Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 B 15 LÉTTLEIKI OG KLASSÍK í GRILLINU Léttleiki hefur ráðið ríkjum í Gríllinu síð- ustu mánuði. Steingrímur Sigurgeirsson gerði sér ferð á Hótel Sögu og komst að því að léttleikinn á vel við klassíkina sem lengi hefur verið í hávegum höfð í Grillinu. ar milli árstíða fínnst mér það vel ganga upp að Grillið sé að jafnaði með tvískiptan matseðil í gangi. Það liggur kannski beinast við að spyrja hversu mikill munur sé á seðlunum tveimur. Matreiðslan í Grillinu hefur verið að léttast með árunum og eftir að hafa reynt stikkprufur af báðum seðlunum verður að segjast eins og er að það er ekki endilega sjálfgefið að „grillseðillinn" sé þyngri, þó að það eigi við í flestum tilvikum. Sumarseðillinn er hins vegar djarfari og byggist einnig meira á því formi að rétturinn í heild sinni sé borinn fram á einum diski en komi ekki í skömmtum og meðlætið á fötum. Þessi djarfleiki er að sjálfsögðu tempraður af þeirri staðreynd að um rótgróna og íhaldssama stofn- un á borð við Grillið er að ræða. Það sýnir þó vissulega ákveðið hugrekki af slíkum veitingastað að nota blóðmör í einn forrétt- anna. Og það með ágætum ár- angri. Forrétturinn „hleypt egg á kartöfluflögum með stökku salati, steiktum blóðmör og rauðvíns- sósu“ (670 kr.) er góð tilraun til að koma þessu séríslenska fyr- irbæri inn í hámatargerðina. Blóð- mörinn gegnir ekki aðalhlutverki í réttinum, þetta er fyrst og fremst ljúffengt salat, en hann er til stað- ar og gefur réttnum persónuleika. Auðvitað eigum við öll okkar æskuminningar um blóðmör og MATUR OG VÍN eftir Steingrim Sigurgeirsson GRILLIÐ á Hótel Sögu á sér langa og merkilega sögu. Þeir eru óteljandi kokkarnir og þjónarnir sem þar hafa stigið sín fyrstu skref og enn í dag er Saga ein helsta þjálfunarmiðstöð íslensks veitingalífs. Grillið er staðfastur og ihaldssamur staður í flesta staði, jafnt hvað varðar innrétt- ingar, matargerð og þjónustu. Það hvílir mjög virðulegur blær yfir þessum stað og andrúmsloftið er formfast en jafnframt þægilegt. Undanfarna mánuði hefur Grillið boðið upp á tvískiptan matseðil. Annars vegar léttari „sumarmatseðil" og hins vegar hefðbundnari matseðil, þar sem á er að finna marga af sígildari rétt- um Grillsins. Var tekið upp á þessari ný- breytni síðasta sumar og hefur hún líkað vel. Þótt að auðvitað verði að gera einhveijar breyting- eigum því kannski erfiðara með að meðtaka hann í Grillinu. Ein- angraður frá fortíðarminningum er þetta hins vegar forvitnilegt sambland af léttu suðrænu salati og íslenskri sveitamenningu sem bragðast vel. Sá forréttur á sumarseðlinum er vakti mesta hrifningu mína var hins vegar „sniglar með tómat- sultu og kryddolíuvættum salat- fífli“ (1.160 kr.). Sniglarnir fá að njóta sín vel, ekki kæfðir í smjöri og hvítlauk, og sæt tómatsultan fellur fullkomlega að þeim og dregur fram bragð þeirra. Þar að auki fallegur og girnilegur réttur að sjá. Það sama má segja um „salt- fisks-carpaccio á sætu tómat- mauki, graslauk og sinnepskorn- um“. Miðjarðarhafsútfærsla þar sem sætur tómatur er aftur í lykil- hlutverki, léttur og lifandi réttur. Saltfiskur er spennandi hráefni sem hægt er að leika sér mikið með. Af forréttum „grillseðilsins", sem bragðaðir voru til viðmiðun- ar, var „hörpuskelfiskur lagður í greipsafa, framreiddur á jöklasal- ati og Parmaskinku" ekki síður léttur og suðrænn hvað hráefni og útfærslu varðar. Hann er samt að mínu mati ekki eins vel heppn- aður. Greipbragðið var of áber- andi, nánast kæfði hörpudiskinn (að