Morgunblaðið - 08.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.1996, Síða 1
Glasgowferðum fjölgar SAMKVÆMT vetraráætlun Flugleiða verður ferðum til Glasgow fjölgað um helming frá 26. október. Flogið verður alla daga nema sunnudaga til skosku borgarinnar. í fréttabréfi Flugleiða segir að ekki hafi verið tekið jafn stórt skref í fjölgun ferða til tiltekins áfangastaðar hjá þeim síðan ferðum til Kaupmanna- hafnar var fjölgað úr 7 í 14 á viku. ■ NEWCASTLE Morgunblaðið/Pétur Blöndal fNtosttttliIaftifr SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER1996 BLAÐ C VERSLUNARFERÐIR til New- castle eru að heíjast, en hingað til hafa um fimm þúsund íslend- ingar lagt leið sína þangað á ári. Borgin hefur upp á margt að bjóða fyrir íslendinga. Þar er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu, auðugt mannlíf, kráar- hverfið Big Market og fornar söguminjar að ógleymdum heimavelli stórliðsins Newcastle United. Að ofan má sjá mynd úr glæsilegum garði við rústir rómverska virkisins Vindolanda í nágrenni Newcastle. ■ Austur-Skaftafellssýsla geymir margar nóttúruperlur Hornaf jöröur ó haustmánuðum HORNAFJÖRÐUR, Austur-Skafta- fellssýslu, er austur af Mýrum og út af Nesjum. Yst á nesinu milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar er Höfn sem fékk kaupstaðarréttindi árið 1988. Hins- vegar hófst byggð á þessum stað fyrir 99 árum þegar Ottó Tuliníus flutti verslun sína frá Papósi til Hornafjarðar. Hótel Höfn hefur starfað frá 1966 og félagsheimilið Sindrabær frá 1963. Farfuglaheimili starfar á sumrin, gistiheimili og tjaldstæði er rekið fyrir ferðamenn. A Höfn búa tæplega 1800 manns og í sveitarfé- laginu Hornafjörður um 2200 og stolt þeirra er fjallahringurinn og skriðjöklarnir og líka höfnin sem er talin ein sú besta eftir að inn í hana er komið. Aftur á móti er innsigling- in um þrönga og straumharða ála. Margar aðrar náttúruperlur eru í Austur-Skaftafellssýslu eins og Jöklasel, Lónsöræfin og Skaftafell. í sumar hafa margir ferðamenn farið í bátsferðir á Birni Lóðs út fyrir ósinn á Höfn, í gönguferðir um lónsöræfin og á jökul með Jöklaferðum hf. Háannatími í ferðaþjónustunni er liðinn, en nú ætla nokkur fyrirtæki í Austur- Skaftafellssýslu og Bæjarstjórn Hornafjarðar að gera átak til að benda fyrirtækjum og starfs- mannafélögum á að staðurinn sé hagstæður til að halda fundi, ráð- stefnur, árshátíðir og fara í skemmtiferðir á vorin og haustin. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu Hornfirð- inga á fimmtudaginn og birtist ferð- in á baksíðu ferðablaðsins nú í máli og myndum. ■ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir RÉTT út fyrir Hornafjarðarós. Torfi Friðfinnsson hafnsögumaður á Birni Lóðs. Suðvestur- !► FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn og Visa ísland hafa í sam- vinnu gefið út ferðahandbókina Visa, ieiðin um Suðvestur-Fiórída með Úrval-Útsýn. Þessi handbók fjallar á fróðleg- an máta um sólarstaðina Ft. My- ers og Naples auk næsta umhverf- is, en þetta eru aðaláfangastaðir Úrvals-Útsýnar á Flórída. Báðir þessir staðir standa við Mexíkó- fióann, og bjóða upp á einstakar strendur og náttúruiíf auk úrvals vandaðra gististaða. Hundruð ís- lendinga hafa nú þegar kynnst Ft. Myers frá síðastliðnu hausti er ferðir þangað hófust, og nú bætir Úrval-Útsýn við næsta ná- grannabæ, Naples, sem er orðinn einn alvinsælasti orlofsstaður í Flórída fyrir auðuga Bandarikja- menn. I framhaldi af útkomu þessarar bókar mun Úryal-Útsýn í sam- vinnu við Visa ísland standa fyrir sérstakri hópferð Visa-korthafa með íslenskum fararstjóra til Ft. Myers í haust. ■ ■ VINSÆL4STI VETRARDVALÁRSTAÐUR I HEIMI HAFSDRAUMAR [ PANTANIR STREYMA INN, i SUMAR BROTTFARIR UPPSELDAR! SIGLINGAR CARNIYAL í BOÐIALLT ÁRIÐ, YERÐ 8 d. innif. flug og sigling. Takmarkað pláss, brottför alla föstudaga. DÓMINIKANA - 5 TOPPSTAÐIR - FEGURSTU STRENDUR HEIMSINS, SANNKÖLLUÐ PARADÍS Á JÖRÐ, HITI 25-28° C. BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA. SNÚÐU VETRI í SÆLUSUMAR ÍHLÝJU OG LITADÝRÐ HITABELTISINS: FERÐASKRIFSTOFAN PANTAÐU NÚNA TIL AÐ GETA VALIÐ! HEIMSKLUBBUR usturstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, ími 56 20 400. fax 562 6564 17. okt. -Lnóv. kr. 139.800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.