Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 52 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 Laser DIADORA innanhússkór Litir: Svart, hvítt, rautt. St. 32-39 Verð kr. 2.999 Phantom St. 37-46 Verð kr. 3.999 ® flSTllflD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68, Austurveri sími 568 4240 Doub/e action demparar Póstsendum Rafall í hvert hús? Farnborough. Reuter. BRESKT fyrirtæki, Turbo Gen- set, hefur kynnt til sögunnar gasknúinn rafal, sem það segir svo kraftmikinn og fyrirferðar- lítinn, að þess sé ekki langt að bíða að hann verði að finna á hverju heimili. Það var hópur verkfræðinga við Imperial háskólann í London sem hannaði rafalinn. Með því að nota segulmögnuð efni tókst þeim að framleiða rafal sem snýst allt að 60.000 snúninga á mínútu. Þetta gerir mönnum kleift að smíða tæki sem fram- leiðir jafnmikið rafmagn og tæki sem eru tífalt þyngri. Einna erfiðast reyndist að halda seglinum á sínum stað þegar hann er orðinn eins léttur og raun ber vitni, en markmið verkfræðinganna er að búa til rafal sem rúmast í lófa manns. Turbo Genset mun í fyrstu leggja mesta áherslu á að selja rafalinn til opinberra stofnana, svo sem hers og sjúkrahúsa, sem verði að hafa yfir varaaflstöð að ráða og ekki sé verra ef þær séu fyrirferðarlitlar og auðvelt að flytja þær til en sú er ekki raunin nú. Þá eru uppi hug- myndir um að setja rafalinn í bíla og í framtíðinni á að huga að heimilum manna. Segja for- ráðamenn fyrirtækisins að mikil orka fari til spillis við að leiða rafmagn inn í hús, nýtingin ætti að geta farið úr 30% í um 85%. Spá þeir því að þróunin í þessum málum verði svipuð og með tölv- ur, sem þurfti heilu herbergin undir fyrir nokkrum áratugum, en séu nú almenningseign. Land feitu kattanna London. The Daily Telegraph. DÝRAUNNENDUR eru „að drepa gæludýrin sín með ást“, að sögn dýralækna, sem segja að breskir kettir og hundar séu hinir feitustu í Evrópu. Rannsókn hefur leitt í ljós að 52% hunda í Bretlandi og 47% katta þurfi að fara í megrun. Eigendur dýranna dekri við þau með ýmsu góðgæti og nýjum gómsætum gæludýraréttum, þannig að þau séu orðin algerir sælkerar. Dýrin éti ekki lengur af næringarþörf heldur vegna ánægjunnar einnar. „Eg hef fengið til mín hunda sem eru svo akfeitir að þeir geta ekki staðið upp hjálparlaust," sagði einn dýralæknanna sem tók þátt í rannsókninni. Rúmlega 1.400 bresk gæludýr eru nú í megrun undir eftirliti lækna. Brotist inn í fangelsi Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR fangelsisstarfsmenn tóku í gær eftir gati í girðingu umhverfis fangelsi i vesturhluta Svíþjóðar. Við nánari athugun kom í ljós að ekki hafði verið brotist út úr fangelsinu, heldur inn í það. Þjófarnir brutust inn í skrifstofu fangelsisstjórans, en forðuðu sér tómhentir og skildu meira að segja eftir kúbein. Kæliskápar frá Gorenje K-2866Gls Kælir/frystir 138X60X69 K-2766GIS Kælir/Frystir 150X60X69 K-33-337GIS Kælir/Frystir 138X60X69 Kæliskápar frá FAGOR D-221R Kælir irystir D-27R Kælir frystir C-31R Kælir frystir C-34R Kælir frystir 147x55x59 147x60x57 171x60x57 185x60x57 (79.400,-1 ^--- Stgr. GORENJE -- Borgartúni 24 Sími 562 4011 FAGOR D27R Kælir: 212L - Frystir: 78L HxBxD: 140x60x57 cm GORENJE Kælir: 190L - Frystir: 68L HxBxD:138x60x60 cm Kælir: 205L - Frystir: 105L HxBxD:177x60x60 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.