ekki sé minnst á hvítvínið) og skinkan fannst mér ekki standa undir því nafni að kenna hana við Parma. Þá hefði sjónræn útfærsla réttarins mátt vera betri. Litirnir of daufir og allt að því dauðir. Grænna salat og sterkari litir hefðu gert réttinn árennilegri. Annar „grill“-forréttur, „pönnusteiktur smokkfiskur, kryddaður chilipipar, hvítlauk og apelsínusafa" (760 kr.) var hins vegar hreinasta nautn. Ólíkt fyrri réttinum yfirgnæfði ávaxtasafínn ekki heldur harmóneraði fullkom- lega við mátulega steiktan og mjúkan smokkfískinn. Rétt valið salat braut bragðið upp og gaf réttinum meiri dýpt. Tveir af fískréttum sumarseðils- ins voru einnig reyndir. „Smjör- steikt skötubörð með kapers og ostrusveppum í heslihnetu-vinaigr- ette“ (1.840 kr.) var vel samsettur réttur sem daðraði við bragðlauk- ana, hvort sem um var að ræða mildan kapersinn eða sveppina. Skötubörðin sjálf eru auðvitað ekki mjög afgerandi hráefni, hvað bragð varðar, en í bland við smjör og hvítlauk öðlast þau nýtt líf. Bragðsamsetning réttarins var at- hyglisverð og skemmtileg, eins konar leikur að sætu og súru. Saltfisk er einnig hægt að fá sem aðalrétt undir heitinu „steikt- ar saltfísklundir með humarbitum og vorlauk í Biscaya-sósu“ (2.460 kr.). Þessi réttur oíli mér nokkrum vonbrigðum. Hugmyndin er góð en ekki var nógu vel spilað úr henni, að minnsta kosti ekki þetta kvöld. Saltfisklundirnar sjálfar hefðu mátt vera betur valdar og sósan reyndist of mild og bragð- dauf. Vonbrigðin fólust ekki síst í því að maður greindi hversu góður þessi réttur gæti verið. Vínlisti Hótel Sögu- hefur um árabil státað af því að vera einn sá besti á landinu. Enn í dag er hann langur og umfangsmikill. Það hefur hins vegar gerst það mikið á þessu sviði á allra síðustu árum að hann skarar ekki fram úr líkt og áður. Mér finnst til að mynda Bordeaux-hluti listans of veikur fyrir stað í þessum gæða- flokki og aðrar gloppur mætti einnig tína til. Mér skilst hins vegar að nýr listi sé að fæðast og verður spennandi að sjá hvern- ig útkoman verður. Betri vínlisti gerði Grillið að enn betri veitinga- stað. Það er ógemingur að alhæfa um veitingastað er býður upp á jafnítarlegan og fjölbreyttan mat- seðil og Grillið og hér hefur ein- ungis verið fjallað um léttari hlut- ann, forrétti og fiskrétti. Þó má segja að með þessu formi, tvískipt- um seðli, takist vel að halda í söguna en standa jafnframt föst- um fótum i nútímanum. Vel væri þó hugsanlegt að steypa þessu tvennu saman með góðum ár- angri. Færa réttina enn frekar frá fötunum og yfir á diskana án þess að rjúfa hefðirnar alveg. Þær standa fyrir sínu og gera Grillið að ákveðinni kjölfestu meðal veit- ingahúsa, þar sem hvergi er hvik- að frá ströngustu kröfum varð- andi þjónustu og matargerð. Gríltíð Hótel Sögu Borðapantanir: 552 5033 Rioja, Char- donnay og fleira NÝJ AHEIMSVÍN úr þrúgunni Char- donnay hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi sem víðar á síðastliðnum árum. Tvö ný Chardonnay-vín hafa nú bætst við á reynslulistann, bæði mjög frambærileg og frá framleiðendum sem flestir ættu að kannast við vegna vína sem fyrir eru í sölu. Frá Chile kemur vínið Montes Char- donnay 1995 (1.010 kr.), sem var til um skeið á sérlistanum sáluga árið 1994. Ilmmikið og stútfullt af framandi ávöxt- um, ananas og banana, í bland við sæta eik í formi vanillusykurs. Sýra er ekki mjög áberandi og eftirbragðið þokka- lega langt. Þetta er létt og þægilegt vín, sem auðvelt er að hrífast af. Tilvalið sem fordrykkur eða með til dæmis silungi og laxi eða