytingar voru tíð- ar því menn voru yfirleitt svo uppteknir að þeir máttu ekki vera að því að gera neitt. í mars ákváðum við að skipta um söngvara, sá gamli fór á hljóm- borð, og í kjölfarið ákváðum við að skreppa norður til Aukur- eyrar að taka þátt í Fjörungan- um, hijómsveitakeppni á vegum Akureyrarbæjar og FIH. Eftir það hætti bassaleikarinn, hafði of mikið að gera, og fyrir vikið hættum við við að gefa út plötu fyrir jól eins og stóð til.“ Þeir félagar segjast hafa talið rétt að skipta um nafn um ieið og þeir skiptu um söngvara, en nýja nafnið hafi verið ákveðið á ieiðinni til Akureyrar í Fjörung- ann. Þeir segja að í ljósi þess að sami kjami séu í sveitunum tveim Glimmer og Soma svipi Morgunblaðið/Golli Læti Hljómsveitin Soma. tónlistinni óneitanlega nokkuð saman. „Það eru þó allt aðrar áherslur, tónlistin er þyngri um leið og hún er melódískari. Það má segja að Soma sé meiri hljómsveit en Glimmer var því það semja allir núna, sem breyt- ir líka ýmsu.“ Eins og áður er getið vann Soma hljóðverstíma fyrir norð- an, en þeir segja plötu ekki á döfinni strax. „Við hefðum gjaman viljað taka upp og gefa út plötu á næstunni, en fyrir ýmsar sakir ákváðum við að geyma upptökur að sinni; það borgar sig ekki að gefa út bara til að gefa út.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.