krydduðum austurlenskum mat. Ástralska Chardonnay-vínið Linde- mans Bin 65 hefur verið með vinsælli hvítvínum um langt skeið og ekki að ósekju. Bestu Chardonnay-vín Ástralíu koma hins frá héraðinu Padthaway í Suður-Ástralíu en það er það vínhérað landsins, sem best hentar þessari frönsku þrúgu. Enda ætti Lindemans Padthaway Chardonnay 1995 (1.430 kr.) ekki að svekkja neinn Char- donnay-unnanda. Litsterkt og með ilm er einkennist af ferskjum, fíkjum og snert af brennistein. Vel uppbyggt vín í alla staði er heldur sér vel og ætti að þola einhverja geymslu, þó svo að það sé kannski engin ástæða til að geyma það, eins gott og það er nú þegar. Þetta Lindemans-vín á við með flest- um sjávarréttum, ekki síst skelfiski. Þá væri það tilvalið með kjúklingarétt- um af flestu tagi. En ef Chardonnay-vín hafa notið mik- illa vinsælda meðal íslenskra hvítvíns- neytenda iná segja að spænsku Rioja- vínin hafi notið áþekkrar hylli rauðvíns- neytenda. Vín frá framleiðandanum Beronia (í eigu sérrífyrirtækisins Gonza- les-Byass) hafa hingað til einungis verið fúanleg á veitingastöðum hér á landi en nú eru tvö Beronia-vín komin í reynslusölu. Beronia Reserva 1987 (1.190) er hreinlega yndislegt vín, prýtt flestu því, sem maður sækist eftir í rauðu Rioja-vínunum. Þrátt fyrir níu ára ald- ur er það ungt og hresst og engin elli- merki að sjá á lit þess. Ilmur er mikill og tælandi, þykkur dökkur, ögn krydd- aður ávöxtur í bland við vanillukeim kalifornísku eikarinnar er vínið var geymt í fram til ársins 1991. Beronia Reserva ætti að eiga vel við flesta vandaða lgötrétti, ekki síst lamb og villibráð. Fimm árum eldra er Gran Reserva- vínið frá Beronia (1.720 kr.). Fínlegra og fágaðra þó að það búi ekki yfir sama krafti. 1982 var eitt besta víngerðarár þessarar aldar í Rioja og því fengnr að eiga kost á þessu víni. Litur vínsins er farinn að þynnast þó nokkuð en ein- kennist enn af heilbrigðum og falleguin rauðum blæ. Ilmur er sætur, þroskað- ur, orðinn ögn „dýrslegur". Bragð er þéttriðið og sýra töluverð, vísbending um að vín þetta eigi ansi mörg góð ár eftir. Vín sem á við gott nautakjöt og önd. (1.470 kr.). ÖIlu óþekktara víngerðarhérað á Spáni er Tarragona en þaðan kemur vínið Senorio del Mar Crianza 1991 (870 kr.) frá framleiðandanum Pedro Rovira. Þetta er þurrt og fremur bragð- lítið vín, sem skortir fyllingu og lengd. Það hefur lítinn persónuleika en gæti gengið vilji menn einfaldlega „rautt“ vín án mikilla einkenna. Vínið er jafn- framt ódýrt og mætti flokka það sem gangbært „pizzu-vín“. Frönsk vín hafa átt það til að falla í skuggann vegna þeirrar sprengingar sem orðið hefur í Nýjaheimsvínum. Þaðan koma þó ávallt mörg af bestu vínum heims. Eittþekktasta svæði vín- héraðsins Bordeaux er Margaux. Frá fyrirtækinu Cordier er nú komið í reynslusölu Margaux-vin, árgerð 1993. Kannski ekki besti árgangur síðustu ára en þó árgangur sem er á þokkalegu verði og er tilbúinn til neyslu fyrr en „stærri“ ár. Cordier Margaux 1993 er dökkt á lit. Ilmur er ungur og gegna sólber og krækiber þar aðalhlutverki. Vín þetta er þægilega mjúkt miðað við ungan aldur og þyngd í meðallagi. Uppbygg- ing er vönduð og gott jafnvægi milli eikar og ávaxtar. Það hefði hins vegar gott af eins og tveggja ára geymslu í viðbót. Þar sem að fæstir hafa það mikla biðlund ættu menn hiklaust að opna flöskuna nokkrum klukkustund- um fyrir neyslu og gjarnan umhella víninu í karöflu. Þetta vín á við með öllum betri mat, lambi, nauti og villibráð. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.